Fréttablaðið - 07.11.2019, Side 4

Fréttablaðið - 07.11.2019, Side 4
STJÓRNSÝSLA Sjálfstæðir kvik- myndaframleiðendur hafa miklar áhyggjur af því að gagnrýni frá þeim verði ekki tekin með í reikninginn við gerð nýs þjónustusamnings mennta- og menningarmálaráðu- neytisins við Ríkisútvarpið. Nýr samningur til ársins 2024 mun líta dagsins ljós fyrir áramót. Ráðuneyt- ið hefur ekki svarað fyrirspurnum um stöðuna á samningagerðinni en samkvæmt heimildum Fréttablaðs- ins er hún á lokametrunum. Helstu áhyggjurnar snúa að því að ekki verði skerpt á skilgreiningu á hvað sé sjálfstæður framleiðandi. RÚV skilgreinir sjálfstæðan fram- leiðanda sem „seljanda tilbúins efnis eða umsjónarmann eða framleiðanda efnis“. Samkvæmt reglugerð um Kvikmyndasjóð má hins vegar finna skilgreininguna „sjálfstæður framleiðandi er fyrir- tæki sem hefur kvikmyndagerð að meginstarfi“. Samtök iðnaðarins (SI) óskuðu eftir svörum frá ráðuneytinu fyrir meira en ári og funduðu með Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menn- ingarmálaráðherra, í mars. Síðan hafa engin svör borist. „Útfærsla þjónustusamningsins skiptir sköpum fyrir hagsmuni okkar félagsmanna,“ segir Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hugverka- sviðs SI. „Ég trúi ekki öðru en að ráðuneytið eigi við okkur samtal um þessi mál áður en gengið verður frá þjónustusamningnum. RÚV teygir sig mjög langt í skilgreiningu á því hvað telst sjálfstæður kvik- myndaframleiðandi. Við teljum að með því sé vegið að hagsmunum greinarinnar.“ Samkvæmt núgildandi þjónustu- samningi er RÚV skyldað til að láta einn tíunda af útgjöldum renna til sjálfstæðra framleiðenda. Yfirlit yfir viðskipti RÚV við sjálfstæða fram- leiðendur á árunum 2016 og 2017 eru aðgengileg á vef Alþingis. Þar sést að í mörgum tilfellum er um að ræða þáttastjórnendur og jafnvel aðrar opinberar stofnanir. „Yfirlitin benda til þess að verið sé að fella almenn viðskiptasambönd og aðkeypta þjónustu frá hinum ýmsu aðilum undir kaup á efni frá sjálfstæðum framleiðendum,“ segir Sigríður. „Að okkar mati þarf að fara ofan í saumana á þessu og tryggja að upprunalegur tilgangur þessa hlut- verks RÚV um að efla kvikmynda- framleiðslu á Íslandi nái fram að ganga.“ RÚV neitar að af henda Frétta- blaðinu yfirlit yfir viðskipti við sjálfstæða framleiðendur árið 2018, er það nú til umfjöllunar hjá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Fleiri atriði tengjast gerð þjón- ustusamningsins, þá helst vera RÚV á auglýsingamarkaði. Fram kemur í svari RÚV við fyrirspurn Fréttablaðsins að tekjur af sölu aug- lýsinga námu tveimur milljörðum í fyrra, er það um einn þriðji tekna stofnunarinnar. Rekstur auglýs- ingadeildar var rúmur einn tíundi af þeirri upphæð, eða 255 millj- ónir króna. Alls var hlutdeild sam- keppnisrekstrar í kostnaði um 525 milljónir króna í fyrra, en um 270 milljónir króna af því myndi áfram falla á RÚV ef stofnunin hyrfi af aug- lýsingamarkaði. Það þýðir að RÚV þyrfti um 1,8 milljarða króna til viðbótar til að halda áfram rekstri í núverandi mynd. Ríkisendurskoðun er nú að vinna stjórnsýsluúttekt á RÚV. Nær úttekt- in til fjármögnunar og reiknings- skila og samkeppnisreksturs RÚV. Í byrjun hausts var gert ráð fyrir að skýrslan yrði tilbúin í síðari hluta október. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er dregin upp dökk mynd af stjórnsýslu RÚV í skýrsl- unni. arib@frettabladid.is RÚV teygir sig mjög langt í skilgreiningu á því hvað telst sjálfstæður kvikmyndaframleiðandi. Sigríður Mogen- sen, sviðsstjóri hugverkasviðs Samtaka iðnaðar- ins 40” BREYTTUR MEGA CAB RAM 3500 GLÆSILEGT ÚTLIT, NÝJAR ÚTFÆRSLUR OG FJÖLMARGAR TÆKNINÝJUNGAR Í BOÐI. EIGUM TIL CREW CAB BIG HORN, LARAMIE, SPORT OG LIMITED ÚTFÆRSLUR TIL AFGREIÐSLU STRAX. EINNIG MEGA CAB Í LARAMIE OG LIMITED ÚTFÆRSLUM . BJÓÐUM UPP Á 35”, 37” OG 40” BREYTINGAR RAM 3500 VERÐ FRÁ: 6.987.745 KR. ÁN VSK. RAM 3500 VERÐ FRÁ: 8.640.000 KR. M/VSK. ramisland.is UMBOÐSAÐILI RAM TRUCKS Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR