Skessuhorn


Skessuhorn - 13.07.2016, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 13.07.2016, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 20168 Víðtæk leit á Ófeigsfjarðar- heiði Um hádegisbil á laugardag- inn voru björgunarsveitir á Ströndum, Húnavatns- sýslum og Vesturlandi, alls 16 björgunarsveitir, kallað- ar út vegna boða sem komu frá neyðarsendi á Ófeigs- fjarðarheiði við Hvalá á Ströndum. Neyðarsendi- rinn var skráður erlendis og ekki var vitað hver eða hversu margir voru þar á ferð. Miklir vatnavextir voru í ám á svæðinu og þær því varhugaverðar til yfir- ferðar sem og slæmir vegir. Hvasst var í veðri og rign- ing. Um miðjan dag náð- ist til þess sem hafði sent út boðin og var það þyrla Landhelgisgæslunnar sem bjargaði erlendum ferða- manni sem komið hafði sér í sjálfheldu í vatni. Maður- inn var blautur og kaldur en heill á húfi. -mm Nýr skipulags- og umhverfis- fulltrúi HVALFJ.SV: Mánudaginn 4. júlí síðastliðinn tók Lulu Munk Andersen bygginga- fræðingur við starfi skipu- lags- og umhverfisfulltrúa í Hvalfjarðarsveit af Ólafi Melsted. Lulu hefur undan- farin ár starfað sem skipu- lags- og byggingafulltrúi í Borgarbyggð. Áður hafði hún starfað sem bygginga- fulltrúi í Fjarðarbyggð frá árinu 2008 og aðstoðar- maður skipulags- og bygg- ingafulltrúa frá árinu 2006. -bþb Hesteigenda- félagið kaupir hesthús GRUNDARFJ: Hesteig- endafélag Grundarfjarðar hefur fest kaup á hesthúsi og eignast hlut í reiðhöll. Með því hefur verið lagð- ur grunnur að markvissu og skipulögðu barna- og fræðslustarfi á sviði hesta- mennsku í Grundarfirði. Samstarf við skólastofnan- ir um skipulagða barna- og unglingafræðslu er farin af stað og mun Hesteigenda- félagið taka á móti hóp- um og einstaklingum. Með bættri aðstöðu mun félagið geta gefið meira til sam- félagsins. -bþb Reynt að uppræta Skógarkerfil BORGARB: Byggðarráði Borgarbyggðar hafa borist ábendingar um þær afleið- ingar sem það getur haft ef skógarkerfill nær að dreifa úr sér nær óhindrað um sveitar- félagið. Telur bæjarráð brýnt að brugðist verði við þess- ari miklu útbreiðslu kerfils- ins áður en hann verður ill- viðráðanlegur. Bæjarráð tel- ur það þó ekki vera hlutverk sveitarfélagsins heldur hvet- ur það íbúa og félagasamtök að taka höndum saman og hindri frekar útbreiðslu jurt- arinnar. -bþb Aflatölur fyrir Vesturland 2. – 8. júli Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes bátar 18. Heildarlöndun: 66.285 kg. Mestur afli: Klettur MB: 34.342 kg. í fjórum löndun- um. Arnarstapi 4 bátar. Heildarlöndun: 6.458 kg. Mestur afli: Blíðfari AK: 2.687 kg. í fjórum löndun- um. Grundarfjörður 19 bátar. Heildarlöndun: 301.307 kg. Mestur afli: Þórunn Sverr- isdóttir VE: 202.524 kg. í tveimur löndunum. Ólafsvík 43 bátar. Heildarlöndun: 141.174 kg. Mestur afli: Egill SH: 12.901 kg. í tveimur lönd- unum. Rif 28 bátar. Heildarlöndun: 78.824 kg. Mestur afli: Guðbjartur SH: 5.740 í einni löndun. Stykkishólmur 23 bátar. Heildarlöndun: 84.692 kg. Mestur afli: Kári SH: 10.894 kg. í fjórum löndunum. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Þórunn Sverrisdóttir VE – GRU: 114.986 kg. 3. júlí. 2. Þórunn Sverrisdóttir VE – GRU: 87.538 kg. 6. júlí. 3. Steinunn SF – GRU: 63.154 kg. 6. júlí. 4. Klettur MB – AKR: 10.461 kg. 7. júlí. 5. Egill SH – ÓLA: 9.274 kg. 5. júlí. Nú í byrjun þessa mánaðar fór Norðurlandamót öldunga í frjálsum íþróttum fram í Óðinsvéum í Dan- mörku. Alls kepptu 535 á mótinu frá öllum Norðurlandaþjóðunum. Sjö keppendur tóku þátt fyrir Ís- lands hönd á mótinu og var einn þeirra Kristófer Sæland Jónasson úr Snæfellsbæ. Kristófer, sem er 81 árs, keppti í spjótkasti og kastþraut. Þess má geta að Kristófer gerði sér lítið fyrir og varð í 2. sæti í spjót- kasti. Frábær árangur hjá þessum síunga frjálsíþróttamanni úr Snæ- fellsbæ. íj/mm Snæfellsbæingur vann til verðlauna á Norðurlandamóti öldunga Minningarbekkur