Skessuhorn


Skessuhorn - 03.02.2016, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 03.02.2016, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 20162 semin öll verða flutt tímabundið á jarðhæðina. Að sögn Bernhards Þórs Bernhardssonar svæðisstjóra Arionbanka er stefnt að því að nýtt útibú verði opnað í lok mars og að verslunin verði síðan opnuð á jarð- hæðinni í júní. „Fyrr í vetur var auglýst eftir að- ilum sem vildu deila húsnæði með bankanum. Í kjölfar þess var sam- ið við Nordic Store um leigu á jarðhæðinni og verður húsnæðinu breytt með það að leiðarljósi að það henti sem verslunarhúsnæði. Sett- ur verður annar inngangur á fram- hlið hússins og gluggar stækkaðir,“ segir Bernhard. Þriðja hæð húss- ins er einnig laus til útleigu og seg- ir Bernhard að átt hafi sér stað við- ræður við aðila um opnun veitinga- staðar þar en ekkert sé þó enn frá- gengið í þeim efnum. Bernhard segir að þessar breyt- ingar eigi ekki að koma sér illa fyr- ir viðskiptavini bankans til lengri tíma. Jafnvel þótt bankinn flytji starfsemi sína á aðra hæð hússins sé í því lyfta og góðar tröppur og að- gengi verður því gott. Áfram verð- ur hraðbanki á jarðhæð sem verð- ur aðgengilegur allan sólarhringinn og sjálfsafgreiðsluvél verður einnig í útibúinu. Áfram verður boðið upp á alla þjónustu í bankanum eins og verið hefur til þessa. Arionbanki hefur samið við Ei- rík J. Ingólfsson byggingaverktaka um að framkvæma breytingarnar á húsinu og mun Límtré-Vírnet sjá um raflagnavinnu. „Það er sérlega ánægjulegt að svo öflugir aðilar í heimabyggð skuli hafa fengist að verkinu. Framkvæmdir munu hefj- ast í næstu viku og það er ljóst að þær munu hafa einhver óþægindi í för með sér fyrir bæði viðskiptavini og starfsfólk. Vonum við að fólk sýni því skilning og biðlund,“ seg- ir Bernhard. mm Dagur leikskólans er 6. febrúar næstkom- andi. Viðburðir tengdir honum verða víða í leikskólum á Vesturlandi daginn áður, föstudaginn 5. febrúar. Er deginum ætlað að vekja athygli á starfinu út á við og eru áhugasamir foreldrar hvattir til að taka þátt í viðburðum og kynna sér það merka starf sem unnið er innan veggja leikskólanna á Vesturlandi. Það verður austan hvassviðri eða storm- ur með snjókomu og jafnvel slyddu syðst á landinu á morgun, fimmtudag. Hægari vindur norðaustan til fram eftir degi. Frost 0 til 10 stig en frostlaust með suðurströnd- inni. Hvöss norðaustanátt á föstudag með snjókomu á Norðvesturlandi. Annars staðar snýst í suðlæga átt 5-13 m/s. Víða úrkomulít- ið en snjóar með köflum á Suðurlandi. Frost 0 til 8 stig. Á laugardag spáir norðaustanátt með éljum norðan til. Hvassast á Vestfjörð- um og mest úrkoma þar. Snjókoma eða slydda suðaustan lands, annars úrkomu- lítið. Dregur úr frosti. Norðaustlæg átt með snjókomu eða éljum um landið norðan- og austanvert á sunnudag og mánudag. Að mestu bjart á Suðurlandi. Kólnandi veður. Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns: „Í hvora buxnaskálmina klæðir þú þig fyrst?“ Flestir sem tóku afstöðu klæða sig í hægri skálmina fyrst, eða 49,61% á meðan 30,71% klæða sig fyrst í þá vinstri. 