Skessuhorn


Skessuhorn - 02.12.2015, Side 7

Skessuhorn - 02.12.2015, Side 7
MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 2015 7 Kvenfélagið 19. júní hélt sitt ár- lega jólabingó í matsal Landbún- aðarháskóla Íslands á Hvanneyri síðastliðinn föstudag. Mikill fjöldi sótti bingóið, eða um 250 manns. Spilaðar voru 20 umferðir og ríkti mikil stemning í salnum. Með- fylgjandi myndir sýna fjöldann sem var kominn til að styðja við starf kvenfélagsins því allur ágóði af bingóinu rennur til góðra mál- efna innan héraðs. „Kvenfélagið vill þakka öllum þeim fjölmörgu fyrirtækjum og einstaklingum sem gáfu okkur vinninga kærlega fyrir stuðninginn,“ segir í tilkynningu frá félaginu. mm Kvartþúsund mætti á jólabingó kvenfélagsins Árlegur fundur bæjarstjórnar unga fólksins á Akranesi fór fram um miðjan nóvembermánuð. Þar tóku til máls fimm fulltrúar ungs fólks á Akranesi en á fundinum sátu einnig bæjarstjóri og bæjarfulltrúar. Sig- ríður Indriðadóttir forseti bæjar- stjórnar stýrði fundinum og í upp- hafi hans kynnti hún að tillaga sem kom upp á bæjarstjórnarfundi unga fólksins fyrir ári síðan hafi verið samþykkt af bæjarstjórn. Sú tillaga snýr að því að fulltrúar í ungmenn- aráði Akraness tilnefni áheyrnar- fulltrúa sem taki sæti í skóla- og frístundaráði þegar málefni ung- menna eru á dagskrá. Fulltrúinn mun hafa málfrelsi og tillögurétt. Fulltrúar unga fólksins komu inn á ýmis málefni á fundinum, hrós- uðu bæjaryfirvöldum fyrir það sem vel hefur verið gert og spurðu um stöðu ýmissa mála sem rædd voru í fyrra. Meðal þess sem rætt var um á fundinum var að stofna hverfa- nefndir sem gætu séð um leikvelli í sínu hverfi, ástand gatna á Akranesi barst í tal, ósk kom fram um stærra eldhús í Brekkubæjarskóla, húsnæð- isvandi FIMA var ræddur og kaup á róbótabörnum til grunnskólanna til að nýta sem forvarnaverkefni. Þá var einnig rætt um skólalóðir grunnskól- anna, líkt og undanfarin ár, og stytt- ingu framhaldsskólans. Komið var inn á þá neikvæðu umræðu sem ver- ið hefur um Fjölbrautaskóla Vestur- lands og nefndi fulltrúi þess skóla að meira mætti gera úr því jákvæða sem gert er í skólanum. Þá var einn- ig rætt um það sem betur mætti fara á Írskum dögum, með tilliti til unga fólksins sem ekki hefur aldur til að fara inn á ákveðna viðburði. Bæjar- fulltrúar tóku vel í tillögur og hug- myndir fulltrúa unga fólksins. Þeir sem ávörpuðu ungmennin þökk- uðu þeim fyrir þeirra framlag og hrósuðu þeim fyrir jákvæðni, góðan undirbúning og góðar tillögur. grþ Unga fólkið fær áheyrnarfulltrúa í skóla- og frístundaráði Hafðu okkur með í ráðum 569 6900 08:00–16:00www.ils.is Okkar hlutverk hefur frá upphafi verið að stuðla að jafnvægi og að allir hafi jafna möguleika á að eignast húsnæði, hvar sem er á landinu. Hjá okkur færðu óháða og trausta ráðgjöf, hvort sem þú ætlar að kaupa eða leigja, þannig að þú vitir örugglega hvað þú ert að fara út í.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.