Skessuhorn


Skessuhorn - 20.01.2016, Síða 4

Skessuhorn - 20.01.2016, Síða 4
MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 20164 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.700 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.340. Rafræn áskrift kostar 2.120 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 1.960 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Guðný Ruth Þorfinnsdóttir gudny@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Magnús Þór Hafsteinsson mth@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Emilía Ottesen, markaðsstjóri emilia@skessuhorn.is Lísbet Sigurðardóttir lisbet@skessuhorn.is Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is Þórarinn Ingi Tómasson toti@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Ferðablöð og bæklingar aldrei mikilvægari Í liðinni viku átti ég erindi inn í húsið sem eitt sinn hét Umferðarmiðstöð- in og stendur við Vatnsmýrarveg í Reykjavík. Þetta hús er frægt fyrir að þar áttu sérleyfishafar eitt sinn aðsetur og jafnan stóðu á hlaðinu nokkrar rútur merktar Sæmundi og fleiri hetjum þjóðveganna. Í dag er reyndar fullt af rút- um við húsin, en allflestar merktar Reykjavík Excursions. Á þessum tíma árs eru þær sennilega mest á ferðinni þegar skyggja tekur, fara með útlendinga upp í sveit að sjá norðurljósin. Nú loks, tæpri öld eftir að Einar Ben vildi selja þessi ljós, er það að takast. Í þúsundatali koma útlendingar hingað til lands í nokkurs konar pílagrímaferðir og þrá það heitast af öllu að sjá þessar rafseg- ulbylgjur í háloftunum enda er það alls ekki hægt á suðlægari slóðum jafnvel þótt ljósmengun væri ekki til staðar. Nú, í heimsókn minni í þetta sögufræga hús samgangna á Íslandi, lenti ég á tali við starfsmann hvalaskoðunarfyrirtækis í Reykjavík. Sá lét vel af sér og sagði fjölgun ferðalanga hjá fyrirtækinu telja tugi prósenta milli ára. Hans erindi í Umferðarmiðstöðina var að fylla á bæklingarekka fyrirtækisins en bæklingar af ýmsu tagi þekja nokkra veggi í húsinu. „Ef við ekki fyllum reglu- lega á bæklinga, kemur það strax niður á aðsókn í ferðirnar hjá okkur,“ sagði maðurinn. Þrátt fyrir að hann segði talsvert hlutfall sölu hvalaskoðunarferða fara í gegnum ferðaskrifstofur, þá færi vaxandi sá hópur ferðafólks sem skipu- leggur ferðir sínar dag frá degi og án mikils undirbúnings. Hér á landi hefur sá hópur fólks gjarnan verið kallaður Yarisfólkið vegna bíltegundar sem það álpast gjarnan til að taka á leigu og ferðast á um landið. Maðurinn fullyrðir að hlutfall fólks sem ferðast á eigin vegum og lætur ekki ferðaskrifstofur mata sig og hirða sín umboðslaun, muni ekkert gera nema aukast. Af þeim sökum sagði hann prentaða ferðabæklinga aldrei hafa verið mikilvægari en nú, þvert á spár um að Internetið tæki yfir þessa markaðssetningu. Þessu til marks nefndi maðurinn að fyrir nokkrum árum hafi helstu upplýsingamiðstöð höf- uðborgarinnar verið breytt þannig að þar yrðu nær eingöngu tölvur sem sæju um miðlun upplýsinga til fróðleiksfúsra gesta. Þeirri tilraun var hætt ári síðar og gömlu bæklingarekkarnir settir aftur á sinn stað og tvær lítið notaðar tölv- ur látnar vera eftir. Ástæðan: Jú, fólk vill bæklinga í hendur. Nú fer í hönd sá tími