Skessuhorn


Skessuhorn - 20.01.2016, Page 10

Skessuhorn - 20.01.2016, Page 10
MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 201610 við gildandi aðalskipulag en á efri hæðum er heimild fyrir annað hvort íbúðum eða þjónustu, til dæmis gist- ingu eða skrifstofum. Leyfilegt er að byggja bílakjallara og auka nýtingarhlutfall lóðarinn- ar þar með úr 2,01 í 2,41. Byggingar yrðu þá að hámarki 5.541 fermetrr. Engin kvöð er um gegnumakstur að Borgarbraut 59. Þeim sem vilja gera athugasemd- ir við breytingartillöguna eða koma sjónarmiðum sínum á framfæri er bent á að frestur til slíks nær til föstu- dagsins 29. janúar næstkomandi. kgk Rós vikunnar í vetrarkærleiknum hjá Blómasetrinu Kaffi kyrrð í Borgar- nesi hlýtur Heiður Hörn Hjartar- dóttir á Bjargi. Eins og segir í tilnefn- ingunni hlýtur hún rós fyrir dugnað í starfi. Henni er annt um samfélag sitt og sérstakar þakkir fær hún fyrir að virkja útileiki barna. mm Heiður Hörn er rósahafi vikunnar Auglýst hefur verið ný deiliskipu- lagstillaga fyrir Borgarbraut 8-8a í Stykkishólmi, þar sem Hót- el Stykkishólmur er til húsa. Nú- verandi hótelbygging er á þremur hæðum en tillagan gerir ráð fyr- ir að heimila hækkun hennar um tvær hæðir frá samþykktum teikn- ingum auk fimm hæða viðbygging- ar syðst á lóðinni. Enn fremur er lagt til lóðin að verði stækkuð um 2.300 fermetra. Hún yrði þá alls 12.100 fermetrar og heimild fyrir 9.950 fermetra byggingu á lóðinni sem er 5.750 m2 aukning m.v. nú- verandi byggingarmagn. Nýting- arhlutfall lóðarinnar verði því mest 82%. Ekkert deiliskipulag er til af lóð- inni en í aðalskipulagi Stykkis- hólmsbæjar fyrir árin 2002-2020 er svæðið skilgreint sem verslunar- og þjónustusvæði. Gert er ráð fyrir því í aðalskipulagi að framtíðarupp- bygging verslunar- og þjónustu- bygginga verði við Borgarbraut og starfsemi sem kunni að njóta góðs af nálægð sinni við hótelið eigi að hafa forgang. Markmiðið með nýju deiliskipulagi lóðarinnar við Borgarbraut 8-8a er að stuðla að markvissri uppbyggingu á starf- semi hótelsins en einnig ákvarða hvar og hvernig megi byggja inn- an lóðamarkanna. Haft er orð á því í tillögunni að þar sem hótelið sé á áberandi stað í byggðinni skuli vanda til verksins og gæta að góðu samræmi og heildaryfirbragði ný- bygginga og eldri hluta. Hámarks hæð bygginga verð- ur 16,7 m frá gólfplötu ofan á þak, að undanskildu lyftuhúsi og tækni- rýmum, sem mega vera hærri. Fjar- lægð hótelsins frá næstu byggð, sem er íbúabyggð, er meiri en 40 m og því aðeins er gert ráð fyrir að mögulegri stækkun fylgi óverulegt skuggavarp. Sigurbjartur Loftsson, skipu- lags- og byggingafulltrúi í Stykkis- hólmi, sagði í samtali við Skessu- horn að nýja deiliskipulagið væri til þess gert að ákvarða hvar og hvern- ig yrði heimilt að byggja á lóðinni í framtíðinni. Engin áform væru uppi um framkvæmdir sem myndu fullnýta heimildir nýs deiliskipu- lags, að því gefnu að það yrði sam- þykkt. Hins vegar bætti Sigurbjart- ur því við að uppi væru hugmynd- ir um að bæta við einni hæð ofan á miðbyggingu hótelsins. „Bygg- inganefnd hefur samþykkt eina hæð ofan á miðbygginguna og það mál er bara í ferli,“ segir Sigur- bjartur. Það að ferli er aftur á móti stutt á veg komið. „Enn hefur ekki verið gefið út byggingarleyfi. Það á eftir að skila uppdráttum og fleiri gögnum sem nauðsynleg eru til að fá leyfi, ef ráðast á í framkvæmd- ina.