Skessuhorn - 24.02.2016, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 201622
Mikið hefur verið talað um sjón-
varpsþættina Ófærð á kaffistofum
landsins og ýmsar kenningar voru
á lofti fyrir sýningu lokaþáttanna
um niðurstöðu þess hver skúrkur-
inn væri. Upp úr þessu spratt sú
hugmynd að hrista upp í kaffistofu-
stemningunni í Dölum og bregða
á leik. Veitinga- og gistiheimilið
Dalakot í Búðardal hélt utan um
viðburðinn og sendi út áskorun um
miðja vikuna þar sem kaffistofur á
svæðinu voru hvattar til að bregða
á leik og setja fram sínar kenn-
ingar um lyktir mála. Niðurstöð-
um var skilað í Dalakot fyrir sýn-
ingu lokaþáttanna tveggja á sunnu-
daginn þar sem fólk sameinaðist og
horfði á þættina á tjaldi. Eftir sýn-
ingu voru kenningar þátttakenda
krufnar og höfðu menn gaman af
hversu fjölbreyttar kenningarnar
voru. Vildu þátttakendur meina að
það væri til marks um hversu góð
fléttan væri að enginn skyldi giska
á rétta morðingjann í Geirmundar-
málinu en réttar lausnir bárust þó á
öðrum málum, svo sem á brunun-
um tveimur og ýmsum málum sem
tengdust Geirmundi. Þátttakendur
voru allir sammála um ágæti þátt-
anna og leyfa sér að vona að unnið
verði að framhaldi enda telja sumir
að ekki séu öll kurl komin til graf-
ar ennþá.
sm
Kaffistofuáskorun í Dalakoti
fyrir lokaþátt Ófærðar
Svipmynd úr Dalakoti.
Dr. Emily Lethbridge heldur fyr-
irlesturinn, Landnámabók sem
(landa)kort, í Snorrastofu í Reyk-
holti þriðjudaginn 1. mars næst-
komandi. Þar fjallar hún um hug-
myndafræði, sem gengur út frá
því að lesa megi Landnámu eins
og landakort þó hún sé með orð-
um gerð. Kenning Emily færir rök
fyrir því að hlutverki landakorta
og bókmennta svipi saman við að
koma skipulagi á og halda utan um
þekkingu samtímans á landi og lífi.
Bæði kort og frásagnir séu grind-
ur eða formgerðir, sem notuð séu
í þessum sama tilgangi.
Emily hefur rannsakað varð-
veislu Íslendingasagna í handritum
og hvaða hlutverk landslagið leik-
ur í henni. Margir minnast hennar
þegar hún ferðaðist um landið fyr-
ir nokkrum árum á gömlum sjúkra-
bíl og vann að rannsóknum sínum.
Hún er doktor í fornbókmenntum
frá Háskólanum í Cambridge og
starfar um þessar mundir að rann-
sóknum við Miðaldastofu Háskóla
Íslands og Stofnun Árna Magnús-
sonar í íslenskum fræðum auk þess
sem hún sinnir kennslu í miðalda-
fræðum við Háskóla Íslands.
Hún vinnur nú að því að þróa
stafræna tólið „Icelandic Saga
Map“, þar sem öll örnefni í Íslend-
ingasögunum eru tengd korti, og
hægt er því að lesa sögurnar út frá
landinu. Verkefnið, Icelandic Saga
Map, hlaut fyrsta sæti í árlegri
samkeppni um Hagnýtingarverð-
laun Háskóla Íslands í nóvember
2015 og kortið er aðgengilegt hjá
http://sagamap.hi.is.
Fyrirlesturinn hefst að venju kl.
20:30 og að honum loknum verð-
ur boðið til kaffiveitinga og um-
ræðna. Aðgangseyrir er kr. 500.
-fréttatilkynning
Spurt hvort hægt sé að lesa
Íslendingasögurnar eins og landakort
Dr. Emily Lethbridge ásamt Jóni Atla Benediktssyni háskólarektor við afhendingu
Hagnýtingarverðlauna HÍ 2015. Ljósm. Kristinn Ingvarsson.
