Skessuhorn


Skessuhorn - 13.07.2016, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 13.07.2016, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 2016 31 Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. Björn Bergmann til liðs við Molde Skagamaðurinn Björn Bergmann Sigurðar- son hefur samið við norska úrvalsdeildar- liðið Molde til þriggja ára. Björn verður þar með annar Íslendingurinn sem semur við Molde á árinu en Eiður Smári Gudjohnsen samdi við liðið fyrr á árinu. Björn Bergmann kemur frítt til Molde en hann lék síðast með liði Wolverhampton Wanderers í ensku b- deildinni. Hann hefur verið að glíma við meiðsli undanfarin ár og lituðu þau veru hans hjá Úlfunum töluvert. Hann fór að láni til Molde frá Úlfunum árið 2014 og vann með liðinu norsku deildina. Björn spilaði einnig með Lilleström í fjögur tímabil svo norska úrvalsdeildin er Birni ekki ókunn. Þjálfari Molde er Manchester United goð- sögnin Ole Gunnar Solskjær. Solskjær hef- ur miklar mætur á Birni og segir á heima- síðu Molde hafa fylgst með honum síðan árið 2011 og að Björn sé líkamlega sterkur leikmaður sem einnig sé klókur. -bþb Íslandsmeistaramót á Akranesi Félagar í Vélhjóla- íþróttafélagi Akra- ness tóku þátt í tveim- ur mótum í Íslands- meistaramótaröðinni á dögunum, í Mosfellsbæ og á Akureyri. Þeir Sveinbjörn Reyr Hjaltason og Þorbjörn Heiðar Heiðarsson náðu verðlaunasæti í B flokki á báðum mótum. Þá náði Ástrós Rún- arsdóttir einnig verðlaunasæti í kvenna- flokki. Næsta mót Íslandsmeistaramótar- aðarinnar verður haldið á Akranesi laugar- daginn 16. júlí næstkomandi. Keppt verður í Akrabraut, braut VÍFA, sem staðsett er upp undir Akrafjalli. Mótið hefst klukkan 10:20 og áætlað er að keppni ljúki kl. 16:30. Vél- hjólaáhugamönnum er bent á að ókeypis aðgangur er fyrir áhorfendur. -kgk Skallagrímur sigraði GG Föstudaginn 8. júlí fór fram leikur Skalla- gríms og GG frá Grindavík í B-riðli fjórðu deildar á Skallagrímsvelli. Baráttan um efstu tvö sætin, sem veita liðum sæti í um- spili um sæti í þriðju deildinni á næsta ári er hörð. Skallgrímur var í þriðja sæti fyrir leikinn og GG í því fjórða. Skallagrímur sigraði leikinn 2 – 1. Fyrra mark Skallagríms skoraði Birgir Theodór Ásmundsson á 14. mínútu og seinna markið skoraði Daníel Ingi Gunnarsson á 87. mínútu. Skallagrímur er enn í þriðja sæti. Þremur stigum frá því efsta þegar sjö leikir eru eftir. Næsti leikur Skallagríms er á föstu- daginn gegn liði Arnarins á Skallagrímsvelli klukkan 19:15. -bþb Snæfell tapaði gegn ÍH Miðvikudaginn 6. júlí fór fram leikur Snæ- fells og ÍH í B-riðli fjórðu deildar karla í knattspyrnu á Kaplakrikavelli. Leiknum lauk með 5 – 0 sigri ÍH. Snæfell situr á botni rið- ilsins með engin stig. Næsti leikur Snæ- fells er miðvikudaginn 20. júlí gegn KFG á Stjörnuvelli í Garðabæ. -bþb Síðastliðinn sunnudag mættust KR og Víkingur Ólafsvík í tíundu um- ferð Pepsi deildar karla á KR-vell- inum í Vesturbænum. Fyrir leikinn voru Víkingar í þriðja sæti deildar- innar með 17 stig en KR í tíunda með