Skessuhorn


Skessuhorn - 20.01.2016, Qupperneq 31

Skessuhorn - 20.01.2016, Qupperneq 31
MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 2016 31 Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. Fimmtudaginn 14. janúar síðastlið- inn tók ÍA á móti botnliði Reynis frá Sandgerði í 1. deild karla í körfu- knattleik. Skagamenn byrjuðu vel á heimavelli, skoruðu fyrstu níu stig leiksins og tóku frumkvæðið í leikn- um. En Reynismenn voru hvergi af baki dottnir þrátt fyrir slaka byrj- un og gerðu atlögu að forskotinu. Leikmenn ÍA héldu hins vegar allt- af forystunni og leiddu í hálfleik, 41-32. Gestirnir komu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og tókst að jafna leika um miðjan þriðja leik- hluta. Þá var eins og Skagamenn rönkuðu við sér því þeir áttu góðan kafla, tóku forystuna á nýjan leik og létu hana aldrei af hendi þrátt fyr- ir tilraunir gestanna. Lokatölur á Akranesi voru 84-77, ÍA í vil. Sean Tate var atkvæðamestur leikmanna ÍA með 32 stig og fimm stoðsendingar. Jón Orri Kristjáns- son lék einnig vel, hann skoraði 20 stig og tók 16 fráköst. Sigurinn tryggði ÍA mikilvæg stig í baráttunni um þátttökurétt í úrslitakeppninni í vor. Liðið situr í sjötta sæti deildarinnar með tíu stig. Í næsta leik tekur ÍA á móti Hamri sem situr í sætinu fyrir ofan. Leik- ið verður fimmtudaginn 21. janúar næstkomandi. kgk ÍA vann góðan sigur á Reyni Miðherjinn Jón Orri Kristjánsson átti sinn besta leik á tímabilinu þegar ÍA bar sigurorð af Reyni. Ljósm. jho. Snæfell lék tvisvar í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik í síðustu viku. Fyrst rótburstuðu Íslands- meistararnir Hamar með 88 stigum gegn 36 á miðvikudag. Næst lék liðið gegn Stjörnunni á útivelli síð- astliðinn laugardag. Snæfell hafði yfirhöndina frá fyrstu mínútu en Stjarnan fylgdi eins og skugginn. Aldrei munaði meiru á liðunum í fyrri hálfleik en þegar flautað var til leikhlés í stöðunni 25-34. Snemma síðari hálfleiks var þó ljóst í hvað stefndi. Íslandsmeist- ararnir sýndu mátt sinn og megin, tóku öll völd á vellinum snemma í þriðja leikhluta. Snæfell lék vel bæði í vörn og sókn það sem eft- ir lifði leiks og stakk Stjörnuna af. Þegar lokaflautan gall var mun- urinn orðinn 27 stig og lokatölur urðu 76-29, Snæfelli í vil. Haiden Palmer dró vagninn í liði Snæfells með 26 stig, tíu fráköst og sex stolna bolta. Næst henni komu Bryndís Guðmundsdóttir með 14 stig og Berglind Gunnarsdóttir með tíu stig. Snæfell trónir á toppi deildarinn- ar með 24 stig, jafn mörg og Haukar sem sitja í öðru sæti. Í gær, þriðju- dag mætti Snæfell svo Haukum í sannkölluðum toppslag í Stykkis- hólmi. Þeim leik var ekki lokið þeg- ar Skessuhorn var sent í prentun. kgk Stórsigur Snæfells á Stjörnunni Svipmynd úr leiknum gegn Hamri, Alda Leif í sókn. Ljósm. Eyþór Ben. Skallagrímur tók á mót Val í 1. deild karla í körfuknattleik síðast- liðinn föstudag. Jafnt var á með liðunum framan af fyrri hálfleik. Leikmenn Skallagríms náðu góð- um kafla í öðrum leikhluta sem tryggði þeim 12 stiga forskot í hálfleik, 42-30. Skallagrímsmenn héldu áfram að stjórna leiknum í síðari hálfleik og Valsmenn eltu. Slakur sóknarleikur gestanna og léleg skotnýting var