Skessuhorn


Skessuhorn - 13.07.2016, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 13.07.2016, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 28. tbl. 19. árg. 13. júlí 2016 - kr. 750 í lausasölu Við viljum hafa pláss fyrir allt Þegar þörf er á brúar Arion bílafjármögnun bilið í bílakaupunum. Kynntu þér kjörin og ólíkar leiðir á arionbanki.is Fæst án lyfseðils LYFIS Ú T S A L A 1Kalmansvöllum Nokkrar bæjar- og héraðshátíðar, kokteilakeppni og sitthvað fleira var meðal dagskrárliða á Vesturlandi um liðna helgi. Segja má að í veðurfarslegu tilviki hafi skipst á skin og skúrir, en í hugum fólks var alltaf sól. Meðfylgjandi mynd er af bæjarstrætó á hátíðinni Heim í Búðardal. Lesa má meira um þessar hátíðar á Hellissandi, Rifi, Hvanneyri, Stykkishólmi og Búðardal í Skessuhorni vikunnar. Ljósm. sm. Fimmtudaginn 7. júlí síðastliðinn var undirritaður stofnsamningur Þróunarfélags Grundartanga ehf. Aðilar samningsins eru; Akranes- kaupstaður, Borgarbyggð, Faxa- flóahafnir sf., Hvalfjarðarsveit, Reykjavíkurborg og Skorradals- hreppur. Stofnun félagsins hefur legið í loftinu í töluverðan tíma og var viljayfirlýsing undirrituð í nóvember 2014. Þegar viljayfir- lýsingin var undirrituð var Kjósa- hreppur í hópi með þeim aðilum sem undirrituðu samninginn í dag en þeir drógu sig úr verkefninu í mars 2015. Þróunarfélag Grundartanga er ætlað að vinna að framfaramálum á Grundartanga í Hvalfjarðarsveit með það að markmiði að stuðla að uppbyggingu á atvinnustarfsemi á Grundartanga og í aðildarsveitar- félögum. Í hluthafasamkomulag- inu segir „Hlutverk félagsins er að efla og bæta skilyrði fyrir stofnun og rekstur fyrirtækja á Grundar- tanga, með áherslu á umhverfis- væna starfsemi og bætta nýtingu hráefna sem tryggir sem best jafn- vægi milli nýtingar og náttúruauð- linda og verndunar þeirra.“ Félagið skal einnig móta framtíð- arsýn fyrir svæðið með umhverfis- sjónarmið að leiðarljósi, ásamt því að taka saman og kynna tölfræði- legar upplýsingar sem varða lýð- fræði umhverfismál og aðrar upp- lýsingar sem svæðið varða. Félagið mun kynna svæðið sem valkost fyrir framleiðslu og þjónustu fyr- irtæki og skoða möguleika á sam- starfi við erlenda aðila með um- hverfisvernd að leiðarljósi. bþb Þróunarfélag Grundartanga stofnað Í liðinni viku kom út Hagvísir um umferð og ástand vega á Vestur- landi. Útgefandi er Samtök sveit- arfélaga á Vesturlandi en samtök- in byggja niðurstöðurnar á staðtöl- um frá Vegagerðinni og skoðana- könnunum meðal íbúa og fyrirtækja á Vesturlandi. Megin niðurstaðan er sú að íbúar og fyrirtæki á Vesturlandi telja að vegakerfið fari versnandi á sama tíma og gæði þess verði sífellt mikilvægari þáttur fyrir áframhald- andi veru þeirra í landshlutanum. Verst er ástandið í Dölunum. Í þessu samhengi kemur einnig fram að um- ferð hefur aukist hlutfallslega mest til Vesturlands frá árinu 1980, borið saman við Reykjanes og Suðurland. Nánar á bls. 6. Vegakerfið fær falleinkunn Malarvegur á Fellsströnd. Ástand vega á Vesturlandi er talið verst í Dalabyggð.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.