níu stig. Willum Þór Þórs- son stýrði liði KR í fyrsta sinn á þessu tímabili í deildinni eftir að hann var ráðinn inn sem þjálfari á dögunum. KR hefur átt í erfið- leikum með að skora í deildinni og hafði allt KR liðið aðeins skor- að einu marki meira en Hrovje To- kic, sóknarmaður Víkinga, á tíma- bilinu. Það varð engin breyting þar á eftir leikinn í dag þar sem honum lauk með markalausu jafntefli en þrátt fyrir það var hann mjög fjör- ugur á köflum. KR byrjaði leikinn betur og sóttu mikið upp hægri vænginn og náðu að skapa hættu. KR áttu hættulegt færi sem kom eftir eina af sókn- um þeirra hægra megin á vellinum. Á 16. mínútu sendi Morten Beck, hægri bakvörður KR, boltann inn í teiginn þar sem Kennie Chop- art náði skallanum sem fór naum- lega fram hjá. Eftir þetta pressuðu Vesturbæingar stíft á Ólsara. Vík- ingur tók sér nokkuð langan tíma í allar aðgerðir og kom upp óvenju- legt atvik á 25. mínútu þegar Pon- tus Nordenberg fékk tiltal frá dómara leiksins í einu innkastinu vegna þess hve langan tíma hann tók í það; þetta var í annað sinn í leiknum sem dómari leiksins ýtti á eftir honum. Eftir hálftíma leik var leikurinn orðinn jafnari. KR átti þó besta færi hálfleiksins á 42. mínútu. Finnur Orri komst bakvið vörnina hægra megin og renndi boltanum á Præst sem skaut að marki en bolt- inn fór naumlega framhjá. Staðan var því markalaus þegar flautað var til hálfleiks. Síðari hálfleikurinn átti eftir að verða töluvert líflegri. KR byrjaði síðari hálfleikinn með látum. Á upphafsmínútum hans átti Kennie Chopart ágæt- is skot að marki úr þröngu færi við endalínu en Cristian í marki Ólafsvíkur varði vel. Liðin skipt- ust á um að sækja lengstan hluta hálfleiksins. Á 59. mínútu komst Þorsteinn Már Ragnarsson á ferð- ina fyrir Víking og stefndi að víta- teignum, hann lék á varnarmann KR og tók skotið þegar hann var kominn inn í vítateiginn en bolt- inn hafnaði í þverslánni. Skömmu síðar féll Tokic við í teginum og vildi hann fá vítaspyrnu en ekk- ert var dæmt. Besta færi Víkinga kom á 83. mínútu. Þorsteinn Már tók enn einn sprettinn í leiknum og náði góðri sendingu fyrir mark- ið þar sem Tokic skallaði bolt- ann en náði ekki að stýra honum á markið. Þremur mínútum var bætt við leikinn og reyndust þær mín- útur nokkuð spennuþrungnar. Á 90. mínútu komst Guðmundur Andri Tryggvason inn í teig Vík- inga og fór framhjá Tomasz Luba en féll síðan við og vildu leikmenn KR meina að Tomasz hafi brotið á Guðmundi en dómarinn dæmdi ekkert. Lokafæri leiksins átti KR, eftir atgang í teignum barst bolt- inn á Indriða Sigurðsson sem átti gott skot sem Cristian varði meist- aralega í markinu. Lokatölur 0 – 0. Víkingur heldur þriðja sætinu í deildinni. Næsti leikur Víkinga er gegn Stjörnunni á útivelli sunnu- daginn 17. júlí. bþb Mynd úr síðasta heimaleik Víkings, gegn Þrótti. Ljósm. af. Markalaust jafntefli í Vesturbænum Föstudaginn síðastliðinn fór fram leikur ÍA og Vals á Akranesvelli í sjöundu umferð Pepsi deildar kvenna. Fyrir leikinn voru Skaga- konur á botni