Skessuhorn


Skessuhorn - 13.07.2016, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 13.07.2016, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 201616 Júlí 2016 er merkismánuður í sögu Reykholts í Borgarfirði. Um þessar mundir eru 20 ár síðan fyrsta sýn- ingin var sett upp í Snorrastofu. Markar það upphaf ferðaþjónustu í stofnuninni. Dagana 22. til 24. júlí munu sóknarbörn og fleiri fagna 20 ára vígsluafmæli Reykholtskirkju, en hún var vígð 28. júlí árið 1996 af herra Sigurði Sigurðarsyni vígslu- biskupi í Skálholti. Þessa daga verð- ur Reykholtshátíð haldin í tuttug- asta skipti, en hún hefur árlega verið haldin í tengslum við kirkjudaginn. Skessuhorn var á ferð í Reykholti síðastliðinn fimmtudag og ræddi við síra Geir Waage sóknarprest, Dag- nýju Emilsdóttur móttökustjóra Snorrastofu og Berg Þorgeirsson, forstöðumann Snorrastofu, um þessi merku tímamót sem framundan eru í Reykholti. Margt breyst frá fyrstu sýningu Starfsemi hófst í Snorrastofu með undirritun skipulagsskrár stofnun- arinnar árið 1995 og sumarið 1996 var ferðaþjónustunni Heimskringlu ehf. komið á fót í tengiálmu kirkj- unnar og Snorrastofu. Þremur dög- um síðar var fyrsta sýningin opnuð. Það var sýning um verk Snorra sem Jónas Kristjánsson fyrrum forstöðu- maður Stofnunar Árna Magnússonar á Íslandi gerði og sýning í millibygg- ingunni sem unnin var af Geir og Hlyni Helgasyni myndlistarmanni sem þá kenndi við Héraðsskólann. Myndlistarkonurnar Elísabet Har- aldsdóttir og Ólöf Erla Bjarnadóttir frá Hvanneyri sýndu einnig verk sín hér í Snorrastofu,“ segir Dagný. „Á þessa sýningu kom eitt sinn banda- rísk kona sem hreifst mjög af lista- verkunum og spurðist fyrir um lista- konurnar. Hún hafði síðar samband við þær Elísabetu og Ólöfu og þessi heimsókn í Reykholt varð upphafið að samsýningu fimm íslenskra lista- kvenna sem sett var upp í Bandaríkj- unum,“ bætir hún við. „Á þessum 20 árum höfum við sett upp marg- ar sýningar um sögu staðarins og líka ýmsar listsýningar, bæði á vegum Heimskringlu og Snorrastofu, lík- lega um 30 talsins. Markmiðið með öllum sýningunum er að miðla þekk- ingu og sögu til gesta staðarins,“ seg- ir Dagný. „En grunneiningin er allt- af sýning um Snorra Sturluson. Nýj- asta sýningin var opnuð 2013. Hún er alltaf að stækka og verður að- gengilegri á stöðugt fleiri tungumál- um, ekki síst með tilkomu spjald- tölva. Auk þess erum við að vinna að hljóðleiðsögn um sýninguna og stað- inn í heild,“ segir Bergur. Geir vekur máls á því að Snorra- stofa hafi haft veruleg áhrif á þróun og uppsetningu sambærilegra stofn- ana úti á landi. „Fyrsta sýningin var í texta og myndum, eins og alþekkt var á þeim tíma. En strax í upphafi voru textar á íslensku, ensku, dönsku og þýsku. Bæklingar voru á þess- um tungumálum auk frönsku og ítölsku,“ segir Geir. „Þetta var nán- ast óþekkt. Á þeim tíma voru slíkir sýningartextar yfirleitt aðeins hafð- ir á íslensku,“ útskýrir hann. Í að- draganda Snorrastofu voru nefni- lega aðrir tímar í íslenskri ferðaþjón- ustu. „Á níunda og tíunda áratugn- um var hugtakið „menningartengd ferðaþjónusta“ einfaldlega ekki til hér á landi. Sagt var að útlendingar kæmu aðeins til að skoða náttúru Ís- lands. Við þóttum galin að halda því fram að ferðamenn hefðu nokkurn minnsta áhuga á menningu lands- ins,“ segir Dagný. En annað hefur komið á daginn. Slá má því föstu að erlendir ferðamenn hafi aldrei haft meiri áhuga á menningu landsins en einmitt nú. Prestar tóku á móti ferðamönnum Bergi þykir fara vel á því að tekið sé á móti ferðamönnum sem sækja Reyk- holt heim í byggingu sem hýsir einn- ig kirkjuna. Móttaka ferðamanna sé samofin sögu kirkjunnar manna. „Prestar voru í því hlutverki áratug- um og jafnvel öldum saman að taka á mót ferðamönnum. Áður en „ferða- mannaiðnaður“ byggðist upp hér á landi gátu ferðamenn leitað til prest- anna og kennara skólans og fengið upplýsingar um sögu staðarins. Það er því okkar hlutverk hér að koma á framfæri grunnupplýsingum um sögu Reykholts við þá gesti sem hingað koma,“ segir hann. Þá kemur Geir í hug saga frá fyrri tíð. „Hér áður fyrr lauk kennslu í héraðsskólanum í lok maí en hótelið var aldrei opnað fyrr en í kringum 17. júní. Í þrjár vikur var því ekkert opið hér í Reykholti og fólk bankaði oft hjá okkur og fékk að fara á klósettið. Einhverju sinni höfðum við Dagný brugðið okkur af bæ en ein dætra okkar var heima við ásamt vini sínum úr Reykjavík þegar þýskur ferðamaður bankar upp á og spyr hvort hann megi nota salernið,“ segir Geir. „Dóttir