Skessuhorn - 24.02.2016, Page 6
MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 20166
Afsökunarbeiðni
SKESSUHORN: Af gefnu til-
efni vill ritstjóri Skessuhorns
koma eftirfarandi á framfæri við
hlutaðeigandi viðbragðsaðila
sem voru á vettvangi banaslyss
sem varð í Ólafsvíkurhöfn síð-
degis miðvikudaginn 17. febrú-
ar síðastliðinn: „Fyrir tilviljun var
blaðamaður á vegum Skessuhorns
staddur nærri þeim vettvangi sem
slysið varð. Sýnt þykir að viðkom-
andi sýndi ekki þá tillitssemi og
nærgætni sem vænst er að starfs-
menn blaðsins geri við erfiðar að-
stæður sem þessar. Myndavél var
m.a. brugðið á loft þegar það átti
engan veginn við. Þetta harma
ég fyrir hönd Skessuhorns, enda
gegn öllum siðareglum okkar og
fjölmiðla almennt að sýna ekki
skilyrðislausa tillitssemi á erfið-
um augnablikum. Allir hlutaðeig-
andi eru beðnir afsökunar. Reynt
hefur verið að útiloka að slíkt geti
endurtekið sig.“ -mm
Ruddu ófæra vegi
fyrir sjúkrabílinn
REYKHÓLASV: Að morgni
síðasta sunnudags var óskað eft-
ir aðstoð læknis til að sinna veiku
barni vestast í Reykhólasveit.
Næsti læknir er alla jafna í Búð-
ardal og ók hann af stað ásamt
bráðaliðum á sjúkrabíl. Til að
komast á leiðarenda þurfti að
fara um Svínadal og þegar vest-
ar var komið um bæði Hjalla-
háls og Ódrjúgsháls. Mikill snjór
var í Reykhólasveitinni þennan
morgun og var björgunarsveitin
Heimamenn á Reykhólum beð-
in að fylgja sjúkrabílnum. Fylgdu
sjúkrabílnum fjórir björgunar-
sveitarmenn en sökum slæmr-
ar færðar var kallað eftir frek-
ari aðstoð vegagerðarmanns sem
ók í broddi fylkingar með snjó-
blásara. Komst fylkingin að lok-
um á leiðarenda og barnið komst
undir læknishendur og var flutt
á heilsugæslustöðina í Búðardal.
Allt fór vel að lokum, veikindi
barnsins reyndust ekki jafn alvar-
leg og talið var í fyrstu. Þurfti því
ekki að flytja barnið á sjúkrahús
og sneri fjölskyldan heim sam-
dægurs. –kgk
Áréttað vegna
Egilsgötu 11
BORGARNES: Í frétt í síð-
asta Skessuhorni var sagt frá
áformum um að byggja hæð
ofan á Egilsgötu 11 í Borgarnesi.
Ónákvæmni gætti í fréttinni og
vildi Jónína Erna Arnardótt-
ir formaður skipulagsnefndar
Borgarbyggðar koma á framfæri
eftirfarandi athugasemd: „Frétt-
in er skrifuð eins og sveitarstjórn
hafi samþykkt framkvæmdina,
en aðeins var verið að samþykkja
að hefja skipulagsvinnuna við
hækkun hússins, sem eins og við
vitum er nokkurt ferli og íbú-
ar geta þar haft áhrif á.“ Þetta
áréttist hér með. -mm
Heiðin lokuð í
tvo sólarhringa
VESTURLAND: Sjö umferð-
aróhöpp urðu í umdæmi Lög-
reglunnar á Vesturlandi í liðinni
viku, þar af eitt dauðaslys er bíll
fór í Ólafsvíkurhöfn, eins og sagt
er frá á forsíðu. Nokkurn óveð-
urshvell gerði um síðustu helgi
með tilheyrandi snjókomu, skaf-
renningi og hríðarbyl. Tveir
bílar, fólksbíll og jeppi, fóru
útaf á Holtavörðuheiðinni og
var heiðinni lokað í framhald-
inu og var hún lokuð í um tæpa
tvo sólarhringa en umferð var
vísað á veginn um Laxárdals-
heiði og Bröttubrekku en sú leið
hélst opin fyrir vel búna bíla.
