Fréttablaðið - 07.11.2019, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 07.11.2019, Blaðsíða 22
Fyrir um það bil áttatíu árum lagði Jónas frá Hrif lu fram frumvarp til laga um sam­ ræmda stafsetningu. Sagan segir að kveikjan að því hafi verið pirringur Jónasar út í það hvernig Halldór Laxness raðaði stöfum í orð. Fárán­ leiki frumvarpsins fór ekki fram hjá haukfránum augum Steins Steinars og hann orti um það ljóðið Sam­ ræmt göngulag fornt. „Álútir skulu menn ganga! og hoknir í hnjánum! Og horfa með stillingu og festu á íslenska jörð!“ Það er ekkert að því að vilja halda í alla anga, króka og kima íslensk­ unnar og er þar meðtalin stafsetn­ ingin. Þetta er allt saman spurning um það hvernig er að verki staðið. Það er ólíklegt að nokkrum hafi dottið í hug að klaufaskapur í laga­ smíð hafi liðið undir lok með Jón­ asi frá Hriflu en ég væri hins vegar hissa ef því hefði verið spáð að við gætum slegið met Jónasar í fárán­ leika á þessu sviði. Staðreyndin er hins vegar sú að við erum búin að því. Frumvarp til laga um vönduð vinnubrögð í vísindum voru sam­ þykkt af Alþingi þann 24. júní í ár án þess að fyrir liggi skilgreining á því hvað séu vönduð vinnubrögð í vísindum. Síðan ég frétti af laga­ setningunni hef ég spurt um það bil 50 vísindamenn og konur hvað átt sé við með vönduðum vinnu­ brögðum í vísindum og enginn átti svar. Ég var ekki að spyrja um smáatriði heldur um grundvallar­ hugmyndina: Vönduð vinnubrögð í vísindum. Lögunum er sem sagt ætlað að sjá til þess að við gerum eitthvað sem enginn veit hvað er. Það má að vísu leiða að því rök að höfundar laganna hafi gert sér grein fyrir þessum galla af því að það eru engin viðurlög við því að brjóta þau. Þetta byrjaði á því að forsætisráð­ herra skipaði þriggja manna nefnd til þess að undirbúa lagasmíðina. Í henni var einn lögfræðingur úr ráðuneyti hennar, siðfræðingur ofan úr Háskóla Íslands og fulltrúi menntamálaráðuneytisins. Í henni var engin(n) sem hefur unnið við vísindi eða hefur þann feril að það sé ástæða til þess að ætla að hafi minnstu hugmynd um vinnu­ brögð í vísindum, hvað það er sem gerir þau vönduð eða vond. Ég hef það fyrir satt að hugmyndin að lögunum eigi rætur sínar hjá sið­ fræðingnum í nefndinni sem er Vilhjálmur Árnason sem Katrín Jakobsdóttir skipaði á sínum tíma sem sérstakan ráðgjafa sinn. Vil­ hjálmur er stjórnarformaður Sið­ fræðistofnunar Háskóla Íslands sem hefur um árabil reynt að fylla upp í það ginnungagap sem varð til í íslenskri menningu við það að kaþ­ ólska lagðist af í landinu og það var enginn eftir til þess að segja okkur hvað væri sómasamleg hegðun á öllum sviðum mannlífs. Vilhjálmur hefur um árabil tjáð þá skoðun sína að vísindin eigi að hreyfa sig hægt vegna þess að það sé svo erfitt fyrir fólk að takast á við nýja þekkingu ef hana beri hratt að. Það er hins vegar þannig að uppgötvanir sem slíkar eru aldrei gerðar hægt held­ ur eru þær einfaldlega allt í einu komnar og þekkingin nýja gerir aldrei annað en að auka skilning á þeim heimi sem við búum í eða býr í okkur. Það er líka einkenni raun­ verulegra uppgötvana að það er oft­ ast með öllu ómögulegt að spá fyrir um hverjar þær verði og þess vegna ekki hægt að aðlagast þeim fyrr en þær eru orðnar. Sú hugmynd að það sé skynsamlegt að hemja uppgötv­ un nýrrar þekkingar er ekki bara slæm heldur hættuleg og mjög óað­ laðandi. Það er hins vegar alveg ljóst að uppspretta laganna á rætur sínar í þeirri tilfinningu að það verði ein­ hvern veginn að halda vísindum á Íslandi innan marka sem Siðfræði­ stofnun Háskóla Íslands setji þeim. Samkvæmt lögunum á að setja á laggirnar sjö manna nefnd af lög­ fræðingum og siðfræðingum og ein­ hverjum fulltrúum vísinda og síðan sjö varamönnum. Nefndin á að vera með einstakling í fullu starfi. Hún á að gera tvennt. Hún á að leita að alþjóðlegum viðmiðunum um vönduð vinnubrögð í vísindum sem eru ekki til þannig að ekki verður við nefndina að sakast þegar hún finnur þau ekki. Síðan er nefnd­ inni ætlað