Skessuhorn


Skessuhorn - 20.04.2016, Síða 17

Skessuhorn - 20.04.2016, Síða 17
MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 2016 17 Þá úthlutar Þjónustu- og þekk- ingarmiðstöðin svokölluðu vef- varpi þar sem hægt er að hlusta á lestur blaða og hlusta á textann í sjónvarpinu lesinn í rauntíma og margt fleira. „Að hafa aðgengi að upplýsingum í dag er aðgöngu- miði að samfélaginu. Í rafheim- um er í dag aðgengið að frétta- miðlunum, samskiptin við stjórn- völd, bankann og svo framvegis. Vefsíður þurfa að vera aðgengi- legar fyrir alla. Í dag eru ekki all- ar síður aðgengilegar fyrir skjá- lesara. Þetta er stórt baráttumál fyrir okkur,“ segir Sigþór með áherslu. „Réttindabaráttan krist- allast í því að fá að vera virkur þjófélagsþegn á sínum forsend- um. Með réttum aðbúnaði eru allir vegir færir. Fólk í eðli sínu vill vera gott en þegar það er til dæmis verið að hanna vefsíður er ekki ofarlega í huga að muna eftir sjónskertum,“ heldur hann áfram. Sigþór segir ríkið jafnframt ekki fylgja tækniframförum nægilega vel eftir þegar kemur að því að útvega hjálpartæki. Þá komi til sögunnar styrktarsjóðir, svo sem Blind börn á Íslandi. „Þar er ver- ið að styrkja eitthvað sem er ekki styrkt af öðrum. Núna er lang- oftast sótt um eitthvað sem er tölvutengt, ríkið hefur ekki fylgt því eftir. Kannski gerist það eftir nokkur ár en við þurfum að sýna frumkvæði,“ bætir hann við. Góðir bakhjarlar „Svo er stór áskorun að vera með á nótunum. Ekki bara í tæknimál- um, heldur líka þegar horft er til læknavísindanna,“ segir Sigþór. Hann segir mikið vera að gerj- ast á því sviði, sem áhugavert sé að fylgjast með. „Það eru stofn- frumumeðferðir, lyflækningar, erfðarannsóknir og genalækn- ingar. Það er verið að gera alls konar klínískar rannsóknir en með heilbrigðiskerfi sem hangir á horreiminni er ekki mikið svig- rúm til að fylgjast með grunn- rannsóknum og tileinka sér nýj- ungar,“ segir hann alvarlegur í bragði. Það er því að nógu að huga hjá Blindrafélaginu. Á ný- legum aðalfundi var samþykkt ályktun til stjórnar sem hljóð- ar upp á að lög félagsins verði endurskoðuð og færð til dags- ins í dag, að mótaðar verði siða- reglur, verkferlar og vinnuregl- ur. „Svo er auðvitað lögð áhersla á allt hitt. Við þurfum að passa upp á praktísk mál, fjáraflanir og velvilja almennings. Nýlega voru til dæmis haldnar vetrar- búðir fyrir unga fólkið okkar og unglingana. Þar var farið á skíði í Skálafelli, með aðstoðarmönn- um. Þetta gekk mjög vel og unga fólkið skemmti sér konunglega. En það þarf alltaf þennan bak- stuðning. Til að njóta þarf að kosta til. Við getum slíkt af því að við höfum góða bakhjarla, svo sem Blindravinafélagið, Lions og velvilja fólks. Velvilji í verki skilar sér í því sem þarf að kosta til svo að aðrir njóti,“ segir Sig- þór Unnsteinn Hallfreðsson for- maður Blindrafélagsins. grþ ast hlutirnir bara, bætir hann við. Sigþór fékk bæði símhringingar ásamt því að skorað var á hann á samfélagsmiðlum. Hann segist hafa hugsað sig um og látið svo tilleiðast. „Þetta gerðist allt sam- an á skömmum tíma. Fyrirvarinn var stuttur, ekki nema ein vinnu- vika til stefnu og svo rann frest- urinn út,“ segir hann. Sigþór seg- ir að þó að það sé góð tilfinning að vita að honum hafi verið treyst til góðra verka hafi það eitt og sér ekki verið nægileg ástæða til framboðsins. „Ég bauð mig fram af því að ég hef trú á því að ég geti orðið félaginu að gagni.