Skessuhorn


Skessuhorn - 27.07.2016, Page 6

Skessuhorn - 27.07.2016, Page 6
MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 20166 Enn bætist í hóp þingmanna sem hyggjast hætta LANDIÐ: „Ég í samráði við mína allra nánustu, hef ákveðið að bjóða mig ekki fram til Alþingis í komandi kosningum. Ástæðan er að ég og nýbakaða eiginkona mín, Birna Harðardóttir, höfum ákveðið að skipta um áfanga í lífinu,“ segir Haraldur Ein- arsson alþingismaður Fram- sóknarflokks í Suðurkjör- dæmi í tilkynningu til fjöl- miðla. Bætist hann þar með í hóp fjölmargra núverandi alþingsmanna sem hyggjast hætta í stjórnmálum. „Eftir kosningar munum við flytjast ásamt börnum okkar tveim til foreldra minna í sveitina á Urriðafossi. Þar hyggjumst við gerast bændur og fara inn í búskap með foreldrum mínum. Ég er þakklátur og stoltur fyrir þann tíma sem ég hef fengið að vinna fyrir land og þjóð. Ég er stoltur af verkum ríkisstjórnarinn- ar undir forystu Framsókn- arflokksins og það er ekki allt sem sýnist inni á Alþingi. Hvet að lokum alla þá, sem vilja leggja sitt af mörkum til að gera þjóðfélagið okk- ar betra og sanngjarnara að bjóða sig til starfa á löggjar- farsamkomunni,“ segir Har- aldur Einarsson. -mm Vakinn upp af Pokemon þjálfara AKRANES: Rétt eftir hádegi dag einn í liðinni viku var íbúi í Jörundarholti vakinn upp af værum svefni eftir næturvakt þegar barið var að dyrum. Þeg- ar íbúinn fór til dyra stóð tólf ára drengur sem íbúinn kann- aðist ekki við fyrir utan og bað um að fá að komast inn vegna þess að þar átti að leynast Poke- mon. Íbúinn hleypti drengn- um inn sem þarmmaði um hús- ið uns hann fann Pokemon- inn sem hann leitað að inn á baðherbergi húsins. Drengur- inn náði að fanga skrímslið og yfirgaf því húsið skömmu síð- ar. Á leiðinni út spurði íbúinn drenginn hvort um sjaldgjæf- an eða góðan Pokemon væri að ræða; svaraði drengurinn því til að svo væri alls ekki. -bþb Maður slasaðist á fæti SNÆFELLSNES: Björgunar- sveitir á Snæfellsnesi voru kall- aðar út um kl. 20:00 að kvöldi síðasta fimmtudags vegna manns sem var slasaður á fæti. Var hann staddur í Sauraskógi við Stykkishólm. Verkefnið gekk fljótt og vel fyrir sig, enda um stuttan veg að fara þar til hægt var að koma manninum til aðstoðar. -kgk Aukakjördæmis- þing KFNV DALABYGGÐ: Boðað er til aukakjördæmisþings Kjördæm- isambands Framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi (KFNV) laugardaginn 20. ágúst 2016 í Félagsheimilinu Tjarnarlundi í Dalabyggð kl. 12.30. Drög að dagskrá: 1. Ákvörðun um aðferð við val á lista við alþingiskosn- ingar: (http://www.framsokn. is/frambodsreglur/), 2. Ávörp gesta, 3. Önnur mál. -tilkynning Réttardagar ákveðnir í Reykhólasveit REYKHÓLHR :Á fundi fjall- skilanefndar Reykhólahrepps í liðinni viku voru ákveðnir rétt- ardagar í sveitarfélaginu á hausti komanda. Réttað verður í Eyr- arrétt í Kollafirði laugardaginn 10. september, í Króksfjarðar- nesrétt viku síðar, 17. septem- ber og í Kinnarstaðarétt sunnu- daginn 18. september. -kgk Óvæntir gestir á bæjarhátíð GRUNDARFJ: Nú um helgina fór fram bæjarhátíð- in