Skessuhorn


Skessuhorn - 02.12.2015, Síða 24

Skessuhorn - 02.12.2015, Síða 24
MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 201524 Vísnahorn Nú dynur á okkur hið árlega jólabókaflóð og mætti æra óstöðugan að gera því öllu skil sem vert væri. Ögn gæti þó verið gaman að gægjast í ljóðabækurnar og ætli við opnum ekki eins og þrjár þeirra núna. Í bókinni ,,Pönnukökur og plokkfiskur“ eftir Sigurlínu Hermannsdóttur er kvæðið Veiðikló: Hann stendur á bakkanum búinn til veiða, beiturnar gaumgæfir allar, lognkyrran vordag í víðáttu heiða. -Á vatninu himbriminn kallar. Fiskurinn vakir og vonglöð er sálin, varma frá sólinni stafar. Í vöðlurnar fer hann og veður svo álinn. -Á vatninu himbriminn kafar. Háfurinn tilbúinn, hatt á sig krækir, hnýtt hefur flugur af natni. En hlut sinn af kappi á heimavöll sækir himbriminn úti á vatni. Bókin ,,Hvítir veggir“ eftir Sigrúnu Har- aldsdóttur hefur eins og bók Sigurlínar að geyma bæði hefðbundin og minna hefðbund- in ljóð og báðar hafa þær að geyma alvarleg kvæði og minna alvarleg: Nú strýkur kulið stráin heiðardala og stakkaskiptum taka gróðurrindar. Nú hemar auga himinblárrar lindar en hrímið glitrar dauft á lágum bala. Það bliknar allt og blómstur falla í dvala og blökkum skugga varpa fjallatindar, í fjarska ýlfra kaldir vetrar vindar svo válega þeir örgum rómi hjala. Þótt fuglar vorsins flestir séu á braut á flötum mel er ennþá sumargestur, þar mókir spói á mosagrárri sæng. Því hann sem frír um himnavegu þaut í helsi bjargarleysis kyrr er sestur með brákaðan og blóði drifinn væng. En Sigrún á ýmsa fleiri tóna til þótt þá sé ekki alla að finna í þessari bók. Meðal annars veltir hún fyrir sér erfiðleikum póstburðar- kvenna og jafnframt afleiðingum ýmissa svo- kallaðra endurbóta sem læknavísindin fremja á kvenlíkamanum: Hún Björg var að bera út póst og bogin hún rétt áfram dróst. Það var krefjandi streð því konan var með alveg svakaleg síkilonbrjóst. Kristján frá Gilhaga hefur gefið út aðra bók sína sem nefnist ,,Sögur, kvæði og kviðling- ar“ og má nafnið heita lýsandi fyrir innihald- ið. Meðal annars segir hann frá því er hann var staddur í reiðhöllinni á Sauðárkróki sem ber nafnið Svaðastaðir og horfði á konur sýna mynsturreið: Klukkan tifar, tíminn leið við tölt og brokk og stökk og skeið. Konur sýndu ringulreið í rósamynstrum flóknum á Svaðastöðum - sem eru núna á Króknum. Systir Kristjáns, Sigurlaug Stefánsdótt- ir (Lauga Stefáns) sem lengi var á Akranesi á einnig efni í bókinni og hefur minnst af því komist í kynni við prentsvertu fyrr. Þar á meðal er þessi sem er ort eftir ball fyrir margt löngu: Hjörtun slá það heyra má hugann næði dreymir. Brennur þrá í brjóstum þá, blóð um æðar streymir. Ætli það sé þá ekki rétt að snúa sér á aðeins hefðbundnari slóðir þessara þáttaskrifa. Júlíus í Hítarnesi kom eitt sinn sem oftar í Borgar- nes og átti ýmis erindi eins og gengur. Með- al annars kom hann að gamla sláturhúsinu en tók beygju hjá snjóskafli og hrækti í skaflinn og sást blóðlitur. Guðmundur Sveinbjarnar- son var nærstaddur og sá þetta og þegar Júlíus kom aftur út kvað hann: Nú er þínum sköpum skipt. Skyrptu og vertu glaður. Eggert hefur kefli kippt úr kjapti þínum maður. Stuttu síðar barst Guðmundi svarbréf en eins og hann hafði réttilega giskað á hafði Júl- íus komið við hjá Eggerti lækni og látið draga úr sér tönn: Einum jaxli út var svipt er því hress og glaður En verði gómavopni lyft varaðu þig maður. Ekki tel ég mig vita nákvæmlega hvernig næsta bréf barst vestur í Hítarnes en eigum við ekki að giska á að það hafi fengið far með mjólkurbílnum: Þú mátt blanda bölv og last búa grand og fjandskapast Ég skal standa fyrir fast fær í andans hnútukast. Og að öllum líkindum hefur sama flutn- ingstæki verið notað við sendingu til baka: Hnútuslátt ég þoli þinn þjóta láttu skeytin stinn Á engan hátt ég ótta finn auka máttu róðurinn. Greinilega hefur Guðmundur ekki ætlað að gefa sig auðveldlega: Þungt er bax við þras og hjax þrekið vaxa ei mun strax Þó skal saxa óðsins ax æfi dags til sólarlags. En Júlíus hafði líka vald á dýrum bragar- háttum: Sindra láttu silfurgrátt sveigðu dátt í vesturátt Ég skal þrátta, þó með sátt þyngdu hátt ef betur mátt. Loks kom þó aðeins friðarhljóð í Guð- mund: Þó ég eitthvað syngi síðar síst ég reyni að máta þig Við skulum hugsa hærra