Skessuhorn


Skessuhorn - 24.02.2016, Síða 2

Skessuhorn - 24.02.2016, Síða 2
MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 20162 ildum skólans. Það gerir rúmlega fjögurhundruð milljónir króna í skuldir. „Róðurinn hefur alla tíð verið gríðarlega þungur,“ segir Björn. „En nú eru jákvæðari teikn á lofti með rekstrarniðurstöðu, enda búið að fara í gegnum harka- lega hagræðingu, sem því miður hefur komið illa niður á faglegri getu skólans,“ bætir hann við. Heildarvelta LbhÍ þetta árið er áætluð 1.250 milljónir króna. Heimild skólans á fjárlögum er 736,7 milljónir en þar fyrir utan er reiknað með sértekjum upp á 533,5 milljónum króna. Gert er ráð fyr- ir að afgangur af rekstrinum verði notaður til að halda áfram að greiða niður skuldir. „Nú sjáum við fram á að skila afgangi í fyrsta sinn frá 2005. Ekki hefur verið gengið end- anlega frá bókhaldinu ennþá og því ekki hægt að gefa upp nákvæma tölu með aukastöfum. En afgang- urinn verður á þriðja tug milljóna og eru þetta mikil og jákvæð tíma- mót í sögu skólans,“ segir Björn ánægður. „Alltaf er verið að herða kröfur um rekstur opinberra stofn- ana. Mikilvægt er að halda búinu réttum megin við strikið og standa við þau lög sem gilda um rekstur- inn,“ bætir hann við. Rekstrarafgangur LbhÍ mun gera skólanum kleift að greiða upp hluta af skuldunum við ríkissjóð. „Við komum einnig til með að af- skrifa nokkuð af óinnheimtanleg- um skuldum, en á okkur hefur hvílt krafa frá Ríkisendurskoðun að grípa til slíkra afskrifta,“ segir hann og bætir því við að mikilvægt sé að hefja slíkar aðgerðir um leið og færi gefst. „Mikilvægt er að slíkar skuld- ir dagi ekki upp í bókhaldi skólans ár eftir ár,“ bætir Björn við og horf- ir björtum augum til framtíðar. kgk Á morgun hefst Júlíana - hátíð sögu og bóka, í Stykkishólmi og stendur til sunnu- dags. Að vanda eru fjölbreyttir menningar- viðburðir á dagskrá hátíðarinnar þar sem bækur og sögur eru í forvígi. Í Skessuhorni í dag er rætt við Grétu Sigurðardóttir sem sæti á í undirbúningsnefnd. Það verður austan 3-10 m/s á morgun, fimmtudag. Skýjað með köflum og dálítil él við suður- og austurströnd landsins, en víða snjókoma sunnanlands um kvöldið. Skýjað, hiti við frostmark. Austlæg átt og víða dá- lítil él á föstudag. Áfram kalt í veðri. Á laug- ardag er útlit fyrir hægan vind og bjartviðri, en stöku él við strendur landsins. Frost 1-15 stig, kaldast inn til sveita. Vaxandi suðaust- anátt á sunnudag. Tekur að snjóa á Suður- og Vesturlandi en þurrt norðaustanlands. Minnkandi frost með rigningu eða slyddu við suðvesturströndina um kvöldið. Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns: „Er spilling í þjóðfélaginu að aukast eða minnka?“ Flestir, eða 33,11% sögðu spill- ingu vera meira að aukast en hitt. 25,85% töldu að spilling væri mikið að aukast. „Veit það ekki“ svöruðu 21,39% og 18,01% töldu að dregið hefði úr spillingu. „Það er engin spilling“ sögðu 1,65%. Í næstu viku er spurt: Hverju þykir þér best að strá á hafragrautinn þinn? Nemendur í 3. bekk BS í Brekkubæjarskóla á Akranesi eru Vestlendingar vikunnar. Þeir héldu í vikunni bingó til styrktar ABC barna- hjálpar og hófu auk þess að safna fötum og skóm sem til stendur að senda bágstödd- um í Kenía. Til minnis Veðurhorfur Spurning vikunnar Vestlendingur vikunnar Ljósmynda- sýning í Hvítahúsi SNÆFELLSNES: Hvíta- hús er listhús rétt utan við Hellissand á Snæfellsnesi. Þar gefst listamönnum kost- ur á að dvelja mánuð í senn og vinna að list sinni. Venjan er að síðustu helgi hvers mán- aðar sé blásið til sýningar þar sem listamaðurinn sýnir af- rakstur dvalarinnar. Um þess- ar mundir dvelur í Hvítahús- inu ljósmyndarinn Anne Osc- hatz. Hún hefur undanfarinn mánuð tekið myndir þar sem íslenski lopinn er aðal við- fangsefni hennar. Verður af- rakstur hennar vinnu sýndur á morgun, fimmtudaginn 26. febrúar frá 17-21. „Hún ætl- ar að sýna myndir úr Ólafsvík sem hún hefur tekið af kon- um sem prjóna úr íslensku ull- inni,“ segir Steingerður Jó- hannsdóttir, eigandi Hvíta- húss. Hún segir listsýningarn- ar jafnan vel sóttar. „Almenni er mjög góð aðsókn. Við eig- um marga fastagesti sem koma á hverja einustu sýningu og ég held að okkar starf sé þýðing- armikið innlegg í menning- arlífið á Snæfellsnesi.