Skessuhorn


Skessuhorn - 03.02.2016, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 03.02.2016, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 201614 Samtök umgengnisforeldra, sem áður hétu Samtök meðlagsgreið- enda, vilja koma því á framfæri í fjölmiðlum að Evrópuráðið sam- þykkti í október síðastliðnum álykt- un um hvaða úrbóta þyrfti í mál- efnum foreldrajafnréttis hjá aðild- arríkjum sínum. Líta samtökin svo á að íslensk stjórnvöld og Alþingi séu skuldbundin til að bregðast við ályktun Evrópuráðsins og gera nauðsynlegar breytingar á lögum til að tryggja foreldrajafnrétti er varð- ar umgengni, forsjá og félagsleg- ar bætur til handa umgengnisfor- eldrum. „Ljóst má vera að Ísland er eftirbátur annarra ríkja þegar kem- ur að réttindum feðra, hvað varð- ar umgengi, búsetu og opinberan stuðning í formi félagslegra bóta. Einu virku úrræðin sem stjórnvöld hafa lögum samkvæmt til að stemma stigu við umgengnistálmunum eru dagsektir sem eru mjög sjaldan not- aðar, og eru mjög seinvirkar,“ segir í tilkynningu frá samtökunum. „Mörg dæmi eru um að tálmun- arforeldrar hafi leikið á kerfið og tálmað umgengni sem árum skiptir án þess að greiða krónu í dagsektir. Dæmi eru um að stálpuð börn tálm- unarforeldra þekki ekki feður sína í sjón eða aðra fjölskyldumeðlimi föðurfjölskyldunar. Hefur það kom- ið fyrir þótt allir hlutaðeigandi aðil- ar hjá hinu opinbera, t.a.m. barna- verndaryfirvöld hafi álitið föður hæft og gott foreldri og sýslumað- ur úrskurðað rúma umgengni. Telja samtökin mikilvægt að tálmanir séu skilgreindar í lögum sem ofbeldi gagnvart barni, þannig að kvört- un um umgengnistálmanir verði að barnaverndarmáli um leið og hún ratar á borð sýslumanns.“ Þá segir í ályktun félagsins að um helmingur umgengnisforeldra sé á vanskilaskrá og er ástæðan fyrir því að umgengnisforeldrar fá ekki að- gang að velferðarkerfinu né velferð- arbótum sem foreldrar, heldur sem barnslausir einstæðingar. Að auki eru umgengnisforeldrar ekki auð- kenndir við almannaskráningu sem foreldrar og haldið utan við hag- skýrslugerð og rannsóknir sem lagð- ar eru til grundvallar við stefnumót- un stjórnvalda í velferðarmálum. Að auki hefur sýslumaður lögum sam- kvæmt heimild til að úrskurða að umgengni skuli vera lágmarksum- gengni, þ.e. 4 dagar í mánuði eða fella niður umgengnisrétt. „Gengur það að mati samtakanna gegn sjón- armiðum um málefnaleg valdmörk stjórnvalda, og ættu slíkar ákvarðan- ir að vera eingöngu á hendi barna- verndaryfirvalda og dómstóla, eins og segir í ályktun Evrópuráðs.“ mm Samtök umgengnisforeldra telja umbóta þörf í foreldrajafnrétti Í þessari viku fer fram fyrsta stóra slátrunin á eldislaxi hjá vestfirska fyrirtækinu Arnarlaxi í Arnarfirði. Áætlað er að rúmlega þrjú þúsund tonnum af laxi verði slátrað hjá fyr- irtækinu á þessu ári. Við slátrunina er laxinn slægður áður en hann er ís- aður og sendur til kaupenda. Mikið af innvolsi verður til við slæginguna. Nýtt fyrirtæki í Borgarnesi, Arctic Protein, mun nú taka við þessu og framleiða úr því hágæða prótein og lýsi í lítilli verksmiðju. Hún hefur verið sett upp í húsi sem upphaflega var byggt fyrir kjötvinnslu. Tækja- búnaðurinn við þessa nýju vinnslu er nýmæli og hefur þegar vakið at- hygli erlendis. Búnaðurinn er hann- aður og smíðaður hér á landi. Framleiðsla