víðar hættuna láta eiga sig. Ekki veit ég nákvæmlega um tímasetningar á þessum yrkingum en trúlega hefur það ver- ið nærri 1950 samkvæmt mínum heimildum. Hvað sem um það er þá verða alltaf stöðug- ar breytingar í lífinu. Börn fæðast, vaxa upp og verða ástfangin, stofna fjölskyldu og eld- ast síðan og að lokum tekur það við sem við þekkjum ekki en enginn maður getur flúið. Óskar í Meðalheimi hafði þetta að segja: Áhyggjur ég engar hef, enn er tíminn nægur. Enginn veit sitt endaskref eða lokadægur. Með þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is Konur sýndu ringulreið - í rósamynstrum flóknum Í sumar kom út bókin „Já elsk- an mín” sem er vísnasafn eft- ir Odd Jónsson á Gili í Dýrafirði. Það voru dæt- ur Odds, þær Val- gerður Jóna og Kristín Berglind, sem tóku saman. Þær eiga einnig ræt- ur á Snæfellsnes þar sem móðir þeirra systra, Ingunn Jónsdóttir er frá Litla Langadal á Skógarströnd. Valgerður er kennari á Akranesi og býr í Glóru í Hvalfjarðarsveit en Kristín býr á Ísa- firði. Oddur fæddist á Gili í Dýra- firði árið 1927, þar sem hann bjó og stundaði búskap þar til hann lést 71 árs að aldri árið 1998. Hann var mik- ill hagyrðingur og eftir hann ligg- ur fjöldi vísna og ljóða. Yrkisefnin voru af ýmsum toga; náttúran í Dýra- firði, samferðafólk hans, lífið í sveit- inni, búskapurinn, þjóðfélagsmálin og fjölskyldan. Oddur hafði gaman af að kveðast á við vini og kunningja og allnokkuð af þeim kveðskap hef- ur varðveist. Fyrir vikið er kveðskap- ur Odds merkileg samtímaheimild og spegill á samfélag og mannlíf sem einkenndi Dýrafjörð og Vestfirði á þeim tíma sem Oddur lifði. Valgerð- ur og Kristin gefa bókina sjálfar út og er til sölu í verslunum Eymundsson á Akranesi og víðar, í Kaupfélagi Stein- grímsfjarðar auk þess sem hægt að nálgast bókina í gegnum Facebook- síðuna „Já elskan mín.“ Þess má geta að nú í desember mun Valgerður lesa upp úr bókinni á opnu húsi fyrir eldri borgara í Hvalfjarðarsveit. Hér má sjá sýnishorn úr bókinni Bryndís Schram og maður hennar Jón Baldvin Hannibalsson ráðherra, mættu á ball hjá fótboltamönnum á Dalvík. Þeir hirtu hattinn af Jóni og buðu hann upp. Einnig var ráð- herrafrúin boðin upp og fékk hæst- bjóðandi fyrsta dansinn. Hatturinn og dansinn voru sleginn á sömu upp- hæð. Ljóst er flestum að Bryndís á bágt með blessaðan drenginn. Sleginn á Dalvík var hatturinn hátt í hausinn bauð enginn. Þótt hann sé álitinn skarpur og skýr, skilst mér að reisnin sé hnigin. Og hjá henni sjálfri var dískoti dýr dansinn sem fyrst skildi stiginn. Árið 1998 komst upp um samband Bill Clintons forseta Bandaríkjanna og Monicu Lewinsky sem var lær- lingur í Hvíta húsinu. Clinton reyndi að verjast þessum ásökunum og laug eiðsvarinn um samband sitt við Lew- insky. Hjá Clinton sýnist vörnin veik það virðist enginn skilja. Þau bara að gamni brugðu á leik bæði af fúsum vilja. Stakar vísur: Dýrafjarðar dali og strönd dreymir mig um nætur. Það er eins og einhver bönd, eigi þarna rætur. --------------- Yfir snauður ljóst og leynt liggur snjór og skari. Græna vorið sést víst seint með sama tíðarfari. Haustsins lit á hagann slær, hrynja lauf af trjánum. Fjalls um tinda fýkur snær, frostrós er á skjánum. Já elskan mín Út er komið vísnasafn eftir Odd Jónsson á Gili Hjónin Oddur og Ingunn. Forsíða bókarinnar. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur líkt og undanfarin ár úthlutað hluta af þeim tekjum sem sambandið hafði af Meistara- deildinni til félaga í aðildarlönd- um UEFA. Framlög UEFA vegna Meistaradeildarinnar renna til fé- laga í efstu deild og munu liðin í Pepsi-deildinni skipta á milli sín 40 milljónum króna. Hvert lið í Pepsi- deildinni, þar á meðal ÍA, fær því 3,35 milljóna króna styrk frá UEFA og leggur KSÍ út fyrir 38 milljón- um króna til viðbótar til annarra félaga. Greiðslan til félaganna skal renna óskipt til eflingar knattspyrnu barna og unglinga og er úthlutunin háð því að félög haldi úti starfsemi í yngri flokkum beggja kynja. Hvert félag í 1. deild karla fær 1.600 þús- und krónur og er Víkingur Ólafs- vík eitt af þeim félögum. Félög í 2. deild karla fá 1.100 þúsund og önn- ur félög í deildarkeppni 800 þús- und krónur, þar á meðal Snæfell og Skallagrímur. grþ Styrkja barna- og unglinga- starf knattspyrnufélaga

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.