Skessuhorn


Skessuhorn - 13.07.2016, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 13.07.2016, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 201618 Eyþór Jón Gíslason mótsstjóri á Landsmóti hestamanna sagði, í samtali við Skessuhorn, að hann væri mjög ánægður með mótið. Ey- þór er fæddur og uppalinn í Laxár- dal í Dölum og er óhætt að segja að hestamennskan sé í blóðinu en hann hefur verið á kafi í hestamennsku alla tíð. Hann hefur starfað á ýms- um mótum undanfarin ár en var þetta frumraun hans sem mótsstjóri á Landsmóti. „Ég er ritari í stjórn Landsambands hestamanna og hef unnið með Sigurði Ævarssyni fyrrum mótsstjóra á undanförnum landsmótum. Það var leitað til mín núna og ég ákvað að demba mér í þetta verkefni,“ segir Eyþór. Hólar í Hjaltatal er góð- ur staður fyrir landsmót Aðspurður hvernig staðsetning mótsins hafi reynst segir Eyþór svæðið alveg hafa sannað sig. „Mót- ið gekk afskaplega vel og allt gekk upp. Framkvæmdir sem hafa átt sér stað á Hólum hafa komið mjög vel út og hafa Skagfirðingar staðið sig vel í að byggja upp svæðið. Það var skemmtilegt að sjá hvað nálægð- in kom vel út, þar að segja hversu nálægt allt var á mótinu, tjaldsvæð- ið, keppnissvæðið og reiðhallirnar. Þetta kom í raun mun betur út en ég hafði þorað að vona,“ segir Ey- þór og bætir því við að hann voni að þarna verði haldin fleiri stór- mót í framtíðinni. „Það hefur ver- ið umdeilt meðal hestamanna hvar landsmót eigi að vera haldið og mér finnst það í raun bara mjög jákvætt. Fólk á að hafa skoðanir á þessu og láta þetta sig varða. En við þurfum að gæta þess að fara ekki í skotgraf- irnar með þessa umræðu, við hesta- menn eigum það sameiginlegt að vilja öll að viðburðurinn landsmót hestamanna heppnist vel. Persónu- lega er mér alveg sama hvar lands- mót er haldið svo lengi sem það er sátt um það og staðurinn beri svona stórt mót,“ bætir Eyþór við. Hlutverk mótsstjóra „Hlutverk mótstjóra er að sjá um allt sem tengist sjálfu mótinu. Ás- kell Heiðar Ásgeirsson var fram- kvæmdarstjóri mótsins og þetta skiptist svona á milli okkar, hann sá um viðburðinn landsmót á með- an ég sá um keppnina landsmót. Mótsstjóri tekur ábyrgð á öllu sem tengist keppninni sjálfri og tekur t.d. á móti kærum, ásamt yfirdóm- nefnd,“ segir Eyþór aðspurður um hvað felist í því að vera mótsstjóri. Því gefur að skilja að nóg hefur ver- ið að gera hjá Eyþóri undanfarið en hvað tekur þá við? „Þetta var tölu- verð vinna og nú tekur bara dags- legt líf við og smá frí þar sem ég stefni á að fara í hestaferð á Mýr- arnar. Ég er reyndar ekki alveg bú- inn með hestamannamótin en núna fæ ég að starfa aðeins með hesta- mannafélaginu Skugga í Borgarnesi á Íslandsmóti yngri flokka í hestaí- þróttum,“ segir Eyþór og bætir því við að hann vilji þakka öllum þeim sem stóðu að landsmóti hesta- manna kærlega fyrir mjög vel unn- in störf. arg Mótsstjóri á Landsmóti hestmanna Eyþór Jón Gíslason var mótstjóri á landsmóti hestamanna og segir mótið hafa heppnast mjög vel í alla staði. Ljósm. Úr safni Eyþórs Jóns Gíslasonar. Birna Björnsdóttir tók um áramót- in síðustu við starfi framleiðslu- stjóra Þörungaverksmiðjunnar á Reykhólum. Hún er fædd og upp- alin á Höfn í Hornafirði en flutti með foreldrum sínum til Reykja- víkur og settist að í Breiðholtinu. Að loknu stúdentsprófi tók hún BS í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands en fór síðan til Portó í Portúgal og hóf meistaranám í framleiðslu- stjórnun. Hún segir það hafa verið ákveðin viðbrigði að flytja til Portú- gal. „Þar er allt öðruvísi mennta- kerfi en hér. Ég var 29 ára og með fjölskyldu en flestir samnemend- ur mínir voru tvítugir,“ segir Birna. Hún fræðir blaðamann um að það hafi verið í Háskólanum í Portó þar sem rithöfundurinn J.K. Rowl- ing fékk hugmyndina að búningum nemenda Hogwarts skólans í Harry Potter bókunum. „Þegar ég sá bún- ingana fyrst hugsaði ég bara; „hvert er ég komin?