okkar segir að það hljóti að vera í lagi og þá marseruðu 46 Þjóðverjar inn og stóðu í biðröð frá tröppunum, gegnum stofuna og inn að klósettinu á meðan gestur- inn sat gapandi af undrun við eldhús- borðið,“ segir hann og hlær við. Þóttu heimamenn hálf-galnir Þegar hugmyndir um uppbyggingu í Reykholti komust á skrið vakti mál- ið athygli, en einna helst utan land- steinanna. „Hér kom t.d. sami mað- urinn nokkrum sinnum og fylgd- ist með gangi mála frá upphafi. Það var Sture Näslund, sænskur útvarps- maður. Hann kemur hingað síðdegis í rigningardumbungi og bankar upp á. Hann var þá að elta slóð sænsks biskups, Uno von Troil, sem ferðað- ist hingað í Reykholt á 18. öld,“ seg- ir Geir. „Við buðum gestinum hress- ingu og sögðum honum frá hug- myndum um nýja kirku og Snorra- stofu. Hann var mjög áhugasamur og spurði út í áformin. Ég sýndi honum teikningar og spurði hvernig honum litist á en hann vildi ekki svara því,“ bætir hann við. Í næstu heimsókn Sture var búið að steypa upp húsin og gerði hann þá upptöku af Geir lesa prologus Heimskringlu í gímaldinu. „Svo er hann hér næst þegar kirkj- an var vígð og aftur þegar Snorra- stofa var opnuð. Þá segir hann mér loks hvernig honum leist á í upphafi: „Þetta er spennandi hugmynd en al- gjörlega galin,“ sagði Sture. Hann taldi að ekkert yrði úr miðað við þær aðstæður sem blöstu við honum þá,“ segir Geir „og miðað við það fjár- magn sem við höfðum í höndunum þá,“ bætir Bergur við. „Hann kom síðar og tók viðtal við mig líka, spurði mig út í áformin og síðan út í fjár- málin. Ég segi voða brattur: „Jú, við fáum fimm milljónir,“ og það lá við að hann pakkaði saman og færi án þess að ljúka viðtalinu,“ segir Bergur og hlær við. Markmiðið að miðla upplýsingum En efasemdaraddirnar drógu ekki kjarkinn úr Reykhyltingum. Heims- kringla ehf. tók til starfa 14. júlí þegar fyrsta sýningin var sett upp og gestir boðnir velkomnir. Alla tíð hefur leið- arljósið verið hið sama. „Við tókum þá ákvörðun í upphafi að kjarninn í þjónustunni væri persónuleg þjón- usta og markmiðið að gestur færi glaður út. Það hefur tekist, birtist til dæmis í því að við eigum fjölda fastra viðskiptavina erlendis sem senda okk- ur hópa ár eftir ár. Við tökum t.d. ár- lega á móti einhverjum þúsundum erlendra ferðamanna með veitingum og fyrirlestrum,“ segir Dagný. „Það er alltaf mjög skemmtilegt líka að taka á móti blessuðum skólahópun- um sem koma í Reykholt á vorin eftir að hafa lesið um Snorrra í skólanum. Ég ákvað að vera með litla verslun í móttökunni og hef alltaf lagt áherslu á að vera með gott úrval bóka á er- lendum málum og hefur það fallið í mjög góðan jarðveg. Við erum líka með handverk og fallega skartgripi sem smíðaðir eru af gullsmiðum og það er mjög vinsælt líka.“ Geir bætir því við að aðstandendur Snorrastofu nálgist ferðaþjónustuna með öðrum hætti en víða er gert annars staðar. Þjónustan sé til þess að mæta þeirri þörf sem er til staðar vegna þess að fólk sækir staðinn heim. „Hér er ekki verið að okra á túristum og starfsfólk sinnir hverjum og ein- um,“ segja Geir og Dagný. „Allt- af höfum við verið þeirrar skoðunar að ganga skuli og hugsað um staðinn sem þjóðmenningarstað þar sem sýna skuli gestrisni og miðla upplýsingum í stað þess að reyna að hafa sem mest fé af fólki,“ segir Bergur. Kaflaskil urðu í rekstri Snorrastofu árið 2005. „Þegar tíu ára samning- ur við Heimskringlu um gestamót- töku í Reykholti rann út ákvað stjórn Snorrastofu að taka að sér þann þátt,“ segir Dagný. „Að gera þetta að einni stofnun gerði öllum gott. Það hafði gengið mjög vel undir stjórn Dagnýj- ar fram að því. En með því að hafa heildaryfirsýn er hægt að nýta fjár- magn og starfsfólk betur allt árið þeg- ar sumarstarfsmennirnir eru farnir, til dæmis. Einnig þykir okkur þetta já- kvætt fyrir heildarupplifun gesta. Þeir eru ekki að koma í gestamóttökuna heldur eru þeir að koma í Snorra- stofu,“ segir Bergur. Hann bætir við: „Undanfarin ár hefur einnig verið gert mikið átak við gerð stíga og upp- setningu upplýsingaskilta á svæðinu öllu og þúsundum trjáa verið plant- að í skóginum.“ Í heimsókn hjá staðarhöldurum í Reykholti: Ferðamenn aldrei áhugasamari um menningu okkar Bergur Þorgeirsson forstöðumaður Snorrastofu, síra Geir Waage sóknarprestur í Reykholti og Dagný Emilsdóttir móttökustjóri Snorrastofu. Ljósm. kgk. Reykholt í Borgarfirði Herra Pétur Sigurgeirsson biskup tók Pálsstungu að Reykholtskirkju-Snorrastofu á hvítasunnudegi árið 1998.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.