Skessuhorn - 24.02.2016, Page 18
MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 201618
Aðalfundur Umhverfisvaktarinnar
við Hvalfjörð var haldinn 14. febrú-
ar síðastliðinn í Garðakaffi á Akra-
nesi. Á fundinum voru samþykktar
nokkrar ályktanir sem eðli málsins
samkvæmt snúa allar að umhverf-
ismálum en ábendingum beint til
ólíkra stofnana sem um þau fjalla.
Meðal annars skorar félagið á um-
hverfisráðherra að láta gera úttekt
á því hvort ákvarðanir Umhverfis-
stofnunar gagnvart mengandi iðju-
verum á Grundartanga samræm-
ist meginmarkmiðum stofnunar-
innar, sem er að vernda náttúru og
lífríki Íslands. Vill félagið að þess-
ari úttekt verði lokið haustið 2016.
Í greinargerð með tillögunni segir
m.a. að iðjuverin á Grundartanga
beri ábyrgð á umhverfisvöktun
vegna eigin mengunar samkvæmt
starfsleyfi sem Umhverfisstofn-
un gefur út og ber ábyrgð á. „Allt
vöktunarferlið er á forræði iðjuver-
anna sem stöðugt senda eiturefni út
í andrúmsloftið. Umhverfisvaktin
við Hvalfjörð álítur að Umhverfis-
stofnun vinni gegn eigin markmið-
um með því að veita starfsleyfi sem
inniheldur slíka þjónkun við meng-
andi iðjuver, jafnvel þó að dæmi um
slíkt megi finna í öðrum löndum,“
segir í greinargerðinni.
Þá er í annarri samþykkt aðal-
fundarins skorað á Umhverfisstofn-
un að draga til baka nýtt starfsleyfi
sem Norðuráli á Grundartanga var
veitt þann 16. desember síðastlið-
inn þar sem það gefur Norðuráli
meiri möguleika til losunar flúors
en eldra starfsleyfið gerir. Minnt
var á að eldra starfsleyfið gildir til
ársins 2020.
Þá var skorað á umhverfisráð-
herra að hefja nú þegar undirbún-
ing þess að flytja ábyrgð á um-
hverfisvöktun vegna mengunar frá
iðjuverunum á Grundartanga frá
forsvarsmönnum iðjuveranna til
óháðrar, til þess bærrar stofnunar.
Umhverfisvaktin samþykkti að að
skora enn og aftur á Matvælastofn-
un að hlutast til um að hafnar verði
grunnrannsóknir á þoli íslensks bú-
fjár gagnvart flúori í fóðri og áhrif-
um langtíma flúorálags á heilsu ís-
lensks búfjár. Fundurinn vísar til
þess að nú þegar eru þrjú stór ál-
ver starfandi á Íslandi og hugmynd-
ir eru uppi um fleiri slík, auk þess
sem vænta má eldgosa sem hafa í
för með sér verulega flúormengun.
Loks skora félagsmenn Um-
hverfisvaktarinnar á stjórn Faxa-
flóahafna að snúa sé að öðrum og
uppbyggilegri verkefnum en meng-
andi iðnaði í Hvalfirði, sem orðið
hefur tekjulind fyrir eigendur Faxa-
flóahafna, einkum Reykjavíkur-
borg. „Aðalfundurinn hafnar því að
tilraunaverkefni Silicor Materials
verði komið fyrir í Hvalfirði. Jafn-
framt hvetur aðalfundurinn stjórn
Faxaflóahafna til þess að leggjast
í nákvæma skoðun á fyrirbærinu
„grænn iðnaður“ og hafa hugfast
að þungaiðnaður getur aldrei orð-
ið „grænn“.“
mm
Umhverfisvaktin við Hvalfjörð
ályktar um umhverfismál
Mikið var á síðasta ári rætt um sam-
einingu Landbúnaðarháskóla Íslands,
Háskólans á Bifröst og Háskólans
á Hólum og meðal annars skipað-
ur starfshópur sem kanna átti væn-
leika sameingingar. Þar áður hafði
verið rætt um sameiningu LbhÍ og
Háskóla Íslands. Ríkti tímabil óvissu
meðal stjórnenda þessara skóla, sem
ekki vissu með hvaða hætti rekstrin-
um yrði háttað í framtíðinni. Vinna
nefndar um þau mál skilaði engri
niðurstöðu og nú er unnið að heild-
arstefnumótun í rekstri íslenskra há-
skóla. Björn Þorsteinsson, rektor
LbhÍ, telur að allar hugmyndir um
sameiningu hafa verið slegnar út af
borðinu að sinni. „Í tengslum við
áform um sameiningu LbhÍ og HÍ,
sem náðu ekki fram að ganga og síð-
ar áform um sameiningu háskólanna
þriggja í Norðvesturkjördæmi, varð
tímabil biðstöðu. En nú er í mennta-
málaráðuneytinu unnið að heild-
stæðri stefnumótun fyrir íslenska
háskóla. Ég tel því að öll áform um
sameiningu skólanna hafi verið lögð
til hliðar í bili,“ segir hann.
