Skessuhorn


Skessuhorn - 22.06.2016, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 22.06.2016, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 2016 23 Tvær ólíkar sýningar voru opnað- ar á Akranesi fyrr í þessum mánuði. Annars vegar opnaði listakonan Tinna Royal pallíettu málverkasýn- ingu á Bókasafni Akraness í byrjun mánaðarins. Um er að ræða mynd- ir og muni sem Tinna hefur saum- að út með pallíettum á skemmtileg- an hátt. Sýningin verður uppi fram yfir Írska daga. Þá var sýningin „Brúðir“ opnuð í Guðnýjarstofu í Safnaskálanum í Görðum á 17. júní. Þar eru til sýn- is brúðarkjólar úr fórum kvenna á Skaganum, af ýmsum gerðum og frá ýmsum tímabilum. Elsti kjóll- inn er frá árinu 1915 en sá yngsti frá 2006 og einnig má finna aðra brúðarmuni á sýningunni, svo sem brúðarvendi og skó svo eitthvað sé nefnt. Einnig geta áhugasamir mát- að einn af kjólunum, allavega þeir sem eru í „réttri stærð“. Sýningin er á vegum Akraneskaupstaðar og verður opin út sumarið. grþ Pallíettur og brúðarkjólar á Akranesi Á Bókasafni Akraness má skoða pallíettuverk Tinnu Royal. Þar eru bæði myndir til sýnis sem hún hefur saumað úr pallíettum ásamt öðrum hlutum eins og þessum morgunkornskassa, sem er alsettur glitrandi pallíettum. Myndir Tinnu eru bæði fallegar og glitrandi. Mikil vinna er að baki hverri mynd, enda tekur það Tinnu um það bil 180 klukkustundir að sauma eina mynd. Á sýningunni „Brúðir“ í Safnaskálanum á Akranesi eru fallegir brúðarkjólar til sýnis frá árunum 1915 - 2006. Leikskólinn Akrasel á Akranesi er þátttakandi í NORDPLUS verk- efni sem hófst haustið 2014 og lýk- ur formlega í ágúst 2016. Tilgang- ur verkefnisins er að stuðla að sam- vinnu á milli landanna með því að deila hugmyndum að vinnu með börnum, kynnast starfsvenjum og rekstrarfyrirkomulagi samstarfs- landanna. Samstarfið felur í sér heimsóknir á milli landa, verkefna- vinnu og kynningar innan sem utan leikskólanna. Markmið verkefnisins er meðal annars að: efla samstarf milli skóla og at-• vinnulífs stuðla að þróun gæða, sköpunar • og nýsköpun í menntun efla og þróa samstarf milli • skóla efla þekkingu og skilning á • menningu Norðurlanda og Eystrasaltsríkja. Verkefnið ber yfirskriftina „Today a child - tomorrow a lea- der“ og fjallar um hvernig kennar- ar á Norðurlöndunum og í Eystra- saltsríkjunum geta unnið að verk- efnum til að kynna og tengja ólíka menningu, hefðir og siði. Með sameiginlegt markmið sem stuðlar að því að gera börn örugg og sjálf- bjarga. Með okkur í verkefninu eru þrír leikskólar í Noregi, einn í Sví- þjóð og einn í Lettlandi. Við lok verkefnisins er fyrirhugað að gefa út handbók þar sem hugmyndir að verkefnum eru gerð aðgengileg fyrir kennara. Leikskólinn Zeltriti sem staðsettur er í Marupe í Lett- landi hefur yfirumsjón með því verki (undir stjórn Diana Putnina verkefnastjóra). Frá fyrstu heimsókn hafa mörg skemmtileg verkefni verið unnin í Akraseli og má þar nefna, íþrótta- dag þar sem hugmyndir frá heim- sókn okkar til Lettlands voru nýtt- ar. Íþróttamaður Akraness kom í heimsókn, foreldri kom og sagði frá sinni reynslu af íþróttaiðkun og mikilvægi þess að vera í íþróttum bæði sem barn og fullorðinn. Í heimsókn okkar til Noregs var lögð áhersla á félagshæfni og verk- efni tengd félagsþroska barna. Sam- vinna, hjálpsemi og staða barns- ins í hópnum hefur verið skoðuð og unnið með tilfinningaþroska. Í Svíþjóð var skemmtileg kynning á endurvinnslu og safnstöðvar fyr- irkomulagi, sem nýttist leik- og grunnskólum sem efnisveita í skap- andi vinnu. Fyrirtæki og stofnanir í nærumhverfinu skiluðu efnivið sem hægt er að nýta til listsköpunar á til- tekinn stað sem leik- og grunnskól- ar sveitarfélagsins höfðu aðgang að. Sú vinna og hugmyndafræði féll vel að umhverfismennt og grænfána- vinnu leikskólans okkar. Við héldum alþjóðaviku þar sem við m.a framleiddum þjóðfána, dönsuðum, bjuggum til landakort, lærðum ensku - söng – liti – form, byggðum úr einingakubbum eft- ir myndum af heimsfrægum bygg- ingum og tengdum við ferðalög barnanna í leikskólanum. Sköp- unargleði barnanna fékk notið sín. Starfsfólk eldhússins tók fullan þátt með okkur og töfraði fram hvern þjóðarréttinn á fætur öðrum, einn- ig sendu vinir okkar í Noregi okkur makríl í tómatsósu. Í Íslandsheimsókninni fórum við í skemmtilega kynningu á tónlist- arkennslu í leikskólanum Vallarseli. Þar tóku kennarar elstu barnanna á móti okkur með sýnikennslu í hljóðfæravinnu og söng. Í Akra- seli lögðum við áherslu á að upp- lifa jóga og umhverfismennt. Gest- ir fengu tækifæri á að vera með í skipulögðum stundum bæði sem þátttakendur og áhorfendur. Einnig fórum við með gesti okkar Gullna hringinn; Gullfoss – Geysi – Þingvelli. Starfsmenn Akrasels buðu uppá Reykjavíkurrúnt, sjó- bað, hesthúsaferð, sundlaugarferð, kvöldverð og vitaskoðun. Það var ánægjulegt og fróðlegt að taka á móti gestunum, mikill lærdómur fyrir okkur. Við eru þakklát fyrir þá reynslu og auknu víðsýni sem verkefni af þessum toga veita okkur – þannig getum við einnig stuðlað að betra leikskólasamfélagi. Samantekt: Anney Ágústsdóttir, leikskólastjóri Akraseli á Akranesi. Leikskólinn Akrasel í Nordplus samstarfi Svipmynd frá alþjóðaviku í Akraseli. Hér er verið að byggja úr kubbum hús. Myndir af frægum byggingum voru fyrir- myndir. Brosað við fánagerð. Nokkrir leikskólakennarar frá Akraseli og gestir þeirra.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.