Skessuhorn - 02.12.2015, Síða 21
MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 2015 21
Þriðjudaginn 8. desember næstkom-
andi verður sagnakvöld í Snorrastofu
kl. 20.30, þar sem Óskar Guðmunds-
son rithöfundur í Véum segir frá
Skúlabók sinni – og kynnir viðfangs-
efnið. Stefnt er að notalegri kvöld-
stund á aðventu með kaffiveitingum
og spjalli. Aðgangur er ókeypis.
Skúli Alexandersson fæddist í fá-
brotnu samfélagi norður á Ströndum
sem allt í einu varð miðlægt pláss með
síld og sældargróða á fjórða áratug
síðustu aldar. Skúli horfði aldrei að-
gerðalaus á samfélag sitt, hann reyndi
strax á ungaaldri að hafa áhrif, betr-
umbæta – já eða bylta þjóðfélagi sem
var að taka á sig nýja mynd. Hann
naut unglingur trúnaðar til forystu í
hvers kyns félagsskap en mestu mun-
aði um formennsku hans í verkalýðs-
félagi Strandamanna. Þar fékk hann
eldskírn í stéttaátökum sem höfðu
mótandi áhrif á framtíð hans. Þó var
honum ekki auðveldlega í stétt komið
í þeim skilningi að engin bönd héldu
honum við sama bás. Enda lifði hann
í þeirri þjóðfélagslegu mótsögn að
vera gegnumheill sósíalisti og einarð-
ur atvinnurekandi.
Eftir nokkurra ára sjómennsku,
nám í Samvinnuskóla og kaupfélags-
dvöl á Sauðárkróki lenti Skúli eins og
fyrir tilviljun á Hellissandi. Skúli ætl-
aði bara að vinna þar í tvo mánuði,
en áður en fyrsta árið leið, var hann
kominn á kaf í félagsmál og pólitík í
Neshreppi utan Ennis. Þar beið líka
stóra ástin í lífi hans og Skúli festi
tjaldhæl sinn til frambúðar í landi
Snæfellsássins. Hann var snemma
kjörinn til forystu og varð vinsæll og
virtur oddviti og þingmaður, fram-
kvæmdaglaður og framsækinn. Allt
Vesturland varð vettvangur Skúlans.
Hann var stórhuga og ráðríkur, svo
sumum fannst nóg um, en jafnframt
svo ráðhollur að yfirleitt gast mönn-
um best að hans ráðum.
Aldrei missti Skúli sjónar af
gleðinni og gróandanum, gerðist á
háum aldri forystumaður landvernd-
ar og skógræktar af sömu ástríðu og
fyrir öðrum þjóðþrifamálum. Hug-
myndaauðgi og skapandi vinnusemi
einkenndi hann allt til hinsta dags.
Hann féll frá 21. maí síðastliðinn á
89. aldursári. Hann gekk ævinlega
glaður og reifur til allra verka – og
innilegur hlátur þótti einkenna frá-
sagnir hans og heillandi framkomu.
Því þótti vel fara á heiti bókar: Þá hló
Skúli. -fréttatilkynning
Bókin Þá hló Skúli
kynnt í Snorrastofu
Svipmynd frá útgáfuhófinu fyrir um mánuði síðan þegar bókin kom fyrst út. Ljósm. mþh.
Jólastemningin er komin á Bóka-
safni Akraness. Safnið hefur ver-
ið skreytt hátt og lágt, jólabækurn-
ar eru komnar úr dvala og prýða
hverja hilluna á fætur annarri. Jóla-
bókaflóð útgefenda hefur skilað
sér inn á safnið og fjöldi nýrra titla
kominn í útleigu. Mikill metnað-
ur hefur verið lagður í jólaskreyt-
ingarnar á safninu og skrautið hæf-
ir vel, enda mikið til gert úr göml-
um bókum. Það eru Erla Dís Sigur-
jónsdóttir og Gerður Jóhanna Jó-
hannsdóttir sem hafa veg og vanda
af skrautinu á bókasafninu í ár. Að
sögn Gerðar er þetta þriðja árið í
röð sem safnið er skreytt á þenn-
an hátt. Efnið sem við notum er
annað hvort endurnýtt eða beint
úr náttúrunni, segir hún. Köngl-
ar og greinar koma úr skógrækt-
inni og svo notum við bækur sem
búið er að afskrifa. Við höfum svo
notað afgangsefni, meðal annars frá
því á Húllumhæinu í sumar og kúl-
urnar voru keyptar í Búkollu, bætir
hún við. Hún segir Erlu Dís alveg
eiga heiðurinn af bókaskrautinu en
hreindýr úr pappa, arinn og annað
skraut hafi þær unnið að í samein-
ingu. Allt árið séu þær að spá í hvað
gæti verið skemmtilegt að gera fyr-
ir jólin og í ár hafi arinstofa Sveinka
og hreindýrafjölskyldan orðið fyrir
valinu.
grþ
Jólaskrautið unnið
úr gömlum bókum
Heimatilbúin arinstofa Sveinka. Gerður skar út hornin en Erla Dís gerði skrautið
ofan á arninum. Takið eftir glugganum sem einnig er heimatilbúinn.
Víða má sjá fallegt skraut úr bókum eftir Erlu Dís.
Gerður skar út hreindýrafjölskyldu sem stendur úti í glugga. Könglarnir sem
hanga í glugganum voru týndir í skógræktinni á Akranesi.
Það er ýmislegt hægt að gera við
bækurnar, meðal annars pakka gjöfum
inn í blaðsíður.
Jólakortastandurinn er flottur.Hreindýrshöfuð búið til úr bók.
Útgáfudagar
næstu vikur
www.skessuhorn.is
Miðvikudagur
9. desember
Miðvikudagur
16. desember (Jólablað)
Miðvikudagur
30. desember
Miðvikudagur
6. janúar 2016
Auglýsingapantanir í Jólablað
Skessuhorns þurfa að berast
í síðasta lagi föstudaginn
11. desember á netfangið
emilia@skessuhorn.is eða
í síma 433-5500