Skessuhorn - 24.02.2016, Side 12
MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 201612
Á aðalfundi í Kúabændafélaginu Baulu, sem fram fór síðastliðinn föstudag, voru veittar við-
urkenningar nokkrum kúabúum á starfssvæði félagsins fyrir ræktunarstarf. Kúabændafélagið
Baula á Vesturlandi var stofnað árið 2011. Það tók við af Mjólkurbúi Borgfirðinga, sem er sam-
vinnufélag sem stofnað var 1994 og tók síðar yfir hlutverk þriggja kúabændafélaga á Borgar-
fjarðarsvæðinu. Félagið nær ekki yfir Dalabyggð og Borgarfjörð sunnan Skarðsheiðar. Hlut-
verk Baulu er að vinna að sameiginlegum hagsmunum kúabænda á svæðinu.
Kýrin Urður á Hvanneyri er afurðahæsta kýrin á Vesturlandi en afkomendur hennar skora einnig hátt.
Afurðahæstu kúabúin
og bestu gripirnir
Afurðahæstu kúabúin 2015
Sæti Kúabú Árský
r
Afurðir á
árskú
Fita % Prótein
%1. Hvanneyri í Andakíl 68 7.593 3,87 3,29
2. Helgavatn í Þverárhlíð 92,5 7.217 4,56 3,33
3. Ásgarður í Reykholtsdal 60,6 7.202 4,05 3,29
4. Hrauntún í Kolbeinsstaðahreppi 34,6 7.169 3,86 3,23
5. Furubrekka í Staðarsveit 41 6.951 4,05 3,25
6. Hægindi í Reykholtsdal 10 6.736 4,25 3,38
7. Stakkhamar í Eyja- og Miklaholtshr. 59,4 6.711 4,01 3,28
8. Melur í Hraunhreppi 46,7 6.702 4,42 3,28
9. Tröð í Kolbeinsstaðahreppi 27,7 6.616 4 3,34
10. Snorrastaðir í Kolbeinsstaðahreppi 27,9 6.602 4,2 3,34
Table 1
Afurðahæstu kýrnar á starfssvæðinu
Sæti Kúabú Nr. Nafn Faðir Ársafurðir Fita % Prótein %
1. Hvanneyri í Andakíl 1229 Urður Laski nr. 00010 12.489 3,11 2,87
2. Laxárholt í Hraunhreppi 624 Aþena Aðall nr. 02039 11.955 4,41 3,47
3. Ásgarður í Reykholtsdal 131 Króna 0349391-0198 11.163 3,56 2,91
4. Hvanneyri í Andakíl 1355 Önd Lögur nr. 07047 11.060 3,93 3,18
5. Helgavatn í Þverárhlíð 521 Retta Vindill nr. 05028 10.956 4,53 3,62
6. Hvanneyri í Andakíl 1380 Björk Blámi nr. 07058 10.936 3,58 3,28
7. Helgavatn í Þverárhlíð 505 Grallari nr. 05017 10.865 5,15 3,28
8. Ölkelda 2, Staðarsveit 512 Roða Sláni nr. 05007 10.858 3,71 3,12
9. Hvanneyri í Andakíl 1493 Skegla Kraki nr. 09002 10.578 3,89 3,11
10. Skálpastaðir í Lundarreykjadal 1032 Frigg Laski nr. 00010 10.563 4,83 3,19
Table 1
Hæst dæmdu kvígur í kvíguskoðun RML árið 2015
Sæti Kúabú Nr. Nafn Faðir Móðir Dómur Kynbótamat Stig alls
1.
Glitstaðir í
Norðurárdal
411 Rjóð Birtingur nr. 05043 Rauðka nr. 356 94 110 298
2.
Stakkhamar í Eyja- og
Miklaholtshr.
421 Tópas nr. 03027 nr. 333 93,2 111 297,4
3.
