Skessuhorn


Skessuhorn - 02.12.2015, Side 25

Skessuhorn - 02.12.2015, Side 25
MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 2015 25 Krossgáta Skessuhorns Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að leysa. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausnarorð/in á netfangið: kross- gata@skessuhorn.is fyrir klukkan 15 á mánudögum. At- hugið að fullt nafn og heimilisfang þarf að fylgja með lausninni. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvupósti sendi lausnir á Kirkjubraut 56, 300 Akranesi (athugið að póst- leggja þarf lausnir í síðasta lagi á föstudegi). Dregið verð- ur úr réttum innsendum lausnum og fær vinningshafinn bókagjöf frá Skessuhorni. 118 lausnir bárust við krossgátu í blaðinu í síðustu viku. Lausnin var: „Ljósatími.“ Vinningshafi er: Vilhelmína Salbergsdóttir, Svelgsá, 340 Stykkishólmi. mm Upp- spretta Bragð Vafi Eink.st. Eignir Ráð- vandur Span Vatna- gróður Nudda Skortur Ginnast Japla Hagn- aður Glymur Fjalls- brún Fjöldi Slúta Ókunn Býsn Tölt Átt Hár Missir Rök Ofan Kostur Blundur Skart- klæði Heiður Mana Þar til 14 4 Dáð Andar- tak 6 9 Bindi Líf- færi Samhlj. Duft Leyfist Vilji Ljós- ker 16 Röð Hryssu Sprell 17 Dreifa Fugl Kvaka Geil Mjöður Hætta Arða Hetja 1 15 Sætta sig vð 10 Fuglinn Skáborð Ferskur 12 21 Þráður- inn 20 Hælir Finnur leið Seinar Til Óregla Þramm Fiskar Andi Þys Þannig Gæði Rót Fuglar Hanki Vein 8 Nisti Maður 7 Ras Tölur Samhlj. Par Kall Raul Innan Yfir- skin 13 Fugl Gap Hryðja Krota Sk.st. Merk 2 Liða- mótin Lota 3 Glöð Ásaka 51 For- faðir Tóm 11 Heilt Verma 3 Eins Ökuþór Ending Massi Háls Lastið Frá Geisla- baug Dvelja Alltaf Til- búinn 18 10 Samhl. 4 Sérhl. 19 22 5 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 Snorrastofa í Reykholti Snorrastofa, menningar- og miðaldasetur í Reykholti Sími 433 8000 www.snorrastofa.is snorrastofa@snorrastofa.is Þriðjudagurinn 8. des. 2015 kl. 20:30 í Bókhlöðu Snorrastofu Þá hló Skúli – sagt frá bók og skyggnst á bakvið tjöldin Kaffiveitingar Ókeypis aðgangur Sagnakvöld þar sem Óskar Guðmundsson rithöfundur í Véum segir frá Skúlabók sinni – og kynnir viðfangsefnið. Stefnt er að notalegri kvöld- stund á aðventu. Ásatrúarfólki hefur fjölgað mjög á Akranesi og nágrenni á síðustu árum, að sögn Jóhönnu Harðar- dóttur Kjalnesingagoða sem býr í Hlésey við Hvalfjörð. „Á Skagan- um er nú margt fullorðið, heiðið fólk og auk þess margar ungar fjöl- skyldur með börn og unglinga. Ég hef ekki nema tvisvar haldið blót á Skaganum. Fólk hér um slóðir hef- ur sótt til Reykavíkur, á Mógilsá og hingað í Hlésey til að hittast, en nú verður breyting á því. Ég ætla að halda hátíðablót að Görðum á gamlársdag, 31. desember, nánar tiltekið við hringinn bak við Safn- askálann í Görðum. Blótið heitir Níu nætur og hefst klukkan 16,“ segir Jóhanna. Hún segir að nafnið Níu næt- ur sé dregið af því að jól heiðinna manna eru á vetrarsólstöðum sem eru 22. desember. „Þann dag lofaði Gerður Gymisdóttir, sem er tákn sólarinnar, að verða kona frjósem- isguðsins Freys og sagðist myndu hitta hann eftir níu nætur í skóg- inum Barra. Einmitt á þeim tíma fer næmt fólk að finna fyrir því að daginn er tekið að lengja á ný og því ætlum við að fagna hækkandi sól og biðja goðmögnin af gefa okkur bjarta framtíð.