Skessuhorn


Skessuhorn - 24.02.2016, Qupperneq 27

Skessuhorn - 24.02.2016, Qupperneq 27
MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 2016 27 Pennagrein Hundtíkin mín er með þefskyn sem vísindamenn segja að sé mörg þús- und sinnum öflugra en mitt. Það þykir mér alveg ótrúlegt í ljósi þess hver smekkur hennar er á lykt. Hvernig getur dýr sem hefur svona frábært þefskyn stungið nefinu sínu í gamlan hlandpoll eftir einhvern annan hund og sogið upp í nasirnar af áfergju? Sumir hundar velta sér gjarnan upp úr dýraskít og eru hin- ir ánægðustu með ilminn af sér á eftir. Mér er það alveg óskiljanlegt því sjálfur hef ég nákvæmlega enga lyst á að þefa af dýraúrgangi. Ég vil helst vera alveg laus við þá lykt. En þannig er það með skynjun okkar dýranna á lykt. Hún er svo ofsalega mismunandi. Það á einn- ig við manna á milli. Það er eins og nefin á okkur séu ekki sköpuð á sama hátt. Það er einmitt lykill- inn að því hvers vegna Akurnes- ingar hafa deilt um þetta óræða fyrirbæri svo árum skiptir. Það sem einum finnst vera óbærileg- ur fnykur finnst nágranna í næsta húsi kannski vera ekkert truflandi og skilur ekkert í þessum tepru- skap nágrannans. Ég get ekki skil- ið þannig fólk. Ekki frekar en að ég skilji af hverju hún Loppa mín hef- ur lyktarsmekk sem er alveg þver- öfugur á við minn smekk. En ég held að ég verði samt að bera virð- ingu fyrir hennar smekk, rétt eins og hún hefur aldrei ganrýnt minn smekk. Það væri stundum betra ef við mannfólkið gætum verið jafn fordómalaus og dýrin. Ég ætla því að reyna að bera virð- ingu fyrir því fólki sem finnst lykt- in af rotnandi afskurði af fiski ekk- ert truflandi, þótt mér sjálfum finn- ist hún alveg gjörsamlega óbæri- leg. Ég vil allra náðarsamlegast biðja um svipaðan skilning á móti. Undirskriftasöfnunin uppbygg- ingakranesi.is er því miður ekki til þess fallin að auka skilning fólks á því vandamáli mínu, og fjölmargra annarra íbúa Akraness, að finnast þessi lykt óboðleg í íbúðabyggð. Þar er líka látið í veðri vaka að ef skipulagstillaga HB Granda um hausaþurrkunina á Breið nái ekki fram að ganga þá ógni það atvinnu- lífi bæjarins. Það er fjarri lagi og mun ég rekja það hér neðar í grein- inni. Þar er einnig fullyrt að nýj- ustu tækni verði beitt “[...] til þess að hausaþurrkunin hafi sem allra minnst eða engin áhrif á umhverf- ið“. Með því er gefið í skyn að lykt- armengun frá verksmiðjunni verði lítil sem engin, eða jafnvel engin. Það stenst heldur ekki skoðun, þeg- ar rýnt er í gögnin með tillögunni. Langt í frá 100% vissa um árangur Það kemur skýrt fram í skýrslu VSÓ Ráðgjafar um málið, sem kynnt var í maí 2015, að ekki verði hægt að reka verksmiðju sem þessa lyktarlausa. Þar með er hrakin sú fullyrðing í undir- skriftarsöfnuninni að hausaþurrkun- in geti nokkurn tímann haft „eng- in“ áhrif á umhverfið. Það er ekki og verður ekki hægt í fyrirsjáanlegri framtíð. Í umhverfisskýrslunni sem HB Grandi lét fylgja skipulagstilllög- unni má víða finna orðalag sem gefur til kynna marga óvissuþætti. Hér eru nokkur dæmi: •„Framleiðsluaukning með færi- bandaklefum ætti ekki að auka lyktarmengun“ (7.1 -5, bls. 14). •„Ákveðnir þættir geta valdið því að lyktarmengun verði þrátt fyrir að fyllsta öryggis sé gætt. Til dæm- is ef rafmagn eða heitt vatn er tekið af verksmiðjunni eða bilanir verða í hreinsunarbúnaði“ (7.1 -8 bls.14). •„Erfitt getur verið að hafa stjórn á þurrkun ef mikill raki er í loftinu, því meiri raki því verri lykt. Nýj- ar viftur sem settar eru upp auð- velda þó stjórnun.