Skessuhorn


Skessuhorn - 03.02.2016, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 03.02.2016, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 5. tbl. 19. árg. 3. febrúar 2016 - kr. 750 í lausasölu Framtíðin er full af möguleikum Traust fjármálaráðgjöf leggur grunn að farsælli framtíð H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA –  1 5 -0 0 5 0 Coldfri munnúði Fluconazol ratiopharm - við kvefi og hálsbólgu Eru bólgur og verkir að hrjá þig? ÚTSÖLULOK Síðustu dagar útsölunnar 50% afsláttur af öllum útsöluvörum SK ES SU H O R N 2 01 6 Ekta tælenskur matur Stillholt 23, Akranesi Sími: 867-3655 Í Klettaborg í Borgarnesi eru haldnir krakkafundir þegar ræða þarf ýmis málefni leikskólans. Fundirnir eru haldnir hvort heldur sem er að frumkvæði starfsfólks eða barnanna. Þannig taka börnin virkan þátt í starfinu og fá að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Hér er Steinunn Baldursdóttir leikskólastjóri á krakka- fundi. Ljósm. kgk. Þau eru ólík verkefnin sem berast á borð Róberts Arnar Stefánssonar og annarra starfsmanna Náttúru- stofu Vesturlands í Stykkishólmi. Um miðja síðustu viku var látið vita af erni í vanda sem sést hafði til í Berserkjahrauni. Reyndist hér um að ræða ungan kvenfugl frá síð- asta sumri með laskaðan væng. Var hann handsamaður og komið með fyrstu ferð undir læknishendur í Reykjavík. Talið er að örninn nái sér að fullu en hann reyndist ekki vængbrotinn heldur höfðu svokall- aðar handflugfjaðrir losnað. Gest- um Húsdýragarðsins í Laugardal gefst nú kostur á að skoða fuglinn næstu daga, en eftir að hann hefur náð sér verður hann fluttur á ný á heimaslóðir við Breiðafjörð. Ljósm. Sumarliði Ásgeirsson. Löskuðum erni komið til hjálpar Ár hvert er Dagur leikskólanna haldinn hátíðlegur hér á landi 6. febrúar. Þar sem hann ber upp á laugardag að þessu sinni eru há- tíðarhöld víða færð fram á föstu- dag. Í tilefni dagsins brá blaðamað- ur Skessuhorns sér í heimsókn í tvo leikskóla; Andabæ á Hvanneyri og Klettaborg í Borgarnesi. Þar er fræðst um lífið og tilveruna, en ekki síst rætt við starfsmenn um kynja- hallann í leikskólum landsins. Töl- ur sýna að einungis eitt prósent starfsmanna eru karlmenn. Þessu vilja menn breyta og beina menn sjónum sérstaklega að þessu á Degi leikskólanna 2016. Sjá bls. 24-25. mm Dagur leikskólanna framundan Unglingadeild Auðarskóla í Búð- ardal stefnir að utanlandsferð í lok skólaárs og eru ýmsar leiðir farnar til að safna fyrir ferðinni. Nýlega settu nemendur upp auglýsingu í heimabyggð þar sem þeir buðu fram starfskrafta sína gegn styrk- veitingu. Meðal fyrstu verkefna sem þeim bárust á borð var skít- mokstur í fjárhúsunum á Hrapps- stöðum. Þessu verkefni var vel tek- ið og fóru nemendahópar þrjá daga í röð til að sinna verkefninu. Þeg- ar fréttaritara Skessuhorns bar að garði seinasta mokstursdaginn voru þrír hressir strákar að stöfum, þeir Bjartur Máni, Helgi Fannar og Vignir Smári, allir nemendur í 10. bekk. Félagarnir voru á sama máli um að þetta væri ein skemmtileg- asta fjáröflunarleið sem þeir hefðu tekið þátt í enda var þetta annar dagurinn sem þeir létu til sín taka í skítmokstrinum. Þess má geta að unglingadeildin er enn að leita að verkefnum og geta áhugasamir haft beint samband við skólann ef verk- efni eru fyrir hendi. sm Skítmokstur í fjáröflunarskyni

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.