Skessuhorn - 20.01.2016, Qupperneq 6
MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 20166
Ýmsar
framkvæmdir
framundan
DALIR: Dalamenn hyggja á
ýmsar framkvæmdir á nýju ári.
Meðal annars hefur verið sótt
um framlag úr Húsafriðun-
arsjóði vegna málunar Leifs-
búðar þegar sól hækkar á lofti.
Einnig verður sótt um fjárhags-
lega liðveislu frá Framkvæmda-
sjóði aldraðra vegna áfram-
haldandi endurbóta á dvalar-
heimilinu Silfurtúni. Bygginga-
fulltrúi Dalabyggðar leitar síð-
an tilboða í gerð útboðsgagna
vegna framkvæmda við grunn-
skólann. Endurbætur á íbúðar-
húsum við Stekkjarhvamm eru
að hefjast. Undirbúningur er
að hefjast vegna framkvæmda
við Skarðsstöð í samvinnu við
Vegagerðina en gert er ráð fyrir
að Hafnabótasjóður styrki fram-
kvæmdina. Allt þetta kom fram
í máli Sveins Pálssonar sveitar-
stjóra á fundi Byggðaráðs Dala-
byggðar 12. janúar síðastliðinn
þar sem hann gerði grein fyrir
framkvæmdum ársins.
–mþh
Semja um
símþjónustu
BORGARBYGGÐ: Lokið
hefur verið við að endurskoða
samninga vegna símaþjónustu
sveitarfélagsins Borgarbyggð-
ar. Endursamið var við Sím-
ann um hana. Gert er ráð fyrir
að kostnaður fyrir sveitarfélagið
lækki um tvær milljónir króna á
ársgrundvelli vegna nýja samn-
ingsins. Þetta kom fram í máli
Kolfinnu Jóhannesdóttur sveit-
arstjóra Borgarbyggðar þeg-
ar hún flutti skýrslu sína fyr-
ir sveitarstjórn á fundi í síðustu
viku. Einnig eru samningar um
netþjónustu við Borgarbyggð
í athugun. Tilboða hefur ver-
ið leitað hjá nokkrum aðilum
sem verða kynnt í byggðaráði á
næstunni.
–mþh
Óbreytt
fæðingaorlof
þorsks og kola
LANDIÐ: Framundan er ár-
legt vorveiðibann á grunnslóð
sem ætlað er að friða þorsk og
skarkola á þessum svæðum um
hrygningartímann. Sömu reglur
munu gilda óbreyttar um þetta
í ár og verið hafa undanfarin
ár. Það þýðir meðal annars að
grunnslóð í Faxaflóa og Breiða-
firði er lokuð frá 1. – 11. apríl.
–mþh
Fimm sækja um
skólastjórastöðu
DALIR: Fimm umsóknir bárust
um stöðu skólastjóra við Auðar-
skóla í Búðardal, en umsóknar-
frestur rann út 5. janúar sl. Um-
sækjendur eru þeir Haraldur
Reynisson, Hlöðver Ingi Gunn-
arsson, Jón Einar Haraldsson,
Valgeir Jens Guðmundsson og
Þorkell Cýrusson. Ráðningar-
og ráðgjafarfyrirtækið Hagvang-
ur mun taka viðtöl við umsækj-
endur. Byggðaráð Dalabyggðar
hefur samþykkt að sveitarstjóri
og fulltrúi kennara í fræðslu-
nefnd taki þátt í viðtölum við
umsækjendur ásamt byggðaráði.
-sm
Hlaut fjögurra ára
fangelsinsdóm
GRUNDARFJ: Hæstirétt-
ur staðfesti í síðustu viku dóm
Héraðsdóms Vesturlands þar
sem Reynir Þór Jónasson var
sakfelldur ásamt öðrum (ónafn-
greindum manni) fyrir að ráð-
ast á mann á hafnarsvæðinu í
Grundarfirði 17. júlí 2014. Það
var Reynir Þór sem skaut mál-
inu til Hæstaréttar. Þegar árás-
in var gerð slógu mennirnir
fórnarlamb sitt ítrekað í and-
lit og héldu höggunum áfram
eftir að maðurinn féll meðvit-
undarlaus í jörðina. Hlaut fórn-
arlambið lífshættulega höfuð-
áverka og varanlegan heilaskaða.