“ (Tafla 4 bls 15 og 16). Svona orðalag gefur til kynna að menn séu nú ekki alveg jafn viss- ir um að þessi tilraun muni heppn- ast og ætla mætti af orðræðunni ann- ars staðar. Á blaðsíðu 24 má finna loftmynd af Akranesi. Rauðir, gulir og græn- ir hringir sem eru dregnir yfir verk- smiðjusvæðið og næsta nágrenni. Þeir eru titlaðir „Áætlað áhrifasvæði þurrkunar“. Hvergi er vísað í neina útreikninga eða órækar tölur sem styðja stærð þessara hringja. Tölurn- ar eru byggðar á óljósu mati. Aðeins er talað óljóslega um „markmið“ og „áætlanir“. Það verður því að ætla að þessir hringir séu í besta falli ágisk- anir. Gula línan er haganlega dreg- in við lóðarmörk næstu íbúðarhúsa. Hvernig fá menn þá niðurstöðu að versta lyktin muni detta niður akkúr- at á þessum 250 metra mörkum, sem svo skemmtilega vill til að eru við lóðarmörk næstu íbúðarhúsa? Það er hvergi stutt í skýrslunni. En myndin er voða falleg. Aðvörunarbjöllur klingja en hverjir hlusta? Einn stór óvissuþáttur er magn meng- unarinnar sem verksmiðjan mun láta frá sér. Þegar reisa á verksmiðjur á borð við við t.d. álver eða kolaorku- ver þá er hægt að leggja fram talsvert áreiðanlegar tölur um áætlaða meng- un á borð við flúor eða koldíóxið sem verksmiðjan mun láta frá sér. Það er vegna þess að flúor og koldíoxið er auðveldlega mælanlegt. Lyktarmeng- un frá hausaþurrkun er allt annars eðlis. Í fyrsta lagi er hún misjöfn eft- ir ferskleika hráefnisins, samsetningu þess og mörgum öðrum þáttum. Í öðru lagi eru áhrif lyktarmengunar á fólk afar huglæg. Þau eru misjöfn í nefi hvers og eins. Annar stór óvissuþáttur er að tækn- in sem verið er að þróa til að minnka mengunina er ný af nálinni og hefur reynst misjafnlega. Gripið er til ým- issa ráða, eins og að tryggja sem best ferskleika hráefnisins, breyta þurrk- unaraðferðum og dæla ósoni í gegn- um hráefnið. Þessar tilraunir hafa sums staðar heppnast. Annars staðar hafa þær misheppnast. Engum hefur hingað til tekist að eyða lyktinni, eins og fyrr segir. Það hefur aðeins tekist að draga mis mikið úr henni. Enn annar, og kannski stærsti óvissuþátturinn sem HB Grandi stendur frammi fyrir, er magnið sem fyrirtækið hyggst framleiða. Þarna verður um að ræða stærstu verksmiðju sinnar tegundar sem vitað er um. Til þess að takast á við þessa áskor- un hyggst fyrirtækið stækka verk- smiðjuna í áföngum. Í fyrsta áfanga verður staldrað við framleiðslu upp á 250 - 300 tonn á viku að hámarki og ástandið metið. Ef vel tekst til á að fara í seinni áfanga. Í seinni áfangan- um er gert ráð fyrir framleiðslu upp á allt að 600 tonn á viku. Ég er ekki í vafa um að í fyrri áfanga muni takast að bæta ástandið mikið frá því sem nú er. Það eitt að koma öllu þurrkferl- inu undir eitt þak, í mun fullkomn- ara húsnæði og með betri tækni, hlýt- ur að breyta miklu. En það er seinni áfanginn sem hræðir mig. Hvað ger- ist þegar menn byrja að margfalda framleiðslumagnið og margfalda þar með þurrkloftið í enn stærri veldis- vísum? Það liggur alveg ljóst fyrir að um- hverfi verksmiðjunnar verður aldrei lyktarlaust. En stóra, stóra spurning- in