Skessuhorn


Skessuhorn - 03.02.2016, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 03.02.2016, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 201630 „Hvaða námsefni/áfanga hefur þú mest gaman af?“ Spurning vikunnar (Spurt innan veggja LbhÍ á Hvanneyri) Gabríela Reginsdóttir: „Hrossarækt 3 finnst mér æðis- legur kúrs.“ Gunnar Þór Kristinsson: „Vélum og tækjum.“ Kristín Einarsdóttir: „Vistfræði.“ Jóhannes Sveinbjörnsson: „Ég hef nú mest gaman af þeim kúrsum sem ég kenni sjálfur: fóðurfræði, nautgriparækt og sauðfjárrækt.“ Viktoría Ýr Norðdahl: „UMSK 4, sem er umhverfis- skipulag.“ Síðastliðinn föstudag fékk Körfu- knattleiksdeild Skallagríms viður- kenningu sem fyrirmyndardeild Íþrótta- og Ólympíusambands Ís- lands. Var viðurkenningin veitt milli leikja kvenna- og karlaliðs Skallagríms, sem bæði áttu heima- leiki í Borgarnesi á föstudaginn. Íþróttahreyfingin gerir kröfur til samfélagsins um stuðning, bæði um aðgang að mannvirkjum og beinan fjárhagslegan stuðning. Vill hún að litið sé á þann stuðning sem end- urgjald fyrir þá þjónustu sem hún veitir. Til að kröfur sem þessar séu réttlætanlegar verður íþróttahreyf- ingin að sýna það í verki að hún gerir raunhæfar kröfur til sjálfr- ar sín og sinna aðildarfélaga hvað varðar gæði íþróttastarfsins. Það er gert með samþykkt stefnuyfir- lýsingar um afmarkaða málaflokka, meðal annars barna- og unglinga- starf, menntun þjálfara og forvarn- arstarf. Íþróttafélög eða deildir geta fengið viðurkenningu til ÍSÍ miðað við þær kröfur sem íþróttahreyfing- in gerir. Standist þau þessar kröfur fá þau viðurkenningu og geta kall- að sig fyrirmyndarfélög eða fyrir- myndardeildir. Körfuknattleiksdeild Skallagríms hefur því fengið staðfestingu á að deildin standist þær metnaðarfullu kröfur sem íþróttahreyfingin gerir og getur með sanni kallað sig fyrir- myndardeild. kgk Körfuknattleiksdeild Skalla- gríms er fyrirmyndardeild ÍSÍ Viðar Sigurjónsson frá ÍSÍ (t.h.) afhendir viðurkenninguna Arnari Víði Jónssyni, formanni körfuknattleiksdeildar Skallagríms. Ljósm. Skallagrímur. Nýársmót Skotfélags Vesturlands í 25 metra færi í svokölluðum „Bench rest“ stellingum var haldið laugardaginn. 30 janúar í húsnæði félagsins í Brákarey. Keppt var með .22 cal. rifflum með sjónauk- um. Leyfðir voru tvífætur en eng- inn stuðningur að aftan. Alls tóku 14 skotmenn þátt og myndaðist strax mikil spenna á keppnisstað. Þó voru þrír sem báru af og fóru leikar eins og hér segir: Í fyrsta sæti varð Guðmundur Símonarson með 246 stig, Kristján Vagn annar með 245 og Stefán Ingi með 241 stig í þriðja sæti. Þess má geta að Guðmundur er bókstaflega búinn að „múra“ sig inn í fyrsta sætið í þessum „Bench rest“ keppnum. Vinningshafar voru síðan leystir út með veglegum gjöfum frá Mýr- anauti og Iceland Air Hótel Ham- ar gaf einnig vinning í gistingu og spa. Fyrir mótinu stóð mótanefnd Skotvest en í þeirri nefnd ríkir nú mikil gróska. Um miðjan febrú- ar fer af stað mótaröð í „Silho- uette“skotfimi sem verður aug- lýst nánar síðar. Einnig eru fleiri keppnir í bígerð. Leiðréttin vegna fréttar í síð- ustu viku: Röð manna í sæti rugl- aðist