Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.11.2019, Qupperneq 44

Fréttablaðið - 07.11.2019, Qupperneq 44
BÍLAR Fiat Chrysler Automobiles eða FCA hefur verið í fréttum að undanförnu vegna áætlaðs samruna samsteypunnar við PSA. FCA tilkynnti við uppgjör þriðja ársfjórðungs að samsteypan hyggist leggja framleiðslu smábíla á hilluna og það gæti gerst mjög fljótlega. Þess í stað á að leggja áherslu á B-flokk bíla sem eru í stærðarflokki eins og Fiat Punto eða Ford Fiesta. Fleiri framleiðendur á sömu línu Aðrir bílaframleiðendur hafa gert það sama að undanförnu og nægir að nefna merki eins og Ford og Opel. Volkswagen Group er einn- ig að íhuga að hætta framleiðslu á VW Up, Seat Mii og Skoda Citigo. Ástæðan er hærri þróunarkostn- aður veg na s t r a n g a r i m e n g u n - arreglna, en þ að þýðir aftur á móti að hagnaðurinn vegna framleiðslu smábíla er ekki nægur til að standa undir fram- leiðslu þeirra. Reglur, sem eiga að tryggja minni mengun, eru því að hafa þau áhrif að minnstu bílarnir sem skilja eftir sig minna kolefnis- spor eru á leið út af markaðinum. Öfugsnúið, ekki satt? Þrátt fyrir að vera leiðandi á markaði smábíla er áhersla Fiat að færast af A-f lokki bíla yfir á B- flokk. Þess vegna er ekki ólíklegt að nýr Fiat Punto sé á teikniborðinu, sérstaklega þegar samruni FCA og PSA er genginn í gegn. Þá fær Fiat aðgang að undirvagni Peugeot 208 og Opel Corsa sem gefur Fiat mögu- leika á að koma með raf- og tvinnút- gáfur. Fiat mun þó ætla að halda í Fiat 500 enn um sinn, en rafútgáfa hans er áætluð á næsta ári. Fiat 500 er óhemju vinsæll en 105.000 eintök voru seld í Ev rópu á fyrsta árs- fjórðungi 2 0 1 9 . Sa mt er núverandi k y n s l ó ð orðin sjö ára. Fiat íhugar að leggja smábíla á hilluna Rafútgáfa Fiat 500 er líkleg til að haldast í fram- leiðslu áfram þótt aðrir smábílar Fiat gætu verið á leið út af teikniborðinu. Það er ekki á hverjum degi sem nýr útfararbíll kemur til landsins en á dögunum kom nýr Volvo V90 bíll fyrir Útfararstofu kirkjugarðanna. Hingað til höfum við verið vön að sjá ameríska útfar- arbíla og því lék okkur forvitni á að vita hvers vegna Volvo hefði orðið fyrir valinu. Mun umhverfisvænni bíll „Hann varð fyrir valinu vegna gæða- og umhverfissjónarmiða fyrst og fremst,“ sagði Elín Sigrún Jóns- dóttir hjá Útfararstofunni. „Hann er mun umhverfisvænni en hinir hefðbundnu amerísku líkbílar, þar er ólíku saman að jafna. Við erum í miklu norrænu samstarfi og koll- egar okkar hafa mjög góða reynslu af þessum bílum. Bílarnir eru sem tákn um gæði, metnað og hina nor- rænu áherslu okkar,“ sagði Elín. Það var ekki síst fyrir fallega hönnun og glæsilegan glugga sem stjórnendur Útfararstofunnar hrifust af þessum bíl. „Við gerðum okkur grein fyrir mikilvægi þess að að kistan og blómin nytu sín á leið frá kirkju í kirkjugarð. Það er hluti af því að vinna með það tabú sem dauðinn er í okkar sam- félagi,“ segir Elín enn fremur. Þetta er þó ekki fyrsti Volvo-líkbíll- inn því líkbíll frá merkinu kom til landsins fyrir um 50 árum. Bíllinn er ríkulega búinn á allan hátt og er pláss fyrir tvær líkkistur í honum. Að sögn Elínar koma einstöku sinnum óskir um tiltekinn líkbíl. „Í síðustu viku sagði kona mér að hún hefði þráð Volvo allt sitt líf, og að hún vildi fá að fara sína síðustu ferð í Volvo, þannig að segja má að fyrsta pöntunin sé komin,“ segir Elín. Fyrsti Volvo líkbíllinn í fimmtíu ár og fyrsta pöntunin er þegar komin Elín Sigrún Jónsdóttir hjá Útfararstofu Kirkjugarðanna við nýja líkbílinn. VOLVO V90 VARÐ FYRIR VALINU VEGNA UMHVERFIS- SJÓNARMIÐA EN HANN ER MUN BETRI FYRIR UMHVERFIÐ EN HINIR HEFÐBUNDNU AMERÍSKU LÍKBÍLAR. KTM 1290 SUPER DUKE R ER HINS VEGAR AFLMIKIÐ SPORT- HJÓL SEM KEPPA Á VIÐ ÞAU KRAFTMESTU Á MARKAÐI Í DAG, HJÓL EINS OG KAWASAKI Z H2 OG DUCATI STREETFIGHTER V4 Stærsta mótorhjólasýning ársins er EICMA-sýningin í Mílanó en hún var opnuð á þriðjudaginn og stendur til 11. nóvember. Flestir framleiðendur