Annað kvöld, fimmtudaginn 25.
febrúar, hefst í Stykkishólmi Júlí-
ana - hátíð sögu og bóka, með setn-
ingarathöfn í Vatnasafninu. Er há-
tíðin haldin ár hvert og tileink-
uð minningu skáldkonunnar Júlí-
önu Jónsdóttur. Árið 1876 gaf hún
út ljóðabókina Stúlku og varð þar
með fyrsta íslenska konan sem fékk
gefna út eftir sig ljóðabók. „Júlíönu-
hátíðin er að mínu viti mjög merk-
ur viðburður og hefur aldrei verið
umfangsmeiri en núna,“ segir Gréta
Sigurðardóttir, einn skipuleggjenda
í samtali við Skessuhorn.
Eitt af markmiðum hátíðarinn-
ar er að vekja athygli á og hvetja til
lesturs bóka. Liður í því er að virkja
grunnskólabörn til þátttöku í dag-
skránni. Yfirskrift hátíðarinnar í ár
er „En hvað það var skrítið,“ og af
því tilefni hafa grunnskólabörn les-
ið verðlaunabókina Mömmu klikk
eftir Gunnar Helgason. „Gunnar
mun koma og hitta börnin í gömlu
kirkjunni á föstudaginn, ræða við
þau um bókina og svara spurning-
um,“ segir Gréta, en bókin hlaut
einmitt Íslensku bókmenntaverð-
launin í flokki barnabóka. „Mín trú
er sú að með þessu getum við aukið
áhuga barna á lestri bóka. Ef börn
elska að lesa þá verða þau bókafólk.
Ef þau lesa aldrei bækur er líklegra
að þau fari á mis við það á fullorð-
insárunum,“ segir Gréta. Hún bæt-
ir því við að yngri grunnskólabörn
hafi skapað listaverk tengd bók-
inni undir handleiðslu Kristbjarg-
ar Hermannsdóttur textílkennara.
„Þau hafa búið til skúlptúra inn-
blásna af sögupersónum bókarinnar
sem verða þeir til sýnis í Amtsbóka-
safninu á föstudag og ég hvet alla til
að koma og skoða,“ segir hún.
Hvatt til sköpunar
Að vanda verða sagðar sögur í
heimahúsum. Bjóða húsráðendur
þá sögumanni inn á heimili sitt og
gestum að koma og hlýða á. „Með
því viljum við halda í sagnahefðina
sem fylgt hefur þjóðinni frá Land-
námi,“ segir Gréta.
Einnig mun hópur sem hist hef-
ur í Hótel Egilsen í janúar og hlýtt
á Hundadaga eftir Einar Má Guð-
mundsson koma saman og hitta
höfundinn. Geta má þess að Ein-
ar er einnig handhafi Íslensku bók-
menntaverðlaunanna. Við það til-
efni verður snædd hin víðfræga
Júlíönusúpa, sem er fastur liður í
dagskrá hátíðarinnar.
Í ár hefur verið bryddað upp á
þeirri nýbreytni að hefja samstarf
við tónlistarskólann. „Þriðja stigs
nemendur hafa samið lag við ljóð
eftir Júlíönu. Um er að ræða frum-
samið verk sem nemendur hafa
unnið að með leiðsögn kennara.
Verður ljóðið lesið og lagið flutt á
hátíðinni,“ segir Gréta.
En það eru fleiri en nemend-
ur tónlistarskólans sem eru hvatt-
ir með beinum hætti til að virkja
sköpunarkraft sinn á meðan há-
tíðinni stendur. Á Hótel Egilsen
kemur fólk saman, verður skipt í
hópa og semur örsögur að forskrift
Sigríðar Erlu Guðmundsdóttur.
„Við viljum hvetja sem flesta til að
kanna hvort ekki búi sögumaður
eða rithöfundur innra með þeim.
