Skessuhorn


Skessuhorn - 03.02.2016, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 03.02.2016, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 201620 Hjördís Heiða Ásmundsdóttir er ung kona, búsett í Borgarnesi ásamt ell- efu ára dóttur sinni Elísabeth Ösp. Mæðgurnar koma upprunalega frá Reykjavík en fluttust í Borgarnes fyr- ir rúmum tveimur árum því þar er leiguhúsnæði ódýrara en á höfuð- borgarsvæðinu. Sem barn og ung- lingur var Hjördís Heiða við góða heilsu. Eftir fæðingu Elísabeth breyttist það hins vegar til frambúð- ar, allt út af einni sprautu. Hjördís Heiða hefur ekki átt sársaukalausan dag og hefur átt erfitt með gang eft- ir að hafa fengið mænurótardeyfingu við fæðingu dótturinnar og í dag er hún bundin í hjólastól. Íslenska rík- ið hafnar beiðnum hennar um að fá hjólastól og önnur sambærileg hjálp- artæki þrátt fyrir augljósa þörf og er hún því hálfgerður fangi á eig- in heimili. Blaðamaður Skessuhorns leit í heimsókn til Hjördísar Heiðu, sem gerði grein fyrir aðstæðum sín- um og erfiðleikum, baráttunni við ís- lenska kerfið. Aldrei fundið annan eins sársauka „Ég var bara fullfrísk og á fullu í íþróttum. Ég hef alltaf verið mjög virk. Svo varð ég ófrísk þegar ég varð sextán ára gömul,“ segir Hjör- dís Heiða í upphafi. Hún segir með- gönguna hafa gengið vel en því mið- ur sé ekki hægt að segja það sama um fæðinguna. „Ég fékk mænurótar- deyfingu við fæðinguna, gegn mín- um vilja. Ég vildi ekki fá þessa deyf- ingu,“ rifjar Hjördís Heiða upp. Hún segir fæðinguna hafa gengið frekar erfiðlega en að verkirnir hafi versn- að til muna eftir að deyfingin var sett upp. „Ég hef aldrei fundið eins mikinn sársauka eins og eftir spraut- una. Þetta er alveg ljóslifandi í minn- ingunni. Ég fann ekkert fyrir því að það væri barn að koma út úr mér. Ég fann svo til í bakinu að það yf- irgnæfði aðra verki, þetta var miklu verra en hríðarverkirnir höfðu ver- ið. Verkirnir sem fylgdu sprautunni voru einfaldlega miklu verri en aðr- ir verkir.“ Barnsfaðir hennar var við- staddur fæðinguna og hélt hann fæt- inum á henni alveg kyrrum þegar hún fæddi barnið, þar sem verkirnir urðu annars óbærilegir í náranum og leiddu niður hægri fótinn. Hjördís segist vera honum gríðarlega þakklát fyrir stuðninginn á meðan fæðingin stóð yfir. Elísabeth Ösp fæddist svo, fullfrísk og heilbrigð. „En eftir fæð- inguna gat ég ekki gengið. Ég man að ég ætlaði að vippa mér fram úr og skjótast á klósettið en hneig bara í gólfið. Mér tókst að skríða fram á bað og hringja bjöllu. Þá kom til mín ljósmóðir sem sagði að þetta væri eðlilegt, svona gæti gerst eftir fæð- ingu en þarna var ég með stingandi verk í náranum og bakinu.“ Gat ekki lyft barninu Hjördís Heiða var í tæpa tvo daga á sængurkvennadeild og var svo send heim, lömuð fyrir neðan mitti. Hún taldi ástandið eðlilegt og að það myndi lagast eftir einhvern tíma. „Ég var bara sextán ára gömul og vissi ekki betur. Ég fékk lánaðan hjóla- stól út að bílnum og svo þurfti fóst- urpabbi minn að bera mig inn heima. Ég fékk mikla aðstoð með barnið, við fórum heim til mömmu og þar fékk ég mikla hjálp,“ útskýrir Hjör- dís Heiða. Ástandið lagaðist þó ekki líkt og henni hafði verið sagt. Hún fór þá í sjúkraþjálfun og virtist vera að fá styrkinn smátt og smátt í vinstri fæti. Móðirin unga átti þó erfitt með að sinna sjálfri sér og nýfæddu barni sínu. „Ég get ekki lýst því hvað það er erfitt að vakna á nóttunni við að barnið þitt er að gráta og geta ekki lyft því, þó að vaggan sé við hlið- ina á þér. Ég þurfti alltaf að vekja mömmu eða einhvern annan ef ég þurfti að sinna henni á nóttunni, því það þurfti alltaf að rétta mér hana.