“ Jóhanna segir að þetta blót á gamlársdag sé ekki aðeins fyr- ir heiðið fólk. „Á jólablótum í Reykjavík er oft mikið af fólki sem er vant að fagna hækkun sólar. Það eru auðvitað allir sólardýrkendur og þeir sem hafa áhuga á kynnast einhverju nýju innilega velkomn- ir á Níu nætur við Garða. Eftir athöfnina sjálfa verður farið inn í Garðakaffi og í boði eru kaffi eða kakó til að ylja sér við og írsk lista- kona sem býr á Skaganum, Elaine Clark, ætlar að flytja okkur tón- list.“ mm Ásatrúarfólk blótar níu nætur á gamlársdagLeikárið hjá leikfélaginu Sv1 í Menntaskóla Borgarfjarðar er kom- ið á fullt skrið. Leikfélagið setur upp verk á hverju ári og í ár varð ís- lenska barnaleikritið um Benedikt búálf fyrir valinu. Handritshöfund- ur er Ólafur Gunnar Guðlaugsson en Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson samdi tónlistina. Stefán Benedikt Vilhelmsson hefur verið ráðinn leik- stjóri en hann leikstýrði einnig Stút- ungasögu sem leikfélag skólans setti upp árið 2012. Að ýmsu að huga Að sögn Ellenar Geirsdóttur for- manns Sv1 hefst ferlið hjá leikfélag- inu um leið og skólinn hefst á haust- in, þegar byrjað er að funda. „Við vorum snemma á ferðinni með sýn- inguna í fyrra en ákváðum að hægja aðeins á dæminu í ár. Þetta var svo mikið stress í fyrra að við náðum varla að njóta okkar á undirbún- ingstímabilinu. Við ákváðum því að frumsýna eftir áramótin og stefnum á frumsýningu fyrstu vikuna í febrú- ar,“ segir Ellen. Hún segir nóg að gera hjá félögum Sv1 við undirbún- ing sýningarinnar enda töluverð vinna við að setja upp leikrit. „Við æfum alla virka daga fram á kvöld í augnablikinu en í janúar verða æf- ingar svo gott sem alla daga. Svo er margt annað sem þarf að huga að, svo sem fjármagn, leikmunir og leikmynd. Það er ýmislegt sem þarf að redda fyrir svona sýningu.“ Efna til teikni- samkeppni Ellen segir félagið nú vera að safna styrkjum frá fyrirtækjum á svæð- inu en til stóð að vera með fjáröfl- un á aðventunni. „Við ætluðum að hafa fjölskyldudag en þurftum því miður að hætta við það af óviðráð- anlegum ástæðum. Í staðinn verð- um við með leik á Facebook þar sem við biðjum foreldra eða for- ráðamenn, afa og ömmur, frænd- ur og frænkur að koma teikningum barna sinna, barnabarna eða ann- arra barna til okkar,“ segir Ellen. Hún segir að leiknum verði kom- ið á framfæri með stöðuuppfærslu á Facebook síðu félagsins fljót- lega. Teikningin þarf vera af ein- hverri persónu í leikritinu og vel merkt með fullu nafni og aldri. „Við í leikfélaginu munum síðan velja tíu flottustu teikningarnar og fá hlutlausan aðila til að velja 1. og 2. sætið. Í vinning fyrir fyrsta sæti eru miðar fyrir alla fjölskylduna á sýninguna en fyrir annað sætið eru tveir miðar. Við vonum bara að sem flestir hafi gaman af þessu og taki þátt. Svo vonumst við auð- vitað til þess að Borgnesingar og þeir sem búa í sveitunum í kring taki vel í starfið okkar og að sem flestir sjái sér fært að mæta á sýn- inguna, þetta gæti verið skemmti- legt og vonandi eitthvað sem öll fjölskyldan sem getur notið,“ segir Ellen að endingu. grþ Æfingar hafnar á Benedikt búálfi Fyrsti samlestur hjá Sv1 eftir að hlutverkaskipan var kynnt. Ljósm. Stefán Benedikt Vilhelmsson. Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | www.belladonna.is Vertu þú sjálf, líka um jólin

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.