S. 534 4433 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 FJÖLMIÐLAR Auður, blað sjálf- stæðiskvenna, þarf ekki að vera skráð hjá fjölmiðlanefnd þar sem það er ekki gefið út með reglu- bundnum hætti til almennings. Samkvæmt lögum um fjölmiðla þurfa allir fjölmiðlar að skrá sig, ef það er ekki gert á viðkomandi yfir höfði sér fjársektir og allt að hálfs árs fangelsi. Samkvæmt lögum er fjölmiðill hvers konar miðill sem með reglu- bundnum hætti miðlar til almenn- ings efni er lýtur ritstjórn. Fram kemur í svari f jölmiðlanefndar að nefndin hafi þó ekki skilgreint hversu reglubundin útgáfa þarf að vera til að þurfa að vera skráð. Skylda til að tilkynna starfsemi f jölmiðla hvílir á f jölmiðlinum sjálfum, en fjölmiðlanefnd hefur sent óskráðum fjölmiðlum erindi. Engar sektir hafa verið lagðar á fjöl- miðla sem ekki hafa tilkynnt fjöl- miðlanefnd um starfsemi sína. – ab Auður þarf ekki skráningu REYKJAVÍK Í fimm ára áætlun sem fylgdi frumvarpi að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar og lögð var fram á fundi borgarstjórnar nýlega, er ráðgert að skuldir og skuldbind- ingar samstæðu Reykjavíkurborgar verði 64 milljörðum hærri árið 2022 en þær voru við síðustu kosningar. Þetta segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur. „Það sem slær mann er hve þetta er stjarnfræðilega langt frá áætlun- inni sem var lögð fram fyrir síðustu kosningar. Þegar maður horfir á lokaár kjörtímabilsins, sem er 2022, stefnir í að borgin skuldi 368 millj- arða í stað 304 milljarða samkvæmt áætluninni,“ segir Eyþór. „Þetta er svo gríðarlega há tala að ég held að þeim hafi brugðið þegar ég benti á þetta,“ segir Eyþór jafn- framt. Hann segir sáttmálann sem liggur til grundvallar meirihluta- samstarfinu mæla fyrir um að greiða eigi niður skuldir. Stefna Við- reisnar hafi verið sjálf bær rekstur og að greiða niður skuldir. „Þetta er eins langt frá því sem verða má.“ Hann segir þetta setja samstarf í meirihlutanum í nýtt ljós. „Ég get ekki séð að Viðreisn sé stætt á að vera í meirihlutasamstarfi sem gengur svo þvert á stefnu flokksins og sömuleiðis þvert gegn lykilatrið- um í fjármálakafla meirihlutasátt- málans sem Viðreisn samþykkti. Það voru ekki bara borgarfulltrú- arnir heldur líka flokkurinn sjálfur sem samþykkti sáttmálann og fjár- málakaflann þar með.“ Fyrri umræða um frumvarpið og áætlunina fór fram á þriðjudag í borgarstjórn. – jþ Segir forsendu meirihlutasamstarfsins í höfuðborginni brostna Lýsa yfir þungum áhyggjum af þjónustusamningi við RÚV Sjálfstæðir kvikmynda- framleiðendur hafa áhyggjur af því að ekki verði skerpt á skilgrein- ingu RÚV á sjálfstæðum framleiðanda við gerð nýs þjónustusamnings. Ráðuneytið svarar ekki ítrekuðum erindum SI. Þjónustusamningur ráðuneytisins við RÚV rennur út um áramót. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR 7 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð Allar nýjustu fréttir og blað dagsins eru fáanleg á www.frettabladid.is 1 Forstjóri Hrafnistu tjáir sig um andlát Pétur Magnússon sagði upplifun barnabarns sem missti afa sinn ekki eiga við rök að styðjast. 2 Reglubreytingar til skoðunar vegna albanskrar fjölskyldu Landlæknir hefur boðað skoðun á núgildandi verklagi og reglum vegna umdeildrar brottvísunar. 3 Nýsjálenskar Instagram-stjörnur í utanvegaakstri Tvær samfélagsmiðlastjörnur birtu myndbönd af sér í utanvegaakstri. 4 Á leið úr landi með fulla tösku af þýfi Erlendur verkamaður var á leið úr landi með góss sem hann stal af samstarfsmönnum. 5 Þúsund sótt um vinnu hjá Play Mikill áhugi er á störfum hjá flugfélaginu. Rúmlega 30 þúsund manns hafa skráð sig á póstlista. 0 7 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :0 2 F B 0 5 6 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 2 B -D B 6 0 2 4 2 B -D A 2 4 2 4 2 B -D 8 E 8 2 4 2 B -D 7 A C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 5 6 s _ 6 _ 1 1 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.