Skessuhorn


Skessuhorn - 24.02.2016, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 24.02.2016, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 20164 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.700 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.340. Rafræn áskrift kostar 2.120 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 1.960 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Guðný Ruth Þorfinnsdóttir gudny@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Lísbet Sigurðardóttir lisbet@skessuhorn.is Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is Þórarinn Ingi Tómasson toti@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Vita nú betur að hverju þeir ganga Fyrir helgina var skrifað undir nýja búvörusamninga. Með þeim eru lögð drög að hvernig stuðningi hins opinbera við atvinnugreinina landbún- að verður háttað næsta áratuginn. Um gjörvallan heiminn er landbúnað- ur studdur af hinu opinbera, í mismiklum mæli. Litið er á slíkan stuðn- ing sem sjálfsagðan út frá sjónarmiðum um t.d. fæðuöryggi, umhverfis- vernd, sjálfstæði þjóða og kannski ekki síst vegna stolts. Eiga ekki öll lönd einmitt að vera stolt af því að geta brauðfætt þegna sína og boðið gestum upp á það sem framleitt er á heimaslóðum? Ég hefði haldið það. Eins og við mátti búast loguðu fjölmiðlar og þar með taldir samfélagsmiðlar lands- ins alla helgina út af þessum meintu gríðarlega háu upphæðum sem eyrna- merktar eru landbúnaði næsta áratug. Meðal annars var sagt að hægt væri að byggja þrjár Hörpur og ég veit ekki hvað fyrir þessa upphæð. Menn gleymdu því reyndar að það þurfti einnig íslenska ríkið til að byggja félags- heimilið Hörpuna. Margir fylltust svo mikilli vandlætingu yfir þessum rík- isstuðningi við bændur að jafnvel voru notuð ljótari orð en viðhöfð voru þegar Íslendingar kostuðu gerð mosku á Feneyjatvíæringnum, eða þegar listaskólaneminn lá allsber í glerkassa í heila viku. Þó finnst mér ekki líku saman að jafna, en það er náttúrlega bara mín skoðun. Eftir að innihald búvörusamninga lá fyrir er ljóst að heildar stuðningur hins opinbera við landbúnað er á að giska 13 milljarðar króna á ári. Efa- semdamenn kjósa að skauta framhjá þeirri staðreynd að tekjur þjóðarbús- ins af landbúnaði er á að giska fimmföld sú upphæð. Það að framleiðsla landbúnaðarvöru er niðurgreidd þýðir fyrst og fremst að í búðunum get- um við keypt ódýrari matvöru en við gætum annars. Um það þarf enginn að efast og hafi einhver verið í vafa, þætti mér gaman að heyra skýringu viðkomandi á því af hverju samtök kaupmanna eru svona líka haugfúl yfir að búið sé að semja við bændur. Auðvitað vilja stórkaupmenn miklu frem- ur flytja inn vörur, sem aðrar þjóðir hafa niðurgreitt fyrir þarlenda bændur sína, og í ljósi þess lagt á innfluttu vöruna miklu meira en hægt er að gera við þá innlendu. Eina sem ég óttast varðandi búvörusamninga til tíu ára er hvort stuðn- ingur við bændur sé það mikill að dragi um of úr hvatanum til hagræðingar. Vissulega óttast ég slíkt því allar atvinnugreinar þurfa að bæta sig jafnt og þétt eigi þær að vera samkeppnishæfar við sambærilegar greinar úti í hin- um stóra heimi. Búvörusamningar mega aldrei leiða til stöðnunar og þess að menn bíði bara eftir tékkanum frá ríkinu í stað þess að taka til í rekstr- inum. Hættan er auk þess sú að menn haldi áfram við búrekstur sem skyn- samlegra væri að leggja af. Staðreyndin er nefnilega sú að margir bændur lifa við afar kröpp kjör fjárhagslega, þrátt fyrir stuðning hins opinbera. Að búa við fjárhagsáhyggjur er hábölvað og því getur á ákveðnum tímapunkti verið betra að láta af slíkum rekstri og fara að vinna við eitthvað allt ann- að, að hluta eða öllu leyti. Bændur líkt og fólk í öðrum starfsgreinum geta þannig lent í fátækragildru sem erfitt er að losna úr. Kosturinn við tíu ára búvörusamning er engu að síður samningstíminn. Nú geta bændur betur skipulagt rekstur sinn og eytt allavega einu