Skessuhorn


Skessuhorn - 03.02.2016, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 03.02.2016, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 201622 Pennagrein Þann 12. janúar síðastliðinn sendu Íbúasamtök Hvanneyrar og nágrenn- is inn beiðni til Borgarbyggðar um stofnun sjálfstætt starfandi skóla á Hvanneyri. Óskað var eftir að Borg- arbyggð myndi greiða 75% af vegnu meðaltali heildarrekstrarkostnað- ar allra grunnskóla sem reknir eru af sveitarfélögum í landinu á hvern nemanda en það er lágmarks fram- lag sveitarfélaga til sjálfstætt starf- andi skóla. Viðkomandi erindi var hafnað af byggðarráði Borgarbyggð- ar 21. janúar. Það vekur furðu að er- indi sem varðar stórfellda hagsmuni íbúa Hvanneyrar, nágrannasveita og Borgarbyggðar allrar, fái ekki um- fjöllun á faglegum, fjárhagslegum og síðast en ekki síst samfélagsleg- um forsendum. Forsvarsmenn um- sóknarinnar voru hvorki boðaðir til fundar né óskað eftir nánari gögnum frá þeim til þess að viðra málið. Mál- ið var einfaldlega afgreitt endanlega á einum byggðarráðsfundi og fékk ekki meðferð í fræðslunefnd. Þann 26. janúar sendu Íbúasam- tökin sveitarstjórn bréf þar sem ósk- að var eftir rökum fyrir höfnun erind- isins um stofnun sjálfstætt starfandi skóla þar sem bókun byggðarráðs um málið var engan veginn fullnægjandi. Beðið er eftir svari. Hugmyndinni um sjálfstætt starf- andi skóla á Hvanneyri hafa nokkrir íbúar velt fyrir sér í þónokkur ár og er því hugmyndin sem lögð var fram vel ígrunduð. Í umsókn okkar er farið yfir starf skólans og áherslur, sem og fjármögnunarleiðir og rekstur. Í starfi skólans yrði áhersla lögð á samvinnu nemenda, kennara og samfélags- ins alls. Áhersla yrði lögð á náttúru- og umhverfismennt með útinámi og hreyfingu sem samþættist inn í all- ar námsgreinar. Stefnt væri að því að vinna áfram og dýpra með leiðtoga- færni í gegnum verkefnið ,,Leiðtog- inn í mér”. Í umsókninni er stefnt að því að á þriðja starfsári skólans yrði boðið upp á kennslu upp í 7. bekk, einkum vegna stærðarhagkvæmni en einnig til að styrkja byggðarkjarnann enn frekar. Með stofnun slíks skóla á Hvanneyri myndi aðdráttarafl stað- arins að öllum líkindum aukast og þar af leiðandi íbúum fjölga. Þetta gæti haft góð áhrif í för með sér fyr- ir Kleppjárnsreykjaskóla þar sem að Hvanneyri og nágrenni myndi skila af sér fleiri nemendum á unglinga- stigi þangað, einmitt þegar þörf barna er hve mest fyrir gott félagaval. Í umsókninni er sýnt fram á meiri fjárhagslega hagræðingu fyrir Borg- arbyggð með því að samþykkja stofn- un sjálfstætt starfandi skóla en við það að færa 1. – 3. bekk í leikskólann An- dabæ. Í upphafi áætlaði sveitarstjórn að með þessum hagræðingaraðgerð- um á Hvanneyri mætti spara sveitar- félaginu u.þ.b. 40 milljónir en sam- kvæmt skjali frá sveitarstjóra sem lagt var fram á byggðarráðsfundi 3. des- ember 2015 er fjárhagsleg hagræð- ing nú orðin 11,4 milljónir. Spila þar ýmsir þættir inn í en mestu munar þó um lægra framlag frá Jöfnunar- sjóði sem sveitarstjórn láðist að taka með í reikninginn en einnig sú breyt- ing að 1.-3. bekkur verður tekinn inn í leikskólann Andabæ. Þess ber þó að geta að innri leiga er um 7 milljónir af þessum 11,4 milljónum svo endanleg hagræðing er ekki meiri en 4 millj- ónir. Með stofnun sjálfstætt starfandi skóla mætti hagræða um 16 milljónir króna miðað við sama nemenda- og starfsmannafjölda og starfsárið 2014 – 2015. Þá er enn fremur rétt að geta þess að boð sveitarstjórnar um að færa þrjá grunnskólabekki í leikskólann Andabæ án þess að ætla að leggja í kostnað við stækkun hans er að- eins lausn til tveggja ára, m.a. sam- kvæmt oddvita Framsóknarflokks- ins sem gegnir einnig hlutverki for- manns fræðslunefndar Borgarbyggð- ar. Ekki hafa borist neinar upplýsing- ar um það hvernig ætlunin sé að út- færa þessa leið og því er ómögulegt fyrir íbúa, sem og starfsfólk, að leggja mat á það hvort að segja skuli ,,já“ eða ,,nei“ við þeirri leið eins og sveitar- stjórn og embættismenn eru byrjuð að pressa á. Skólaráð GBF óskaði að auki eftir fresti til að veita umsögn um málið þar til að ákveðnar upplýsingar