þeim til traf- ala í síðari hálfleik. Heimamenn áttu því ekki í vandræðum með að halda þeim í skefjum. Munurinn hélst að kalla óbreyttur frá upp- hafi síðari hálfleiks til leiksloka og Skallagrímur vann góðan 14 stiga sigur, 92-78. J.R. Cadot fór hamförum í liði Skallagríms og náði fyrstu þrennu sinni í búningi Borgarnessliðsins. Hann skoraði 25 stig, reif niður 19 fráköst og gaf ellefu stoðsending- ar. Næstur honum kom Sigtryggur Arnar Björnsson með 21 stig, sjö fráköst og fimm stoðsendingar. Með sigrinum lyfti Skallagrím- ur sér upp í þriðja sæti deildarinn- ar með 14 stig eftir tíu leiki. Næst etur liðið kappi við Ármann á úti- velli föstudaginn 22. janúar næst- komandi. kgk Cadot með þrennu í sigri Skallagríms J.R. Cadot náði sinni fyrstu þrennu fyrir Skallagrím þegar liðið hans sigraði Val á föstudag. Ljósm. Skallagrímur. Skallagrímur tók á móti Breiðabliki í 1. deild kvenna í körfuknattleik síð- astliðinn föstudag. Leikurinn var jafn og spennandi framan af. Liðin voru ýmist jöfn að stigum eða skiptust á að leiða. Þegar flautað var til leikhlés hafði Skallagrímur tveggja stiga for- ystu, 36-34. Liðin héldu áfram það- an sem frá var horfið í upphafi síð- ari hálfleiks. Skallagrímur náði hins vegar að slíta sig frá heimaliðinu og ná níu stiga forystu með góðum kafla undir lok þriðja leikhluta sem lagði grunn að góðum sigri. Heimamenn náðu aðeins að klóra í bakkann en niðurstaðan varð fimm stiga sigur Skallagríms, 55-60. Erikka Banks og Kristrún Sigur- jónsdóttir fóru mikinn í leiknum. Báðar skoruðu þær 20 stig og saman ábyrgar fyrir tveimur þriðju af stig- um Skallagríms. Auk þess reif Er- ikka niður 24 fráköst og Kristrún 13. Næst þeim kom Sólrún Sæmunds- dóttir með ellefu stig. Skallagrímsliðið trónir enn ósigr- að á toppi deildarinnar með 22 stig eftir ellefu leiki, tíu stigum á undan næsta liði. Í gær, um það leyti sem Skessu- horn fór í prentun, tók liðið á mót KR í íþróttahúsinu í Borgarnesi. Sagt verður frá úrslitum þess leiks á vef Skessuhorns, www.skessuhorn.is. kgk Góður síðari hálfleikur tryggði Skallagrími sigur Erikka Banks lék afar vel þegar Skallagrímur tryggði sér fimm stiga sigur á Breiða- bliki á föstudag. Snæfell fór suður með sjó og mætti Njarðvík í úrvalsdeild karla í körfu- knattleik síðastliðinn fimmtudag. Leikmenn Snæfells byrjuðu bet- ur og leiddu eftir fyrsta leikhluta en Njarðvíkingar svöruðu fyrir sig og komust yfir snemma í öðrum fjórð- ungi. Liðin skiptust tvisvar á foryst- unni á næstu mínútum en heima- menn leiddu með fimm stigum í leikhléi, 48-43 og útlit fyrir jafn- an leik. Það varð hins vegar ekki. Njarðvíkingar mættu mun ákveðn- ari úr leikhléinu, náðu þægilegri for- ystu og hleyptu Snæfellingum aldrei inn í leikinn aftur. Þegar flautað var til leiksloka máttu leikmenn Snæfells sætta sig við 17 stiga tap, 93-76. Austin Bracey var atkvæðamestur í liði Snæfells með 23 stig og fimm fráköst. Næstur honum kom Sher- rod Wright með 21 stig og 8 fráköst. kgk Snæfell lá fyrir Njarðvík suður með sjó Austin Bracey var stigahæstur í liði Snæfells gegn Njarðvík. Hér er hann í leik gegn Þór Þorlákshöfn fyrr í vetur. Ljósm. sá.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.