deildarinnar með eitt stig en Valur í í þriðja sæti með ellefu stig. Skagakonur hafa ekki náð í stig á heimavelli í sumar og var engin breyting þar á að þessu sinni þar sem Valur vann leikinn 1 – 0. Fyrsta og eina mark leiksins kom snemma í leiknum. Á tíundu mínútu fékk Vensa Elísa Smiljko- vic boltann vinstra megin á vellin- um og færði boltann inn á völlinn á hægri löppina þar sem hún sendi góða fyrirgjöf inn í vítateig beint á kollinn á Margréti Láru Viðarsdótt- ur sem skallaði boltann snyrtilega í markið. Á 24. mínútu var mikill at- gangur í vítateig Vals sem endaði með því Skagakonur vildu meina að boltinn hefði farið í höndina á Valskonu og heimtuðu vítaspyrnu en dómari leiksins dæmdi ekkert. Mikil barátta einkenndi leik Skagakvenna allan leikinn og áttu þær nokkur fín tækifæri til þess að jafna metin. Á 70. mínútu barst boltinn á Veronicu Líf eftir horn- spyrnu en skot hennar fór framhjá markinu. Skagakonur náðu ekki að jafna leikinn svo lokatölur reyndust vera 1 – 0 Val í vil. Leikurinn breytti sætaskipan deildarinnar ekkert því Valur situr enn í þriðja sæti og Skagakonur í því neðsta. Skagakonur hafa ekki náð að skora mark í síðustu fjórum leikj- um sem verður að teljast áhyggju- efni fyrir liðið en markaskorun hef- ur verið eitt helsta vandamál Skaga- kvenna á tímabilinu. Næsti leikur ÍA er í kvöld gegn liði Breiðabliks á Akranesvelli. bþb Megan Dunnigan í baráttu við leikmann Vals á föstudaginn/ Ljósm. Facebook síða Knattspyrnufélags ÍA. Skagakonur töpuðu fyrir Val Stjórn Vesturlandsdeildarinn- ar í hestaíþróttum auglýsir laus til umsóknar tvö liðspláss í deild- inni á komandi tímabili, veturinn 2017. Vesturlandsdeildin er ein- staklings- og liðakeppni í hesta- íþróttum en 24 knapar mynda sex, fjögurra manna lið sem etja kappi í sex greinum hestaíþrótta á fimm kvöldum í febrúar og mars. Hvert lið sendir þrjá keppendur til leiks í hverja grein og telja allir til stiga í liðakeppninni en tíu efstu hljóta stig í einstaklingskeppninni. Keppnisgreinar á komandi tíma- bili verða: Fjórgangur, fimmgang- ur, tölt, slaktaumatölt, gæðinga- fimi og flugskeið. „Eins og fyrr segir standa liðin saman af fjórum keppendum sem allir skulu búsettir og/eða starf- andi á Vesturlandi og hafi náð 18 ára aldri (árið telur). Umsókn- ir berist á netfangið vesturlands- deild@gmail.com í síðasta lagi 31. júlí 2016. Með umsókninni þurfa að fylgja upplýsingar um þrjá liðs- menn og tilgreina skal einn þeirra sem liðsstjóra. Frestur til að skila inn fjórða liðsmanni og þar með fullskipuðu liði er 1. nóvember 2016. Sækjist fleiri en tvö lið eft- ir plássum í deildinni verður hald- in úrtaka um lausu sætin á haust- mánuðum,“ segir í tilkynningu frá stjórn Vesturlandsdeildarinnar. mm Tvö laus pláss í Vesturlandsdeildinni í hestaíþróttum Berglind Ragnarsdóttir í brautinni en hún vann fyrsta mótið í Vesturlandsdeildinni í febrúar síðastliðnum. Þá var í fyrsta skipti keppt í deildinni. Ljósm. Gunnhildur Birna Björnsdóttir.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.