Skessuhorn


Skessuhorn - 03.02.2016, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 03.02.2016, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 201618 Örsaga hefst Banki er að stórum hluta í eigu þjóðar. Banki á hlut í greiðslu- miðlunarfyrirtæki sem sér um viðskipti fyrir Visa- og MasterCard korthafa. Mjög mik- ið er að gera því um rafræn viðskipti er að ræða. Þessi ákveðni banki ákveður að selja hlut sinn í þessu arð- bæra fyrirtæki til fé- lags í eigu stjórnenda greiðslumiðlunar án þess að auglýsa hlut- inn til annarra. Til- urð þessara viðskipta má rekja til þess þegar stjórnendur greiðslu- miðlunarfyrirtækis- ins sem rætt er um, fengu þá frábæru hug- mynd varðandi það hvort bankinn vildi ekki bara selja þeim hlut sinn í fyrirtæk- inu. Eitthvað var nefnt að Samkeppniseftirlit- ið væri örugglega ekki að fíla þetta og best væri að styggja þá stofnun ekki, þeir eru nefnilega alltaf með vesen. Það stóð heima, gjörningur var gerður og enn einn kaflinn í rökkurlesningu landans skrifaður. Örsögu lokið Þessi atburðarás minnir margt á fortíðina, einkavæðinguna sælla minninga. Tími vafasamra við- skipta og hrossakaupa. Ég var farinn að sakna þess að sjá svona fréttaflutning. Orð eins og „hand- valdir,“ „stjórnendur,“ „arð- greiðslur“ eða „lokað söluferli“ koma fyrir augu mín. Maður get- ur allt eins átt von á því að Finnur Ingólfsson mæti á Spuna sínum á fullu skeiði og heimti heitavatns- mælana sína aftur. En aftur að svörum Steinþórs bankastjóra Landsbankans. Eft- irfarandi er lausleg túlkun á orð- um hans; „Hey, ekki láta svona. Ég vissi ekkert að Borgun myndi græða svona mikið, núna er Vigga Hauks alveg brjál og maður vill alls ekki hafa hana vonda. OK, við hefðum átt að hafa opið söluferli, ég veit það núna. Við vorum að pæla í því en þá hefðum við þurft að bjóða fullt af fólki sem hefði bara frestað hinu óhjákvæmilega. Hafið þið einhvern tímann séð tvo millj- arða, það er alveg fullt af monní, nú skulu allir róa sig og ekki tísta um mig með merkinu #steinþórJr. því ég er ekki að grínast.“ Nokkur atriði að lokum sem gott er að hafa í huga áður en haldið er af stað í daginn. Í fyrsta lagi hafa viðskiptin verið annaðhvort kölluð viðskipti ársins eða klúður ársins, fer eftir því hvern þú spyrð. Það benda allir á hvern annan í þessu máli. Í öðru lagi þá hefur mynd- ast þverpólitísk samstaða um þetta mál sem er ótrúlegt, ég meina Árna Páli og Sigmundi Davíð tekst að tala saman án þess að rífast. Þeir voru sammála um að skoða þyrfti þetta mál nánar. Ég á allt eins von á því að sjá svín fljúga fyrir utan gluggann minn. Í þriðja lagi þá er ég tilbúinn til að borga fjár- hæð, upp að ákveðnu marki, ekki mikla þó því ég er einungis meðal- jón, til þess eins að sjá kassamerkið #steinþórJr. fara á kreik. Kveðja, Axel Freyr Eiríksson. PIstill S K E S S U H O R N 2 01 6 Uppbyggingarsjóður Vesturlands Viðtalstímar Starfsmenn SSV bjóða upp á viðtalstíma á neðangreindum stöðum þar sem veittar verða upplýsingar um gerð umsókna í Uppbyggingar- sjóð Vesturlands. Mánudagur 8. febrúar Akranes og Hvalfjarðarsveit Kl.10:00-12:00 Ráðhúsið, Innrimel 3, Hvalfjarðarsveit Kl.14:00-16:00 Bæjarskrifstofan, Stillholti 16-18, Akranesi Miðvikudagur 10. febrúar Búðardalur og Borgarnes Kl.10:00-12:00 Stjórnsýsluhúsið, Miðbraut 11, Búðardalur Kl.14:00-16:00 Skrifstofa SSV, Bjarnarbraut 8, Borgarnesi Fimmtudagur 11. febrúar Snæfellsnes Kl.10:30-12:30 Bæjarskrifstofan, Hafnargötu 3, Stykkishólmi Kl.13:00-15:00 Bæjarskrifstofan, Borgarbraut 16, Grundarfirði Kl.15:30-17:30 Átthagastofa Snæfellsbæjar, Kirkjutúni 2, Ólafsvík Við hvetjum umsækjendur og aðra þá sem hafa áhuga eindregið til að nýta sér þessa þjónustu. Ýmislegt er gert í grunnskólum landsins til að brjóta kennsluna og námið upp. Grunnskóli Snæfells- bæjar er þar engin undanteknin. Á síðasta föstudag var bókadagur hjá 1. til 4. bekk. Þá söfnuðust nem- endur og starfsfólk saman á sal og lásu í bókum. Ýmist sem þau komu með að heiman eða yndislestrar- bókum sem þau eru að lesa í skól- anum. Reyndist þetta hin notaleg- asta stund á sal. þa Bókadagur í Grunn- skóla Snæfellsbæjar Görótt strákapör Í gær var Smiðjan formlega opn- uð í Ólafsvík. Smiðjan er dagþjón- usta og vinnustofa fólks með skerta starfsorku. Aðstoð er veitt við að fá og halda vinnu á almennum vinnu- markaði hluta úr degi eða hluta úr viku með eða án aðstoðar. Í Smiðj- unni er endurnýting höfð í háveg- um, hlutir eru endurnýttir og seldir gegn vægu gjaldi. Innkoman er lögð í sameiginlegan sjóð sem nýttur er til að auka lífsgæði þeirra sem þar starfa, til dæmis til að sækja nám- skeið á vegum Símenntunarmið- stöðvar Vesturlands. Smiðjan er nú til húsa þar sem áður var Sparisjóð- ur Ólafsvíkur. Gunnsteinn Sigurðsson þroska- þjálfi hjá Félagsþjónustu Snæfells- bæjar sagði í samtal við Skessuhorn að þetta húsnæði breytti öllu fyrir starfsemi Smiðjunnar sem áður var í mun minna og óhentugra húsnæði. Margir gestir voru mættir til þess að skoða Smiðjuna og samgleðjast þeim sem þar starfa. Ræður voru flutt- ar og kynntu þeir Sveinn Þór Elin- bergsson og Gunnsteinn Sigurðsson starfsemina. Kristinn Jónasson bæj- arstóri í Snæfellsbæ og Sturla Böðv- arsson bæjarstjóri í Stykkishólmi fluttu ávörp og Elva Ármannsdóttir og Nanna Þórðardóttir frá Kvenfé- lagi Ólafsvíkur gáfu Smiðjunni gjöf. Auk þess voru ýmsar góðar gjafir færðar Smiðjunni við þetta tækifæri. af Smiðjan opnuð á nýjum stað í Ólafsvík Sveinn Þór Elinbergsson og Gunnsteinn Sigurðsson. Elva Ármannsdóttir afhendir Gunnsteini Sigurðssyni gjöf frá Kvenfélagi Ólafsvíkur

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.