Skessuhorn


Skessuhorn - 24.02.2016, Síða 28

Skessuhorn - 24.02.2016, Síða 28
MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 201628 Vörur og þjónusta Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Drei bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 Sprautu- og bifreiðaverkstæði Sólbakka 5, Borgarnesi • 437-1580 • sbb@simnet.is Tjónaskoðun – Bílamálun – Réttingar – Bílrúðuskipti Þjónustum öll tryggingafélög Borgarness Hilmir B ehf Alhliða pípulagningaþjónusta hilmirb@simnet.is facebook.com/hilmirbehf DAGLEGIR VÖRUFLUTNINGAR Stykkishólmur – Reykjavík B. Sturluson ehf. Nesvegi 13, Stykkishólmi 438 1626 / 862 1189 Vélsmiðja BA Nýsmíði • Vélaviðgerðir Breytingar • Viðhald Vélsmiðja BA • Sólbakka 25 • Borgarnesi • bhk@vortex.is Björn Kristjánsson 894 – 3336 Arnar Björnsson 849 – 9341 SMÍÐAVINNA – MÚRVERK RG ehf Bárugötu 19, Akranesi • Sími 821 2490 • ragnar4646@gmail.com Pennagrein Ótrúlegir starfshættir trygginga- félaga hafa tíðkast hérlendis um langt skeið. Þar á ég við lymsku- lega tilburði til að fría sig bóta- skyldu vegna tjóna sem búfénað- ur bænda veldur á bílum sem aka þjóðveg 1. Draga þau gjarnan upp úr pússi sínu áratuga gamlar sam- þykktir sveitarfélaga eins og Borg- arbyggðar um lausagöngu búfjár, settar á tímum skorts á beitilönd- um hjá fátækum bændum. Ær líta vel sprottnar vegaaxlir hýru auga og grasið er oftast grænna handan vegar. Það er með ólíkindum hvað lítið er gert úr hættu þeirri sem um- ferð búfjár getur skapað vegfarend- um og þar á ég við tilburði bílstjóra við að forðast árekstra við dýrin. Svipta þeir stundum bílum sínum yfir á öfuga vegarhelminga án tillits til umferðar á móti. Við tökum fagnandi móti er- lendum ferðamönnum á bílaleig- um landsins en gleymum að benda þeim á hætturnar samfara akstri á þjóðvegunum. Hættur sem þekkj- ast varla á þeirra heimaslóðum. Það ætti að skylda sveitarfé- lögin sem leyfa lausagöngu búfjár utan þéttbýlissvæða á þjóðvegi 1 að merkja með skiltum hættusvæði þar sem rollur eru rétthærri en fólk og farartæki. Slíkar merkingar um villt dýr tíðkast erlendis. Þau trygginga- félög sem taka að sér að tryggja fén- að bænda ættu jafnframt að ábyrgj- ast tjónið sem þau geta valdið fólki og farartækjum. Að veifa fornum samþykktum um lausagöngu er að mínum mati sviðsettur sauðsháttur og þeim til skammar. Eigum við að halda áfram að þola bótalaust prjónandi hross á framrúðum bíla eða rollur í sjálfsvígshugleiðingum dauðvona á vélarhlífinni ? Trúa menn því virki- lega að tilgangur samþykkta þess efnis að leyfa lausagöngu búfjár hafi verið til að gera kindur rétt- hærri en bíla á eina þjóðvegi lands- ins? Rökstutt með því að það sem er ekki bannað er leyft og fyrst það er leyft túlka tryggingafélögin það sem forréttindi búfjár umfram aðra vegfarendur. Þessi forréttindi bú- fjár eru áréttuð með vegalögum nr. 50/2007, sem eru að mínum mati ótrúlega heimskuleg og til þess fall- in að gera akstur á þjóðvegi 1 lífs- hættulegan og aðeins tímaspurs- mál með aukinni umferð hvenær dauðaslysin verða. Er löggjafinn að bíða eftir slíkum atvikum til að fá tilefni til