Skessuhorn


Skessuhorn - 27.07.2016, Side 10

Skessuhorn - 27.07.2016, Side 10
MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 201610 Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir hefur sent Alþingi bréf þar sem hann gerir athugasemdir við þingsálykt- unartillögu um staðfestingu samn- ings Íslands og ESB um viðskipti með landbúnaðarvörur. Hann gerir athugasemdir við að í tillögunni sé ekki fjallað beinlínis um heilbrigðis- mál sem snerta innflutning á fersk- um landbúnaðarvörum, aðeins um tolla og tollkvóta á landbúnaðarvör- ur til og frá Íslandi. „Engu að síður er rétt að vekja athygli á því að auk- inn innflutningur á ferskum land- búnaðarvörum hingað til lands getur haft í för með sér ákveðin heilbrigð- isvandamál sem íslensk yfirvöld þurfa að vera meðvituð um og tilbúin að bregðast við,“ segir í bréfinu. Sóttvarnalæknir vísar í álit Al- þjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar og Sóttvarnastofnunar Evrópusam- bandsins þess efnis að útbreiðsla ým- issa sýkla og sýklalyfjaónæmra bakt- ería sé ein helsta heilbrigðisógn sem steðjar að heiminum í dag. Margir þættir stuðli að þeirri útbreiðslu og einn þáttur sé dreifing með ferskum matvælum, einkum fersku alifugla- kjöti. „Á Íslandi hefur tíðni matar- borinna sýkla hjá mönnum og sýkla- lyfjaónæmi verið umtalsvert minna en í flestum nágrannalöndum. Með auknum innflutningi á ferskum land- búnaðarvörum, einkum alifugla- kjöti er hætt við að tíðni matarbor- inna sýkinga muni aukast hér á landi sem og útbreiðsla sýklalyfjaónæmra baktería,“ segir í bréfi sóttvarna- læknis. Hann telur því mikilvægt að samningur Íslands við ESB um við- skipti með ferska matvöru taki mið af þessum þáttum. Setja þurfi í samn- inginn ákvæði sem gefi Íslendingum möguleika á að takmarka innflutn- ing á vörum sem sýnt þykir að auka muni ógn við almennt heilbrigði hér á landi. kgk Hinn tvítugi Rúnar Gíslason sæk- ist eftir oddvitasæti Vinstri hreyf- ingarinnar græns framboðs í Norð- vesturkjördæmi fyrir komandi Al- þingiskosningar. Sem lið í að koma sér á framfæri fyrir forval VG boðar hann til opins fundar í Landnáms- setrinu í Borgarnesi fimmtudaginn 4. ágúst kl. 20:00. „Mig langar að vera meira en bara á bakvið lykla- borðið og þess vegna vil ég boða til opins fundar með mér, eins sjálf- hverft og það kann að hljóma. Sá fundur verður 4. ágúst nk. á Land- námssetrinu kl. 20:00. Þar gefst áhugasömum tækifæri á að kynna sér framboð mitt enn betur og spyrja mig spurninga. Mér finnst ég þurfa að gera þetta þar sem ég er lítið þekktur og er í raun ennþá bara óskrifað blað hjá mörgum. Allt flokksstarf er í dvala þessa stundina og fannst mér því kjörið tækifæri að boða til fundarins núna“ segir Rún- ar. Það er ekki á hverjum degi sem tvítugur einstaklingur býður sig fram til oddvitasætis en Rúnar virðist óhræddur. „Ég hef brennandi áhuga á þjóðfélagsmálum og mikinn áhuga á þessu starfi. Það er svoleiðis að það eru aðeins þeir sem þora sem skora og maður hefur engu að tapa þegar maður er svona ungur svo það var í raun aldrei vafi hjá mér að bjóða mig fram. Mér finnst einnig að á þing- ið eigi að vera þverskurður þjóðar- innar og þar á ungt fólk líka heima. Ég er vonandi að sýna fordæmi sem aðrir ungir einstaklingar geta litið til. Það vantar oft hjá ungu fólki að þora að taka slaginn. Vonandi finnst einhverjum að ég geti verið verðug- ur fulltrúi unga fólksins. Ef ekki þá nær það ekki lengra,” segir Rúnar að endingu. bþb Kallar eftir ákvæði um heilbrigðismál Kjúklingabringa. Tvítugur og stefnir á oddvitasæti Mikil og þung umferð hefur verið um helstu þjóðvegi umdæmisins nú í sumar og er það í samræmi við all- ar spár um fjölgun ferðamanna. Yfir vetrarmánuðina róast þetta aðeins en breytir ekki því að ferðamönnum fjölgar ár frá ári. Lögregla hefur haft í nógu að snúast og ekki síst í kring- um erlenda