14,44% sögðu misjafnt hvora skálmina þeir fara fyrst í en aðeins 5,25% segjast slá tvær flugur í einu höggi og fara í báðar skálmarnar í einu. Í næstu viku er spurt: Hvern eftirtalinna daga heldur þú mest upp á: Bolludag, sprengidag eða öskudag? Skallagrímur vann á föstudag þrettánda sig- urinn í röð í 1. deild kvenna í körfuknattleik áður en sigurgangan tók endi á sunnudag. Þrettán leikir án taps er ótrúlegur árang- ur og næst ekki nema með vel þjálfuðum, hæfileikaríkum leikmönnum sem mynda góða liðsheild. Skallagrímskonur eru Vest- lendingar vikunnar. Til minnis Veðurhorfur Spurning vikunnar Vestlendingur vikunnar Mikið um óhöpp í umferðinni VESTURLAND: Þrátt fyr- ir töluvert umferðareftirlit tók Lögreglan á Vesturlandi eng- an ökumann fyrir ölvun við akstur eða akstur undir áhrif- um fíkniefna alla síðustu viku, sem verður að teljast nokk- uð gott, að sögn Theódórs Þórðarsonar upplýsingafull- trúa LVL. Í dagbók hans kem- ur fram að alls urðu átta um- ferðaróhöpp í umdæminu í vikunni. Nær öll vegna hálku og vetrarfærðar. Tveggja bíla árekstur varð á Leirársveit- arvegi, annar bíllinn hafnaði ofan í vegskurði. Þá fipaðist ungum ökumanni við akstur- inn innanbæjar í Borgarnesi þegar hann kom að snjóruðn- ingstæki og hafnaði bíllinn inn í húsagarði við götuna, hálfur í gegnum grindverkið. Allir sluppu þarna án meiðsla. Öku- maður pallbíls lenti í snjóruðn- ingi á Vesturlandsvegi sunnan Borgarfjarðarbúar síðastlið- inn föstudag og missti stjórn á ökutækinu sem hafnaði utan vegar, valt en endaði á réttum kili í kjarrgróðri. Ökumaður- inn slapp án meiðsla. Fimm erlendir ferðamenn veltu bíl sínum við Sanddalsá neðan við Sveinatungu í Norðurár- dal um helgina. Töluverð- ur snjór var í vegköntum og fengu ferðamennirnir „mjúka lendingu,“ að sögn sjónvar- vottar, og sluppu án meiðsla. Bíllinn var hins vegar óöku- fær. Jeppi fór útaf við mæt- ingu á Vatnaleiðinni og hafn- aði á hliðinni. Ökumaðurinn hlaut minnihátar meiðsli og leitaði sjálfur til læknis. Fjall- göngumaður rann á svelli í Il- lagili sem er upp af Hafnardal og fór úr axlarlið. Gekk hann til móts við sjúkralið sem flutti hann til læknis. Loks voru er- lendir ferðamenn aðstoðað- ir þar sem þeir höfðu fest bíla sína, annar vestur á Snæfells- nesi en hinn á Uxahryggjum. -mm Staðfesta ákvörðun um skólahald HVANNEYRI: Á fundi byggðarráðs Borgarbyggð- ar síðastliðinn fimmtudag var samþykkt tillaga fræðslunefnd- ar um skólahald á Hvanneyri, að fenginni umsögn skóla- og foreldraráða. „Fræðslu- nefnd leggur til að í Andabæ [á Hvanneyri] verði frá haust- inu 2016 samrekinn leik- og grunnskóli fyrir börn 18 mán- aða til loka þriðja bekkjar. Frá hausti 2017 verði 12 mán- aða börnum boðin skólavist í Andabæ. Skólaakstur verði frá Hvanneyri að Kleppjárns- reykjum.“ Í bókun byggðar- ráðs er lögð áherslu á að lokið verði við gerð skólanámskrár hið allra fyrsta í samvinnu við hagsmunaaðila þar sem byggt verði á þeirri vinnu sem þegar hefur farið fram. Stjórn Íbúa- samtaka Hvanneyrar og ná- grennis er afar óánægð með þessa afgreiðslu byggðarráðs og hefur sent frá sér sérstaka yfirlýsingu þar sem rökstudd eru mótmæli samtakanna. Yf- irlýsinguna má lesa í heild sinni á bls. 22 í blaðinu í dag. –mm Eins og Skessuhorn greindi frá í síðustu viku er Þörungaverksmiðj- an eitt þeirra fyrirtækja sem styrkt hefur söfnun björgunarsveitarinn- ar Heimamanna í Reykhólasveit til kaupa á nýjum og hraðskreiðum björgunarbáti. Styrkti verksmiðjan söfnunina um tvær milljónir króna. Ekki er það eina velvildin sem Þör- ungaverksmiðjan hefur sýnt björg- unarsveitinni á undanförnum miss- erum. Á dögunum voru endurnýj- aðar