“ kgk Deiliskipulagstillaga sem heimilar verulega stækkun á Hótel Stykkishólmi Hótel Stykkishólmi verður heimilt að hækka hótelbygginguna um tvær hæðir, auk fimm hæða viðbyggingar til suðurs, verði ný deiliskipulagstillaga sam- þykkt. Teikningin er tekin úr tillögunni en hana má nálgast í heild sinni á vef Stykkishólmsbæjar. Hótel Stykkishólmur í núverandi mynd. Kynningarfundur um deiliskipulag lóðanna að Borgarbraut 57-59 var haldinn í Borgarnesi að kvöldi þriðju- dagsins í liðinni viku. Kynntar voru fyrirhugaðar breytingar á gildandi deiliskipulagi, sem áður hafði mætt töluverðri andstöðu íbúa í nágrenn- inu, meðal annars vegna skugga- varps og skerts útsýnis sem bygg- ingar á lóðinni myndu hafa í för með sér. Einnig höfðu íbúar lýst áhyggj- um af vindstyrk í kringum bygging- arnar. Breytingartillögunum sem kynntar voru á fundinum er ætlað að koma til móts við þær óskir. Sam- kvæmt þeim er dregið úr bygginga- magninu og byggingum raðað öðru- vísi á lóðunum. Bílastæðabygging- ar hafa verið fjarlægðar úr skipulag- inu og hefur bílastæðum þess í stað verið komið fyrir aftan við húsin. Þó er heimild til að byggja bílakjallara. Er það gert til að skerða síður útsýni og draga úr áhrifum skuggavarps við Kjartansgötu og Kveldúlfsgötu sem liggja norðan við svæðið. Þá er gert ráð fyrir tengibyggingu milli jarð- hæðar Borgarbrautar 57 og 59 til að draga úr vindstyrk. Í samræmi við aðalskipulag Það skýra sjónarmið er áfram haft að leiðarljósi að fasteignirnar sem rísa eiga á lóðinni verði hagkvæmar í byggingu, enda um að ræða verð- mæta lóð í miðbæ Borgarness. Hug- myndin felur enn í sér að háreist hús rísi meðfram Borgarbraut með versl- unar- og þjónusturými á jarðhæðum en með ýmsum formum íbúðahús- næðis á efri hæðum, í samræmi við gildandi aðalskipulag Borgarbyggð- ar. Enn er því gert ráð fyrir töluverðu byggingamagni þó það sé minna en tilgreint er í gildandi deiliskipulagi og öðruvísi komið fyrir. Skilyrði um byggingamagn Lóðin að Borgarbraut 55 verður 1.627 fermetrar og byggingar að há- marki 1.192 fermetrar. Heimilt er að byggja á þremur hæðum allt að 9,7 metra í átt til himins. Á jarðhæð skal vera verslun eða þjónusta en heim- ilt er að byggja íbúðir á efri hæðum. Kvöð er um gegnumakstur á lóðinni sem tengir Kjartansgötu við Borgar- braut. Gert er ráð fyrir því að lóðin að Borgarbraut 57 verði 2.349 fermetr- ar að flatarmáli með 2.941 ferm. byggingu. Leyfileg hæð byggingar er 21 metri á sjö hæðum, verslunar- og þjónusturýmum á jarðhæð, en íbúð- arhúsnæði fyrir 60 ára og eldri á efri hæðum hússins. Heimilt er að hækka nýtingarhlutfall lóðarinnar úr 1,25 í 1,52 ef bætt verður við hæð neðan- jarðar. Yrði byggingin þá 3.567 fer- metrar. Rétt eins og á Borgarbraut 55 er gert ráð fyrir gegnumakstri sem tengir Borgarbraut og Kjartansgötu. Að Borgarbraut 59 er gert ráð fyrir 2.284 fermetra lóð með 4.597 ferm. byggingu á fimm hæðum og skal jarðhæðin tengjast byggingu á lóð númer 57. Verslun eða þjónusta skal vera á jarðhæðinni í samræmi Tillögur að breyttu deiliskipulagi við miðbæjarreit í Borgarnesi Hér er horft yfir svæðið sem skipulagstillagan nær yfir. Svona gæti Borgarbraut 55-59 litið út ef tillögur að breytingum við gildandi deiliskipulag ná fram að ganga. Séð frá Hjálmakletti. Samanburður á gildandi deiliskipulagi (að neðan) og tillögunum sem kynntar voru á dögunum (að ofan).

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.