Nauðsynlegur skóli í
nánd við umhverfið
Hluti þeirrar stefnu sem unnið er að
í ráðuneytinu er fimm ára rammi um
fjárhag ríkisstofnana. Þar verði gerð-
ar skýrar kröfur um rekstrarafkomu
og fjárframlög. „Mikið hefur verið
talað um vanfjármögnun háskólanna
á undanförnum árum. Við erum
til að mynda langt undir meðaltali
OECD ríkja í framlögum til opin-
berra háskóla og enn lengra frá nor-
rænum viðmiðum. En mér heyrist á
yfirvöldum að það sé almennur vilji
til að ráðstafa meiru fé til háskólanna
og ég vona að svo verði,“ segir Björn.
„En það liggur fyrir að draga þarf
skýrari ramma um stærð kerfisins í
heild, forgangsraða fé til háskóla á
Íslandi og að taka ýmsar stefnumark-
andi ákvarðanir,“ bætir hann við.
Björn telur að ekki verði hjá því
komist hér á landi að reka litlar ein-
ingar innan háskólakerfisins með
afmörkuð sérsvið. „Ísland er lít-
ið samfélag og verður að geta þolað
að ákveðin fræðasvið séu lítil,“ seg-
ir hann og vísar til skólans á Hvann-
eyri. Hann bætir því við að þar verði
aldrei rekinn stærðarhagkvæmur
skóli. Hann sé staðsettur á jaðarsvæði
fyrir háskólarekstur og sé óhagkvæm-
ur í rekstri út frá miskunnarlausri
hagkvæmnigreiningu. „En skóli hér
er nauðsynlegur vegna nándarinnar
við viðfangsefnið. Samfélagið verður
að átta sig á aðstæðum. Það er óhjá-
kvæmilegt að hafa einhvern viðbún-
að til að þekkingu á okkar sviði megi
viðhalda og fleyta fram um ókomna
tíð,“ segir Björn.
Starfsreglur skólans
endurskoðaðar
Með því að leggja til hliðar samein-
ingaráform líkur þessu óvissutíma-
bili og stjórnendur skólanna geta lit-
ið til framtíðar. Björn segir því rétta
tímann fyrir skólann að ráðast í um-
bætur inn á við. Til standi að taka
starfsreglur skólans til gagngerr-
ar endurbótar. Á döfinni er að sam-
eina í eina sæng tvær háskóladeildir
skólans; auðlindadeild og umhverf-
isdeild. „Tilgangurinn með því er
að auka krítískan massa innan deild-
ar og efla þverfagleg tök milli við-
fangsefna,“ segir Björn. Þannig megi
styrkja stöðu námsleiðanna sem boð-
ið er upp á við skólann. „Landbún-
aðarháskólinn hefur stóru hlutverki
að gegna í samfélaginu. Hann miðlar
vísindalegri þekkingu um það hvern-
ig megi nýta auðlindir landsins og
hvernig skuli fara með land út frá
faglegu sjónarmiði,“ segir hann.
Sumar spurningar tengdar þeim
málefnum eru aftur á móti hrein-
ar og klárar pólitískar spurningar.
„Hver er rétt meðferð lands? Hvern-
ig framleiðum við matvæli á okkar
landi á sem sjálfbærastan hátt? Hvar
á að hafa skóg og til hvers? Hvar á
að friða og hvar á að reisa frístunda-
byggð? Raunvísindin ein og sér geta
auðvitað ekki gefið einhlít svör við
öllu hér. En þau veita faglega þekk-
ingu sem hægt er að nýta þegar kem-
ur að því að svara slíkum spurning-
um,“ segir Björn. Betur menntað fólk
hafi betri forsendur til að taka slíkar
ákvarðanir. „Eitt er það sem stjórn-
endur skólans hafa mikinn áhuga á,
en það er að efla fagþekkingu í sam-
félaginu á þessu mikilvæga sviði. Það
verður aðeins gert ef fólk hefur að-
gang að þeirri menntun sem við veit-
um. Til dæmis eru fáir sem komast
á sinni grunn- og framhaldsskóla-
göngu í snertingu við öfluga nátt-
úrufræðikennslu, en því er brýnt að
breyta,“ segir hann og bætir við öðru
dæmi af öðru fagsviði sem skólinn
kennir. „Lengi vel voru ekki marg-
ir menntaðir skipulagsfræðingar að
vinna hjá sveitarfélögunum. Þeim
hefur fjölgað nokkuð á undanförn-
um árum og það er vel.“
En þrátt fyrir að skref hafi verið
tekin í rétta átt telur Björn að hvergi
megi slá af, halda verði áfram á sömu
braut. „Ef við missum flugið þá er
hætt við að vaxi úr grasi kynslóð sem
getur ekki tekið afstöðu til pólitískra
málefna sem varða náttúruna og nýt-
ingu hennar. Okkar vilji er að þær
fagstéttir sem hafa með auðlindanýt-
ingu landsins að gera séu sem best
menntaðar.“ kgk
Áform um sameiningu háskóla slegin út af borðinu
Rektor segir Landbúnaðarháskólann hafa stóru hlutverki að gegna í samfélaginu
Björn Þorsteinsson, rektor LbhÍ.
