Skessuhorn


Skessuhorn - 13.07.2016, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 13.07.2016, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 201630 „Hvernig er sumarið búið að vera?“ Spurning vikunnar (Spurt í Ólafsvík) Leifur Ingólfsson „Ég hef notið þess. Það hefur verið frábært.“ Berglind Long og Daníel Berg „Frábært. Veðrið er búið að vera gott og ekki spillti EM fyrir.“ Þórhildur Þorsteinsdóttir „Ljómandi gott. Gott veður. Hinrik Pálsson „Gott hjá okkur sem búum hér. Veðrið hefur verið frábært, sjald- an svona gott.“ Hafdís Alda „Alveg yndislegt. Hefur verið gaman að fylgjast með EM og Víkingi í sumar.“ Dagana 4. til 9. júlí fór Meistaramót Golfklúbbsins Leynis fram á Garða- velli. Í tilkynningu frá klúbbnum segir að þátttakan hafi verið góð og 130 félagsmenn hafi tekið þátt í mótinu að meðtöldum þátttakend- um á meistaramóti barna og ung- linga. Aðstæður voru góðar á meðan á mótinu stóð og sólin skein meira og minna alla mótsdaga og völlur- inn var í góðu standi. Úrslit urðu eftirfarandi: Meistaraflokkur karla (72 holur) 1. sæti Stefán Orri Ólafsson 305 högg 2. sæti Hróðmar Halldórsson 314 högg 3. sæti Jón Örn Ómarsson 316 högg 1. flokkur kvenna (72 holur, ekki var keppt í meistaraflokki kvenna) 1. sæti María Björg Sveinsdóttir, 352 högg 2. sæti Elín Dröfn Valsdóttir, 368 högg 1. flokkur karla (72 holur) 1. sæti Einar Lyng Hjaltason, 317 högg 2. sæti Búi Örlygsson, 326 högg 3. sæti Guðmundur Hreiðarsson, 331 högg 2. flokkur kvenna (72 holur) 1. sæti Sigríður E Blumenstein, 387 högg 2. sæti Elín Rós Sveinsdóttir, 390 högg 3. sæti Elísabet Valdimarsdóttir, 398 högg 2. flokkur karla (72 holur) 1. sæti Hallgrímur Gíslason Kvar- an, 344 högg 2. sæti Guðjón Theódórsson, 345 högg 3. sæti Vilhjálmur E Birgisson, 346 högg (Vilhjálmur vann eftir bráða- bana við Ísak Örn Elvarsson). 3. flokkur kvenna (54 holur) 1. sæti Bára Valdís Ármannsdóttir 309 högg 2. sæti Kristjána Jónsdóttir, 312 högg 3. sæti Ingibjörg Stefánsdóttir, 324 högg 3. flokkur karla (72 holur) 1. sæti Guðjón Viðar Guðjónsson 374 högg 2. sæti Emil Kristmann Sævarsson ,382 högg 3. sæti Gunnar Davíð Einarsson, 383 högg 4. flokkur karla (72 holur) 1. sæti Bjarki Jens Gunnarsson Scott 402 högg 2. sæti Sigurður Sigurjónsson, 409 högg 3. sæti Oddur Pétur Ottesen, 415 högg Konur 50 ára og eldri (54 holur) 1. sæti Hrafnhildur Sigurðardóttir 273 högg 2. sæti Ellen Ólafsdóttir, 290 högg 3. sæti Ásdís Kristjánsdóttir,311 högg Karlar 50 ára og eldri (54 holur) 1. sæti Hlynur Sigurdórsson, 243 högg 2. sæti Birgir Arnar Birgisson, 247 högg 3. sæti Jón Alfreðsson, 248 högg Karlar 65 ára og eldri (54 hol- ur) 1. sæti Reynir Þorsteinsson, 251 högg 2. sæti Jón Ármann Einarsson, 259 högg 3. sæti Jón Smári Svavarsson, 276 högg 16 – 18 ára flokkur (72 holur) 1. sæti Jón Karl Kristján Trausta- son, 416 högg 2. sæti Aron Bjarki Kristjánsson, 444 högg 15 ára og yngri (54 holur) 1. sæti Valdimar Ólafsson, 266 högg 2. sæti Gabriel Þór Þórðarson, 279 högg 3. sæti Ingimar Elfar Ágústsson, 306 högg Nándarverðlaun (lokadagur meistaramóts) 3. hola Jón Smári Svavarsson, 2,37m 8. hola Sigurður Þór Sigursteins- son, 1,14m 14. hola Búi Örlygsson, 1,61m 18. hola María Björg Sveinsdótt- ir 3,64m bþb/ Ljósm. Viktor Elvar Viktorsson. Meistaramót GL spilað við úrvals aðstæður Skagamenn er á miklu skriði þessa dagana en þeir unnu sinn þriðja leik í röð þegar þeir mættu Breiðabliki í tíundu umferð