mótorhjóla nota þessa sýningu til að frumsýna nýjar gerðir hjóla og sýningin í ár er engin undantekning. Honda CBR 1000RR-R er komið á sterana sem það vantaði með nýrri vél sem skilar 214 hestöflum og 113 newtonmetra togi, um leið og hún uppfyllir Euro5-mengunar- staðalinn. Auk þess fær það upp- færða aksturstölvu og hljóðkút úr títaníum svo eitthvað sé nefnt. Útlit CB1000R er endurhannað og vélin hefur fengið aðeins meira af l auk þess sem hjólið er 12 kg léttara en áður. Loks er CB4X-tilraunahjólið sem hannað er af Valerio Aiello eins og framtíðarútgáfa af Katana- hjólinu, með pústkerfi sem breiðir úr sér eins og vængur með hlið hjólsins. Mikið að gerast hjá KTM Meðal frumsýninga hjá KTM- merkinu voru hjól eins og KTM 390 og 1290 Super Duke R. KTM 390 Adventure er eins og nafnið gefur til kynna, ferðahjól fyrir ævintýrin og hér í minni og viðráðanlegri útgáfu en flest þau hjól sem tilheyra þess- um flokki. KTM 1290 Super Duke R er hins vegar aflmikið sporthjól sem keppir við þau kraftmestu á mark- aði í dag, hjól eins og Kawasaki Z H2 og Ducati Streetfighter V4. KTM 890 Duke R er svo þriðja nýja hjólið frá austurríska framleiðandanum og er minni útgáfa 1290 hjólsins. Hliðar- sjálf KTM er Husqvarna en Norden 901 er tilraunahjól eins og er. Með þessum nýja mótor er líklegt að það fari í framleiðslu ásamt nýjum gerðum Svartpilen og Vitpilen. Ný ferðahjól frá Japan Eitt af þeim hjólum sem beðið hefur verið eftir er nýtt Yamaha Tracer 700. Það er ferðahjól með framúrstefnulegu útliti og er búið 698 rsm-vélinni úr MT-07-hjólinu, sem fengið hefur aðeins meira af l með endurhannaðri innspýtingu. Yamaha frumsýnir einnig TMAX 560, MT-125, MT-03 og FJR 1300AS. Hjá Kawasaki kemur ný útgáfa Z650 með vél, sem uppfyllir Euro5- mengunarstaðalinn, og léttri and- litslyftingu. Kawasaki Z900 fær yfir- halningu og fullt sett af tækni eins og spólvörn, akstursstillingar, blá- tannarbúnað og díóðuljósapakka. Loks fær Ninja 1000SX-sportferða- hjólið nokkra andlitslyftingu ásamt nýju sæti og mælaborði. Suzuki V-Strom 1050XT er ný útgáfa V-Strom-hjólsins sem sækir útlit sitt til DR Big-hjólsins frá níunda áratugnum. Vélin hefur verið endurhönnuð og er aflmeiri en áður og uppfyllir Euro5. Tilraunahjól fara í framleiðslu BMW Z 1000 XR-sportferðahjólið hefur fengið alveg nýja hönnun og er nú 10 kg léttara en áður og einnig aflmeira, en það skilar nú 165 hest- öflum. Það fær nýtt mælaborð í lit, nýtt pústkerfi og endurhannaða fjöðrun. BMW R 18/2 tilraunahjólið er komið í sinni annarri útgáfu sem þýðir vonandi að það sé stutt í fram- leiðslu þess. Boxer-vél þess er 1.800 rsm og útlit hjólsins er af gamla skólanum með ryðfríu pústkerfi og steyptum felgum. Aprilia RS 660 er nýtt millistærðarhjól með nýju tveggja strokka vélinni, en það var sýnt sem tilraunahjól í fyrra. Hjólið er aðeins 169 kg en nýja vélin skilar 100 hestöf lum sem gerir þetta að spennandi hjóli. Auk þess verður hjólið búið fimm akstursstillingum auk nýs upplýsingaskjás með blá- tannarbúnaði. Mikið um frumsýningar á EICMA Nýja R18/2 tilraunahjólið frá BMW vakti verðskuldaða athygli enda sækir það í hönnun af gamla skólanum sem einmitt er svo vinsæl í dag. KTM 390 Adventure er ferðahjól af minni gerðinni sem hentar til létts torfæruaksturs og er einnig gott innanbæjar. EICMA mótorhjóla- sýningin í Mílanó er stærsti viðburður í mótorhjólaheim- inum ár hvert og þar velja framleiðendur helst að frumsýna nýjustu afurðir sínar. Njáll Gunnlaugsson njall@frettabladid.is 7 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R32 B Í L A R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 7 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :0 2 F B 0 5 6 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 4 2 B -D B 6 0 2 4 2 B -D A 2 4 2 4 2 B -D 8 E 8 2 4 2 B -D 7 A C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 5 6 s _ 6 _ 1 1 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.