Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.11.2019, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 07.11.2019, Qupperneq 10
Tryggðu þér áskrift MAN. UTD Partizan v Í KVÖLD 19:50 7 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð Útlit er fyrir að fastir vextir íbúða­ lána muni hækka þrátt fyrir vaxta­ lækkunina sem Seðlabanki Íslands greindi frá í gær, að sögn Agnars Tómasar Möller, sjóðsstjóra hjá Júp­ íter. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað í gær að lækka vexti bankans um 0,25 prósent og verða meginvextirnir því þrjú prósent. Vextir bankans hafa lækkað um 1,5 prósent frá því í maí á þessu ári. Skýrt kom fram í tali seðlabanka­ stjóra og aðalhagfræðings að ekki væri útlit fyrir frekari vaxtalækk­ anir, gangi spár bankans eftir. Þótt vextir Seðlabankans hafa lækkað líkt og búist var við, fóru skilaboðin öfugt ofan í skuldabréfamarkaðinn. „Viðbrögð markaðarins hafa verið á þá leið að raunvextir hafa hækkað nokkuð skarpt, ekki síst á sértryggðum skuldabréfum og öðrum vel tryggum skuldabréfum, og því má reikna með að fastir vextir íbúða lána geti tekið að hækka á ný á næstunni sem og vextir fyrirtækja sem hyggjast fjármagna sig á skulda­ bréfamarkaði,“ segir Agnar í sam­ tali við Fréttablaðið. Hann segir að á sama tíma og Seðlabankinn sé að lækka vexti sé hann einnig að senda skýr skilaboð um að raunvaxta­ aðhald muni ekki lækka horft fram á veginn. Aðhaldsstig Seðlabankans hverju sinni er mælt með svokölluðum virk­ um vöxtum Seðlabankans að frá­ dreginni verðbólgu, það er svokallað raunvaxtastig peningastefnunnar. Agnar segir að aðstæður í hagkerfinu hér heima og erlendis stýri að mestu hvert hæfilegt aðhaldsstig sé hverju sinni ásamt verðbólguvæntingum. Hann bendir á að bankinn spái 2,2 prósenta verðbólgu eftir eitt ár sem er aðeins hærra en verðbólguálag á skuldabréfamarkaði til sama tíma. „Haldist vextir bankans óbreyttir og verðbólguspá bankans og mark­ aðarins rætist, mun því raunvaxta­ aðhald bankans vera um 0,8 prósent, og reyndar nokkuð hærra því virkir vextir eru í dag hærri en þriggja prósenta viðmið Seðlabankans. Síðastliðin tvö ár hefur raunvaxta­ stig bankans verið um 1,05 prósent að meðaltali, og því er ekki hægt að segja að aðhald bankans sé að minnka mikið. Auk þess eru vaxta­ lækkanir bankans einungis að hluta að miðlast í lánskjör heimila og fyrir­ tækja,“ segir Agnar. „Ég held að bankinn sé ekki að lesa rétt í stöðuna, sérstaklega þá örvun sem núverandi vaxtastig er að gefa hagkerfinu. Það er ofsögum sagt að vaxtalækkanir bankans séu að styðja mikið við hagkerfið enda munu raunvextir bankans að óbreyttu lítið lækka.“ – þfh Útlit fyrir að fastir vextir íbúðalána hækki Stór hluti þingf lokks Sjálfstæðis­ f lokksins stendur að baki frum­ varpi þar sem skattalegir hvatar til hlutabréfakaupa fyrir almenning eru innleiddir. Stefnt er að því að leggja frumvarpið fram í næstu viku, að sögn Óla Björns Kárasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins og formanns efnahags­ og viðskipta­ nefndar Alþingis. „Íslenski hlutabréfamarkaðurinn er ekki nægilega öflugur. Það hefur verið bent á hversu stórt hlutverk lífeyrissjóðirnir leika á íslenskum hlutabréfamarkaði en ég tel að verkefnið snúist ekki um að draga úr þátttöku lífeyrissjóðanna á markaðinum heldur ef la og auka þátttöku annarra fjárfesta, og ekki síður almennings. Það er hægt að gera með því að innleiða hér að nýju skattalega hvata til hluta­ bréfakaupa fyrir almenning,“ segir Óli Björn í samtali við Fréttablaðið. Í umfjöllun Markaðarins í gær lýstu stórir einkafjárfestar og for­ stöðumenn hjá hlutabréfasjóðum áhyggjum yfir því að virkum þátt­ takendum á hlutabréfamarkað­ inum hefði fækkað. Bent var á að lífeyrissjóðir hefðu dregið úr eign sinni í hlutabréfasjóðum og að hluthöfum í skráðum félögum færi fækkandi. Skattaafsláttur vegna hlutabréfa­ kaupa var lagður til í Hvítbókinni um fjármálakerfið sem leið til þess að efla virkni hlutabréfamarkaðar­ ins. Þar var bent á að þegar hluta­ bréfamarkaðurinn var byggður upp á tíunda áratug tuttugustu aldar hefði almenningur verið hvattur til hlutabréfakaupa með skatta­ hvötum. Afslátturinn var síðan lækkaður í skrefum og afnuminn upp úr aldamótum. Aðspurður segir Óli Björn að hann búist ekki við því að frum­ varpið mæti mikilli mótstöðu á Alþingi. „Það kæmi mér á óvart ef menn væru andvígir því að styðja við bakið á almenningi í því að kaupa hlutabréf í skráðum félögum með því að veita skattalegar íviln­ anir. Ég trúi ekki að menn leggist gegn því,“ segir Óli Björn. MSCI, eitt stærsta vísitölufyrir­ tæki heims, mun í dag greina frá því hvort hlutabréf félaga, sem skráð eru á íslenska hlutabréfamarkaðin­ um, verði gjaldgeng í vísitölur fyrir­ tækisins. Ef niðurstaðan er jákvæð verður Ísland fyrst um sinn í f lokki vaxtarmarkaða. Í umfjöllun Markaðarins var haft eftir Jóhanni Möller, forstöðumanni hlutabréfa hjá Stefni, að allar líkur væru á því að markaðurinn myndi fá aukna athygli frá erlendum fjár­ festum þegar og ef hann verður gjaldgengur í vísitöluna í vor. Hann tók dæmi um vísitölusjóð í stýringu sjóðstýringarrisans Blackrock. Fjár­ festingar sjóðsins fylgja Frontier­ vísitölu MSCI og ef hann ákveður að fjárfesta á íslenska markaðinum í samræmi við stærð markaðarins í vísitölunni muni hann þurfa að kaupa íslensk hlutabréf fyrir 5,6 milljarða króna. thorsteinn@frettabladid.is Skattaafsláttur vegna hlutabréfa á dagskrá Þingmenn Sjálfstæðisflokksins stefna að því að leggja fram frumvarp í næstu viku sem miðar að innleiðingu skattaafsláttar vegna hlutabréfakaupa. Ætlað að hvetja til þátttöku almennings á hlutabréfamarkaði og auka þannig virkni. Það kæmi mér á óvart ef menn væru andvígir því að styðja við bakið á almenningi í því að kaupa hlutabréf. Óli Björn Kárason, formaður efna- hags- og viðskiptanefndar Alþingis Fjármunir hafa verið að færast úr virkri stýringu í óvirka stýringu á síðustu árum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Agnar Tómas Möller, sjóðsstjóri hjá Júpíter. 0 7 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :0 2 F B 0 5 6 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 2 B -F D F 0 2 4 2 B -F C B 4 2 4 2 B -F B 7 8 2 4 2 B -F A 3 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 5 6 s _ 6 _ 1 1 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.