Pepsi deild karla á mánudagskvöldið. Skagamenn sigr- uðu leikinn sem fram fór á Kópa- vogsvelli 1–0 með marki Garðars Gunnlaugssonar. Með sigrinum hoppuðu Skagamenn upp um tvö sæti og eru nú í áttunda sæti með þrettán stig. Blikar byrjuðu leikinn vel og fyrstu tíu mínúturnar var nokkuð þung sókn að marki Skagamanna. Á upp- hafsmínútum leiksins vildu Skaga- menn fá vítaspyrnu þegar Jón Vil- helm féll við í teignum en dómarinn dæmdi ekkert. Eftir ellefu mínútna leik fengu Skagamenn aukaspyrnu við endalínu hægra megin. Iain Williamson tók spyrnuna og sendi boltann fyrir; Garðar Gunnlaugsson hoppaði manna hæst og glæsileg- ur skalli hans fór í bláhornið. Staðan orðin 1–0 Skagamönnum í vil. Garð- ar er sjóðandi heitur í markaskor- un þessa dagana en í síðustu þremur leikjum hefur hann skorað sex mörk; allt í allt hefur hann skorað níu mörk í deildinni sem gerir hann að marka- hæsta leikmanni deildarinnar. Það er einnig vert að nefna það að markið var fimmtugasta mark Garðars í efstu deild. Blikar voru mikið meira með bolt- ann í fyrri hálfleik en náðu að skapa sér fá góð marktækifæri. Skagamenn beittu hröðum upphlaupum og voru þau alltaf ógnandi þó lítið hafi orðið úr þeim. Staðan þegar flautað var til hálfleiks 1–0 fyrir Skagamönnum. Seinni hálfleikurinn var ein alls- herjar sókn Blika. Þeir sóttu án af- láts að marki Skagamanna. Skaga- menn vörðust og voru mjög bar- áttuglaðir, þeir gáfu ekki tommu eft- ir. Þrátt fyrir þunga sókn Blika náður þeir, rétt eins og í fyrri hálfleik, ekki að skapa sér dauðafæri og voru fyr- irgjafir þeirra oft á tíðum mjög slak- ar. Jonathan Glenn kom boltanum í mark Skagamann á 88. mínútu en var réttilega dæmdur rangstæður. Skagamenn náðu að halda mark- inu hreinu í leiknum og lauk hon- um með 1–0 sigri. Gríðarlega sterk- ur sigur hjá Skagamönnum sem taka á móti Valsmönnum á heimavelli næstkomandi sunnudag, 17. júlí. bþb Skagamenn sigruðu sinn þriðja leik í röð Garðar Gunnlaugsson hefur skorað sex mörk í síðustu þremur leikjum. Hann skoraði einnig sitt fimmtugasta mark í efstu deild á móti Breiðabliki. Meistaramót Golfklúbbsins Vest- arr í Grundarfirði var haldið dag- ana 6. til 9. júlí sl. Góð þátttaka var í mótinu og veður mjög gott utan síðasta daginn. Bárarvöllur hefur sjaldan verðið í betra ástandi, bæði brautir og grín. Um næstu helgi verður Snæfells- neshringurinn spilaður. Um tveggja daga mót er að ræða þar sem allir vellirnir á Snæfellsnesi verða spil- aðir. Leikmaður skráir sig á þeim velli sem hann vill byrja á og spil- ar svo réttsælis um nesið, tvo velli á dag. Nýtt og spennandi mót sem allir klúbbar á nesinu koma að; Vestarr, Mostri, Staðarsveit og Jökull. Nánar var fjallað um mót- ið í Skessuhorni í síðustu viku og á golf.is Sigurvegarar á meistaramóti Vestann voru: 1. fl. karla: Pétur Vilberg Georgs- son á 305 höggum. 1. fl. kvenna: Jófríður Friðgeirs- dóttir á 360 höggum. Öldungaflokkur: Guðni E Hall- grímsson á 360 höggum. 2. fl. karla: Steinar Þór Alfreðsson á 344 höggum. 2. fl. kvenna: Freydís Bjarnadóttir á 394 höggum. Punktameistari: Ragnar Smári Guðmundsson með 142 punkta. Öll önnur úrslit má finna á golf.is amr/mm/ Ljósm. Sverrir Karlsson. Meistaramót Vestarr og fram- undan er Snæfellsneshringurinn Punktameistarinn Ragnar Smári og mótsstjóri var Ágúst Jónsson. Frá vinstri: Ragnar Smári, Steinar Þór, Jófríður, Guðni, Pétur, Freydís.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.