Fréttablaðið - 07.11.2019, Side 32

Fréttablaðið - 07.11.2019, Side 32
Hrein, falleg húð kórónar útlitið. NORDIC PHOTOS/GETTY Alla dreymir um heilbrigða, fallega ásjónu en það útheimtir heilbrigðan lífsstíl og umhirðu. Hér gefast fimm heil- ræði fyrir fallega húð: l Átta tíma svefn er nauðsynlegur til að vera úthvíldur og líta vel út. Í svefni slakar líkaminn á og vinnur að endurheimt á öllum sviðum. Góður nætursvefn heldur okkur unglegum, kemur í veg fyrir ótímabæra öldrun húðar og dökka bauga. l Hreyfing og útivist hefur góð áhrif á húðina. Heilsurækt af öllu tagi eykur blóðflæði um líkamann og losar hann við eiturefni. l Ertu með feita, normal, þurra eða blandaða húð? Gættu þess að nota dagkrem sem hentar húðgerð þinni og veldu húðvörur sem eru lausar við skaðleg efni. Það sama á við hársápur og hár- næringu. l Mataræði hefur bein áhrif á útlit húðar. Ávextir og grænmeti eru fæða sem fegrar á meðan sykur, salt og feitur matur setur mark sitt á húðina. Reyndu að velja hollar fæðutegundir, fá þér ávöxt í stað snakks og sælgætis og árangurinn leynir sér ekki. l Vatnsdrykkja gefur húðinni ferskan og heilbrigðan blæ. Vatn viðheldur raka hennar, skolar út eiturefnum og er gott fyrir meltinguna. Drekktu sex til átta glös á dag. Skartaðu fögru skinni Nú er hægt að fá Star Wars föt á vef Levi’s. Þann 19. desember næstkom-andi kemur út ný viðbót við Star Wars-kvikmyndabálk- inn, Star Wars: The Rise of Sky- walker. Í tilefni af útgáfu hennar fóru útgáfufyrirtækið Disney og kvikmyndagerðarfyrirtækið Lucasfilm í samstarf við fatafram- leiðandann Levi’s og afraksturinn er fatalína með Star Wars-þema, sem er nú í sölu á vef Levi’s. Í fatalínunni er ýmsar sígildar Levi’s-flíkur í bland við nýtísku- legri götufatnað í ólíkum litum skreytt með alls kyns Star Wars- myndum og vísunum í frægar línur úr kvikmyndunum. Það er hægt að fá hettupeysur, stuttermaboli, gallajakka, galla- buxur og aukahluti með alls kyns skreytingum til að sýna sinn innri Star Wars-aðdáanda. Þeir sem vilja fjárfesta í Star Wars-flík frá Levi’s ættu samt að hafa hraðar hendur, því vörurnar eru að seljast upp hratt, þrátt fyrir fremur hátt verð. Star Wars föt frá Levi’s Bella Hadid með loðhúfuna frá Fendi. Fendi kynnti þessa fallega loðhúfu sem vetrartísku fyrir 2019-2020. Húfurnar eru til í nokkrum litum og kosta tæpar 137 þúsund krónur. Þeim sem vilja eyða svo miklu í húfu verður ekki kalt á eyrunum í vetur. Húfan er fallega hönnuð og klæðileg. Einnig býður Fendi upp á loðeyrna- bönd sem kosta rúmar 35 þúsund krónur. Vörurnar eru framleiddar á Ítalíu og mikið er lagt í gæði. Húfan er með leðurbandi með fallegri spennu í anda Fendi. Tón- listarkonan Nicki Minaj hefur verið dugleg að kynna Fendi-vörur og má sjá myndband með henni á síðu fyrirtækisins. Það var ofur- fyrirsætan Bella Hadid sem sýndi húfuna góðu þegar vetrartískan Fendi var kynnt fyrir árið 2019- 2020 í Mílanó. Hlýtt frá Fendi 10 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 7 . N ÓV E M B E R 2 0 1 9 F I M MT U DAG U R 0 7 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :0 2 F B 0 5 6 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 4 2 B -F 9 0 0 2 4 2 B -F 7 C 4 2 4 2 B -F 6 8 8 2 4 2 B -F 5 4 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 5 6 s _ 6 _ 1 1 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.