Skessuhorn


Skessuhorn - 02.12.2015, Síða 5

Skessuhorn - 02.12.2015, Síða 5
MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 2015 5 FRUMHERJI HF. – ÞEGAR VEL ER SKOÐAÐ www.frumherji. is Stykkishólmur 2015 Skoðun frestast Bifreiðaskoðun hjá Dekk og Smur á Nesvegi 5 sem átti að vera fimmtudaginn 3. desember og föstudaginn 4. desember frestast. Nýir skoðunardagar eru: Mánudagur 21. desember Þriðjudagur 22. desember Lokað í hádeginu kl. 12.00 – 13.00 Tímapantanir í síma 570-9090 S K E S S U H O R N 2 01 5 Þriðjudaginn 15. desember verður jólaúthlutun Mæðrastyrksnefndar Akraness að Dalbraut 1 ( Krónuhúsinu, gengið inn bakatil). Úthlutað verður frá kl. 13:00 til 17:00. Tekið verður á móti umsóknum alla virka daga frá kl. 11:00 til 13:00 í símum 859-3000 María og 859-3200 Kolbrún Harpa til og með 10. desember. Umsækjendur þurfa að skila inn nýjasta skattframtali (sem er trúnaðarmál og verður skilað til baka við úthlutun). Tekið verður á móti skattframtölum og öðrum upplýsingum í húsi Rauða Krossins að Skólabraut 25 A mánudaginn 7. desember og föstudaginn 11. desember frá kl. 16:00 til 18:00. Mjög mikilvægt er að umsóknir berist sem fyrst eða í síðasta lagi 10. desember þar sem úrvinnsla umsókna tekur tíma. Með vinsemd og virðingu, Mæðrastyrksnefnd Akraness. Jólaúthlutun Mæðrastyrksnefndar Akraness Athugið að eftir 18. desember verður engin úthlutun svo sækið um tímanlega. SK ES SU H O R N 2 01 5 Knattspyrnuþjálfarafélagið veitti á dögunum viðurkenningar fyrir vel unnin störf. Meðal þeirra sem hlutu viðurkenningu var Ejub Pur- isevic, en hann hlaut hana fyrir vel unnin störf við þjálfun yngri flokka. Ejub hefur þjálfað á Snæfellsnesi síðan árið 2002 með einu hléi og náð mjög góðum árangri bæði í yngri flokka starfinu sem og með meistaraflokk karla. Er Ejub því vel að þessari viðurkenningu kominn. þa Ejub fékk viðurkenningu Í síðustu viku þurftu bekkjarfélag- arnir Anton Elí Einarsson og Elís Dofri G Gylfason báðir að yfirgefa íþróttatíma 9. bekkjar Grunnskól- ans í Borgarnesi með stuttu milli- bili. Ástæðan er sú að tvö óskyld óhöpp áttu sér stað í þessum eina íþróttatíma sem þó stóð aðeins yfir í 40 mínútur. Atvikuðust þau þannig að í leik sem þar fór fram féll Anton við og lenti á olnbogan- um með þeim afleiðingum að hann brotnaði. Kennari leitaði umsvifa- laust aðstoðar starfsmanns íþrótta- hússins og fylgir Antoni úr tíman- um. Honum er svo komið af stað til læknis á Akranesi. En rétt á með- an kennarinn leitaði aðstoðar fyr- ir Anton slasaði Elís sig þegar sam- nemandi hljóp óvart framan á hönd hans. Að skömmum tíma liðnum hittust félagarnir svo á Heilbrigð- isstofnun Vesturlands á Akranesi, komnir undir læknis hendur. Þrátt fyrir að óhöppin séu alls óskyld og líta megi á það sem ein- skæra tilviljun, að þau hafi átt sér stað í sömu kennslustundinni, hafa stjórnendur Grunnskólans í Borg- arnesi ákveðið að breyta verklagi við íþróttakennslu. Það staðfesti Júlía Guðjónsdóttir skólastjóri í samtali við