Reynir Þór var dæmdur í fjög-
urra ára fangelsi en til frádrátt-
ar refsinu kemur óslitið gæslu-
varðhald hans frá 17. júlí 2014.
Reyni Þór var auk þess gert að
greiða brotaþola miskabætur
að fjárhæð 1.500.000 krónur
ásamt vöxtum og að greiða verj-
anda sínum 2,8 milljónir í máls-
varnarlaun og allan kostnað við
áfrýjun málsins. Samverkamað-
ur Reynis Þórs þarf jafnframt að
greiða fórnarlambinu 1,5 millj-
ónir króna í miskabætur vegna
árásarinnar. –mm
Rafrænir
álagningarseðlar
OR: „Nú í ár verður sú ný-
breytni hjá Veitum, dótturfyr-
irtæki Orkuveitu Reykjavíkur,
að langflestir álagningarseðl-
ar Veitna vegna vatns- og frá-
veitugjalda eru sendir út raf-
rænt og birtast í heimabönk-
um viðskiptavina og á Mínum
síðum Veitna. Aðeins þeir við-
skiptavinir sem eru 67 ára og
eldri munu fá seðilinn sendan í
bréfpósti. Á næstu árum verður
bréfasendingum með álagning-
arseðlum alveg hætt. Greiðslum
er dreift á níu mánuði ársins, þar
sem engin greiðsla er í janúar,
nóvember og desember,“ segir í
fréttatilkynningu frá OR.
-mm
Laugardaginn 6. febrúar næstkomandi
kemur sendinefnd frá kvæðamanna-
félaginu Árgala á Selfossi í heim-
sókn að Reykholti. Haldinn verður
skemmtifundur og efnt til stofnun-
ar kvæðamannafélags fyrir Vestur-
land, þ.e. fyrir Borgarfjörð, Mýrar,
Snæfellsnes og Dali. Í tilkynningu frá
Árgala segir að meðal dagskráratriða
verði ávarp sr. Geirs Waage sóknar-
prests sem segir gestum frá staðnum
og Bjarni Guðráðsson í Nesi segir frá
kirkjunni. Þá verða kenndar stemm-
ur og minnst hagyrðings og kvæða-
manns úr Borgarfirði. Kveðnar verða
þrjár vísur eftir hvorn þeirra en síðan
gengið til stofnunar Kvæðamanna-
félags fyrir Vesturland. Kosin verð-
ur stjórn þess og samþykkt lög félags-
ins. Loks munu ungir kvæðamenn úr
Borgarfirði og af Suðurlandi kveða.
„Velkomnir allir sem vilja úr Borg-
arfirði, af Mýrum, Snæfellsnesi og úr
Dölum. Komið og kynnist þessari
gömlu íþrótt,“ segir í tilkynningu frá
Sigurði Sigurðarsyni dýralækni og fé-
laga í Kvæðamannafélaginu Árgala.
mm
Kvæðamannafélag Vesturlands
stofnað í Reykholti
Kvæðamannafélagið Árgali var stofnað árið 2010. Félagsstarfið hefur mælst
vel fyrir. Stofnendur voru 73 en eru nú farnir að nálgast 100. Þeir eru búsettir á
svæðinu frá Austur-Eyjafjöllum til Borgarfjarðarsýslu og Mýrasýslu.