breytinga, ég spyr? Tilefni þessa greinarkorns eru ít- rekaðar uppákomur sem undirrit- aður hefur orðið fyrir á þjóðvegi 1. Fyrir um það bil einu og hálfu ári stökk hrossahópur í veg fyrir bíl minn í ljósaskiptum upp á þjóð- vegi 1 á Kjalarnesi, rétt austan Sjáv- arhóla. Varð mér til ráða að nauð- hemla og beygja út á rangan vegar- helming. Tilviljun réði að ekki kom bíll á móti á því augnabliki. Veit ég um fleiri ökumenn sem orðið hafa fyrir þessu hrossastóði á þessum slóðum. Í haust sem leið átti ég leið vestur í Dali og varð fyrir því óláni að aka á kind um 8 leytið að morgni í myrkri og slagviðri við Gufuá ná- lægt Borgarnesi. Þar átti ég engan kost annan en keyra yfir kindina. Rigningin þvoði blóðið af framrúð- unni. Umtalsvert tjón varð á bílnum. Ærin reyndist tryggð en tryggingafélagið neitaði greiðslu bóta svo ég skaut málinu til úrskurðarnefndar vátrygginga- mála og greiddi fyrir kr. 6.000. Nú liggur þeirra álit fyrir: Ég á engan rétt á bótum samkvæmt lögum. Vil ég því ljúka sálumessu kindarinnar þannig: Þú varst drepin, ég gengst við drápi þínu. Þú ollir að minnsta kosti 100.000 kr. tjóni á bílnum mínum. Eigandi þinn var samt skráður tjónþóli í lögregluskýrsl- unni því þú varst svo falleg kind og verðmæt, svo glæsilega hyrnd. Því verðskuldar þú grafskrift við Gufuá: Þú æddir áfram í vitlausu veðri Í vanda sem engin kýs. Hér þurftir að týna höfuðleðri En holdið var tryggt hjá VÍS. Ég sé þig ei framar á Sauðamessu Slík urðu örlög þín. Þú endaðir líf þitt í einni klessu Einbeitta rollan mín. Þorsteinn Ragnarsson Sauðasálumessa og sauðsháttur Síðastliðinn fimmtudag var Vínbúð- in á Akranesi formlega opnuð eftir miklar breytingar innanhúss. Við- skiptavinum var af því tilefni boð- ið upp á kaffi og tertur. Reynd- ar var versluninni einungis lokað í þrjá daga meðan dúklögn stóð yfir. Framkvæmdir hófust 5. janúar síð- astliðinn og hefur starfsfólk í versl- uninni og iðnaðarmenn lifað saman í sátt og samlyndi þrátt fyrir mikið rútt innandyra. Viðskiptavinir all- flestir sýndu framkvæmdunum mik- inn skilning. Að sögn Guðnýjar Ár- sælsdóttur verslunarstjóra var bók- staflega allt endurnýjan innandyra; verslunin, lagerrými og aðstaða starfsfólks og þá voru öll tæki end- urnýjuð. Komið var fyrir nýju her- bergi fyrir ræstingu auk þess sem rafmagn, skólplagnir, gólfefni og loftaklæðning var endurnýjað. Eft- ir er verslunin bjartari og betur inn- réttuð en áður. Guðný segir að nú sé vonast til að vöruúrval aukist á næstu dögum. Áfengisverslun hefur verið á Akra- nesi síðan 15. mars 1983. Fyrsta árið á Þjóðbraut 11 en síðan 1984 á Þjóð- braut 11. Guðný Ársælsdóttir hefur verið verslunarstjóri ÁTVR frá því verslunin var fyrst opnuð fyrir 33 árum, en hún hyggst láta af störfum síðar á þessu ári. mm Vínbúðin á Akranesi fær andlitslyftingu Eftir breytingarnar hefur birt til í versluninni og er hún haganlega innréttuð. Starfsfólk Vínbúðarinnar á Akranesi. F.v. Guðný Ársælsdóttir, Harpa Sif Þráins- dóttir, Kristín Svafa Tómasdóttir, Helga Sigvaldadóttir og Sigurlaug Sæunn Njarðardóttir.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.