Skessuhorn - 20.01.2016, Qupperneq 27
MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 2016 27
Pennagrein
Krossgáta Skessuhorns
Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að leysa. Þeir sem
vilja geta sent Skessuhorni lausnarorð/in á netfang-
ið: krossgata@skessuhorn.is fyrir klukkan 15 á mánu-
dögum. Athugið að fullt nafn og heimilisfang þarf að
fylgja með lausninni. Þeir sem ekki hafa aðgang að
tölvupósti sendi lausnir á Kirkjubraut 56, 300 Akra-
nesi (athugið að póstleggja þarf lausnir í síðasta lagi
á föstudegi). Dregið verður úr réttum innsendum
lausnum og fær vinningshafinn bókagjöf frá Skessu-
horni.
66 lausnir bárust við krossgátu í blaðinu í síðustu
viku. Lausnin var: „Mörsugur.“ Vinningshafi er: Em-
ilía Líndal Gísladóttir, Suðurgötu 43, 300 Akranesi.
mm
Óða-
mála
Örlög
Flýtir
sér
Sefa
Tölur
Ábreiða
Lítinn
bor
Læðast
Trúar
Hljóð-
færi
Dvel
Lét
fara
Þvaga
Van-
þóknun
Samhlj.
Tók
Drasl
Korn
Tvíhlj.
Rausn
Ólund
Sund
Orka
1000
Tíska
Frekar
Elfur
8
Kjökrar
Þófi
13 3
Báru
Reimar
Skel
Öf.tvíhlj
Fors.
Veisla
Kvað
Kusk
Hvíldir
Blaðra
Ógöng-
ur
Sátum
Skýr
Minnast
7
Kona
Jukk
Sérhlj.
15 Frá
Karl
Lokað
16
Mynni
Hætta
Forsögn
Fær
Yfir-
höfn
10
Rófan
Alloft
Tóm
Tætlur
Öl
5 12 Ras
Leiðsl-
ur
Til
Venda
Sjór
Berg-
málar
Listi
Skordýr
Væta
Vottar
Tuldra
Fýla
Hreinsa
Rolla
Artin
Þreytir
Gæfa
2
Massi
Hljóð-
færi
17 Tvíhlj.
Eld-
stæði
Korn
Draga
Örn
Átt
Lélegar
Hraði
Ævi
Ógnar
Sérstök
Band
Vissa
Naumt
Sáldra
Verma
9
Bók
Spurn
Auðug
1
Napurt
4 Þægur
Ala
Samhlj.
14
Erfiði
Kurt
Tónn
Sóma
Hagur
Afrit
11 Mær
Dýpi
6
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17
Skraflfélag Grundarfjarðar var
stofnað á skraflkvöldi á Láka Hafn-
arkaffi í Grundarfirði síðastliðinn
miðvikudag. Félagið er það fyrsta
sem stofnað er utan höfuðborgar-
svæðisins þar sem Skraflfélag Ís-
lands er starfrækt. Stofnfélagar voru
sextán og er markmið félagsins að
auka veg skrafliðkunar á Snæfells-
nesi, eins og segir í fréttatilkynn-
ingu. Þeim markmiðum hyggst fé-
lagið ná með því að félagsmenn og
aðrir áhugasamir hittist einu sinni í
mánuði og spili skrafl. Einnig með
því að standa fyrir viðburðum og
efna til samstarfs með öðrum fé-
lögum og stofnunum.
Formaður Skraflfélags Grundar-
fjarðar var kjörinn Gunnar Jóhann
Elísson, Guðrún Björg Guðjóns-
dóttir var kjörin varaformaður og
meðstjórnandi er Óli Steinar Sól-
mundarson.