er hversu mikil lyktin verður og hvernig íbúarnir munu taka mengun- inni. Um það er bara hægt að giska. Allir þessir óvissuþættir ættu að vera nóg til að hringja aðvörunarbjöllum. Þeir ættu að duga til þess að bæjaryf- irvöld staldri við og hugsi hvort stað- setningin á þessari verksmiðju, nán- ast í bakgarði næstu íbúðahúsa, sé yfir höfuð áhættunnar virði? Ég hef sagt það áður að ef HB Granda tækist að sannfæra mig um að hægt sé að reka svona verksmiðju mengunarlausa þá mættu þeir reisa hana á næstu lóð við mitt hús. En það er sama hvernig ég les gögnin og áætlanirnar frá þeim. Ég er langt í frá sannfærður um að þessi áform takist. Mér er einnig lífs- ins ómögulegt að skilja hvernig bæj- arfulltrúar ættu að komast að þeirri niðurstöðu að áhættan við að stað- setja verksmiðjuna á Breiðinni sé þess virði að taka hana. Hvers vegna í íbúðabyggð? En hvers vegna hefur ekki verið rætt við HB Granda um einhverja aðra staðsetningu en endilega á Breið- inni? Á bæjarstjórnarfundi 26. janúar kom fram í máli Einars Brandssonar bæjarfulltrúa að afstaða HB Granda hvað þetta varðar sé skýr og einföld. Þeir vilji fyrst fá niðurstöðu um þessa staðsetningu og taka síðan afstöðu út frá því. Í viðamiklum áætlunum og samningaviðræðum sem þessum hlýtur það að teljast mjög eðlilegt. Það er alltaf skynsamlegt að taka eitt skref í einu þegar tekist er á við flókna hluti. Staðsetning verksmiðjunnar á Breiðinni er án efa sú allra hagkvæm- asta sem HB Grandi getur hugsað sér. Það gefur auga leið að hagkvæm- ara sé að aka hráefninu með lyftur- um á milli húsa á sama planinu, held- ur en að aka því með bílum eitthvert út fyrir bæjarmörkin. Vitanlega vill HB Grandi láta reyna á þessa kjör- staðsetningu fyrst. Ég skil þannig af- stöðu þeirra mjög vel, að láta reyna á þetta mál til þrautar áður en eitthvað annað verður tekið upp á borðið. En þýðir það að HB Grandi muni ekki sættast á neinn annan kost? Á kynningarfundinum í Tónbergi 16. febrúar kom fram í fyrirspurn- um að HB Grandi hefur engin áform um að pakka saman og fara burt úr bænum ef þessi skipulagstillaga verð- ur ekki samþykkt. Vilhjálmur Vil- hjálmsson forstjóri sagði það fráleitt að nokkuð slíkt hafi verið rætt í stjórn HB Granda. Það er ekki hægt að skilja þessi orð öðruvísi en HB Grandi hafi fullan hug á því að reisa hér í bæn- um öfluga fiskvinnslu á hafnarsvæði Akraness. Þau áform eru stór og mikil. Það, hvort þessi ákveðni hluti vinnslunnar verði staðsettur akkúrat á Breiðinni, er greinilega ekki úrslita- þáttur um þau áform. Í umhverfisskýrslunni frá HB Granda kemur fram að áætlað áhrifa- svæði mengunar frá verksmiðjunni muni ekki verða lengri en 500 metr- ar í radíus frá verksmiðjunni. Svæð- ið þar sem þeir segja að lyktin verði „dauf“ verði heldur ekki meira en 250 metrar. Ef það reynist rétt þá breyt- ir það vissulega miklu frá núverandi ástandi. Hins vegar er alveg ljóst að innan þessa 500 metra áætlaða áhrif- svæðis er bæði íbúðabyggð og ferða- þjónusta. Ef verksmiðjunni væri hins veg- ar valinn staður t.d. í iðnaðarhverf- inu á Höfðaseli eða Lækjarflóa þá er vel hægt að finna þar iðnaðarlóð- ir þar sem engin íbúðabyggð og eng- in ferðaþjónusta er innan næstu 500 metra. Þar er ekki fólk að hengja út þvott eða vinna í garðinum og eng- in börn að leik. Þar eru engir