Skessuhorn


Skessuhorn - 13.07.2016, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 13.07.2016, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 2016 13 AKRANES • BORGARNES • BÚÐARDALUR • GRUNDARFJÖRÐUR • HÓLMAVÍK • HVAMMSTANGI • ÓLAFSVÍK • STYKKISHÓLMUR SK ES SU H O R N 2 01 6 1700 Þegar þú hringir í 1700 1700 1700 ÞJÓNUSTA ÞJÓNUSTA BLIKKSMIÐJA Loftræstingar – Reykrör Klæðningar – Nýsmíði Viðhald – Efnissala JÁRNSMIÐJA Gjafagrindur – Nýsmíði Viðhald – Þjónusta Hesthúsinnréttingar RAFMAGNS- VERKSTÆÐI Nýlagnir – Viðhald Viðgerðaþjónusta Borgarbraut 74 • 310 Borgarnesi • 412-5300 • limtrevirnet.is Eins og kom fram í Skessuhorni í liðnum mánuði tók Hafliði Elíasson við sem nýr rekstrarstjóri Leifsbúðar í Búðardal. Hafliði flutti í Búðardal fyrir þremur árum en bjó áður á Sel- tjarnarnesi en kemur upphaflega frá Bolungarvík. „Ég kom hingað með konunni minni, Jónu Magnúsdótt- ur, en hún starfar sem framkvæmda- stjóri á Hjúkrunarheimilinu Fells- enda,“ segir Hafliði og bætir því við að hann kunni alveg ágætlega við sig í Búðardal. Hafliði hefur ekki áður rekið veitingastað en segir starfið leggjast vel í sig. Hann og Jóna bjóða einnig upp á heimagistingu og hafa gert það í rúmlega tvö ár. „Við vor- um fyrst hér til að bjóða upp á heima- gistingu og það voru ekki margir sem höfðu trú á því að það væri þörf fyrir slíkt í Búðardal. Það kom því öllum á óvart, nema okkur, þegar það var allt fullbókað yfir sumarið og mikið bókað yfir veturinn líka,“ segir Haf- liði. „Búðardalur er miðsvæðis fyr- ir ferðamenn sem eru að fara á Snæ- fellsnes, Norðurland eða á Vestfirði. Bærinn er bara eins og nokkurskon- ar hringtorg og því einmitt ákjósan- legur staður til að stoppa á yfir nótt,“ bætir hann við. Hafliði segir aðsókn hafa verið ágæta í Leifsbúð í sumar en þó vildi hann sjá enn fleiri og telur hann að staðsetningin sé helsta ástæðan fyrir því að ekki fleiri komi þar við. „Fólk veit ekki af þessum stað því við erum hér niðri við sjó. Það eru svo margir sem keyra bara hér í gegn. Ég var einn af þeim í mörg ár og hafði t.d. ekki hugmynd um að hér væri höfn,“ seg- ir hann. Hafliði segir það mest vera ferðamenn sem stoppi við en þó komi heimamenn líka annað slagið. „Við erum með fastan sjávarréttamatseð- il og suma daga erum við með kjöt- rétti, en ekki alla daga. Við leggjum mikla áherslu á ferskt hráefni og höf- um ekki aðstöðu til að hafa ferskt kjöt alla daga. Að auki bjóðum við upp á kaffi og kökur og þar á meðal er gömul íslensk kanilterta sem er gífur- lega vinsæl. Við erum að baka tvær til þrjár svoleiðis kökur á dag. Við erum einnig með þrjá sali sem rúma 20-50 manns í sæti og við bjóðum upp á sér- réttamatseðil fyrir hópa,“ segir Haf- liði og bætir því við að endingu að hægt er að nálgast upplýsingar á leifs- bud.is. arg Nýr rekstrarstjóri tekinn við Leifsbúð Hafliði Elíasson er nýr rekstrarstjóri í Leifsbúð í Búðardal. Reykholtskirkja Verið innilega velkomin í Reykholtskirkju S K E S S U H O R N 2 01 6 - L jó sm . G Ó Messa sunnudaginn 17. júlí kl. 14.00 SK ES SU H O R N 2 01 6 Dvalar- og hjúkrunarheimilið Silfurtún Hjúkrunarforstjóri Staða hjúkrunarforstjóra Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns í Búðardal er laus til umsóknar Umsækjendur skulu hafa háskólapróf í hjúkrunarfræði og reynslu af stjórnun. Hjúkrunarforstjóri Silfurtúns stjórnar daglegri starfsemi heimilisins, sér um hjúkrun, innkaup og mannauðsmál. Umsóknarfrestur er til og með 31. júlí nk. Senda skal umsóknir ásamt ferilskrá á netfangið sveitarstjori@dalir.is þar sem einnig er hægt að óska eftir nánari upplýsingum. Óskað er eftir frístundaleiðbeinendum í félagsmiðstöðina Óðal veturinn 2016-2017. Markhópur félagsmiðstöðva eru unglingar á aldrinum 13-16 ára. Í boði er hlutastarf þar sem vinnutíminn er síðdegis og á kvöldin. Helstu verkefni og ábyrgð Leiðbeina unglingum í leik og starfi. Umsjón og undirbúningur á faglegu félagsmiðstöðvastarfi í samvinnu við tómstundafulltrúa. Samráð og samvinna við unglinga og starfsfólk skóla. Samskipti við foreldra/forráðamenn. Hæfniskröfur Umsækjendur þurfa að hafa náð 20 ára aldri. Menntun eða reynsla sem nýtist í starfi. Áhugi á að vinna með börnum og unglingum. Frumkvæði og sjálfstæði. Færni í mannlegum samskiptum. Frekari upplýsingar um starfið Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Kjalar og Launanefndar sveitarfélaga. Starfshlutfall er frá 30-50%. Umsóknafrestur til og með 27. júlí 2016 Nánari upplýsingar um störfin veitir Sigríður Dóra Sigurgeirsdóttir, tómstundafulltrúi í síma 869-8646 eða á netfanginu siggadora@umsb.is Félagsmiðstöðin Óðal SK ES SU H O R N 2 01 6

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.