Skessuhorn


Skessuhorn - 13.07.2016, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 13.07.2016, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 2016 23 Hvanneyrarhátíðin fór fram laug- ardaginn 9. júlí. Nokkuð fjöl- mennt var á hátíðinni og mikið líf og fjör. Hátíðin var sett klukk- an 13:30 af Gunnlaugi A Júlíus- syni sveitarstjóra Borgarbyggð- ar. Eftir formlega setningu las Bjarni Guðmundsson upp úr nýrri bók sinni; Konur breyttu búhátt- um, um sögu mjólkurskólanna á Hvanneyri og Hvítárvöllum. Yfir daginn voru ýmsir menningar- viðburðir á dagskrá og má þar nefna að danshópurinn Sporið steig dans við Frúargarðinn. Tón- listin fékk að njóta sín í kirkjunni þar sem Heimir Klemenzson, Eva Margrét Eiríksdóttir og Reynir Hauksson spiluðu og sungu. Ým- islegt annað var í gangi yfir dag- inn. Frítt var í Landbúnaðarsafn- ið meðan á hátíðinni stóð, Forn- bílaklúbburinn var með sýningu og síðan voru leikir og skemmtun fyrir börnin. Það er ekki hægt að segja annað en að Hvanneyrarhá- tíðin hafi tekist vel til og fólk hafið yfirgefið hátíðina með brosi á vör. bþb Hvanneyrarhátíðin var vel sótt og menningarleg Það voru flottir tónlistarmenn sem spiluðu í kirkjunni á Hvanneyr- arhátíðinni. Hér spilar Heimir Klemenzson fyrir kirkjugesti. Landbúnaðarsafnið og Ullarselið stóðu opin fyrir gesti hátíðar- innar. Hér sýna ullarselskonur réttu handbrögðin á rokkana. Danshópurinn Sporið sýndi þjóðdansa og tókst þeim afskaplega vel til. Bjarni Guðmundsson, höfundur nýjustu íslensku bókarinnar á markaðinum, heldur hér á fyrsta eintakinu af Konur breyttu búháttum. Ljósm. Facebook. Á hátíðinni höfðu nokkrir klætt sig upp, flestir í þjóðbúning en síðan voru aðrir sem virtust ætla sjá um mjólkina. Hér eru þær Ásdís Helga og Sólrún Halla Bjarnadætur sem klæddar voru upp í stíl kvennanna í mjólkurskólanum. Faðir þeirra gaf út og áritaði nýja bók sína á laugardaginn. Margir gestir voru á hátíðinni. Myndin er tekin á gamla bæjarhlaðinu þar sem fornbílar og dráttarvélar voru til sýnis. Þjóðlega klæddar. Bára Sif, Sólrún Halla, Ásdís Helga og Stefanía. Ljósm. Facebook. Nóg var um að vera á Hellis- sandi og Rifi um síðustu helgi þegar Sandara- og Rifsara- gleðin fór fram. Fjölbreytt dagskrá var í boði fyrir gesti og gangandi. Dagskráin hófst á fimmtudag í Tröð með keppni í Vestfjarðavíkingnum. Þar var keppt í réttstöðulyftu og uxagöngu. Ari Eldjárn sá svo um uppistand í Frystiklef- anum um kvöldið. Á föstudeginum var vígsla á minningarbekk um Skúla Al- exandersson fyrrverandi odd- vita og alþingismann og síð- an var farið í síðdegisrölt með Gunnu Láru. Um kvöldið var svo stórdansleikur með hljóm- sveitinni í svörtu fötum. Hátíðin náði svo hámarki á laugardeginum, en leiðinda veður setti strik í reikninginn. Gestir létu það þó ekki á sig fá og skemmtu sér hið besta. Einn gestanna orðaði það svo: „Sandarar eru með sól í hjarta, enda er sólin allt árið hjá þeim.“ Farið var í göngu- túr með Sæmundi Kristjáns- syni og ratleikur var fyrir alla fjölskylduna í Krossavík. Fjöl- menni skoðaði svo forndrátt- arvélar sem voru til sýnis og barnaskemmtun með ömmu DíDí og Stefáni var í Tröð. Einnig voru markaðir, slysó- súpa og sýningar í gangi alla helgina. af Sandara- og Rifsaragleði var um helgina Amma DÍDÍ og Stefán skemmtu börnin í Tröð með ýmsum uppátækjum. Frá markaði í Röst. Hoppukastalinn er ávallt vinsæll. Forntraktorar vöktu mikla athygli.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.