á Örskotmóti í loftskamm- byssu þann 23. janúar. Rétt röð er svona: Erlendur í fyrsta sæti með 348 stig, Stefán Ingi í öðru sæti með 347 stig og Jón Arnar í þriðja sæti með 345 stig. ebm Nýársmót Skotfélags Vesturlands Kristján Vagn, Guðmundur og Stefán Ingi. Einbeitingin í algleymingi. Þátttakendur á mótinu. Snæfell mætti Keflavík í Domino‘s deild kvenna í körfuknattleik laug- ardaginn 30. janúar. Jafnt var á með liðum í upphafi leiks en Snæfell- ingar náðu heldur undirtökunum undir lok fyrsta fjórðungs. Keflvík- ingar réðu illa við harðan varnar- leik Snæfells í öðrum leikfjórðungi og hittu aðeins úr tveimur skotum sínum allan fjórðunginn. Hólmarar héldu því til hálfleiks með 15 stiga forskot, 18-33. Keflvíkingar mættu ákveðnir til síðari hálfleiks og gerðu fyrstu fimm stigin. Það dugði aftur á móti skammt því Snæfell svaraði í sömu mynt og gott betur en það. For- skotið jókst jafnt og þétt, fór mest í 20 stig undir lok þriðja leikhluta. Aðeins slaknaði á leik Snæfellsliðs- ins eftir það og Keflvíkingar eyddu lokafjórðungnum í að saxa á foryst- una. Þær komust hins vegar aldrei nær en sem nemur níu stigum. Lokatölur í Keflavík urðu 52-61, Snæfelli í vil. Haiden Palmer var atkvæða- mest með 21 stig, 14 fráköst og sex stolna bolta. Bryndís Guðmunds- dóttir skoraði 17 stig og tók tíu frá- köst á móti uppeldisfélagi sínu. Þá skoraði Berglind Gunnarsdóttir 14 stig og tók átta fráköst. Eftir sigurinn á laugar- dag er Snæfell í efsta sæti deildarinnar með 28 stig eftir 16 leiki, jafn mörg og Haukar en fyrir ofan á innbyrðis viðureign- um. Snæfell á næst leik í kvöld, miðvikudaginn 3. febrúar, þegar liðið fær Grindavík í heimsókn. kgk Snæfell landaði góðum útisigri í Keflavík Bryndís Guðmundsdóttir lék vel gegn uppeldis- félagi sínu í Keflavík á laugardag. Leikmenn ÍA lögðu land undir fót síðast- liðinn föstudag og mættu KFÍ vestur á Ísafirði. Leikurinn fór rólega af stað og lítið var skorað fyrstu mín- úturnar. Skagamenn sigu fram úr undir lok fyrsta fjórðungs en heimamenn komu til baka í þeim næsta. Þegar flautað var til leikhlés leiddi ÍA með fimm stigum, 29-34. Heimamenn komu ákveðnir til síðari hálfleiks og minnk- uðu muninn snarlega í tvö stig. Leikmenn ÍA tóku þá við sér og juku muninn aftur en Ísfirðingar fylgdu þeim eins og skugg- inn. Skagamenn náðu prýðilegum kafla í upphafi lokaleikhlut- ans en heimaliðið átti að sama skapi erfitt uppdráttar. Skóp það sigur ÍA í leiknum því leikmenn KFÍ komust aldrei almennilega inn í leikinn aftur. Lokatölur á Ísafirði því 69-77, ÍA í vil. Sean Tate var atkvæðamestur í liði ÍA með 28 stig, sex fráköst og fimm stoðsendingar. Jón Orri Kristjáns- son skoraði 14 stig og tók sjö frá- köst og Áskell Jónsson skoraði tíu stig, tók sex fráköst og gaf sex stoð- sendingar. ÍA situr í fimmta sæti deildarinnar með 14 stig eftir tólf leiki. Á morg- un, fimmtudaginn 4. febrúar, mætir liðið Breiðabliki í íþróttahúsinu við Vesturgötu á Akranesi. kgk Skagamenn sóttu sigur til Ísafjarðar Sean Tate fór mikinn þegar ÍA vann góðan útisigur á KFÍ síðastliðinn föstudag.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.