Á námskeiðinu semja þátttakendur
örsögur í þremur hópum. Verkin
verða svo lesin upp í lokin og því
fylgir alltaf mikið fjör,“ segir hún.
Þá munu tvö ungmenni úr Stykk-
ishólmi, Nökkvi Freyr Smárason
og Björg Brimrún Sigurðardóttir,
flytja Víg Kjartans Ólafssonar að
kvöldi laugardags, en það er leik-
þáttur eftir Júlíönu. Með leikstjórn
fer Bjarki Hjörleifsson. „Ég veit
fyrir víst að það munu þau gera á
skemmtilegan og framúrstefnuleg-
an hátt,“ segir Gréta.
Hugmyndin kviknaði á
næturvakt
Hátíðin er nú haldin í fjórða sinn og
segir Gréta að alla tíð hafi hún ver-
ið vel sótt. „Ég held það megi full-
yrða að hátíðin sé stærsti menn-
ingarviðburður í Stykkishólmi og
margir Hólmarar segja að þetta sé
skemmtilegasta helgin í bænum.
Við höldum auðvitað Danska daga
líka og ég vil alls ekki gera lítið úr
þeim, en þessi hátíð er annars eðl-
is. Fólk sækir Júlíönuhátíðina til að
hlusta og njóta og fá kannski and-
legt fóður í leiðinni og ef til vill
upplifa ýmsa hluti á nýjan hátt að
henni lokinni,“ segir hún.
Gréta segir hugmyndina að há-
tíðinni hafa kviknað nótt eina á
Hótel Egilsen árið 2012. „Eftir að
gestir voru farnir til hvíldar var ég
einhverju sinni á gangi um salinn
á hótelinu og velti fyrir mér hvort
ekki væri hagt að halda sögu- og
bókahátíð,“ segir hún. „Frænka
mín hafði sagt mér frá Júlíönu og
mér þótti hún svo áhugaverð, þessi
kona sem hafði þetta mikla sjálfs-
traust að semja ljóð og gefa út
án þess að eiga sér nokkrar fyrir-
myndir nema karlmenn. Hún bjó
hér í Stykkishólmi þegar bókin
kom út og eins þegar hún samdi
leikverkið Víg Kjartans Ólafsson-
ar. Var það einnig fyrsta leikverk-
ið eftir konu sem fékkst sett á svið
á Íslandi. Hún stóð sjálf að upp-
setningu verksins til að fjármagna
kirkjubyggingu í Stykkishólmi.
Sagt er að hún hafi leikið öll hlut-
verkin sjálf,“ segir Gréta.
Henni þótti því við hæfi að til-
einka hátíðina minningu Júlí-
önu. Fékk hún til liðs við sig Dag-
björtu Höskuldsdóttur, Sigríði
Erlu Guðmundsdóttur og Þór-
unni Sigfúsdóttur og hátíðin varð
að veruleika fyrir fjórum árum síð-
an. Lætur hún afar vel af samstarf-
inu. „Ég vona að það verði áfram
um ókomna tíð. Okkar samstarf
hefur verið einstaklega frjótt og
skemmtilegt. Þær eru allar vilja-
sterkar og hugmyndaríkar konur
sem gaman er að vinna með og ég
vona að það sjáist á dagskránni,“
segir Gréta.
Dagskrána má nálgast í heild
sinni á facebook-síðu hátíðarinnar,
https://www.facebook.com/juli-
anahatid/. Vert er að taka fram að
aðgangur er ókeypis á alla viðburði
hátíðarinnar. „Ég hvet alla til að
koma og taka þátt í hátíðinni því
við lofum góðri skemmtun,“ segir
Gréta Sigurðardóttir að lokum.
kgk
Júlíönuhátíðin hefst í Stykkishólmi á morgun
Gréta Sigurðardóttir, einn af skipuleggjendum Júlíönuhátíðar sem haldin er í Stykkishólmi ár hvert. Ljósm. sá.