um Skúla Al- exandersson, Strandamanninn og Sandarann, fyrrum oddvitann og alþingismanninn, var vígður við Bjarmahúsið á Hellissandi síðast- liðinn föstudag. Anton Ingólfsson smíðaði bekkinn og var það Drífa dóttir Skúla, sem afhjúpaði bekkinn að viðstöddu fjölmenni. Skúli fæddist og ólst upp á Ströndum, flutti til Hellissands árið 1952 eftir nám í Samvinnuskólan- um til að vinna í Kaupfélagi Hellis- sands. Þar kynntist hann konu sinni Hrefnu Magnúsdóttir. Hann starf- aði að sveitarstjórnarmálum og sat á Alþingi fyrir Vesturland. Skúli var athafnamaður á ýmsum sviðum allt til síðasta dags. Hann rak m.a. fisk- vinnsluna Jökul hf og útgerð á Hell- issandi. Þá rak Skúli ásamt eigin- konu sinni bókabúðina Gimli og gistiheimilið Gimli til margra ára. Skúli hafði mikinn áhuga á ferða- þjónustu og framgangi atvinnu- greinarinnar og sá nauðsyn þess að byggja hótel í sveitarfélaginu. Var hann einn helsti hvatamaður að byggingu Hótel Hellissands. Skúli var vinsæll leiðsögumaður á Snæ- fellsnesi og þekkti þar hverja þúfu og hvern stein. Hann var mikill áhuga- maður um friðlýsingu lands. Fisk- byrgin á Gufuskálum og allt svæð- ið þar var honum t.d. mjög hug- leikið. Einnig var hann hvatamaður að koma upp sjóminjasafni og sjó- mannagarði á Hellissandi, auk fjölda annarra verka, svo sem skógrækt og umhverfismálum. Skúli var sæmdur heiðursmerki hinnar Íslensku fálka- orðu árið 2011 fyrir störf sín í þágu atvinnulífs, menningar og sögu heimabyggaðar. Þess má geta að Skúli hefði orðið 90 ára á þessu ári, en hann lést á síðasta ári. Æviminn- ingabókin Þá hló Skúli, kom út fyr- ir síðustu jól, en hana skráði Óskar Guðmundsson rithöfundur í Véum. af Minningarbekkur vígður um Skúla Alexandersson Hluti af afkomendum Skúla og Hrefnu saman kominn á bekknum góða. Byggðastofnun hefur fengið Þjóð- skrá Íslands til að reikna út fast- eignamat og fasteignagjöld á sam- bærilegri fasteign á nokkrum þétt- býlisstöðum á landinu eins og undanfarin ár. Viðmiðunareignin er einbýlishús sem er ríflega 161 fermetri að grunnfleti og á um 800 fermetra lóð. Gjöldin eru nú hæst í Borgarnesi, eða 351 þús- und krónur á slíka eign. Næsthæst eru þau í Keflavík 344 þúsund og þriðju hæst á Húsavík 330 þúsund. Í fjórða og fimmta sæti eru síðan Stykkishólmur og Grundarfjörð- ur. Akranes er í tólfta sæti með um 275 þúsund krónur. Á síðasta ári voru gjöldin upp á 329 þúsund hæst á Húsavík. Lægstu gjöldin líkt og í fyrra eru á Vopnafirði 180 þúsund en voru 167 þúsund árið á undan. Mesta hækkun fasteignagjalda á milli ár- anna 2014 og 2015 var um 23% eða 59 þúsund krónur í Borgar- nesi. Þetta árið er 25% hækkun eða sem nemur 55 þúsund krónum á Siglufirði þar sem gjöldin lækk- uðu mest í fyrra. Nú lækka gjöldin mest á Blönduósi. Fasteignagjöld- in eru reiknuð út samkvæmt nú- gildandi fasteignamati sem gild- ir frá 31. desember 2015 og sam- kvæmt álagningarreglum ársins 2016 eins og þær eru í hverju sveit- arfélagi. Til að forðast skekkjur var útreikningur fasteignagjaldanna sendur á viðkomandi sveitarfé- lag og óskað eftir að athugasemd- ir yrðu gerðar ef um skekkjur væri að ræða. Tekið hefur verið tillit til þeirra ábendinga sem bárust. Mest hefur fasteignamatið hækk- að milli ára í Suður-Þingholtunum í Reykjavík, um 11,1% og á Sel- fossi um 10,4%. Það lækkar hins vegar á þremur stöðum, um 5,1% í Grindavík, um 3,0% á Hólmavík og um 2,4% á Blönduósi. Tekið er fram að horft er til allra svokall- aðra fasteignagjalda, það er fast- eignaskatts, lóðarleigu, fráveitu- gjalds, vatnsgjalds og sorpgjalda. Meðaltalið á höfuðborgarsvæðinu gefur ekki hæstu fasteignagjöld- in. Mismunandi álagningarreglur einstakara sveitarfélaga skipta þar mestu. mm Hæstu fasteignagjöldin á landinu eru í Borgarnesi Graf sem sýnir í hvaða sveitarfélög fasteignaeigendur greiða hæstu gjöldin. Heimild: Byggðastofnun.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.