Á komandi misserum stendur til
að sinna taka upp þráðinn þaðan
sem frá var horfið í viðhaldi á hús-
næði LbhÍ. Unnið hefur verið að því
undanfarin sumur að klæða útveggi
og skipta um glugga á suðurhlið Ás-
garðs, gömlu heimavistar Land-
búnaðarháskólans á Hvanneyri,
og hún máluð að öðru leyti. Bygg-
ingin hýsir nú kennslustofur, bóka-
safn, mötuneyti og skrifstofur skól-
ans. „Eftir er að klæða og skipta um
glugga á norðurhlið hússins,“ seg-
ir Björn Þorsteinsson rektor í sam-
tali við Skessuhorn. Einnig verður
á neðstu hæð hússins lokið við gerð
kennslustofu sem einnig mun nýtast
sem fjarfundarými. Þá verður skipt
um gólfefni og húsgögn endurnýj-
uð í kjallaranum. Er það liður í því
að bæta aðstöðu nemenda. „Rýmin
í kjallaranum eru komin vel til ára
sinna. Þau eru dálítið eins og minn-
isvarði um liðna tíma. Fyrrum nem-
endur sem koma hingað í heimsókn
hafa gjarnan orð á því að svona hafi
þetta verið í gamla daga. Slitin teppi
og gömul húsgögn,“ segir Björn og
brosir. „En þetta stendur allt saman
til að endurnýja.“
Nýlega var tekinn í notkun lítill
líkamsræktarsalur í Ásgarði og eru
nemendur þegar farnir að nýta sér
hann. „Aðstaðan er ekki stór og læt-
ur ekki mikið yfir sér en þar er allt
það nauðsynlegasta, lóð og tæki,“
segir Björn. „Líkamsræktina geta
allir nemendur og starfsfólk skólans
nýtt sér endurgjaldslaust.“
Fyrirhuguð útleiga
gömlu skólahúsanna
Einnig standa nú yfir umbætur á
eldri byggingum landbúnaðarskól-
ans, Gamla skólanum og Skóla-
stjórahúsinu. „Þær framkvæmdir
miða að því að eldri byggingarnar
okkar standist kröfur nútímans um
brunavarnir,“ segir Björn. Hann
segir stjórnendur LbhÍ hafa kann-
að möguleika þess að leigja þau
hús hverjum sem þau gætu nýtt sér
og fyrir því hefur Alþingi nú veitt
heimild. Ekki sér enn fyrir endann
á undirbúningi slíkrar útleigu þar
sem brunahönnun er enn í gangi
og kostnaðarmati er ekki enn lok-
ið og þá er sjálf framkvæmdavinn-
an eftir. Að því loknu þarf að fara
fram útboð í gegnum Ríkiskaup til
að tryggja gegnsæi og jafnræði aðila
á markaði. Telur hann að þar liggi
tækifæri fyrir framtakssamt fólk
á Hvanneyri og nágrenni. „Hug-
myndaríkt fólk sem hyggst hasla sér
völl í ferðaþjónustu gæti til dæmis
leigt húsnæði af landbúnaðarhá-
skólanum. Í gömlu byggingunum
er rými fyrir allstóra hópa og leiga á
þeim kæmi sér vel fyrir alla. Ferða-
þjónustufyrirtæki hefði þar húsnæði
til afnota og skólinn fengi af því
tekjur,“ segir hann. Yrði þetta að
sögn Björns góð viðbót við rekstur
skólans. „Árlega veitum við nokk-
uð miklu fé til viðhalds á húsnæði
skólans. Að þessu sinni eru það um
60 milljónir á Hvanneyri, ekki síst
vegna umbóta á gömlu byggingun-
um,“ segir Björn og viðurkennir að
það sé nokkur upphæð. „En það er
eitthvað sem þarf að gera. Þetta eru
sögufrægar og friðaðar byggingar.
Það er mikils virði að húsakostur
sé í lagi og gott ef við gætum haft
af honum einhverjar leigutekjur,“
segir hann.
kgk
Viðhaldsframkvæmdir framundan hjá LbhÍ
Skólastjórahúsið á Hvanneyri. LbhÍ hefur fengið heimild frá Alþingi til að leigja
húsið út, sem og Gamla skólann.