Skessuhorn. Hún sagði að keyptar hefðu verið talstöðv- ar svo kennari geti alltaf kallað eft- ir aðstoð starfsmanns íþróttahúss- ins án þess að yfirgefa salinn. Nem- endur yrðu þá aldrei eftirlitslaus- ir. Þó það hefði ef til vill ekki get- að komið í veg fyrir seinna óhappið í umræddum íþróttatíma sagði hún að alltaf þegar óhöpp ættu sér stað þyrftu stjórnendur að horfa til þess sem betur mætti fara, því hafi verið ákveðið að gera þessar ráðstafanir. Eins og áður sagði er Anton oln- bogabrotinn og þarf hann að gang- ast undir aðgerð. Elís sagði hins vegar í samtali við blaðamann að hann væri á leið í myndatöku í vik- unni og fengi þá skorið úr um hvort bein hefði brotnað í fingri hans eður ei. Hann ítrekaði að hann leit- aðist ekki við að skella skuldinni á nokkurn mann, einfaldlega hafi verið um óhapp að ræða. kgk Tilviljun að tvö óhöpp urðu í sama leikfimitímanum Bekkjarfélagarnir Anton Elí Einarsson og Elís Dofri G Gylfason úr Borgarnesi hittust nokkuð óvænt á sjúkrahúsinu á Akranesi í síðustu viku. Landbúnaðarháskóli Íslands færði nýverið Ungmennafélaginu Íslend- ingi lítið timburhús að gjöf sem notað verður sem áhaldageymsla við Sverrisvöll á Hvanneyri. Hús- ið er alls sex fermetrar að gólf- flatarmáli og var áður notað sem rannsóknaaðstaða á vegum LbhÍ. Undanfarin ár hefur það hins veg- ar staðið í geymslu. Þetta er kær- komin gjöf fyrir ungmennafélagið sem stendur fyrir íþróttaæfingum á Sverrisvelli frá sumarbyrjun og fram á haust. Það hefur lengi ver- ið ósk félagsins að bæta geymslu- aðstöðu fyrir áhöld við Sverrisvöll. Hingað til hafa áhöld til íþrótta- iðkunar verið geymd á efra hæð í gamla bútæknihúsinu. Ulla R. Ped- ersen, formaður Umf. Íslendings, segir á vef Landbúnaðarháskólans að hún og aðrir félagar í Íslendingi séu afar þakklátir fyrir gjöf Land- búnaðarháskóla Íslands. Hún muni nýtast vel. Landbúnaðarháskól- inn og ungmennafélagið hafa lengi átt farsælt samstarf um uppbygg- ingu og rekstur íþróttamannvirkja á Hvanneyri, enda hafa bæði nem- endur skólans sem og grunnskóla- nemar á Hvanneyri auk íbúa þar og í nágrenni nýtt sér hana. Félags- svæði Ungmennafélags Íslendings er Hvanneyri, Andakíll og Skorra- dalur. Á félagssvæðinu eru um 90 börn á aldrinum 1-15 ára. Íbúar eru samtals um 500 en þar af búa 400 á Hvanneyri. mþh Ungmennafélagið Íslendingur fær geymslu að gjöf Húsið góða sem áður var notað til rannsókna. Bæjarstjórnarfundur í desember Næsti fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn þann 15. desember næstkomandi í stað 8. desember. Fundur bæjarstjórnar þann 22. desember fellur niður. SK ES SU H O R N 2 01 5 Eftirfarandi störf eru laus til umsóknar: Starf forstöðumanns í búsetuþjónustu• Starf byggingarfulltrúa• Starf kennara í Grundaskóla• Sótt er um rafrænt á heimasíðu Akraneskaupstaðar á þar til gerðu eyðublaði Nánari upplýsingar er að finna á www.akranes.is SK ES SU H O R N 2 01 5 Laus störf hjá Akraneskaupstað

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.