Á góðri stund í Grundar- firði. Hátíðin gekk vel og mik- ið líf og fjör var í bænum um helgina. Á föstudaginn bætt- ist heldur betur í tölu hátíðar- gesta þegar tvö skemmtiferða- skip lögðu að bryggju í Grund- arfirði. Þetta voru skipin Costa Romantica og Pacific Princess, frá borði stigu um 4.300 manns og má því segja að mikill fjöldi hafi verið kominn saman í bæn- um á bæjarhátíðinni Á góðri stund. Vert er að minnast á það að 4.300 manns er fimm sinn- um fleiri einstaklingar en búa í Grundarfirði. -bþb Ársreikningur Reykhólahreps fyrir árið 2015 var lagður fram til fyrri um- ræðu á fundi sveitarstjórnar fimmtu- daginn 21. júlí síðastliðinn. Rekstrar- niðurstaða Reykhólahrepps er sam- kvæmt rekstrarreikningi A og B hluta jákvæð um 33,5 milljónir króna. Er það töluvert umfram þann 12,8 millj- óna króna rekstrarafgang sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Rekstr- arniðurstaða A hluta var jákvæð um 14,8 milljónir en í fjárhagsáætlun var búist við 5,5 milljóna króna tapi. Rekstrartekjur sveitarfélagsins námu 480,2 milljónum samkvæmt reikningi A og B hluta, sem er rúm- lega 41 milljón meira en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Rekstrartekjur A hluta námu tæpum 338 milljónum en fjárhagsáætlun gerði fyrir rekstr- artekjum að upphæð 294 milljónir. Eigið fé sveitarfélagsins Reykhóla- hrepps í árslok nam 387,5 milljónum króna samkvæmt efnahagsreikningi, en eigið fé A hluta nam 328,7 millj- ónum. kgk/ Ljósm. sm Jákvæð rekstrarafkoma Reykhólahrepps Sú breyting hefur orðið á rekstri verkstæðis og stálsmiðju B.A. Ein- arssonar í Búðardal að bifreiða- verkstæði fyrirtkækisins hefur ver- ið lokað. Verkstæðið og stálsmiðj- an var opnuð að Vesturbraut 8 fyr- ir tæpum tveimur og hálfu ári síð- an, 27. febrúar 2014, af Birni Ant- on Einarssyni stálsmiði, en Katarí- nus Jón Jónsson bifvélavirki sá um rekstur bifreiða- og vélaverkstæðis- ins. Í samtali við Skessuhorn sagðist Katarínus ætla að snúa sér að öðru í framtíðinni. Hvað það yrði myndi bara koma í ljós með tíð og tíma. Rekstur stálsmiðju B.A. Einars- sonar verður eftir sem áður óbreytt- ur. Hún verður áfram starfrækt að Vesturbraut 8 í Búðardal eins og verið hefur frá upphafi. kgk Bifreiðaverkstæði B.A. Einarssonar lokað Húsnæði B.A. Einarssonar við Vesturbraut 8 í Búðardal. Hvalaskoðunarsamtök Íslands hafa skorað á sjávarútvegsráðherra að beita sér gegn frekari veiðum á hrefnu í Faxaflóa. Í tilkynningu sem samtökin sendu frá sér kemur fram að 34 hrefnur hafi verið veiddar í og við Faxaflóa á vertíðinni sem nú stendur yfir, fimm hrefnum fleiri en veiddar voru í heildina í fyrra. Samtökin segja að hrefnum á Faxaflóa fækki jafn og þétt. Þau segja að það sé krafa frá Hvalskoðunar- samtök Íslands og Samtökum ferða- þjónustunnar, sem studd sé af öllum flokkum í borgarstjórn Reykjavíkur, um að Faxaflói verði gert að griðar- svæði hvala. Segja þau að hvalaskoð- un sé ein stærsta afþreyingargrein ferðaþjónustunnar í Reykjavík og mikið sé í húfi. bþb Vilja friða hvali í Faxaflóa

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.