Skessuhorn


Skessuhorn - 20.01.2016, Page 12

Skessuhorn - 20.01.2016, Page 12
MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 201612 Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Körfuknattleiksfélag Akraness Íþróttahúsið við Vesturgötu 1. deild Fimmtudaginn 21. janúar kl. 19.15 ÍA - Hamar Fjölmennum og hvetjum ÍA til sigurs! Síðastliðinn fimmtudagsmorg- un undirrituðu fulltrúar Fjöl- brautaskóla Vesturlands á Akra- nesi, Íþróttabandalags Akraness og Akraneskaupstaður formlegan sam- starfssamning um afreksíþróttasvið FVA. Síðastliðið vor kom FVA á koppinn sérstöku afreksíþrótta- sviði við skólann. Stendur það til boða nemendum af öllum braut- um skólans sem vilja stunda íþróttir af kappi samhliða námi og uppfylla ákveðin skilyrði. „Afreksíþróttasvið FVA er fyrir nemendur sem vilja stunda sína íþrótt með álagi afreks- manna samhliða námi. FVA og ÍA munu hafa samráð um að iðkend- ur í verkefninu nái tilskildum ár- angri bæði á afreksíþróttasviðinu og í hefðbundnu námi. Forsenda fyrir námi á afreksíþróttasvið er háð því að FVA samþykki skóla- vist viðkomandi nemanda. Kröfur sem gerðar til nemenda á afreks- íþróttasvið FVA eru að nemandinn hafi stundað íþrótt sína í nokkur ár og vera virkur iðkandi í íþróttafé- lagi, sé vímuefnalaus íþróttamaður/ íþróttakona, geti tileinkað sér hug- arfar og lífsstíl afreksíþrótta, geti staðist eðlilega námsframvindu og ljúka u.þ.b. 15-19 einingum á önn ásamt því að hafa a.m.k. 95% skóla- sókn í öllum námsgreinum í FVA.“ Akraneskaupstaður leggur til samstarfsins afnot af íþróttamann- virkjum og Íþróttasamband Íslands leggur til námsefni sem tengist þjálfun íþróttafólks. Þjálfunin sjálf er svo í höndum þjálfara hjá aðild- arfélögum ÍA. Nemendum á afreks- íþróttasviða býðst að leggja stund á badminton, fimleika, knattspyrnu, körfuknattleik, keilu og sund. Al- mennt er æft á skólatíma tvisvar sinnum í viku auk þrekæfinga og annarrar fræðslu sem tengist við- komandi íþrótt. Viðtökur nemenda hafa verið góðar frá því byrjað var á verkefninu. Á síðustu haustönn lögðu 46 nemendur stund á nám á afreksíþróttasviði. kgk Samstarfsamningur um afreksíþróttasvið FVA formlega undirritaður Ólafur Adolfsson oddviti bæjarstjórnar, Ágústa Elín Ingþórsdóttir skólameistari, Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri og Sigurður Arnar Sigurðsson formaður ÍA, undirrita samstarfssamninginn. Ljósm. Akraneskaupstaður. Nemendur á afreksíþróttasviði. Ljósm. fva.is

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.