sem Skessuhorn býr til prentunar hið árlega ferða- blað fyrir Vesturland, sem nú heitir Travel West Iceland – Ferðast um Vest- urland. Nú verður í þriðja skipti gefið út blað sem jöfnum höndum er á ensku og íslensku. Skessuhorn hefur nú ráðið fólk til verksins og á næstu vikum verður útgáfan rækilega kynnt og munum við setja okkur í samband við fyr- irtæki í ferðaþjónustu og aðra þá sem vilja ná til gesta Vesturlands, hvort sem það eru Íslendingar eða útlendingar. Í hversdagsleika starfs okkar er það ætíð kærkomin tilbreyting að takast á við þetta verkefni síðari hluta vetrar. Við getum verið stolt af að nú fer undirbúningur að sautjánda blaði okkar í gang. Einungis árið 2009, korteri eftir hrun, reyndist ekki grundvöllur til útgáf- unnar. Það drottins ár var þjóðin í hálfgerðu losti, krónan hrunin og enginn vissi hvert stefndi. Síðar á því ári áttaði fólk sig reyndar á því að fall krónunn- ar þýddi fátt annað en tækifæri fyrir útflutningsgreinarnar og þar með tal- ið ferðaþjónustuna. Síðan hefur hún vaxið með undraverðum hætti eins og við öll þekkjum. Áfram megum við því eiga von á fjölda ferðamanna hing- að til lands og ekki síst mun hlutfall þeirra aukast sem heimsækja Vesturland sérstaklega. Verðlaun sem í hlut landshlutans hafa komið og bókanir fyrir- tækja gefa það þegar til kynna. Við á Skessuhorni leggjum því ótrauð í útgáfu ferðablaðs fyrir Vesturland og vonum að allir sem einn taki þátt í því verk- efni með okkur. Blað þetta er nú sem fyrr gefið út án opinberra styrkja og afraksturinn því í réttu hlutfalli við þátttöku vestlenskra ferðaþjónustufyrir- tækja. Þeirra er jafnframt mestur hagurinn. Magnús Magnússon. Á næstu vikum verður lögð lokahönd á það að breyta gamla bókasafns- húsinu að Heiðarbraut 40 á Akra- nesi í íbúðarhúsnæði. Framkvæmd- ir standa yfir á fullu innandyra. Auk þess er verið að klæða húsið að utan og í næstu viku verða settar svalir á suðurhlið þess. „Þann 15. febrúar á vera lokið við tíu íbúðir sem verða hér í gamla bókasafnshúsinu. Það er þegar búið að selja allar sex íbúðirnar sem eru á annarri hæð hússins og ein er seld á jarðhæð. Alls eru þetta tíu íbúðir í húsinu,“ segir Valur Gíslason húsa- smíðameistari og yfirsmiður við verkið. „Nú er svo verið að slá upp sökkulveggjum fyrir tveggja hæða viðbyggingu hér við norðurgafl húss- ins. Þar verða átta íbúðir en það er ekki farið að auglýsa þær neitt ennþá og ekki kominn dagsetning á hve- nær þær eiga að vera tilbúnar,“ bæt- ir hann við. Auk þessara 18 íbúða er stigagangur og lyfta í húsinu. Húsið rýmir reiðhjólageymslu og geymslur fyrir allar íbúðirnar sem verða í kjall- ara gamla bókasafnshússins. mþh Góður gangur í endurgerð gamla bókasafnshússins á Akranesi Unnið er að því að klæða gamla bókasafnhúsið að utan og ljóst að það verður eins og nýtt þegar upp verður staðið. Byrjað er að slá upp fyrir sökklum við norðurgafl hússins þar sem verður viðbygging með átta íbúðum. Iðnaðarmenn sem koma að framkvæmdunum eru flestir frá Akranesi. Hér eru þeir í kaffitíma í kjallara gamla bókasafnshússins sem áður hýsti skjalasafn Akurnes- inga. Valur Gíslason yfirsmiður er fremstur á myndinni. Eins og greint var frá í Skessuhorni í síðustu viku sendu Íbúasamtök Hvanneyrar erindi