“ Þarna voru nemend- ur í þykkum ullarkápum og ullar- hempum, í steikjandi hita í Portú- gal,“ segir Birna og brosir. Námsdvölinni í Portúgal lauk árið 2014 og að henni lokinni hóf Birna störf sem gæðastjóri hjá Matvæla- stofnun. En hvað varð til þess að hún ákvað að flytja vestur á Reyk- hóla? „Ég ákvað að prófa skrifstofu- starfið hjá MAST en fannst það ekki henta mér. Ég sá auglýsingu frá Þör- ungaverksmiðjunni þar sem auglýst var eftir framleiðslustjóra og ákvað að prófa að sækja um, gengin fimm mánuði á leið,“ segir Birna, en son- ur hennar fæddist einmitt í nóvem- ber síðastliðnum. „Ég kom í viðtal og var síðan ráðin, gengin sjö mán- uði á leið,“ bætir hún við og brosir. Uppsagnarfrestinn hjá MAST nýtti hún sem fæðingarorlof og hóf síðan störf í Þörungaverksmiðjunni á ára- mótum. „Ég byrjaði í 40% starfs- hlutfalli í janúar og jók það í 60% í febrúar til að koma mér hægt og ró- lega inn í starfið. Síðan byrjaði ég af fullum krafti í mars,“ segir hún. Flutti vestur með fjölskylduna Eiginmaður Birnu er Sigursteinn Norðfjörð Kristjánsson. Saman eiga þau dótturina Jóhönnu Iðunni sem er sex ára og soninn Bergstein Norð- fjörð sem fæddist í nóvember. Flutt- ist fjölskyldan öll að Reykhólum og lætur Birna vel af nýju sveitungum sínum. „Við fluttum rétt fyrir jól og mér finnst æðislegt að vera hérna. Ég er sveitamanneskja í mér og syst- ir mín hafði einmitt orð á því að ég væri alltaf að færast nær því að ger- ast bóndi,“ segir hún og brosir. Ver- andi með börn á skólaaldri vekur hún máls á menntunarstigi kennara við leik- og grunnskólann á Reykhólum. „Það er nú bara ekki að því hlaupið í skólum í Reykjavík að allir starfs- menn séu menntaðir. Því kom mér því skemmtilega á óvart að nær allir starfsmenn skólans hér væru mennt- aðir í sínu fagi,“ segir hún. „Sömu sögu er að segja af hjúkrunarheim- ilinu, þar er meira og minna aðeins faglært starfsfólk,“ bætir hún við. Öryggið í forgrunni Birna segir að öryggismál séu fyrsta og síðasta viðfangsefni framleiðslu- stjóra Þörungaverksmiðjunnar. „Hér veltur allt á öryggismálum, þau eru númer eitt, tvö og þrjú,“ segir hún. „Ég hef bakgrunn úr álverum Norð- uráls og Rio Tinto. Þar eru öryggis- mál mjög fyrirferðarmikil og mað- ur lærir smám saman þessa örygg- isvitund. Hér í Þörungaverksmiðj- unni hefur verið unnið gott starf og við stefnum að því að byggja á því til framtíðar og reyna stöðugt að bæta okkur,“ segir Birna. Hinn aðalþátt- ur starfsins, hin eiginlega stjórnun á framleiðslunni, er unnin í nánu sam- starfi við framkvæmdastjóra verk- smiðjunnar. „Framleiðslustjórnunin snýst í stuttu máli um að hafa fram- leiðsluna sem skilvirkasta þannig að verksmiðjan eigi aldrei að þurfa að stoppa,” segir hún og bætir því við að lítið hafi verið um tafir á fram- leiðslunni það sem af er yfirstand- andi þangvertíð. „Með góðum sam- skiptum og góðri samvinnu þang- sláttumanna, áhafnarinnar á Gretti, framkvæmdastjóra og annarra starfs- manna Þörungaverksmiðjunnar á framleiðslan að geta gengið vel fyr- ir sig. Á sama tíma á öllum að geta liðið vel í vinnunni og allir fara heil- ir heim,“ segir Birna Björnsdóttir að lokum. kgk Var komin sjö mánuði á leið þegar hún var ráðin Birna Björnsdóttir, framleiðslustjóri Þörungaverksmiðjunnar á Reykhólum. Grettir BA, skip Þörungaverksmiðjunnar, leggur að bryggju með farm af klóþangi. Sem framleiðslustjóri vinnur Birna náið með áhöfninni á Gretti. Þangi landað á bryggjunni á Reykhólum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.