Furubrekka í
Staðarsveit
542 Þúfa Rauður nr. 04021 Fura nr. 371 95,8 102 293,6
4. Hvanneyri í Andakíl 1539 Skuld Aðall nr. 02039 Urður nr. 1229 89,6 114 293,2
5.
Dýrastaðir í
Norðurárdal
336 Ræma Koli nr. 06003 Jörð nr. 266 93,4 106 292,8
6.
Steindórsstaðir í
Reykholtsdal
391 Rák Baldi nr. 06010 Búbót nr. 294 94 104 292
7.
Furubrekka í
Staðarsveit
530 Næla Muni nr. 10018 Litla-Nál nr.414 93,2 105 291,4
8.
Glitstaðir í
Norðurárdal
636 Björg Mörsugur nr. 10097 Vör nr. 659 91,6 106 289,2
9.
Þverholt í
Álftaneshreppi
544 Lukka Glæðir nr. 02001 Úða nr. 356 89 111 289
10. Hvanneyri í Andakíl 1571 Gullhúfa Úranus nr. 10081 Glína nr. 1177 92,6 103 288,2
Síðastliðinn föstudag var skrif-
að undir nýja búvörusamninga
við bændur. Það gerðu fulltrúar
Bændasamtaka Íslands og sjávarút-
vegs- og landbúnaðarráðherra auk
fjármála- og efnahagsráðherra fyr-
ir hönd ríkissjóðs. Samningarnir
eru gerðir samkvæmt búnaðarlög-
um og fjalla um starfsskilyrði við
framleiðslu grænmetis, kindakjöts
og nautgripaafurða. Samningarn-
ir eru til tíu ára en gert er ráð fyrir
að þeir verði teknir til endurskoð-
unar tvisvar á samningstímanum,
árin 2019 og 2023. Það er nýmæli
að gildistíminn sé þetta langur, en
ástæða þess er að með samningun-
um er verið að ráðast í umfangs-
miklar breytingar á starfsumhverfi
landbúnaðarins sem kallar á lang-
tímahugsun, segir í tilkynningu frá
samningsaðilum.
Stefnt er að því að leggja af kvóta-
kerfi, bæði í mjólkurframleiðslu
og í sauðfjárrækt. Losað verður
um styrkjafyrirkomulagið þann-
ig að greiðslur til bænda verða ekki
bundnar við framleiðslu á mjólk eða
kjöti eins og verið hefur. Útgjöld
ríkisins til landbúnaðarmála hækka
um rúmar níu hundruð milljón-
ir árið 2017 en fara stiglækkandi
út samningstímann og verða held-
ur lægri á síðasta ári samningsins
en þau verða í ár. Í nýju samning-
unum er lögð aukin áhersla á líf-
ræna framleiðslu, velferð dýra, um-
hverfisvernd og sjálfbæra landnýt-
ingu. Veigamiklar breytingar fela
það í sér að nýliðun og kynslóða-
skipti í landbúnaði verða auðveld-
ari en verið hefur. Sérstakt verk-
efni kemur inn í samninginn um
stuðning við skógarbændur til að
auka virði skógarafurða. Um leið er
kveðið á um annað nýtt verkefni um
mat gróðurauðlindum sem ætlað
er til frekari rannsókna á landi sem
nýtt er til beitar. Jafnframt verða
möguleikar á fjárfestingastyrkjum í
svínarækt fyrri hluta samningstím-
ans til þess að hraða umbótum sem
bæta eiga aðbúnað dýra. Jarðrækt-
arstuðningur er aukinn verulega
og gerður almennari. Hægt verð-
ur að styðja betur við ræktun, þar
með talið ræktun matjurta en það
er nýmæli. Um leið verður tekinn
upp almennur stuðningur á ræktar-
land sem er ekki bundinn ákveðinni
framleiðslu. Stuðningur við lífræna
framleiðslu verður tífaldaður frá því
sem nú er og sérstakur stuðningur
verður tekinn upp við geitfjárrækt,
sem ekki hefur verið áður. Enn-
fremur fylgir samningnum bókun
þar sem gert er ráð fyrir frekari við-
ræðum um innviði hinna dreifðu
byggða og almenn atriði er varða
byggðastefnu stjórnvalda.