„Í október var fyrsta opna Rökk-
urmótið í skrafli haldið í tilefni af
árlegum Rökkurdögum í Grund-
arfirði og var þátttakan þar fram-
ar vonum. Heimafólk og gestir frá
Skraflfélagi Íslands öttu þar kappi
í skrafli og var mótið virkilega vel
heppnað. Á mótinu kom fram að
mikill áhugi er á skraflspilinu í
bænum og hugmyndir kviknuðu
um að spila skrafl reglulega. Það
er ánægjulegt að skraflfélag hafi
nú verið stofnað og stefnt er að því
Stofnuðu Skraflfélag Grundarfjarðar
að spilað verði annan miðvikudag
hvers mánaðar framvegis. Öllum er
velkomið að skrá sig í félagið, jafnt
Grundfirðingar sem öðrum og er
þátttaka ókeypis,“ segir í tilkynn-
ingu frá félaginu. mm
Í þungum þönkum.
Veitt voru verðlaun í þremur flokkum á fyrsta skraflkvöldi félagsins. Formaðurinn
sjálfur, Gunnar Jóhann, fékk verðlaun fyrir viðsjárverðasta orðið, ruslbögu.
Guðrún Reynisdóttir fékk verðlaun fyrir stigahæstu lögn kvöldsins og verðlaun
fyrir hæsta stigaskor í leik fékk Ingibjörg Sigurðardóttir.
Nýafgreidd fjárlög fyrir 2016
bjóða ekki upp á lausnir í byggða-
málum. Þar má sjá mikinn niður-
skurð á fjármagni til sóknaráætl-
anna og handahófskenndar að-
gerðir sem bera augljós merki um
skort á framtíðarsýn. Engin sam-
gönguáætlun er til dæmis í gildi
og hefur ekki verið síðan 2014.
Verstu óvinir byggðanna eru
fólksfækkun, lágt menntunarstig,
hækkandi meðalaldur, erfiðar sam-
göngur og einhæft atvinnulíf þar
sem störfum hefur farið fækkandi.
Byggðarlög sem kljást við þenn-
an vanda eiga engu að síður við-
reisnar von og gætu fullvel bjarg-
að sér ef þau nytu þeirrar innviða-
uppbyggingar sem er nauðsynleg
til atvinnu- og búsetuþróunar. Þá
er ég að tala um góðar samgöngur,
örugga raforku og traust fjarskipti
á borð við símasamband og inter-
netaðgengi – allt þættir sem gera
einstök svæði samkeppnishæfari
en ella væri. Því miður er gæðum
verulega misskipt milli landshluta
hvað þetta varðar, og á meðan má
spyrja hvort við við séum í raun
ein þjóð í einu landi.
Grunnstoðirnar þrjár
Öflugar samgöngur, góð fjarskipti
sem tryggja greiðar internetteng-
ingar og raforkuöryggi eru grund-
völlur þess að atvinnulíf þrífist
og byggð þróist í landinu. Standi
þessar þrjár meginstoðir sterkar í
hverjum landshluta eru þær trygg-
ing fyrir vænlegum búsetuskil-
yrðum. Á öðrum áratug 21. ald-
ar hlýtur það að teljast sjálfsagð-
ur hlutur hvar á landinu sem er að
hafa þessa megininnviði í lagi, ekki
síst þar sem opinber stefna mið-
ar að aukinni samþættingu þjón-
ustu milli landshluta, sameiningu
stofnana yfir sveitarfélagamörk og
ekki síður sameiningu sveitarfé-
laga um land allt. Slík áform velta
að sjálfsögðu á því að samgöngur
séu milli svæða og að internetsam-
band sé nógu gott fyrir rafræna
stjórnsýslu.
Auk traustra innviða þurfa
byggðirnar að fá að njóta auð-
linda sinna, landgæða og mann-
auðs. Þannig byggjast upp væn-
leg búsetu- og atvinnuskilyrði á
sjálfbærum forsendum. Í því ljósi
er mikilvægt að sveitarfélögin eigi
þess kost að njóta tekna af vaxandi
ferðamannastraumi víða um land
að þau eigi þess kost að byggja
upp álitleg ferðamannasvæði inn-
an sinna marka og taka þátt í því
með ferðaþjónustuaðilum að
gera svæði sín að álitlegum val-
kosti fyrir ferðamenn. Það er ekki
nógu gott að reiða fram einhverj-
ar neyðarreddingar í fjáraukalög-
um til að byggja upp ferðamanna-
staði eins og gerðist síðastliðið
haust. Slíkt ber vott um fullkom-
inn skort á framtíðarsýn. Ferða-
þjónustan er og hefur verið hrað-
vaxandi undanfarin ár og hennar
vöxtur jafnvel orðinn of mikill fyr-
ir ákveðin landsvæði meðan önn-
ur gætu sem best tekið við því sem
út af stendur. Þessi ört vaxandi at-
vinnugrein þarf fumlausa stefnu-
mótun og traust lagaumhverfi.