“ Hjördís hefur aldrei náð eðlilegum styrk í hægri fætinum. Mæðgurnar bjuggu í nokkra mánuði hjá móður Hjördísar Heiðu enda var hún sjálf of ung til að fá að- stoð frá ríkinu. „Ég var ekki orðin átján ára og átti því ekki rétt á neinu. Móðir mín þurfti því að bera ábyrgð bæði á mér og barninu mínu. Við mæðgur fluttum svo frá mömmu í þriggja herbergja íbúð í Hafnar- firði. Ég var að vinna á leikskóla og Elísabeth var á öðrum leikskóla. Ég fékk félagslegar bætur sem rétt dugðu fyrir leigunni en átti ekki fyr- ir öðru.“ Tvö til þrjú skref Eftir sex mánaða stífar æfingar heima og í sjúkraþjálfun náði Hjördís Heiða að stíga upp úr hjólastólnum. Þá gat hún gengið við hækjur, þó það væri henni erfitt. Enginn annar en sjúkra- þjálfarinn virtist þó gera sér grein fyrir því hvað ástandið var alvarlegt og óeðlilegt. „Ég fékk lánaða gamla göngugrind og náði að taka tvö til þrjú skref í einu en svo þurfti ég að setjast. Ég man að ef ég þurfti að fara á heilsugæsluna lagði ég bílnum mín- um alltaf í stæði fatlaðra, sem mér var meinilla við enda var ég ekkert fötluð að mínu mati. Ég ætlaði alltaf að ná mér af þessu.“ Hún segist leiðina frá bílastæðinu og að dyrum heilsugæsl- unnar ekki hafa verið langa. Hún hafi þó alltaf þurft að setjast að lágmarki þrisvar sinnum niður þegar hún gekk þessa stuttu leið. „Ég náði að taka tvö til þrjú skref og setjast svo á stéttina. Tók svo tvö skref í viðbót og náði þá að setjast á brúnina á blómapotti. Því næst gat ég sest á bekk og náði svo að komast inn. En ég gat aldrei tekið meira en þrjú skref í einu, án þess að þurfa að setjast.“ Vissi ekki hvað var að Hjördís Heiða segir það hafa tekið langan tíma að átta sig á hvað hafði gerst eftir fæðinguna. „Ég vissi ekk- ert hvers vegna þetta var. Ég hélt að þetta hefði verið eitthvað sem hefði gerst í fæðingunni og að ég hefði ekki fengið fullan styrk eftir það. Ég ætlaði mér samt alltaf að ná mér aftur, var ekki að fara að vera fötl- uð,“ segir hún. Það var ekki fyrr en Hjördís Heiða dvaldi á Reykjalundi sem hún hitti fólk sem hafði heyrt af sambærilegu máli. „Þau könnuðust við að fólk gæti þjáðst af krónískum verkjum eftir mænurótardeyfingu. Þarna voru aðrir farnir að tengja fyr- ir mig en ég áttaði mig samt ekki al- veg á alvarleikanum,“ segir Hjör- dís Heiða. Nokkru síðar hitti hún mann sem bauð upp á höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferð. „Þarna var opinn dagur þar sem fólk í þessu fagi lærir af hvert öðru. Mér var boðið að koma þangað þar sem ég þótti for- vitnilegt dæmi,“ segir Hjördís og hlær. Hún segist hafa fengið fimm mínútna skoðun og svo verið spurð að því hvort hún hefði fengið mænu- rótardeyfingu. „Þetta lýsti sér víst þannig. Ég hitti svo hvern meðferð- araðilann á fætur öðrum og lýsti bara verkjunum fyrir þeim. Þeir spurðu mig allir hvort ég hefði fengið þessa deyfingu. Það var ekki fyrr en þarna sem ég gerði mér fulla grein fyrir stöðunni,“ segir hún. Betri eftir hnykkjara Hjördís Heiða segist einu sinni hafa náð sér aðeins á strik. Það var eft- ir tíma hjá Jóa Postura, hnykkjara, sem hún varð sársaukaminni í þrjá mánuði. „Hann hitti mig þegar ég var að vinna í Kolaportinu. Ég var að beygja mig og þessi ungi maður segir við mig að hann sjái hvar bein- ið stendur út á vitlausum stað. Hann bauð mér að koma til sín í einn frían tíma þar sem hann hnykkti grind- inni til og losaði spjaldhrygginn sem var orðinn skakkur. Hann losaði líka um klemmda taug sem hafði ver- ið klemmd frá fæðingunni.“ Hjör- dís segist hafa farið frá honum betri í bakinu með minni og öðruvísi verki en áður. „Ég hef farið til hans í gegnum árin og hann hefur hjálp- að mér gríðarlega. Ég hefði neyðst til að fara í hjólastólinn mun fyrr ef ekki hefði verið fyrir hann.