“ Að- sókn listamanna í Hvítahús- ið er að sögn Steingerðar allt- af að aukast. „Það er uppbók- að fram á haustið og komnar nokkrar umsóknir fyrir árið 2017,“ segir hún og bætir því við að listamennirnir séu eins fjölbreyttir og þeir eru marg- ir. „Hingað hafa komið list- málarar, myndlistarhópar, ljósmyndarar. Í maí kemur til dæmis barnabókahöfundur og nú er á Hellissandi á okk- ar vegum kínverskur lögfræð- ingur sem vinnur að handriti að heimildarmynd um lítið þorp í Kína,“ segir Steingerð- ur. „Þannig að listamennirnir sem hingað koma fást við ým- islegt,“ bætir hún við að lok- um. -kgk Vilja fá lögreglu GRUNDARFJÖRÐUR: Bæjarstjórn Grundarfjarð- ar lagði fram bókun á síð- asta fundi sínum sem snýr að lögreglumálum í sveitarfé- laginu. Þar óskar hún eftir því að ráðið verði þegar í stað í starf lögreglumanns í Grund- arfirði, vegna frétta um auk- in umsvif lögreglu á Suður- landi við Reynisfjöru. „Ósk þessi er ítrekun á fyrri beiðn- um sveitarfélagsins á ráðningu lögreglumanns í byggðarlagið m.a. vegna mikillar aukningar á umferð ferðamanna og ekki síður öryggis íbúa. Bregðast þarf við með fyrirbyggjandi aðgerðum áður en það er um seinan,“ segir jafnframt í bók- uninni. -grþ STYÐJUM FRAMLEIÐSLU Á VESTURLANDI OPIÐ DAGLEGA 12-17 Ljómalind Sveitamarkaður, Brúartorgi 4, Borgarnesi. Sími 437-1400. Netfang: ljomalind@ljomalind.is Síðustu daga hefur mikið verið í gangi í skíðabrekku Grundfirðinga. Nægur snjór hefur verið til að renna sér eins og fram kom í síðasta tölu- blaði Skessuhorns. Undanfarna viku hafa sjálfboðaliðar verið að störfum við að koma lyftunni í gang en um 10-15 manns voru að störfum mið- vikudaginn 17. febrúar þegar frétta- ritari blaðsins kíkti upp í fjall. Þá var verið að yfirfara diska, laga möstrin og taka til í skíðaskálanum. Vonast er til að innan tíðar verði hægt að opna formlega, eða þegar Vinnueft- irlitið verður búið að leggja blessun sína yfir framkvæmdirnar. Skíðaráð Ungmennafélags Grundarfjarðar hefur tekið það til bragðs að bjóða velvildarmönn- um að kaupa sinn eigin stól á lyft- unni fyrir þrjátíu þúsund krónur og hafa viðtökur verið góðar við þeirri bón. Skíðaráðið stendur frammi fyr- ir því að bæta þarf 50 - 60 diskum á lyftuna svo hún þjóni tilgangi sínum en kostnaður er í kringum 30 þús- und krónur á hvern disk. Það stytt- ist því vonandi í að lyftan verði opn- uð og brekkurnar fyllist af skíða- glöðu fólki. tfk Styttist í að skíðalyftan verði formlega opnuð Siðmennt mun í apríl framkvæma fyrstu borgaralegu ferminguna á Akranesi. Samkoman verð- ur sunnudaginn 10. apríl klukk- an 13 og verður í Byggðasafninu í Görðum. Að sögn Hope Knutsson, stjórnarkonu í Siðmennt og sam- hæfingarstjóra borgaralegar ferm- ingar, munu sjö ungmenni hafa valið af fermast borgaralegri ferm- ingu á Akranesi. Fram að þessu hafa fermingarbörn þurft að sækja slík- ar athafnir í Reykjavík. Fræðslan er að vísu enn í höfuðborginni. Hope segir að um metár verði að ræða hjá Siðmennt. Alls munu 340 ungmenni á landinu fermast borgaralegri ferm- ingu. Í gangi eru nú 13 námskeið til að undirbúa ungmennin fyrir stóra daginn. Alls verða tíu athafnir á landinu að þessu sinni. Þrjár verða í Kópavogi, þrjár í Reykjavík og svo ein á Akranesi, Akureyri, Selfossi og Keflavík. Eins og venjan er fær Sið- mennt einn einstakling sem ræðu- mann dagsins í hverri athöfn. Við fermingarathöfnina 10. apríl á Akra- nesi mun Sveinn Kristinsson kenn- ari og formaður Rauða kross Íslands verða ræðumaður. mm Fyrsta borgaralega fermingin framundan á Akranesi Rekstur Landbúnaðarháskóla Ís- lands á síðasta ári mun skila af- gangi sem nemur á þriðja tug millj- óna króna. Er það í fyrsta sinn sem stofnunin er rekin með afgangi og byrjar að greiða niður skuld sína við ríkissjóð. Björn Þorsteinsson rektor segir þetta tímamót í sögu skólans. „Það hefur verið þungt undir fæti að reka þessa stofnun allar götur síðan hún var sett sam- an í núverandi mynd,“ segir hann. Þegar Rannsóknarstofnun land- búnaðarins, Landbúnaðarháskól- inn á Hvanneyri og Garðyrkju- skóli ríkisins voru sameinaðir í LbhÍ árið 2005 áttu skólarnir tveir, sérstaklega skólinn á Hvanneyri, í fjárhagslegum erfiðleikum að sögn Björns. Frá fyrsta degi hafi LbhÍ því verið skuldsett stofnun. Máli sínu til stuðnings upplýsir hann að árið 2014 hafi skólinn skuldað ríkissjóði 67% af heildarfjárheim- Jákvæð rekstrarafkoma LbhÍ í fyrsta sinn í áratug Anne Oschatz heldur ljósmynda- sýningu í Hvítahúsi við Hellis- sand á morgun. Viðfangsefni hennar er íslenska ullin og vinna með hana.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.