Skessuhorn


Skessuhorn - 03.02.2016, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 03.02.2016, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 2016 13 Skeifunni 3h ll Sími: 588 5080 ll dynjandi.is Með öryggið í lagi! Hjá Dynjanda færðu fallvarnarnir sem tryggja þitt öryggi. Hafðu samband. Við veitum þér faglega aðstoð. Rúna Björg Sigurðardóttir hefur starfað sem ÍAK styrkt- ar- og einkaþjálfari á Akranesi undanfarin ár. Hún hefur að mestu starfað við Íþrótta- miðstöðina á Jaðarsbökkum en hefur nú hug á því að breyta til. Hún hef- ur ásamt Ey- þóri Óla Frí- mannssyni fest kaup á hús- næði við Ægi sbrau t þar sem þau ætla að setja upp sína eigin líkamsræktarað- stöðu. „Þetta er svona samstarf milli mín og mannsins míns sem á skiltagerðina Topp- Útlit. Við keyptum 130 fermetra húsnæði þar við hlið- ina á og ætlum í stórframkvæmdir. Þetta verður ekki hefðbundin lík- amsræktarstöð, en þarna verðum við með sal fyrir minni hópa,“ seg- ir Rúna Björg í samtali við Skessu- horn. Hún segir ástæðuna vera að- stöðuleysi á Akranesi. „Mér hefur fundist aðstaðan á Jaðarsbökkum nokkuð heftandi. Hún hentar mín- um vinnubrögðum ekki nógu vel. Það eru margir orðnir þreyttir á aðstöðuleysinu og við erum svolítið að mæta því. Þarna get ég sett upp fyrsta flokks aðstöðu sem ég veit að við þurfum á að halda til að geta veitt ákveðna gæðaþjálfun.“ Þjálfa fólk frá grunni Að sögn Rúnu Bjargar verður nýja aðstaðan sérsniðin fyrir minni hópa venjulegs fólks sem vilja æfa eins og íþróttamenn, við topp- aðstæður, undir handleiðslu fag- lærðra þjálfara. „Þetta verður ekki opið almenningi en það verð- ur hægt að kaupa tíma með þjálf- ara. Við þjálfum fólk frá grunni, sjáum um upphitun og allt frá A til Ö. Meiðslaforvarnir og endurhæf- ing mun skipa stóran sess í þjálfun- inni, í samvinnu við aðra fagaðila.“ Rúna Björg hefur sjálf unnið mik- ið við endurhæfingarþjálf- un, auk þess er hún sérhæfð í styrktar- og ástandsþjálf- un íþróttamanna. Hún hef- ur starfað í nánu samstarfi við sjúkraþjálfara. „Það má segja að ég sé svona mitt á milli þess að vera hinn venju- legi einkaþjálf- ari og sjúkra- þjálfari. Ég hef verið að aðstoða fólk við að stíga sín fyrstu skref í lík- amsrækt eftir að hafa verið í sjúkraþjálfun eða annarri endur- hæfingu. Undanfarin ár hef ég unnið mik- ið með íþróttamönn- um á ólíkum aldri og í ólíkum greinum, en einsog staðan er núna starfa ég sem styrktarþjálf- ari fyrir handboltadeild Aftureld- ingar,“ útskýrir Rúna Björg. „Verk- efnin eru eins fjölbreytt og þau geta orðið,“ bætir Rúna við. Opna um páskana Eingöngu verður boðið upp á hópa- tíma á Ægisbrautinni. „Við verð- um með hópeinkaþjálfun, þá getur fólk skráð sig og er svo sett í hóp með öðrum sem æfa á sama tíma. Svo erum við með Metabolic tíma og munum færa þá yfir til okkar á nýja staðinn og fjölga tímum.“ Ekki verður hægt að kaupa staka tíma, heldur mun Rúna Björg vera með áskriftarleiðir. „Við stefnum á að bjóða upp á mánaðar-, þriggja- og sex mánaða áskriftir en það á eftir að negla það betur niður. Þá getur fólk skráð sig í lengri tíma og borg- að aðeins minna en ef það bindur sig í einn mánuð.