á eldisfiski að komast á fullt Laxeldi á Vestfjörðum vex stöð- ugt fiskur um hrygg. „Innan nokk- urra ára verður framleiðsla á eldis- laxi á Vestfjörðum komin í 30 til 40 þúsund tonn á ári. Nú í vikunni er þetta loks að komast á fullt í Arn- arfirði með fyrstu stóru slátruninni hjá Arnarlaxi. Að baki liggur margra ára vinna en fyrirtækið var stofnað af hópi Bílddælinga árið 2008. Nú um sjö árum síðar starfa rúmlega í 30 manns hjá Arnarlaxi. Þetta er búin að vera ævintýraleg þróun og nú sjáum við árangur erfiðisins. Á þessu ári áætlar fyrirtækið að fram- leiða rúmlega þrjú þúsund tonn af eldislaxi. Meðal annars vegna lax- eldisins er nú mikill uppgangur á Bíldudal sem meðal annars kemur fram í skorti á íbúðarhúsnæði,“ seg- ir Jens H. Valdimarsson. Hann er einn stofnendum Arnarlax. Jens er síðan einn af eigendum hins nýstofnaða Arctic Protein í Borgarnesi. Hann útskýrir að menn hafi staðið frammi fyrir því vanda- máli hvað gera ætti við slógið af lax- inum. Engin fiskimölsverksmiðja er á Vestfjörðum. Því er fátt annað til ráða að óbreyttu en að urða það sem hvern annan úrgang. Slíku fylgir bæði beinn kostnaður en líka sóun á verðmætum því ef rétt er á málum haldið má vinna verðmætar afurð- ir úr slóginu. Arctic Protein var því stofnað til að vinna að lausn þessa máls með hagkvæmum hætti. Hágæða mjöl og lýsi Arctic Protein hóf samstarf við vél- smiðjuna Héðinn en þar á bæ er fyrir hendi mikil þekking á bún- aði verksmiðja sem framleiða fiski- mjöl og -lýsi. Héðinn hannaði og framleiddi vélbúnað fyrir litla verk- smiðju sem getur unnið slíkar af- urðir úr fiskslógi. „Þetta er alveg lokað gufuþurrkunarkerfi sem get- ur unnið fimm til sjö tonn af hráefni daglega. Verksmiðja Arctic Protein hér í Borgarnesi mun þannig taka við slógi sem kemur með bílum frá Arnarlaxi á Bíldudal,“ segir Jens. Sigurður Guðmundsson frá Hvanneyri verður framkvæmda- stjóri nýju verksmiðjunnar í Borg- arnesi og fyrst um sinn eini starfs- maðurinn. „Það er mjög hátt hlut- fall próteina eða eggjahvítuefna í mjölinu sem framleitt er úr þessu laxaslógi, eða um 70 prósent. Þetta er ástæðan fyrir því að við köllum þetta próteinverksmiðju. Verðmæt- in eru mjög mikil sem hægt er að skapa úr þessu. Við höfum líka tekið við prufum frá Eðalfiski hér í Borg- arnesi, það er afskurð og hausa úr þeirra vinnslu á afurðum úr laxi. Það er að koma vel út. Svo horfum við til þess að taka við slógi frá fleiri fiskeldisfyrirtækjum. Við höfum verið í samvinnu við Fiskeldi Aust- urlands og Silfurstjörnuna á Norð- urlandi,“ segir Sigurður og bæt- ir svo við: „Það er líka spennandi að horfa til möguleika á þróun vör- unnar, svo sem að nýta afurðirnar til manneldis. Það er margt sem á eft- ir að koma í framhaldinu af þessu í tengslum við þróunarvinnu.“ Til að byrja með verður laxaolí- an nýtt til matvælaframleiðslu en próteinmjölið fer í gæludýrafóður. Ekki skemmir fyrir að heimsmark- aðsverð á fiskimöli og -lýsi eru mjög há nú um stundir. Vel heppnuð tilraunavinnsla Jens H. Valdimarsson bætir því við að það sem Arctic Protein fari nú af stað með í Borgarnesi sé örugg- lega upphafið af mjög jákvæðri þróun sem geti skilað miklu bæði fyrir fiskeldið en líka í tæknigeiran- um. „Tilraunavinnsla sem við höf- um prófað hér hefur gengið vel. Það er mjög ánægjulegt að Íslend- ingar skuli hafa náð tökum á þessu. Vélsmiðjan Héðinn hefur unnið margra ára þróunarstarf í þessu og er þegar búin að selja fjórar svona samstæður. Eftirspurnin er ótví- rætt til staðar. Ein tækjasamstæða er seld til Noregs og síðan er ver- ið að selja þennan búnað um borð í þrjá nýja frystitogara af fullkomn- ustu gerð sem íslenskar útgerðir eru með í smíðum erlendis. Hug- myndin er þá að þessi búnaður framleiði mjöl og lýsi úr slógi sem til fellur við aðgerð um borð í skip- unum.