Skessuhorn


Skessuhorn - 13.07.2016, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 13.07.2016, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 2016 27 Guðrún Tryggvadóttir myndlist- arkona opnar málverkasýninguna „Dalablóð“ í Ólafsdal við Gils- fjörð laugardaginn 23. júlí næst- komandi klukkan 14:00. Sýning- in verður uppi til 14. ágúst nk. „Á undanförnum mánuðum og árum hef ég unnið að verkum sem fjalla um fjórðu víddina; tímann, birt- ingarmynd hans, tölfræðileg- ar staðreyndir í endurnýjun kyn- slóðanna og þau mynstur sem þær framkalla. Ég þurfti að leita leiða til að sjá tímann á nýjan hátt, tengja hann sjálfri mér og þar með öllu mannkyni. Um leið er ég að rannsaka innbyrðis tengsl kyn- slóðanna, þynningu erfðamengis- ins og minningar sem við berum í okkur frá einni kynslóð til annarr- ar og hugsanleg áhrif þeirra á okk- ar líf. Þessi vinna hefur leitt mig inn á braut sem virðist nær óend- anleg því þær stærðir og sá massi sem við blasir er mannskepnunni í raun óskiljanlegur í óendanleika sínum,“ segir Guðrún. Hún segir að um leið hafi hún verið að vinna úr minningum sem hún hefur um formæður sínar og skoða hlutverkið sem þær hafa leikið í lífinu sem er í raun sama hlutverkið og hver manneskja lei- kur í dag og mun leika í framtíðin- ni. „Þetta stefnumót við formæður mínar varpar sífellt upp nýjum myndum og mynstrum sem mér finnast bæði upplýsandi og gefandi að skoða og vinna með innan ram- ma myndlistarinnar.“ Sýningin „Dalablóð“ fjallar um formæður Guðrúnar í bein- an kvenlegg. „Þær sem fæddust og bjuggu í Dalasýslu og okkur hi- nar sem fluttust suður. En þar sem ég hef enga persónulega minnin- gu sem tengist Dalasýslu beint he- fur það verið ævintýri að fara á hei- maslóðir formæðra minna og setja mig í þeirra spor, vinna úr reynslun- ni og mála þær síðan á staðnum, í Dölunum. Markmiðið var að teng- jast formæðrum mínum í anda og efni og reyna að bera okkur sa- man eða sameina okkur. Finna ein- hvern þráð sem mig vantar og mér finnst áhugaverður í leit minni að sjálfri mér og eðli mannlegs lífs. Niðurstaða mín er sú að í raun up- plifum við allar það sama. Forvitni og gleði, ástir og sorgir og sífellda glímu við að fæða börnin okkar, hlúa að fjölskyldunni, finna lífinu tilgang og reyna að lifa af í harðbýlu landi. Líkami okkar er tímabundið ástand sem kemur og fer, umbreytist í nýja kynslóð sem aftur upplifir það sama. Er það sama. Lífið er gjöf sem við verðum að segja skilið við og afhen- da nýjum kynslóðum og í því felst í raun mikil hamingja. Dauðinn er ekki sorglegur heldur hluti af nauðsynlegri verkan tilverunnar.“ Guðrún segir að afrakstur þes- sa ferðalags um tímann megi sjá í sex herbergjum á annarri hæð skólahússins í Ólafsdal. „Þar stilli ég upp formæðrum mínum og mér og dóttur minni, hverri á móti annar- ri og skapa okkur þannig aðstæður fyrir fjölskyldufund, hljóðlátt samtal um lífið sjálft, tilgang þess, andann og efnisheiminn og gleðina yfir því að fá að vera þátttakendur í því að halda lífinu áfram með sífelldri en- durnýjun.“ Nánar um Guðrúnu og verk hennar má sjá á http://tryggva- dottir.com/ mm Sýningin Dalablóð í Ólafsdal er um formæður listakonunnar Listakonan við sköpun sína. Eitt af verkum Guðrúnar Tryggvadóttur á sýningunni. Stykkishólmur cocktail weekend heppnaðist vel Skipuleggjendur Stykkishólmur cocktail weekend, sem fór fram liðna helgi, voru hæst ánægðir með hátíðina. „Þetta gekk framar öllum vonum,“ segir Jón Viðar Pálsson, ann- ar skipuleggjandi hátíðarinnar í samtali við Skessuhorn. Sex barir tóku þátt í gleðinni og buðu upp á kokteil í tilefni helgarinnar. Hótel Egilsen, Narfeyrarstofa, Plássið, Sjáv- arpakkhúsið og Skúrinn auk þess sem Sæferðir opnuðu barinn í Særúnu eftir kl. 20 á kvöldin. Næturlífið var líflegt í Hólminum yfir helgina enda margir á pöbbarölti í leit að besta kokteilnum. Þá gafst fólki kostur á að taka þátt í happdrætti með því að safna lím- miðum frá þeim stöðum sem tóku þátt í hátíðinni. Hótel Egilsen var sigurvegari helgar- innar sem tilkynnt var af dómnefnd í lokapartýi á Sjávarpakkhúsinu á laugardagskvöld- inu. Kokteillinn „Hjartadrottningin“ sem Egilsen bauð upp á þótti öðrum fremri, hann er búinn til með heimalöguðum bláberjalíkjör og súkkulaðimyntu sem ræktuð er í garðinum fyrir utan hótelið. Stefnt er að því að hátíðin verði árlegur viðburður. jse Íris Fönn með framlag Skúrsins „Thunder Dan from Pakistan“. Plássið bauð upp á „Veður“ og hlaut verðlaun fyrir skemmtilega útfærslu. „Rabbabarapabba mafagga“ var framlag Sjávarpakkhússins. Narfeyrarstofa bauð upp á „Narfhito“ um helgina. „Hjartadrottningin“ á Hótel Egilsen sigraði keppnina. Um borð í Særúnu mátti bragða „Hafið“. Dómnefndin á pöbbarölti. Hermann, Benedikt og Magda.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.