til sveitarstjórnar Borgarbyggðar síðastliðinn þriðju- dag með ósk um samþykki fyrir því að starfrækja sjálfstætt starfandi skóla á Hvanneyri. Vilja íbúasam- tökin taka við rekstri grunnskólans á staðnum og leigja eða jafnvel kaupa skólahús Andakílsskóla. Í samtali við forsvarmenn samtakanna í Skessu- horni sl. þriðjudag kom fram að íbúar væntu þess að erindi þeirra yrði tekið fyrir á fundi sveitarstjórn- ar sem var á dagskrá síðastliðinn fimmtudag. Því neitar Kolfinna Jó- hannesdóttir sveitarstjóri í samtali við blaðamann síðastliðinn mið- vikudag og sagði að slík afgreiðsla væri í mótsögn við allt hefðbund- ið verklag hjá sveitarfélaginu. „Er- indi sem berast til sveitarfélagsins eru tekin til efnislegrar umfjöllun- ar í byggðaráði eða nefndum sveit- arfélagsins eftir atvikum og þann- ig berast þau með fundargerðum til umfjöllunar og endanlegrar af- greiðslu í sveitarstjórn. Í samþykkt- um sveitarfélagsins er í 10. grein sérstaklega tiltekið hvað skuli taka á dagskrá sveitarstjórnarfunda. Þar á meðal eru lögákveðnar kosningar, fundargerðir byggðaráðs, nefnda og ráða og fleira. Þá getur sveitarstjóri og eða forseti sveitarstjórnar ákveð- ið að taka á dagskrá önnur mál sem falla undir verksvið sveitarstjórnar,“ segir Kolfinna. Þá segir hún jafnframt að sveit- arstjórnarfulltrúi geti óskað eftir því að tekin séu önnur mál á dag- skrá sem falla undir verksvið sveitar- stjórnar og skal þá tilkynna það með tveggja daga fyrirvara. Einnig er til sérstök heimild í 15. grein sem seg- ir að til að leita afbrigða og taka mál á dagskrá sé þess ekki getið í fundar- boði enda samþykki 2/3 viðstaddra sveitarstjórnarmanna þau afbrigði. „Það er mikilvægt að mál fái efnis- lega umfjöllun og séu tekin til með- ferðar í byggðaráði og eða nefndum sveitarfélagsins eftir atvikum áður en þau fara fyrir sveitarstjórn og þetta tiltekna mál verður tekið fyr- ir í byggðaráði í þessari viku,“ seg- ir Kolfinna Jóhannesdóttir. Fundur byggðaráðs Borgarbyggðar verður á morgun, fimmtudaginn 21. janúar. mm Erindi íbúasamtakanna tekið fyrir í byggðaráði á morgun Í gærmorgun komu tveir hópar nem- enda úr 3. bekk Brekkubæjarskóla á Akranesi að skoða sýningarnar Börn í 100 ár og Ævintýri fuglanna í Safna- húsinu í Borgarnesi. Þar á meðal var ung stúlka sem sagði að hún þekkti eina mynd sem langafi hennar væri á. „Okkur fannst stúlkan svo flott að vita hver langafi sinn væri og líka að þekkja hann á mynd,“ segir Guðrún Jónsdóttir forstöðumaður Safnahúss Borgarfjarðar. Unga stúlkan heitir Matthea. Hún er dóttir Stephen John Watt og Valeyjar Watt á Akranesi. Foreldrar Völu eru þau Benedikt Jónmundsson og Matthea Sturlaugsdóttir á Akra- nesi. Litli drengurinn með sjóara- húfuna á gömlu ljósmyndinni er því Sturlaugur H. Böðvarsson seinna út- gerðarmaður á Akranesi. Foreldrar hans og Helgu systur hans á mynd- inni voru þau Haraldur Böðvarsson og Ingunn Sveinsdóttir. mþh Bar kennsl á mynd af langafa sínum í Borgarnesi Matthea við vegginn þar sem myndin af Sturlaugi langafa hennar og Helgu systur hans er meðal mynda á sýningu Safnahúss Borgarfjarðar „Börn í 100 ár.“ Myndin af þeim er efst í horninu til hægri. Ljósm. Jóhanna Skúladóttir.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.