Skessuhorn - 24.02.2016, Page 23
MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 2016 23
Nemendur í 3. bekk BS í Brekku-
bæjarskóla á Akranesi hafa að und-
anförnu kynnt sér Barnasátt-
mála Sameinuðu þjóðanna og velt
fyrri sér réttindum og forréttind-
um barna. Einnig voru skoðaðar
og ræddar ólíkar aðstæður barna í
heiminum og horft á myndband frá
fátækrahverfi í Nairobi í Kenía. Í
kjölfarið urðu nemendur uppteknir
af því hvort þau gætu gert eitthvað
saman sem hópur og látið gott af sér
leiða. Úr varð að halda bingó fyrir
fjölskyldur nemenda þar sem allur
ágóði rynni til ABC barnahjálpar.
Í framhaldi af bingóinu rak á
fjörur nemendanna annað áhuga-
vert verkefni í tengslum við sama
námsefni. Þannig er að afi eins nem-
anda í bekknum vinnur í Nairobi í
Kenía þar sem hann aðstoðar tvær
systur, fimm og sjö ára. Nemendum
bekkjarins fannst tilvalið að hjálpa
til og hafa nú safnað saman fötum
og skóm sem afinn fer með til Kenía
og færir systrunum. Hann mun svo
senda bekknum myndir sem ger-
ir verkefnið enn raunverulegra fyr-
ir nemendur. grþ
Nemendur láta gott af sér leiða í Afríku
Á dögunum kom Birgir Snæfelld Björnsson, fulltrúi frá ABC barnahjálp, í heimsókn
og tók við þeim 30 þúsund krónum sem söfnuðust í bingóinu.Nemendur 3. BS styrktu ABC barnahjálp og tvær systur í Kenía.
Þessa dagana má heyra hamars-
högg og söng vélsaga berast úr
Fransiskushúsinu í Stykkishólmi.
Þar er unnið hörðum höndum að
framkvæmdum við nýja álmu Hót-
els Fransiskus sem til stendur að
taka í gagnið í lok næsta mánað-
ar. „Þetta er svona á lokametrun-
um,“ segir Unnur Steinsson fram-
kvæmdastjóri í samtali við Skessu-
horn. „Í upphafi var áætlað að
framkvæmdum myndi ljúka í mars
og allt bendir til þess að það muni
ganga eftir.“
Nýja álman er þar sem áður var
heimili systranna. Þar ráku þær
einnig saumastofu, prentsmiðju,
smíðaverkstæði og fleira á sínum
tíma. „Þetta voru ótrúlegar konur
sem létu ekkert aftra sér, byggðu
sér heimili, kapellu og spítala. Ég
vil meina að þær hafi verið frum-
kvöðlar síns tíma og miklir skör-
ungar.“ Unnur segir framkvæmd-
irnar hafa verið mikla lyftistöng fyr-
ir samfélagið. „Um 15 - 20 manns
hafa unnið í þessu verkefni und-
anfarin tvö og hálft ár. Þetta hefur
verið skapað mörg störf fyrir iðn-
aðarmenn hér í Stykkishólmi. Það
eina sem við höfum þurft að sækja
annað eru múrararnir,“ segir hún.
Hótel með sína
eigin kapellu
Sá hluti hótelsins sem þegar var til-
búinn var opinn í vetur og hefur
verið tekið á móti gestum og hóp-
um eftir pöntunum. „Sá hluti húss-
ins sem var tilbúin fyrst var á sínum
tíma gamla barnaheimilið eða leik-
skólinn í Stykkishólmi, en systurn-
ar ráku það til fjölda ára og marg-
ir Hólmarar eiga góðar minningar
úr því húsi,“ segir Unnur. Í þeim
hluta hússins eru þrettán herbergi;
þrjú einstaklings herbergi og svo
tveggja, þriggja og fjögurra manna
herbergi. Þegar nýja álman verður
fullkláruð verða á hótelinu alls 21
herbergi og til stendur að hafa hót-
elið opið allt árið um kring. Nýja
álman mun einnig rúma skrifstofur,
starfsmannaaðstöðu og fleira og þá
mun presturinn sem hefur sinnt
kaþólska söfnuðinum á Snæfells-
nesi koma til með að búa í húsinu,
en verið er að innrétta litla prests-
íbúð í þessum sama enda hússins.
Unnur bætir því við að einnig
sé verið að taka kapelluna í gegn
þessa dagana. „Hún er mjög falleg
og tengir byggingarnar skemmti-
lega saman. Ég held að þetta sé
eina hótelið á Íslandi sem er með
sína eigin kapellu. Hér eru einn-
ig þrjár nunnur sem sinna störfum
kirkjunnar og hlúa vel að barna-
og unglingastarfi fyrir alla krakka
í Hólminum. Þær messa iðulega
í kapellunni og eru því tíðir gest-
ir í anddyri hótelsins og lífga þann-
ig upp á húsið í leiðinni. Þær búa
ekki á hótelinu en aðeins nokkr-
um skrefum frá, eða hinum meg-
in við götuna í litlu nýuppgerðu
gömlu timburhúsi. Kapellan hefur
um árabil dregið að sér ferðamenn
og mun eflaust gera um ókomna
tíð, enda merkt inn á marga ferða-
mannabæklinga sem áhugaverður
staður. Kapellan er alltaf opin og
því hægt að setjast inn hvenær sem
er, hvort sem er til að skoða, hug-
leiða eða bara njóta.“
Sagan verður í
hávegum höfð
Fransiskushúsið er sögufrægt hús.
Byggt, eins og áður sagði, af frum-
kvæði nunna af Sankti Fransiskus-
reglunni, á árunum 1933-35. Unn-
ur segir að sagan muni fá að njóta
sín þegar hótelið verður opnað.
„Við komum til með skreyta ein-
hverja veggi með myndum af starfi
systranna og textum sem segja
þeirra sögu í stuttu máli. Ég held
að allir hafi gaman af að lesa sögu
hússins,“ segir Unnur og bætir því
við að þegar heimasíða hótelsins
fer í loftið verði sögunni einnig
gerð góð skil þar. Ég er sannfærð
um að þetta skapi okkur ákveðna
sérstöðu,“ bætir hún við. „Ég held
að allir sem koma og gista hjá okk-
ur finni fyrir þeim góða anda sem
hér svífur yfir að minnsta kosti er
látið afar vel af dvölinni af þeim
sem nú þegar hafa gist,“ segir
Unnur að lokum með bros á vör.
kgk/ Ljósm. eb.
Framkvæmdir í Fransiskushúsinu á lokametrunum
Þeir sem voru við störf í Fransiskushúsinu þegar ljósmyndara Skessuhorns bar að garði nýttu lausa stund til að stilla sér upp
á mynd.
Farið yfir teikningarnar.
Samhliða framkvæmdum er kapellan tekin í gegn. Líklega verður Hótel Fransiskus
eina hótel landsins með sína eigin kapellu.