óvissu- atriði út úr áætlanagerð sinni. Það er svo hvers og eins að ákveða hvort þessi opinberi stuðningur er nægjanlega mikill, til viðbótar við tekjur af búrekstrinum, svo lífvænlegt sé að halda rekstrinum áfram. Það eru for- réttindi, sem alls ekki allar atvinnugreinar búa við, að hafa ákveðinn hluta tekjustreymisins eyrnamerktan, nánast sama hvað á dynur. En fyrir Íslend- inga sem þjóð er ég þess fullviss að það skaðast enginn á því að bændum sé hjálpað að framleiða áfram heilnæmar landbúnaðarvörur. Land án hirðis er ekki það sem við viljum, allavega ekki ég. Magnús Magnússon. Magnús Jónasson skipstjóri á neta- bátnum Ólafi Bjarnasyni SH frá Ólafsvík er á sinni fyrstu vertíð sem skipstjóri en hann hefur áður leyst bróðir sinn Björn Erling af á drag- nót og rækjuveiðum. Þess má geta að Björn Erlingur hefur verið með Ólaf síðan báturinn var smíðaður árið 1973. Aðspurður um aflabrögð að undanförnu segir Magnús að þetta sé svipað og undanfarin þrjú ár. „Þetta er fiskur sem er 7-8 kíló að þyngd og erum við með átta tommu riðil í netunum,“ segir hann og bæt- ir við að síðustu daga hafi þeir að- eins látið netin liggja í tvo tíma áður en dregið er aftur. Mest hafi þeir fengið 2,8 tonn, miðað við slægðan fisk, eftir aðeins tveggja tíma legu og sé þetta allt þorskur og fullur af síld. Ennfremur segir Magnús að þeir séu með fáar trossur í sjó eða þetta mest 4-5 og 13 net í hverri trossu. Magnús Jónasson kveðst bjartsýnn á vertíðina og að vænta megi góðs afla á næstunni. af Góður fiskur og nóg af honum Netabáturinn Ólafur Bjarnason SH. Magnús Jónasson skipstjóri á Ólafi Bjarnasyni SH. Aflanum landað en hann fer allur í Valafell sem gerir út Ólaf Bjarnason. Bjarni Benediktsson fjármálaráð- herra (D) hefur fyrir hönd íslenska ríkisins, afhent óbyggðanefnd kröf- ur sínar um þjóðlendur á svoköll- uðu svæði 9A, þ.e. Dalasýslu að undanskildum fyrrum Skógar- strandarhreppi. Óbyggðanefnd, sem er sjálfstæð úrskurðarnefnd á stjórnsýslustigi, kynnir nú þess- ar kröfur í þeim tilgangi að ná til þeirra sem kunna að eiga öndverðra hagsmuna að gæta. Kröfur ráðherrans voru birt- ar með lögformlegum hætti í Lög- birtingablaðinu fimmtudaginn 18. febrúar sl. Þar er skorað á þá sem telja til eignarréttinda á þjóðlendu- kröfusvæðis ríkisins að lýsa kröf- um sínum skriflega fyrir óbyggða- nefnd innan þriggja mánaða, nán- ar tiltekið í síðasta lagi miðvikudag- inn 18. maí 2016. Að loknum þeim fresti fer fram opinber kynning á heildarkröfum (ríkis og annarra) sem stendur í einn mánuð. „Einnig verður svæðinu skipt í mál og boð- að til fyrstu fyrirtöku. Málin eru síðan tekin fyrir eins oft og þörf er á en frekari gögn lögð fram og leit- ast við að skýra þau að öðru leyti. Loks fer fram svokölluð aðalmeð- ferð, með tilheyrandi vettvangs- skoðun, skýrslutökum og málflutn- ingi. Að lokinni aðalmeðferð eru mál tekin til úrskurðar og úrskurðir kveðnir upp í kjölfarið,“ segir í til- kynningu frá Óbyggðanefnd. Verkefni óbyggðanefndar er að úrskurða um annars vegar kröfur fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkisins og hins vegar kröfur þeirra sem telja sig eiga öndverðra hagsmuna að gæta, nánar tiltek- ið um: 1) Hvaða land telst til þjóð- lendna og hver séu mörk þeirra og eignarlanda, 2) Hver séu mörk þess hluta þjóðlendu sem nýttur er sem afréttur og 3) Hver séu eignarrétt- indi innan þjóðlendu. „Þess skal loks getið að óbyggðanefnd hefur þegar lokið umfjöllun um eignar- lönd og þjóðlendur á 76% af land- inu öllu og 92% lands á miðhálend- inu, samkvæmt skipulagslegri skil- greiningu á því hugtaki.“ Nákvæma afmörkun og yfirlits- kort um kröfur ráðherrans er að finna á heimasíðu óbyggðanefndar (www.obyggdanefnd.is) og á skrif- stofum viðkomandi sveitarfélags og sýslumannsembættis. Á meðfylgj- andi mynd eru skyggðu svæðin þau sem gerð er krafa um að verði þjóð- lendur. mm Ráðherra lýsir kröfum sínum í þjóðlendur í Dalasýslu

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.