Deilum gæðum
En það er líka mikilvægt að lands-
menn allir geti notið góðs af þeim
gæðum sem er að hafa á aðskiljan-
legum svæðum landsins. Í því ljósi
ætti að vera sjálfsagt jafnréttis-
mál að jafna húshitunar- og flutn-
ingskostnað sem enn er verulega
íþyngjandi þáttur á köldum svæð-
um og veldur umtalsverðri mis-
munun milli landshluta. Undan-
farin ár hafa unnist áfangar í því
máli, en enn vantar verulega fjár-
muni til þess að nóg sé að gert.
Á þessu ári vantar um 215 millj.
kr. til jöfnunar húshitunar og 65
millj. kr. til jöfnunar kostnaðar
vegna raforkudreifingar.
Síðast en ekki síst þarf að gera
þá kröfu að nægar fjárveitingar séu
tryggðar í fjárlögum til að bæta að-
gengi að menntun og tryggja ör-
yggi sjúklinga og gæði heilbrigð-
isþjónustu um allt land. Ekki þarf
að hafa mörg orð um mikilvægi
þess að grunnþjónusta í mennta-
og heilbrigðiskerfinu sé aðgengi-
leg í heimabyggð. Það ætti líka að
vera sjálfsagt mál að heimamenn
hafi sjálfir mest um það að segja
hvernig þjónustan er veitt. Eins og
sakir standa skortur verulega á að
svo sé í reynd.
Byggðaröskun er ekki
náttúrulögmál
Framtíðarsýn og langtímaáætlan-
ir eru mikilvæg forsenda þess að
hægt sé að efla byggðir landsins og
skapa þeim umhverfi til vaxtar. Sú
gamla byggðastefna að stýfa ölm-
usu úr hnefa í formi tímabund-
inna skyndilausna fyrir byggðirn-
ar er úrelt fyrir löngu. Byggðirn-
ar hafa ekkert að gera við plástra
á svöðusár sín. Þær þurfa að fá að
byggja upp grunnstoðir sínar og
njóta auðlinda sinna, landgæða
og mannauðs. Þess vegna er brýnt
að áfram verði unnið á forsendum
Sóknaráætlana landshlutanna sem
hrint var af stokkum fyrir nokkr-
um árum en virðast því miður
hafa fengið náðarhöggið hjá rík-
isstjórninni eftir að fjármunir til
þeirra voru skornir niður.
Því miður skortir mjög á fram-
tíðarsýn í málefnum landsbyggð-
arinnar við núverandi aðstæð-
ur. Átakanlegustu dæmin um það
er annars vegar niðurskurður til
Sóknaráætlana, hins vegar sú
ákvörðun ríkisstjórnarinnar að af-
nema fjárfestingaáætlun fyrri rík-
isstjórnar sem gerði ráð fyrir stór-
átaki í innviðauppbyggingu, með-
al annars öflugu samgönguátaki,
á grundvelli fjármögnunar sem lá
fyrir þá þegar.
Byggðaröskun er ekki náttúru-
lögmál. Hún er afleiðing ákvarð-
ana og aðgerða. Með sama hætti
er hægt að taka ákvarðanir og
grípa til aðgerða sem sporna gegn
neikvæðri byggðaþróun. Byggðar-
lög í vanda gætu snúið vörn í sókn
ef þau fengju bara réttu „verkfær-
in“. Til þess þarf hins vegar fram-
tíðarsýn og vilja.
Vissulega búum við í harðbýlu
og dreifbýlu landi – en við erum
ein þjóð. Gleymum því ekki.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir,
Höf. er alþingismaður Samfylk-
ingarinnar í NV-kjördæmi.
Ein þjóð í
einu landi?