“ Fiskeldisfyrirtæki í nágranna- löndunum svo sem í Noregi, Fær- eyjum og Skotlandi gætu einnig haft mikinn áhuga á þessum bún- aði. Norska fiskeldið hefur til að mynda lengi átt í vandræðum með hvað gera ætti við slíkt og það verið notað í loðdýrafóður og jafnvel til áburðar, en með þessum nýja bún- aði frá Héðni opnast möguleikar til að ná úr því miklu meiri verðmæt- um.“ Borgarnes vel í sveit sett Það er engin tilviljun að verk- smiðju Arctic Protein var valinn staður einmitt í Borgarnesi. Jens Valdmarsson útskýrir hvers vegna Borgarnes hafi orðið fyrir valinu: „Fyrst hugðumst við setja þessa vinnslu upp á Bíldudal þar sem slátrunin á laxinum fer fram. Það kom þó í ljós að hráefnismagn- ið sem Arnarlax býður upp á einn og sér er of lítið fyrir þessa vinnslu. Þess vegna urðum við að staðsetja okkur einhvers staðar sem væri meira í alfaraleið þannig að hægt yrði að fá hráefni frá fleiri aðilum. Við fréttum af þessu frábæra hús- næði hér í Borgarnesi. Við erum hér í mjög fullkomnu húsi til mat- vælavinnslu. Húsið var hannað til slíkrar starfsemi á sínum tíma og hefur allar viðurkenningar. Hér er toppaðstaða með tilliti til umhverf- ismála. Fitugildrur og annað tengt frárennsli er í mjög góðu lagi, og augljóst að mikið hefur verið lagt í bygginguna á sínum tíma. Síðan er Borgarnes mjög vel í sveit sett því um bæinn liggja allar flutningaleið- ir að norðan og frá Vestfjörðum og til og frá höfuðborgarsvæðinu. Það hentar mjög vel að bílar komi með nýslátraðan lax að vestan, kannski til vinnslu hjá Eðalfiski og skili í leiðinni af sér slógi hér í Borgar- nesi. Hið sama er að segja um aðra landshluta.“ Sigurður Guðmundsson bend- ir að lokum á að haldi menn vöku sinni þá ætti atvinnulífið á Vestur- landi að geta átt sín sóknarfæri í tengslum við fiskeldið á Vestfjörð- um. „Hér má nefna bæði fyrirtæki á Akranesi, í Borgarnesi og Stykk- ishólmi. Fiskeldinu fylgja ýms- ar hliðargreinar í ýmissi þjónustu, tæknigreinum og afurðavinnslu. Arctic Protein er skýrt dæmi um þetta. Svo má ekki gleyma Eðal- fiski hér í Borgarnesi og Norðan- fiski á Akranesi sem eru stórir mat- vælaframleiðendur sem stunda um- fangsmikla úrvinnslu á eldislaxi. Það eru spennandi tímar framund- an.“ mþh Laxeldisævintýrið á Vestfjörðum skilar nýrri vinnslu á Vesturlandi Jens H. Valdimarsson og Sigurður Guðmundsson kampakátir í nýrri verksmiðju Arctic Protein sem hefur vinnslu í vikunni í kjölfar þess að fyrsta stóra slátrunin fer fram á eldislaxi hjá Arnarlaxi á Bíldudal. Á milli þeirra má sjá hluta af vel heppnaðri tilraunaframleiðslu Arctic Protein á laxalýsi. Horft yfir vinnslusal og búnað verksmiðju Arctic Protein. Vélbúnaðurinn er hannaður og smíðaður af vélsmiðjunni Héðni og hefur þegar vakið athygli bæði á Íslandi og erlendis.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.