ferða- menn að njóta náttúrunnar og anda að sér ferska íslenska loftinu. Fyrst og fremst pólitísk ákvörðun Ég skora á bæjarstjórnina að staldra við og hugsa málið aðeins. Ef þessi áhættusömu áform takast ekki á besta veg, eruð þið þá tilbúin að leggja það á framtíð byggðar á Neðri-Skaga? Eruð þið þá tilbúin að leggja orð- spor bæjarins í ferðaþjónustu að veði? Eða verðþróun fasteigna á svæðinu? Hver fær að njóta vafans, íbúar bæj- arins eða HB Grandi? Ég gæti hald- ið áfram. Þið vitið hvað ég meina. Í öllu falli er kýrskýrt að þolmörk mjög margra íbúa gagnvart þessari meng- un eru þanin til hins ítrasta nú þeg- ar. Það má ekki mikið út af bera til að þau bresti. Hvorki ég né nokkur sá maður sem ég hef rætt við um þessi mál er á móti uppbyggingu í fiskiðnaði á Akranesi. Allir virðast sammála um að þessi stóru áform HB Granda verði frábær lyftistöng fyrir okkur íbúana. Það eina sem truflar er sá hluti áformanna sem er mengandi iðnaður í íbúðabyggð. Sjálfur tel ég að íbúabyggð, ferða- þjónusta og matvælavinnsla geti far- ið mjög vel saman. Við sjáum mörg dæmi þess í sveitum landsins og víðar. Ferðaþjónusta í bænum og fiskiðnað- ur gæti vel stutt við hvort annað. En það gerist ekki ef fiskiðnaðurinn er fráhrindandi fyrir stóran hluta fólks. Það er enginn Skagamaður sem ég þekki á móti fiskiðnaðinum sem slíkum. Það er mengunin frá þessum eina hluta hans sem er vandamálið. Það er hægt að leysa með því að stað- setja hann annars staðar. Það er vel hægt ef viljinn er fyrir hendi. Kjartan S. Þorsteinsson Höfundur er íbúi á Akranesi Af tepruskap og andstöðu við uppbyggingu á Akranesi Alþýðusamband Íslands hefur í samstarfi við aðildarsamtök sín hleypt af stokkunum verkefninu „Einn réttur, ekkert svindl!“ Því er beint gegn undirboðum á vinnu- markaði og svartri atvinnustarf- semi en síðustu mánuði hafa stétt- arfélögin orðið vör við vaxandi brotastarfsemi á vinnumarkaði. Þá var í síðustu viku sagt í fjölmiðl- um frá grófu broti á vinnumark- aðsreglum og grun um mansal í at- vinnufyrirtæki í Vík í Mýrdal. ASÍ segir þó að sérstaklega sé dæmi um brot á vinnumarkaðsreglum í byggingageiranum og ferðaþjón- ustunni sem eru helstu vaxtar- greinar í þeirri uppsveiflu sem nú ríkir á vinnumarkaði. Samkvæmt mati Vinnumála- stofnunnar fjölgaði störfum um 5500 á síðasta ári og er áætlað að störfum fjölgi um yfir 8000 á næstu þremur árum. „Það má því ljóst vera að ekki er möguleiki að manna öll þessi störf með öðrum hætti en að flytja inn starfsmenn erlendis frá. En það eru einmitt erlendir starfsmenn og ungt fólk sem er að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði sem helst er verið að brjóta á. Birtingarmyndir brota- starfseminnar eru fjölmargar. Al- gengast er að laun og önnur starfs- kjör séu langt undir þeim kjara- samningsbundnum réttindum sem hér gilda,“ segir m.a. í tilkynningu frá Alþýðusambandi Íslands vegna verkefnisins Einn réttu, ekkert svindl. mm Átak til að uppræta brota- starfsemi á vinnumarkaði Þær Sara Ósk, Lilja Petrea og Anna Valgerður eru allar 8 ára. Þær héldu nýverið tombólu í Krónunni á Akranesi og söfnuðu 11.017 krón- um sem þær færðu Rauða krossin- um. RKÍ á Akranesi þakkar þeim kærlega fyrir þeirra framlag. -fréttatilkynning Seldu til styrktar RKÍ

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.