Ekkert lát er á aðstoðarbeiðn-
um erlendra ferðamanna sem
eru að festa bíla sína í snjó víðs
vegar í umdæminu. Vinsælustu
festustaðirnir þessa vikuna voru
Hítardalur, Öndverðarnesveg-
ur, Langavatnsvegur, Norðurár-
dalur, Garpadalsvegur við Gils-
fjörð, Vatnaleið, Skógarstrand-
arvegur, Snæfellsnesvegur við
Vegamót og Útnesvegur. Lög-
reglan ræsti út björgunarsveit í
einu tilvikinu þar sem ökumaður
var talinn vera í hættu en í hin-
um tilvikunum voru allir í góðu
lagi og var viðkomandi því kom-
ið í samband við þjónustuað-
ila sem að taka að sér að draga
upp bíla og aðstoða ökumenn í
vandræðum. Loks segir í dagbók
lögreglu að einn ökumaður hafi
verið tekinn fyrir meintan akst-
ur undir áhrifum fíkniefna. Til-
kynnt var um tvo ökumenn sem
taldir voru ölvaðir en við athug-
un kom í ljós að þeir voru báðir
í lagi. -mm
Spurt um ávinning
af sameiningu
heilbrigðisstofnana
LANDIÐ: Elsa Lára Arnar-
dóttir, þingmaður Framsókn-
arflokks í Norðvesturkjördæmi,
beindi í síðustu viku spurning-
um til Kristjáns Þórs Júlíus-
sonar heilbrigðisráðherra um
ávinning af sameiningu heil-
brigðisstofnana á landsbyggð-
inni. Elsa Lára óskar eftir upp-
lýsingum um sparnað af sam-
einingu eftirtalinna heilbrigð-
isstofnana: Heilbrigðisstofn-
unar Vesturlands, Heilbrigðis-
stofnunar Vestfjarða og Heil-
brigðisstofnunar Norðurlands.
Elsa Lára spurði ráðherra einn-
ig hvort rekstrargrundvöllur
þessara heilbrigðisstofnana hafi
verið styrktur frá sameiningu
og eftir atvikum hvernig það
sundurliðast eftir fyrrgreindum
stofnunum. Samkvæmt þing-
skaparlögum hefur ráðherra 15
þingdaga til að svara fyrirspurn-
inni. –mm
Verslunum sem hafa opið allan sól-
arhringinn hefur fjölgað á síðustu
árum. Á Vesturlandi hefur Olís í
Borgarnesi haft þann háttinn á í
nokkur ár og nú hefur verslun 10 -
11 á Akranesi bæst í hópinn. „Við
byrjuðum á þessu 4. janúar en það
var svo sem ekkert auglýst strax,“
segir Jósef Róbertsson verslunar-
stjóri 10 - 11 á Akranesi í samtali við
Skessuhorn. „Þetta byrjaði því ró-
lega hjá okkur en er alltaf að aukast,“
bætir hann við. Sólarhringsopnun er
í flestum 10 - 11 verslunum lands-
ins. Á Akranesi er þó einungis opið í
lúgunni, frá klukkan 23:30 á kvöldin
og fram á morgun. Jósef segir við-
skiptavini ánægða með þjónustuna.
„Það er meira að gera um helgar en
aðrar nætur er alltaf einhver reyt-
ingur. Þetta hefur til dæmis mælst
vel fyrir hjá þeim sem vinna á næt-
urvöktum. Við erum alltaf að reyna
að koma til móts við viðskiptavini
og stefnan er að bjóða upp á þessa
þjónustu fyrir nátthrafnana.“
Fram til þessa hefur einn starfs-
maður staðið næturvakt í verslun-
inni en Jósef segir að líklegt sé að
því verði breytt. „Grillið er því lok-
að á nóttunni um helgar en það er
hægt að fá pylsur, franskar og til-
búnar samlokur hjá okkur. Í sum-
ar munum við líklega fjölga á vakt-
inni og þá verður grillið einnig haft
opið.“
grþ
Sólarhringsopnun hjá 10 - 11 á Akranesi
Jósef Róbertsson verslunarstjóri 10 - 11 Akranesi.
Í Brekkubæjarskóla á Akranesi eru
nú reglulega haldnar brunaæfing-
ar, en ráðgert er að þær verði a.m.k.
fjórar. Æfingarnar eru undirbúnar,
þ.e. nemendur fá að vita nákvæm-
lega hvenær þær verða og geta verið
tilbúnir með skó og útiföt. Tilgang-
ur æfinganna er að velja öruggustu
útgönguleiðina og fara út á sem
skemmstum tíma komi til eldsvoða.
Allir fara á fyrirfram ákveðinn stað
á skólalóðinni. Fylgst verður með
því hvort allir séu á réttum stað og
hvort einhverja vanti. Viðbragðs-
og rýmingaráætlanir skólans verða
metnar og endurbættar eftir atvik-
um. Á heimasíðu skólans segir að
með æfingunum sé einnig verið að
hugsa til þess að styrkja nemend-
ur og starfsfólk sem lenti í eldsvoð-
anum haustið 2014 en hjá mörg-
um hefur borið á kvíða og hræðslu
við að heyra í brunabjöllunni. For-
eldrum er velkomið að vera með
börnum sínum á æfingunum ef þeir
telja ástæðu til þess. Næstu æfing-
ar verða fimmtudaginn 25. febrúar,
miðvikudaginn 2. mars og þriðju-
daginn 8. mars. Æfingarnar hefjast
allar með því að kveikt er á bruna-
bjöllunni kl. 8.30. mm
Halda röð brunaæfinga
í Brekkubæjarskóla
Nemendur koma sér fyrir úti á skilgreindum stöðum ef til brunaútkalls kemur.
Ljósm. Brekkubæjarskóli á Facebook.