Ágæt veiði var á makríl og kolmunna
á nýliðnu ári, dræm í norsk íslenskri
síld og algert hrun í úthafskarfa á
Reykjaneshrygg. Þetta kemur fram í
yfirliti yfir afla í deilistofnum á árinu
2015 í norsk-íslenskri síld, makríl, út-
hafskarfa á Reykjaneshrygg og kol-
munna sem Fiskistofa hefur tekið
saman og birtir á vefsíðu sinni. Mik-
ill niðurskurður er í kolmunnakvóta
á þessu ári og framtíðarhorfur varð-
andi veiðar á norsk íslenskri síld eru
dræmar þar sem nýliðun í stofninn er
búin að vera slök í rúman áratug.
Síld og makríll
Íslendingar veiddu á síðasta ári 42.626
tonn af norsk-íslenskri síld. Þetta er
minnsti afli íslenskra skipa úr þess-
um síldarstofni síðan 1994 eða í rúm
tuttugu ár. Mest af síldinni veiddist
í íslenskri lögsögu eða 39.119 tonn
(91,8% aflans). Úr færeyskri lögsögu
veiddust 3.088 tonn og á alþjóðlegu
hafsvæði veiddust 419 tonn. Heildar
aflaheimildir íslenskra skipa í norsk-
íslenskri síld á árinu 2015 var rúm-
lega 45 þúsund tonn en verður litlu
meira á komandi vertíð eða rétt tæp-
lega 48 þúsund tonn. Síldarstofninn
heldur líklega áfram að minnka enda
ekki komið fram góður árgangur í
honum síðan 2004.
Makrílafli íslenskra skipa á síðasta
ári var 169.336 tonn en var árið áður
173.560 tonn. Þetta var samdráttur
uppá 2,4% milli ára. Af þessum afla
voru 148.280 tonn fengin úr íslenskri
lögsögu eða 87,6% aflans. Makrílafli
íslenskra skipa á alþjóðlegu hafsvæði
er 19.507 tonn og afli í færeyskri lög-
sögu nam 1.549 tonnum.
Kolmunni og
úthafskarfi
Á síðasta ári veiddu íslensk skip
214.890 tonn af kolmunna. Þetta er
mesti ársafli íslenskra skipa á teg-
undinni síðan 2007 en undanfar-
in ár hafa veiðar á kolmunna verið í
nokkurri lægð enda hafa aflaheimild-
ir verið skornar verulega niður. Til
að mynda var aflinn 5.882 tonn árið
2011 eða aðeins 2,7% af afla síðasta
árs. Aflamark íslenskra skipa í kol-
munna á þessu ári er 139.021 þúsund
tonn samanborið 212.913 tonn á síð-
ustu vertíð. Kolmunnakvóti þeirra er
þannig skorinn niður um þriðjung á
þessu ári, eða um 75.000 tonn.
Enn dregur úr afla á úthafskarfa
og hefur hann aldrei verið minni síð-
an íslensk skip hófu beina sókn í út-
hafskarfa á Reykjaneshrygg. Má tala
um algert hrun í því sambandi. Á síð-
ustu vertíð veiddi íslenski togaraflot-
inn aðeins 2.128 tonn af úthafskarfa
samanborið við 2.436 tonn árið áður.
Þetta var langminnsti ársafli í veiði-
sögu íslenskra skipa í úthafskarfa á
Reykjaneshrygg. Heildarkvóti ís-
lenskra skipa á nýliðnu ári var 3.244
tonn og voru þau rúmum þúsund
tonnum frá því að ná þeim aflaheim-
ildum. Kvótinn fyrir komandi vertíð
er 2.614 tonn. Þegar best gekk á út-
hafskarfaveiðum á Reykjaneshrygg
fór heildarársafli íslensku skipanna
oft yfir 40 þúsund tonn. Það er því
ljóst að aflinn á síðustu tveimur ver-
tíðum er hverfandi samanborið við
það. mþh
Misjafnt gengi í veiðum á deilistofnum
Karfaveiðar íslenskra skipa á
Reykjaneshrygg hafa gengið illa á
síðustu árum.