sjúkrabörur í skipi verksmiðj- unnar, Gretti BA-39. Var þá ákveð- ið að nýta tækifærið og panta tvenn- ar börur. Öðrum var komið fyrir í skipinu en hinar voru færðar björg- unarsveitinni að gjöf. kgk Þörungaverksmiðjan færði Heimamönnum sjúkrabörur Sjúkrabörurnar afhentar. F.v. Finnur Árnason framkvæmdastjóri Þörungaverk- smiðjunnar og björgunarsveitarmennirnir Eiríkur Kristjánsson, Brynjólfur Sveinsson formaður, Egill Sigurgeirsson og Bjarni Þór Bjarnason, sem jafnframt er starfsmaður verksmiðjunnar. Ljósm. Þorgeir Samúelsson. Sveitarstjórn Dalabyggðar hef- ur samþykkt að ráða Hlöðver Inga Gunnarsson í stöðu skólastjóra Auðarskóla í Búðardal og kemur hann til starfa að loknu yfirstand- andi skólaári. Hlöðver Ingi hef- ur verið deildarstjóri Varmalands- deildar Grunnskóla Borgarfjarð- ar frá árinu 2012 og er í vetur sett- ur skólastjóri í fjarveru Ingibjarg- ar Ingu Guðmundsdóttur. Þorkell Cýrusson er settur skólastjóri Auð- arskóla þar til nýr skólastjóri kem- ur til starfa. sm Hlöðver Ingi ráðinn skólastjóri Auðarskóla Á næstu vikum og misserum mun verða vart við ýmsar framkvæmd- ir í húsi Arionbanka við Digranes- götu í Borgarnesi. Á undanförnum árum hefur bankastarfsmönnum fækkað og nú er svo komið að tíma- bært þykir að þjappa starfseminni saman. Ein hæð af þremur í hús- inu dugar fyllilega fyrir bankann. Arionbanki hefur gert samning við eigendur verslanakeðjunnar Nordic Store um leigu á neðstu hæð húss- ins undir verslun fyrir ferðamenn og stefnt að hún verði opnuð í júní í sumar. Við þessa breytingu mun starfsemi Arionbanka í Borgarnesi verða flutt á miðhæð hússins. Til að undirbúa breytingar á húsnæð- inu mun í næstu viku bankastarf- Aukin starfsemi færist í bankahúsið í Borgarnesi Nú verður ráðist í breytingar á Digranesgötu 2. Í sumar verður Nordic Store ferða- mannaverslun opnuð á jarðhæð, en starfsemi bankans verður á miðhæðinni. Stefnt er að opnun veitingastaðar á efstu hæðinni þaðan sem glæsilegt útsýni er. Svo virðist sem gríðarlega mikið af síld sé nú að ganga inn í Breiða- fjörðinn. Skipstjórinn á Hákoni EA mældi á fimmtudagskvöldið síðasta stærstu síldartorfu sem hann hefur á ævinni séð. Var hann þá staddur á ut- anverðum Breiðafirði. Fréttavefur- inn kvotinn.is greinir frá þessu. Haft er eftir Guðjóni Jóhannssyni skip- stjóra að torfan hafi verið 1,7 sjómíl- ur að lengd og upp í þúsund metra breið og hundrað faðma þykk þar sem hún var þykkust. „Þetta er það langmesta sem maður hefur nokk- urn tímann á ævinni séð af síld og hefur maður þó verið á síldveiðum við Norður-Noreg á gullárunum,“ sagði Guðjón Jóhannsson skipstjóri í samtali við kvotinn.is á föstudag- inn. „Við erum nú á síld fyrir vestan, erum að klára það litla sem var eftir af kvótanum. Við eigum eftir að taka einhver 100 tonn, þá er það búið, en kvótinn var um 6.000 tonn. Maður þorir ekkert að kasta nót í þetta, maður er alltaf að leita að einhverju litlu til að skila hæfilegu magni fyrir vinnsluna. Ef maður setti nót ofan í þetta, fengi maður ekkert nema teinana upp, kannski korka- og blýateininn. Ég er hrædd- ur um að garnið myndi allt hverfa og þó er ég með sterka loðnunót. Ég þori alls ekki að kasta í þetta,“ sagði skipstjórinn á Hákoni. mm Mældi stærstu síldartorfu sem hann hefur nokkru sinni séð Hákon EA á siglingu. Ljósm. af.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.