Mjólkursamningur
tekur breytingum
Í nautgriparæktarsamningi er
stefnt að viðamiklum breyting-
um. Vægi greiðslna út á fram-
leidda mjólk auk gripagreiðslna
eykst en á móti er gert ráð fyrir að
vægi greiðslna út á greiðslumark
verði þrepað niður. Viðskipti með
greiðslumark verða jafnframt tak-
mörkuð en aðlögunartími er tals-
verður. Horft er til þess að hægt
verði að afnema kvótakerfi í mjólk-
urframleiðslu en ákvörðun um það
verður ekki tekin fyrr en við fyrri
endurskoðun árið 2019. Atkvæða-
greiðsla verði meðal mjólkurfram-
leiðenda um málið áður en til þess
kemur. Ný verkefni eru einkum að
nú verður tekinn upp stuðningur
við nautakjötsframleiðslu, en inn-
lend framleiðsla hefur ekki ann-
að eftirspurn síðustu ár. Ennfrem-
ur verður mögulegt að fá stuðning
við fjárfestingar, sem líka er ný-
mæli. Þá mun ráðherra beita sér
fyrir því að tollvernd á ákveðnum
mjólkurvörum verði færð til raun-
gildis, en hún hefur verið óbreytt í
krónum talið frá árinu 1995.
Garðyrkjusamningur
áþekkur fyrri samningum
Samningur garðyrkjubænda er um
margt áþekkur fyrri samningum
og engar snöggar eða áhrifamiklar
breytingar eru fyrirsjáanlegar vegna
hans. Kveðið er á um hlutdeild rík-
isins í kostnaði við dreifingu og
flutning raforku, en undanfarin ár
hafa verið gerðir sérstakir samning-
ar um þá þætti, utan búvörusamn-
inga. Áfram munu papriku-, gúrku-
og tómataframleiðendur fá bein-
greiðslur vegna framleiðslu sinn-
ar. Sett hefur verið viðmið um há-
marksstuðning til einstaka bænda
vegna beingreiðslna og niður-
greiðslna á flutnings- og dreifing-
arkostnaði raforku í því skyni að
þeir fjármunir sem til ráðstöfunar
eru nýtist sem best.
Breyttar áherslur í
sauðfjársamningi
Í sauðfjárræktarsamningi eru
breyttar áherslur frá fyrri samn-
ingi. Markmið nýja samningsins er
að efla íslenska sauðfjárrækt í sátt
við samfélag og náttúru þar sem
sérstaða, sjálfbærni, fjölbreytni,
verðmætasköpun og góðir búskap-
arhættir eru hafðir að leiðarljósi.
Vægi álagsgreiðslna gæðastýringar
er aukið og greiðslur út á greiðslu-
mark þrepaðar niður á móti. Tekn-
ar verða upp gripagreiðslur í sauð-
fjárrækt þegar liðið er á samn-
inginn, en á öðru ári hans hefjast
greiðslur sem kallast býlisstuðn-
ingur og eru sérstaklega ætlaðar
til að styðja við minni bú. Einnig
verður kostur á fjárfestingastuðn-
ingi í sauðfjárrækt og stuðning-
ur við svæði sem eru sérstaklega
háð sauðfjárrækt verður aukinn.
Nýtt verkefni er í samningnum
um aukið virði afurða sem er ætlað
til margskonar aðgerða til að auka
verðmæti framleiðslunnar.
mm
Nýir búvörusamningar undirritaðir
Fulltrúar búgreinafélaganna, ráðherra landbúnaðarmála og formaður Bændasamtaka Íslands.