Skessuhorn


Skessuhorn - 13.07.2016, Blaðsíða 28

Skessuhorn - 13.07.2016, Blaðsíða 28
MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 201628 Vörur og þjónusta Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Drei bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 Hilmir B ehf Alhliða pípulagningaþjónusta hilmirb@simnet.is facebook.com/hilmirbehf Bifreiðaþjónusta Harðar ehf. Smur og dekkjaþjónusta Sala á dekkjum og olíuvörum Borgarbraut 55 - 310 Borgarnesi 437 1192 / 847 8698 - midgardur@vesturland.is Daglegar ferðir milli Reykjavíkur og Borgarness Tvær ferðir í viku í sveitir Borgarfjarðar Skrifstofan er opin mánudaga – föstudaga kl. 9.00 – 12.00 og 13.00 – 15.30 Sími 437-2030 - v.v@simnet.is DAGLEGAR FERÐIR BORGARNES - REYKJAVÍK SK ES SU H O R N 2 01 6 ÖLL ALMENN GARÐVINNA • Fjarlægjum tré og kurlum • Útvegum sand, mold og möl • Sláum garða Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Sprautu- og bifreiðaverkstæði Sólbakka 5, Borgarnesi • 437-1580 • sbb@simnet.is Tjónaskoðun – Bílamálun – Réttingar – Bílrúðuskipti Þjónustum öll tryggingafélög Borgarness Ég heiti Rúnar Gíslason og ég er með ólæknandi áhuga á sam- félagsmálum. Einmitt þess vegna hef ég ákveðið að gefa kost á mér í 1.-3. sæti á lista Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs í Norð- vesturkjördæmi fyrir komandi al- þingiskosningar. Þeim sem vita að ég er bara tvítugur drengtittur úr Borgarfirði finnst það kannski svolítið djarft, verulega bratt, ör- lítið klikkað eða hugsanlega jafn- vel verulega frekt að sækjast eftir mögulegu þingsæti, þegar vænt- anlega er völ á eldra og reyndara fólki í þessi hlutverk. Og kannski er þetta meira segja allt í senn, djarft, bratt, klikkað og frekt. Það er samt alls ekki meiningin og það skal ítrekað að þessi ákvörðun er tekin af góðum hug og fyrst og fremst vegna áhuga á velferð sam- félagsins. Bein afleiðing af slíkum áhuga á að mínu mati að vera vilji til að hafa áhrif á samfélag sitt, til hins betra. Það er gjarnan klifað á því að Alþingi eigi að endurspegla þjóð- ina, vera einskonar þverskurður af henni. Stjórnmálaflokkar hvetja líka gjarnan ungt fólk til þátt- töku í þjóðfélagsmálum. Stund- um finnst mér samt að hugur fylgi ekki endilega máli og að þótt allir flokkar vilji laða til sín unga kjós- endur þá vilji þeir ekki endilega að unga fólkið hafi mikil áhrif. Allavega er það svo að þegar kem- ur að kosningum þá er unga fólkið frekar notað til að skreyta listana en til að vera raunhæfur valkost- ur. Ég er ekki að halda því fram að það eigi að bjóða fram eintóma barnalista. Ég legg einfaldlega til að kjósendur hafi meira val. Ég vil að ungt fólk eigi möguleika að koma að fulltrúum úr sínum röð- um. Mér finnst það ekkert sér- lega frekt heldur bara frekar hóg- vær uppástunga. Ég kýs að líta á mitt framboð sem ákveðna tilraun til að láta á það reyna hvort menn eru að meina það þegar þeir segja; „ungt fólk til áhrifa“. Þótt ég, barnið, vilji fá að vera með fullorðna fólkinu þá þýðir það ekki mér þyki fullorðna fólk- ið ómögulegt. Öðru nær. Ég ber virðingu fyrir reynslunni en bendi líka á að enginn hefur sest inn á þing í fyrsta sinn með mikla þing- reynslu á bakinu! Á stuttri ævi hef ég reyndar aflað mér reynslu á ýmsum sviðum. Reynslu sem ég er stoltur af og þakklátur fyrir. Ég hef tekið mikinn þátt í félags- lífi, hef skipulagt bæjarhátíðir, set- ið í nefndum á vegum Borgar- byggðar og Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi. Síðasta vor útskrif- aðist ég sem stúdent frá Mennta- skóla Borgarfjarðar og fjallaði lokaverkefnið mitt um skólamál í héraði, sérstaklega út frá sjónar- hóli barna og ungmenna. Ég hef sem fyrr segir áhuga á hverju því málefni er varðar ungt fólk. Ég hef líka áhuga á málefnum þeirra sem eldri eru enda eru þeirra vanda- mál og lausnir oftast af svipuðum meiði þó áherslur séu kannski aðr- ar. Ég hef mikinn áhuga á nátt- úruvernd og líka ferðamálum, þótt einhverjum finnist það ekki fara saman. Ég trúi því samt að hægt sé að nota ferðamennskuna til að vernda náttúruna, þó það hafi gengið illa fram að þessu. Ég hef líka mikinn áhuga á málefn- um flóttafólks og ég trúi því að við eigum ekki einkarétt á einhverri þúfu þótt við höfum verið svo heppin að fæðast á henni. Vonandi finnst einhverjum að ég geti verið verðugur fulltrúi unga fólksins. Ef ekki þá nær það ekki lengra. Þó ég sé ekki eldri en ég er þá hef ég nú þegar lært það af biturri reynslu að það gengur ekki allt upp sem mað- ur ætlar sér. Kannski verður þetta framboð án eftirspurnar. En það er ekki nema ein leið til að kom- ast að því. Til þjónustu reiðubúinn, Rúnar Gíslason Ungt fólk til áhrifa eða skrauts? Pennagrein Pennagrein Dagana 28. – 31. júlí verður haldið Unglingalandsmót UMFÍ í Borg- arnesi. Þessi helgi er mikil ferða- helgi enda verslunarmannahelgin. Íbúar í Borgarbyggð munu taka á móti þúsundum manns þessa helgina þar sem stefnan er tek- in á hátt í tvö þúsund keppend- ur á mótinu. Unglingalandsmót UMFÍ er vímulaus íþrótta- og fjölskylduhátíð þar sem allir finna eitthvað sér til gagns og skemmt- unar, sama á hvaða aldri þeir eru. Það er því mikilvægt að við, íbú- ar í Borgarbyggð, tökum gestum okkar fagnandi og sýnum þeim hvað sveitarfélagið okkar er frá- bært. Við búum í víðfeðmu sveit- arfélagi þar sem náttúrufegurðin er ólýsandi. Styrkleikar íbúanna eru mismunandi og ef við tökum höndum saman eru okkur allar leiðir færar. Til þess að Unglingalandsmót og umgjörð þess gangi sem best þá treystum við á ykkur, kæru fé- lagar, til aðstoðar. Á Unglinga- landsmóti eru mörg sjálfboðaliða- störf sem þarf að fylla og veit ég að margir eru klárir í slaginn. All- ir þeir sem hafa áhuga á því að að- stoða á mótinu geta haft samband við verkefnastjóra Unglingalands- mótsins, Evu Hlín Alfreðsdóttur – evahlin@umfi.is Framlag sjálf- boðaliða styrkir aðildarfélögin sem standa að mótinu. Hvetjum við alla til að leggja hönd á plóg- inn og sýnum landsmönnum hvað Borgarbyggð er flott sveitarfélag. Virkjum samstöðuna! Sólrún Halla Bjarnadóttir Sambandsstjóri UMSB Kæru Ungmennafélagar og aðrir héraðsbúar!

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.