ferðamenn nú í sum- ar. ,,Við höfum verið heppin vil ég segja og sloppið að mestu við alvar- leg slys eða óhöpp í umdæminu og krossum fingur að svo verði áfram. Við þökkum fyrir hvern slysalaus- an dag,“ segir Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri. ,,Álag á vegakerf- ið eykst ár frá ári. Vesturlandsveg- ur á vegarkafla frá Hvalfjarðargöng- um í Borgarnesi hefur til að mynda tekið litlum breytingum frá því ég var strákur en löngu tímabært er að auka öryggi vegfarenda um veginn og þá eru yfirborðsmerkingar víða af skornum skammti sem ég hrein- lega skil ekki hafi menn einhvern sans fyrir umferðaröryggi. Hvern- ig sem á það er litið sinnir Vega- gerðin því verkefni illa að hafa yf- irborðsmerkingar í lagi og horfi ég þá ekki bara til þjóðvega í umdæmi lögreglunnar á Vesturlandi. Mér finnst ömurlegt að keyra um hring- veg, einn þriggja sem tengir lands- byggðina við höfuðborgina, þar sem yfirborðsmerkingar eru af skornum skammti. Þetta á að vera í lagi en er ekki. Yfirborðsmerkingar eru gríð- arlega mikilvægar fyrir umferðarör- yggið,“ segir Úlfar. Lögreglan á Vesturlandi býr við hallarekstur sem vinna þarf á. „Mér ber að reka embættið inn- an fjárheimilda. Ég þarf að fækka í liði lögreglu en geri ekki með upp- sögnum en ekki verður ráðið í stöð- ur sem losna. Embættið dregur úr rekstrarkostnaði með því að fækka fólki og draga úr akstri lögreglubíla. Það veit mitt fólk en af þessu hef ég áhyggjur vegna þess að við telj- um okkur vita hvað þarf til í þessum efnum. Við viljum ekki bara slökkva elda heldur sinna frumkvæðisvinnu með öðrum og betri hætti en gert er í dag en ég er ánægður með mitt lið og framlag minna starfsmanna,“ segir Úlfar að endingu. arg Gengið vel hjá lögreglunni það sem af er sumri Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Vesturlandi. Ljósm. úr safni. Í tilkynnigu frá Matvælastofnun er sagt frá því að Alexandrium og Di- nophysis þörungar hafi greinst und- anfarið í sjósýnum sem tekin hafa verið í Hvalfirði og Breiðafirði en einnig í Mjóafirði og Steingrímsfirði. Útbreiðsla þörunganna annars staðar við strendur landsins er ekki þekkt. Því vill MAST vara við tínslu á kræklingi, eða bláskel, og annarra skeltegunda við landið. Þekkt er sú þumalfingursregla að ekki skuli tína skelfisk til neyslu þá mánuði sem ekki innihalda „r“ í nafni sínu. Sú regla er því í fullu gildi. „Alexandrium þörungar geta vald- ið PSP eitrun og Dinophysis þör- ungar DSP eitrun,“ segir í tilkynn- ingu MAST. PSP eitrun getur vald- ið lömun í mönnum og koma eitr- unareinkennin fram tveimur til tólf klukkustundum eftir neyslu. Ein- kenni eru allt frá doða í munni til lömunar og getur PSP eitrun í alvar- legustu tilfellum valdið dauða vegna öndunarlömunar. Ekki hafa komið upp tilfelli PSP eitrunar í mönnum á Íslandi svo vitað sé. Einkenni DSP eitrunar eru eink- um á meltingarveg með tilheyrandi kviðverkjum, ógleði, uppköstum og niðurgangi. Einkennin koma fram fljótlega eftir neyslu og líða hjá innan nokkurra daga. kgk Varað við tínslu á skelfiski Kræklingaréttur. Ljósm. úr safni. Iain Williamson kom til ÍA að láni frá Víkingi Reykjavík um miðjan maí síðastliðinn. Hann hefur ver- ið fastamaður í byrjunarliði Skaga- manna síðan og þykir hafa stað- ið sig vel. Frammistaða hans hef- ur vakið athygli og var því varp- að fram á samskiptavefinn Twit- ter eftir leik Skagamanna og ÍBV í vikunni hvort ekki væri réttast fyr- ir Víking að kalla Iain til baka þar sem allt stefnir í að bæði ÍA og Vík- ingur muni berjast um sæti í Evr- ópudeildinni að ári. Víkingur hefur þann kost að kalla Iain til baka en Gunnlaugur Jónsson sagði í samtali við fotbolti.net í gær að liðin hafi komist að samkomulagi um að Iain muni klára tímabilið hjá Skaga- mönnum. bþb Iain Williamson klárar tímabilið með ÍA

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.