að fjalla um þau tilvik þegar álitið er að eitthvað ósæmi­ legt hafi átt sér stað í vísindum á Íslandi, menn hafi platað, stolið, svikið, prettað. Það er tvennt við þetta verkefni nefndarinnar sem er furðulegt. Í fyrsta lagi þarf þekk­ ingu á smáatriðum þeirra vísinda sem um ræðir hverju sinni til þess að geta ákvarðað hvort eitthvað misjafnt hafi átt sér stað þannig að á bestu bæjum setja menn saman sérstaka nefnd um hvert mál sem upp kemur í stað þess að ætla sama hópi lögfræðinga og siðfræðinga að leysa öll slík mál. Í annan stað eru mál af þessari gerð brotin til mergjar til þess að gera eitthvað í þeim, sjá til þess að vísindamaður sem hefur gerst uppvís að óheiðar­ leika sé rekinn frá háskóla, fái ekki styrki eða glati réttinum til þess að leiðbeina nemendum. Samkvæmt lögunum hefur nefndin fyrirhugaða engin slík úrræði. Ekki er allt sem sýnist. Árni Ein­ arsson gaf út stórkostlega bók á dög­ unum, hreinan fjársjóð, um garð­ hleðslur sem finnast um allt land og þó sérstaklega á Norðausturlandi en felast oftast þannig í landslaginu að þær sjást ekki nema úr lofti. Það virðist ekkert vera þarna en er það svo sannarlega, fullt af görðum sem umlykja ósagðar sögur og spenn­ andi. Lögin hennar Katrínar Jak­ obsdóttur um vönduð vinnubrögð í vísindum eru dæmi um hið and­ stæða, úr fjarlægð virðast þau vera til þess fallin að hysja vísindin upp á æðra plan en þegar betur er að gáð gera þau ekkert nema kannski að sólunda tíma og fé og láta hæst­ virtan forsætisráðherra líta út eins og henni sé sama um allt annað en innihaldslaust þvaður. Kannski það sé í lagi þegar maðurinn sem hefur forsætisráðherra að fífli er siðfræðingur Kárí Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar Nýlega fékk undirritaður í hendur ítarleg rannsóknar­skjöl um þróun og stöðu rjúpnastofnsins frá Náttúrufræði­ stofnun Íslands (NÍ). Bar aðal­ skjalið heitið „Ástand rjúpnastofns­ ins 2019“, dagsett 6. september. Undirskjal sýnir stofnbreytingar rjúpu 2018­2019 á öllum talningar­ svæðum landsins, 32 að tölu. Segir þetta skjal meira en margvíslegar vangaveltur og mörg orð. Af  þessum 32 svæðum dregst stofnstærð saman, allt að 70%, á 26 svæðum, á sama tíma og stofn­ inn styrkist aðeins á 6 svæðum. Á Suðausturlandi og Suðurlandi er stofninn á öllum fjórum svæð­ unum í stórfelldum mínus. Á Suð­ austurlandi (Kvískerjum) fundust ekki nema Tveir karrar á ferkílómetra. Fyrir nokkrum áratugum náði þessi fjöldi 40 körrum. Það getur vart talizt siðsemi eða sanngirni og heiðarleiki gagn­ vart fuglinum og lífríkinu, að láta veiðimenn berja þetta svæði, með árásum á þá fáu fugla, sem þar eru eftir, í allt að 22 daga, nú í nóvem­ ber, og murka þannig kannske líf­ tóruna úr síðustu fuglunum!? Árin 2011­2012 voru leyfðir veiðidagar 9, 2017 voru þeir 12. Í fyrra var hækkað í 15 daga, og nú var veiðimönnum sýnd sú rausn að hækka í 22 daga, þrátt fyrir það, að stofninn sé í frjálsu falli. Skilur þetta einhver? Á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðvesturlandi er samdráttur stofns líka verulegur á 13 af 14 veiðisvæðum. Aðeins á einu svæði á Vesturlandi styrkist stofninn lítillega. Hér gilda sömu athuga­ semdir. Hvernig í ósköpunum geta stjórnvöld leyft vaxandi veiðar á þessum svæðum!?? Á Norðausturlandi og Austur­ landi eru 14 veiðisvæði, þar af 9 í mínus og aðeins 5 í plús. Mat undirritaðs er, að við hæfi hefði verið og full þörf á, að friða rjúpuna um allt land í ljósi þeirrar neikvæðu stofnþróunar, sem að ofan greinir. Ef menn vilja láta eftir veiði­ mönnum, út af gömlum matar­ venjum, sem þó eru ekki nema vilj­ inn til að gleðja sig og sinn munn, í eitt eða tvö skipti, á kostnað fal­ legra lífvera, sem prýða og auðga lífríkið langt umfram það, sem ein eða tvær máltíðir geta glatt bragð­ lauka veiðimanna, þá ætti að tak­ marka veiðar í ár við Norðaustur­ land og Austurland; Suðau st u rla nd , Suðu rla nd , Vesturland, Vestfirði og Norð­ vesturland ætti skilyrðislaust að friða í ár! Talað er um, að veiðimenn séu 6.000, og, að þeir fari að jafnaði 3­4 daga til veiða. Er hér reiknað með alls 12 fuglum á veiðimann. Á þennan hátt stefna stjórnvöld á veiðar að hámarki 72.000 fugla. Á það er vera kvóti ársins, undarlegt nokk meiri fjöldi en til margra ára, þó að stofn fuglsins sé á alvarlegri niðurleið. Getur þetta reikningsdæmi verið alvara manna!? Hanga veiðimenn yfir veiðum daglangt til að ná 3­4 rjúpum? 