“ Sigþóri gekk glimrandi vel í kosningunni og fékk 60% greiddra atkvæða. Blómlegt félagslíf Blindrafélagið er í stóru húsi í Hlíðahverfinu í Reykjavík. Fé- lagið á allt húsið og leigir ýms- um aðilum pláss sem eiga vel við þann rekstur sem í húsinu er. Auk starfsemi Blindrafélagsins eru í húsinu gleraugnaverslun, Blindravinnustofan, augnlækna- stofur og sprotafyrirtækið Ox- ymap. Þá er Þjónustu- og þekk- ingarmiðstöð fyrir blinda og sjón- skerta einstaklinga á efstu hæð en í húsinu er einnig aðstaða fyrir félagsmenn sem búa úti á landi og fjöldi íbúða í útleigu. „Það er heilmikil starfsemi í húsinu. Hér er til að mynda ein af íbúðunum eyrnamerkt fyrir Þjónustu- og þekkingarmiðstöðina. Þar getur fólk búið í skamman tíma og lært athafnir daglegs lífs eftir að hafa misst sjónina skyndilega, lært að verða sjálfstætt á nýjan leik. Öll starfsemi félagsins byggir á vel- vilja samfélagsins og sjálfsöfl- un félagsins. Hlutfall opinberra styrkja hefur dregist verulega saman og við reiðum okkur því á að njóta velvilja almennings,“ segir Sigþór. Fjölbreytt starf- semi er í Blindrafélaginu. Þar fer fram réttindabarátta enda er fé- lagið hagsmuna- og baráttufé- lag í grunninn. En þar er einn- ig blómlegt félagslíf. „Við erum með skemmtinefnd, göngu- og útivistardeild, ungmennadeild, landshlutadeildir og foreldra- deild fyrir 18 ára og yngri svo eitthvað sé nefnt. Tvisvar í viku er opið hús sem stílað er inn á eldra fólkið sem getur borðað saman í hádeginu, notið vand- aðrar menningardagskrár og spjallað. Allt félagslíf í félaginu er með þann undirtón að veita jafn- ingjafræðslu og stuðning og að draga úr félagslegri einangrun.“ Félagsmenn Blindrafélagsins eru 660 talsins. Sigþór segir þá vera á öllum aldri, frá fæðingu og upp í 102 ára. „Það er því ekki það sama sem hentar í félagsstarfi fyrir alla og því erum við með allar þessar deildir. Hér eru samt haldin opin hús sem stíluð eru á breiðan hóp og ýmiskonar skemmtanir. Það er varla hægt að höfða til allra þeg- ar breiddin er svona mikil en það gerir fjölbreytnina meiri.“ Aðgengismál mikilvæg Eitt af stóru baráttumálum Blindrafélagsins eru aðgengis- mál, bæði í raf- og raunheimum. Sigþór segir mikilvægt að fólk komist skakkafallalaust á milli staða en það sé því miður ekki alltaf raunin. „Það má til dæmis nefna hindrunarstaurana í miðbæ Reykjavíkur, þessa litlu grænu sem eru meðal annars á Lauga- veginum. Þeir eru stórhættuleg- ir þeim sem eru blindir eða sjón- skertir. Svo má nefna ferðaþjón- ustuna. Ferðaþjónusta þarf að vera viðunandi og Ferðaþjónusta fatlaðra hentar til að mynda ekki vel fyrir þá sem eru mjög virkir,“ segir hann. Blindrafélagið hef- ur hinsvegar rekið Ferðaþjón- ustu Blindrafélagsins frá 1997 og segir Sigþór að mörg sveitarfé- lög á landinu hafa brugðist mjög vel við ferðaþjónustuvandanum og gert þjónustusamninga við Blindrafélagið um ferðaþjónustu. Ferðaþjónusta Blindrafélagsins notast við leigubifreiðar og hef- ur sýnt sig vera mjög hagkvæmur kostur með hátt og sveigjanlegt þjónustustig. „Það skiptir máli að hafa þessa hluti í lagi, ann- ars er hætt við að fólk geti ein- angrast. Annað aðgengismál sem við erum að berjast fyrir er að geta kosið hjálparlaust, svo dæmi séu nefnd.