“ Verk- irnir minnkuðu en komu þó aft- ur. Hjördís segir þó hafa átt góð- ar stundir eftir tímann hjá Jóa. „Ég gat gert meira með fallegu stelpunni minni. Það var allt honum og kon- unni hans að þakka, sem er jafn ynd- isleg og góðhjörtuð og hann.“ Munur að fá að leggja í stæði fyrir fatlaða Eftir þennan dag fór Hjördís Heiða að lesa sig til um mænurótardeyfing- ar. Hún sá þá svart á hvítu að tug- þúsundir einstaklinga glíma við sama vanda. „Fólk hefur meira að segja dáið út af þessu. En þarna sá ég í fyrsta sinn að þessi deyfing er stór- hættuleg. Þú ert að taka rosalega mikla áhættu með að láta mænurót- ardeyfa þig.“ Hjördís Heiða segist finna til á hverjum degi en hún reyni samt að sleppa verkjalyfjum. „Ég vil helst ekki taka verkjalyf. En þegar ástandið er þannig að ég ligg í fóst- urstellingu á gólfinu, titra og skelf og svitna, þá tek ég verkjalyf. Þá get ég hvorki setið eða legið fyrir verkj- um.“ Fyrstu árin eftir fæðinguna lifðu mæðgurnar á lágum bótum frá Félagsþjónustunni. Hún segir lífið hafa breyst mikið eftir að hún fór í örorkumat, þrátt fyrir að örorkubæt- ur séu ekki annálaðar fyrir að vera háar. „Það munaði miklu að fara af bótum frá Féló yfir á örorkubætur og að fá að leggja í stæði fyrir fatlaða. En að sitja svo fastur heima hjá sér og fá ekki hjólastól til að komast út úr húsi er mesta fyrra sem ég veit um,“ segir Hjördís Heiða ákveðin. Er með ónýtan hjólastól Í dag er Hjördís Heiða 75% öryrki og bundin hjólastól. Hún hefur þó ekki fengið hjólastól frá ríkinu, þrátt fyrir að hafa barist fyrir honum í tvö ár. Hún notast við gamlan stól í barnastærð, sem hún fékk að gjöf frá fyrrum nágranna. „Í níu ár skrölti ég á hækjunum en gat svo ekki meir. Ég var svo heppin að fá þennan hjóla- stól, gamall og yndislegur nágranni minn gaf mér þennan stól. Konan hans hafði verið í sömu stöðu og ég og átti því þennan gamla stól. Hann keypti þennan stól sjálfur handa kon- unni sinni,“ útskýrir Hjördís Heiða. Þó hún sé þakklát fyrir hjólastólinn er hann algerlega vanbúinn og er auk þess í barnastærð. Á hann vant- ar bremsurnar, setuna, haldföng, ör- yggisdekk og hlífar. Þá er bakpúð- inn einnig ónýtur. „Hann er límd- ur saman svo hann detti ekki í sund- ur. Hann nuddast alltaf við lærin á mér og eyðileggur öll föt. Ég á engin spariföt, þau yrðu ónýt um leið og ég myndi setjast í stólinn.“ Þá er stóllinn á lélegum dekkjum og ekki hægt að ýta sér áfram í honum ef hálka er úti. „Ég kemst ekkert að heiman þegar það er svona snjór. Ég þarf hjálp við að komast áfram því ég spóla bara í snjónum.“ Hún segir nýjan stól kosta um 400 þúsund krónur, án setu, en hægt sé að fá stól frá Danmörku fyrir mun minni pening. „Stólar kosta um 30 þúsund krónur þar. En það er víst bannað að flytja þá inn, íslenska ríkið gaf Öryggismiðstöðinni einkaréttinn á þessu,“ segir hún. Umsóknum ítrekað hafnað Það var í mars 2014 sem baráttan fyrir hjólastól byrjaði hjá Hjördísi Heiðu. Þá fór hún fyrst í mælingu og sótti formlega um að fá hjóla- stól frá Hjálpartækjamiðstöð Íslands. Þeirri umsókn var hafnað, þar sem það vantaði vottorð. „Ég skilaði því en þá vildu þeir að ég færi í mynda- töku. Það var bið í einhverja mán- uði eftir því en hafðist á endanum. Þá var umsókninni aftur hafnað því þá vildu þeir vottorð frá sjúkraþjálf- ara og svo frá heimilislækni. Enn og aftur fékk ég höfnun og þá vildu þeir Í hjólastól eftir að hafa fengið mænurótardeyfingu við fæðingu Hefur barist í tvö ár fyrir úthlutun á hjólastól – en án árangurs Hjördís Heiða og Elísabeth Ösp. Stóllinn sem Hjördís notast við í dag. Hann er vanbúinn, límdur saman svo hann detti ekki í sundur og í barnastærð.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.