um skólastarfið, sem ráðið óskaði eft- ir, lægju fyrir en fræðslunefnd hafnaði þeirri beiðni. Að endingu skal nefna að því fer fjarri að stjórn Íbúasamtaka Hvann- eyrar og nágrennis hafi verið þver- móðskan uppmáluð í garð sveitar- stjórnar á síðastliðnu ári. Þvert á móti höfum við margoft boðið fram að- stoð okkar við að finna lausn á mál- inu en lítið hefur verið um viðbrögð. Við höfum lagt ýmsar sviðsmynd- ir fram á borðið sem mögulega væri hægt að búa til sátt um, m.a. sjálf- stætt starfandi skóla og svo samrek- inn leik- og grunnskóla í Andabæ upp í 4. bekk með kaupum á færan- legri kennslustofu sem kostar u.þ.b. 1 milljón króna. Okkar hugmyndir hafa ekki hlotið hljómgrunn. Ljóst er að málið hefði þurft að vinna betur frá upphafi. Byrja hefði átt að móta skólastefnu fyrir sveitar- félagið áður en niðurskurður hófst. Því hefur það verið og er okkar til- laga og krafa að málið verði núllstillt; ákvörðun um lokun Hvanneyrar- deildar GBF dregin til baka og öllum hagsmunaaðilum víðs vegar úr sveit- arfélaginu boðið að borðinu og lausn fundin á málinu. Ánægjulegt þykir okkur að hægt sé að leggja fjármagn í löngu tímabærar breytingar á Grunn- skólanum í Borgarnesi sem og í fram- tíðarlausn fyrir leikskólann Hnoðra- ból en að sama skapi er undarlegt að ekki séu til 11,4 milljónir, eða í raun- inni einungis 4 milljónir, til þess að halda áfram rekstri á grunnskóladeild GBF á Hvanneyri í núverandi mynd. Við skorum á sveitarstjórn að draga til baka ákvörðun sína um lok- un Hvanneyrardeildar GBF. Algjör forsendubrestur er orðinn í málinu þar sem ljóst er að áætlaður sparn- aður sem lagt var upp með mun ekki nást og afleiðingarnar hafa nú þegar leitt til tekjuskerðingar fyrir sveitar- sjóð. Ef það er sveitarfélaginu nauð- synlegt að hagræða um 4 milljónir þá er án efa hægt að finna þær milljón- ir á einhvern annan veg, á veg sem er ekki jafn íþyngjandi fyrir íbúa sveit- arfélagsins. Stjórn Íbúasamtaka Hvanneyrar og nágrennis. Yfirlýsing frá Íbúasamtökum Hvanneyrar og nágrennis Í Auðarskóla í Búðardal er viku- legt samstarf milli yngsta bekkjar grunnskólans og elsta árgangs leik- skóladeildarinnar. Í vikunni sem leið hélt hópurinn upp á hundr- aðasta skóladaginn og þegar frétta- ritari Skessuhorns leit við var ver- ið að búa til svokallaðar 100 daga hálsfestar. Nemendur unnu sam- viskusamlega að því að raða hundr- að Cheerios hringjum á band ásamt klippimyndum af tölunni hundrað. Það leyndi sér ekki að þarna voru áhugasamir og vel einbeittir nem- endur að störfum. sm Héldu upp á hundraðasta skóladaginn Embla einbeitt í starfi. Kennarinn aðstoðar. Þórarinn afmælisbarn að þræða tölurnar á band. Þrír ungir og efnilegir knattspyrnu- menn af Vesturlandi voru nýver- ið valdir til úrtaksæfinga vegna U16 ára landsliðs karla í knatt- spyrnu. Úrtakshópurinn æfði um liðna helgi, dagana 29. til 31. janú- ar. Fóru æfingar fram í Kórnum í Kópavogi annars vegar og hins veg- ar í Egilshöll í Grafarvogi. Knattspyrnumennirnir þrír sem æfðu með U16 ára landsliðinu eru Elís Dofri G Gylfason úr Skalla- grími, Sigurjón Logi Bergþórsson úr ÍA og Benedikt Björn Ríkharðs- son sem leikur með Víkingi Ólafs- vík. kgk Ungir knattspyrnumenn boðaðir til landsliðsæfinga Borgnesingum Elís Dofri G Gylfason var ásamt tveimur ungum og efnilegum knattspyrnumönnum valinn til úrtaksæfinga með U16 ára landsliðinu um liðna helgi. Elís lék sinn fyrsta leik fyrir meistaraflokk Skallagríms á liðnu sumri. Sölvi bróðir hans, sem er með honum á myndinni, er þar fastamaður. Ljósm. Skalla- grímur. Fimmtugasta og fyrsta þorrablót Hjónaklúbbs Eyrarsveitar var hald- ið með pompi og pragt í Grundar- firði á laugardagskvöldið. Skemmti- nefndin skilaði sínu óaðfinnan- lega og hlátrarsköllin ómuðu um allt hús. Þar var tekið á viðburðum liðins árs og var af mörgu að taka. Meira að segja ónefndir vistmenn á Kvíabryggju fengu sinn skammt. Það var veitingahúsið Bjargarsteinn sem sá um veitingarnar og er óhætt að segja að þorramaturinn hafi far- ið vel í gesti blótsins. tfk Glatt á hjalla á þorrablóti Hjónaklúbbsins

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.