“ Sigþór segir innra starf og stefnumótun félagsins til framtíðar einnig vera eitt af áherslumálum félagsins, sem og unga fólkið og tækifæri þeirra. „Að unga fólkið geti verið virkir þjóðfélagsþegnar sem geta látið draumana sína rætast. En einn- ig að eldra fólkið geti notið lífsins á sínum forsendum. Félagið þarf að vera skrefi á undan, að finna tækifæri og koma þeim inn í vel- ferðarkerfið.“ Aðgöngumiði að samfélaginu Sigþór segir Blindrafélagið einn- ig berjast fyrir bættu aðgengi að upplýsingum. „Tækniþróunin er að breyta öllu. Staurblindir geta nú orðið notað snjallsíma með forriti sem talar og Facebook hef- ur gjörbreytt lífi margra.“ Barátt- an snýst um að sama tækni og aðrir nota verði aðgengileg fyr- ir blinda og sjónskerta. Hægt er að beita ýmsum aðferðum við að bæta aðgengi blindra í rafheim- um, svo sem með talgervlum, sérhæfðum forritum, blindralet- urslyklaborðum og með mögu- leikanum á breyttri leturstærð. Sigþór ásamt börnum sínum Birtu og Friðriki Erni við Dettifoss. Í hestaferð á Löngufjörum. Borgarbyggð leitar eftir kennurum í eftirfarandi stöður frá hausti 2016: Grunnskóli Borgarfjarðar, www.gbf.is Deildarstjóri Grunnskóla Borgarfjarðar-Varmalandsdeild Um er að ræða 100% stöðu, þar af 70% í stjórnun og 30% í kennslu. Menntun, reynsla og hæfni: • Kennsluréttindi í grunnskóla og kennslureynsla • Stjórnunarreynsla æskileg • Frumkvæði, sjálfstæði og færni í mannlegum samskiptum • Kostur ef umsækjandi þekkir hugmyndafræðina Sjö venjur til árangurs Allar nánari upplýsingar veitir Hlöðver Ingi Gunnarsson í síma 840 1524. Einnig er hægt að senda fyrirspurn á netfangið hlodver.ingi.gunnarsson@gbf.is Umsjónarkennari á miðstig og unglingastig Grunnskóla Borgarfjarðar Æskilegar kennslugreinar eru stærðfræði, íslenska og textílmennt Menntun, reynsla og hæfni: • Kennsluréttindi í grunnskóla og kennslureynsla • Færni í mannlegum samskiptum Allar nánari upplýsingar veitir Ingibjörg Adda Konráðsdóttir í síma 840 1520. Einnig er hægt að senda fyrirspurn á netfangið ingibjörg.adda.konradsdottir@gbf.is og Hlöðver Ingi Gunnarsson í síma 840 1524 og á netfangið hlodver.ingi.gunnarsson@gbf.is Grunnskólinn í Borgarnesi, www.grunnborg.is Aðstoðarskólastjóri Um er að ræða 100% stöðu. Menntun, reynsla og hæfni: • Kennsluréttindi í grunnskóla og kennslureynsla • Stjórnunarreynsla æskileg • Frumkvæði, sjálfstæði og færni í mannlegum samskiptum • Kostur ef umsækjandi þekkir til uppbyggingarstefnunnar Uppeldi til ábyrgðar Umsjónarkennari á yngsta stig, miðstig og unglingastig Menntun, reynsla og hæfni: • Kennsluréttindi í grunnskóla og kennslureynsla • Færni í mannlegum samskiptum Kennari í textílmennt í 50% aeysingastöðu • Allar nánari upplýsingar veitir Júlía Guðjónsdóttir í síma 862 1519. Einnig er hægt að senda fyrirspurn á netfangið julia@grunnborg.is • Óskað er eftir kennurum sem eru tilbúnir að taka þátt í virku og skapandi skólastar. Lögð er áhersla á teymiskennslu kennara í skólum Borgarbyggðar. • Aðilar af báðum kynjum eru hvattir til að sækja um störn. • Laun eru samkvæmt kjarasamningi KI og LS. • Umsóknarfrestur er til 10. maí n.k. SK ES SU H O R N 2 01 6

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.