“ Næstu skref hjá hjónunum eru að gera húsnæðið klárt en þau fá afhent á næstu dög- um. „Við ætlum að klára að setja þetta upp á fjórum til sex vikum. Við stefnum svo á að opna í kring- um páskana. Þetta er mjög spenn- andi og ég hlakka mikið til,“ segir Rúna Björg. grþ Opnar nýja líkams- ræktarstöð á Akranesi Rúna Björg Sigurðardóttir ÍAK styrktar- og einkaþjálf- ari mun opna líkamsræktar- stöð á Akranesi um páskana. Róshafi vikunnar í vetrarkærleik Blómasetursins – Kaffi kyrrðar í Borgaresi er Hreggviður Hregg- viðsson. Í tilnefningunni segir að hann sé mikill gleðigjafi og alltaf tilbúinn að taka þátt í leik og starfi. Hann sé góður, indæll og skemmti- legur maður. mm Hreggviður er rósahafi vikunnar Skatta fróðleikur á Akranesi GAMLA KAUPFÉLAGINU | 11. FEBRÚAR | KL 15:30 Skattabæklingur 2016 Upplýsingar um skattamál einstaklinga og rekstraraðila 2015/2016 kpmg.is Reykjavík Borgartúni 27 Akranes Kirkjubraut 28 Akureyri Glerárgötu 24 Blönduós Húnabraut 4 Borgarnes Bjarnarbraut 8 Dalvík Ráðhúsi Egilsstaðir Fagradalsbraut 11 Hafnarfjörður Reykjavíkurvegi 66 Hella Þrúðvangi 18 Höfn í Hornafirði Litlabrú 1 Reyðarfjörður Austurvegi 20 Reykjanesbær Krossmóa 4 Sauðárkrókur Borgarmýri 1a Selfoss Austurvegi 4 Skagaströnd Oddagötu 22 Stykkishólmur Aðalgata 5 Vestmannaeyjar Kirkjuvegi 23 Sími 545 6000 Í bæklingi þessum koma fram almennar upplýsingar. Í honum er ekki lýst aðstæðum tiltekinna fyrirtækja eða einstaklinga. Enginn ætti að grípa til aðgerða á grundvelli þessara upplýsinga nema tengja þær aðstæðum sínum eða leita faglegrar aðstoðar um það tilvik sem um ræðir. © 2016 KPMG ehf. á Íslandi er aðili að alþjóðlegu neti KPMG, samtökum sjálfstæðra fyrirtækja sem aðild eiga að KPMG International Cooperative, svissnesku samvinnufélagi. Nafn og kennimark KPMG eru vöru merki KPMG International Cooperative. Allur réttur áskilinn. kpmg.is skattatidindi.is Breytingar á sköttum og öðrum opinberum gjöldum eru tíðar og skipta máli fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Því er mikilvægt að fylgjast vel með, en á skattatidindi.is er hægt að nálgast nýjustu upplýsingar um skattamál á aðgengilegan hátt. Skattabæklingur KPMG er aðgengilegt hjálpargagn þegar kemur að upplýsingum um skatta og skyldur einstaklinga og fyrirtækja. Breytingar á skattalögum Á hverju ári eru gerðar fjölmargar breytingar á skattkerfi okkar. Á fundinum verður farið yfir h lstu breytingar á skattalögum og áhrif þeirra kynnt. Skattasiðferði og ímynd fyrirtækja Siðferðisleg sjónarmið og ímynd fyrirtækja spila sífellt stærra hlutverk þegar kemur að skattaskipulagningu. Sérfræðingar KPMG munu horfa til framtíðar og skoða aðeins það sem er handan sjóndeildarhringsins á þessu sviði. Einnig verður boðið upp á skattafróðleik í Stykkishólmi þann 10. febrúar næstkomandi. Skráning og nánari upplýsingar á kpmg.is KPMG opnaði skrifstofu á Akranesi síðastliðið haust og verður fyrsti skattafróðleikur félagsins haldinn fimmtudaginn 11. febrúar næstkomandi. Að yfirferð um skattamál lokinni verður boðið upp á léttar veitingar og spjall við starfsfólk KPMG.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.