5­10 rjúpur á dag er vænt­ anlega keppikefli veiðimanna, ef þeir þá yfirhöfuð finna fuglinn, en slík veiði, myndi þýða dráp 20 til 30 fugla á veiðimann yfir veiðitíma. Sé þetta rétt, yrði heildarveiði 120.000 til 180.000 fuglar, í stað 72.000 fugla kvótans, sem stjórnvöld stefna á og treysta. Stjórnvöld virðast trúa mikið á heiðarleika og löghlýðni veiði­ manna, og virðast þau vera reiðu­ búin til að leggja höndina í eldinn fyrir þá. Byggja sína veiðistefnu ótrauð á því, að veiðimenn haldi sig innan 12 fugla marksins, þó að eftirlit sé ekkert. „Stofnunin leggur þó mikla áherslu á að hvergi verði slakað á í þeirri viðleitni að draga sem mest úr heildarafföllum rjúpunnar og í ljósi rýmkaðs veiðitíma er ábyrgð veiðimanna mikil,“ skrifar forstjóri Náttúrufræðistofunnar til umhverf­ isráðherra 11. september sl. Er forstjórinn að boða, að búið sé að færa veiðistjórn frá Náttúru­ fræðistofnun til veiðimanna, enda treysti hann þeim fyllilega!? Það er engin önnur stjórnun, og „viðleitni til að draga sem mest úr“ eru aðeins innantóm orð. Eins mætti gefa bjórdrykkju eða notkun farsíma við akstur, eða þá ökuhraða, frjálsa og biðla svo til manna um það, að þeir nýti frelsið vel, hóflega, af sanngirni og heiðar­ lega. Og, svo bara treysta þeim. Stundum er talað um, að menn séu bláeygir. Eða, kannske er þetta meira undirlægjuháttur og eftir­ látssemi við öfluga veiðimenn. Margir kunna að vera heiðarlegir í mannlegum samskiptum, en lítið verður oft úr þessum heiðarleika veiðimanna gagnvart bráðinni. Ef veiðimenn bæru tilfinningar eða virðingu fyrir dýrunum, væru þeir alls ekki að limlesta þau og drepa, að gamni sínu og sér til gleði. Nú til dags er þörfin engin. Gott dæmi um óheilindi Skotvíss kom fram á dög­ unum, en þá var fréttatilkynning í Morgunblaðinu um það, að Skotvís hefði gengið í Evrópska skotveiða­ sambandið, þó með fyrirvara við banni gegn lunda­ og álkuveiðum, sem búið er að útrýma á Bretlands­ eyjum og á Norðurlöndum, „… því nóg sé af þessum tegundum hér“, eftir því, sem Skotvís fullyrti. Sannleikurinn er þó annar, því skv. „Válista fugla“ NÍ frá 2018, er lundinn talinn „Tegund í bráðri útrýmingarhættu“, næst á eftir geirfugli og öðrum útdauðum teg­ undum á Íslandi. Ég sé ekki, að þetta veiðikerfi stjórnvalda verði lagað eða stokkað upp, þannig, að það virki eins og stefnt er að; rjúpunni til velferðar og verndar. Enda er búið að ofsækja og hrella þessa blessuðu veru í slíkum mæli, í gegnum ár og aldir, að engu tali tekur. Það er því löngu kominn tími til, að friða íslenzku rjúpuna alfarið og til frambúðar, þó að algjör friðun náist seint vegna óheiðarleika veiðimanna. Myndi friðun auðga og fegra fátæklegt íslenzkt lífríki, almenningi og ferðamönnum til yndis og gleði. Íslenzku rjúpunni til varnar Ole Anton Bieltvedt stofnandi Jarðarvina Sú hugmynd að það sé skyn- samlegt að hemja uppgötv- un nýrrar þekkingar er ekki bara slæm heldur hættuleg og mjög óað laðandi. Það er hins vegar alveg ljóst að uppspretta laganna á rætur sínar í þeirri tilfinningu að það verði einhvern veginn að halda vísindum á Íslandi innan marka sem Siðfræði- stofnun Háskóla Íslands setji þeim. 7 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R22 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 7 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :0 2 F B 0 5 6 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 2 C -0 C C 0 2 4 2 C -0 B 8 4 2 4 2 C -0 A 4 8 2 4 2 C -0 9 0 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 5 6 s _ 6 _ 1 1 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.