Skessuhorn - 27.07.2016, Side 16
MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 201616
Bæjarhátíðin Á góðri stund í
Grundarfirði fór fram um síðustu
helgi og er óhætt að segja að vel
hafi tekist til. Þokkalega margt var
um manninn enda gátu flestir fund-
ið eitthvað við sitt hæfi í skemmti-
dagskrá hátíðarfélagsins. Þjófstar-
tið var á fimmtudagskvöldinu þar
sem Grundfirskar stúlkur voru með
frábæra Abba sýningu áður en Ey-
þór Ingi og Jóhanna Guðrún héldu
frábæra tónleika. Á föstudeginum
var hægt að skella sér í froðupartý
og brekkusöng svo eitthvað sé til
talið. Á laugardeginum var svo há-
tíðardagskrá niður við höfn áður en
gulir, rauðir, grænir og bláir mætt-
ust á gatnamótum Grundargötu og
Hrannarstígs eins og svo oft áður.
Þar gengu íbúar og gestir fylktu liði
niður á hátíðarsvæði en dagskráin
endaði svo á stórdansleik með Sál-
inni hans Jóns míns. „Það fór allt
vel fram um helgina,“ sagði Aldís
Ásgeirsdóttir framkvæmdastjóri há-
tíðarinnar. „Þetta var svona svipað-
ur fjöldi gesta eins og undanfarin ár
en menn voru að skjóta á þetta 2000
til 2500 gestir hafi verið í Grundar-
firði um helgina,“ bætti Aldís við en
hún var hæstánægð með hátíðina
sem gekk stóráfallalaust fyrir sig.
Einnig var hægt að skreppa á lista-
sýningar, sýningu um sögu Grund-
arfjarðarkirkju og margt fleira.
tfk
Á góðri stund í Grundafirði fór vel fram
Grundfirsku söngdívurnar eftir að hafa lokið sínum flutningi á þekktum Abba
lögum á fimmtudagskvöldinu.
Gói og Villi héldu uppi stuðinu frameftir kvöldi.
Baldur Orri Rafnsson betur þekktur sem Baldur Bongó stýrðu hinu víðfræga HÚH
öskri sem gerði allt vitlaust á evrópumótinu í knattspyrnu fyrr í sumar.
Rauðir nálgast vegamótin og tendruðu í blysum.
Það var kátt á hjalla í brekkusöngnum á föstudagskvöldinu. Ingólfur Þórarinsson stjórnaði brekkusöngnum af stakri
prýði.
Hollvinasamtök Eyrbyggja afhentu framfaraverðlaun
Eyrbyggja á fjölskylduskemmtuninni á laugardeginum og
þetta árið kom það í hlut Skíðadeildar UMFG sem hefur
heldur betur farið kröftuglega af stað.
Það var mikið fjör og gleði í froðupartýinu á föstudaginn. Guðmundur Smári Guðmundsson fór fyrir rauða liðinu í húh klappinu.
Fiskisúpa Lions klikkaði ekki frekar en fyrri daginn.Hljómsveit Eiríks Höskuldssonar lék fyrir gesti og gangandi á
útipallinum á Rúben.Þeir voru vígalegir í rauðu skrúðgöngunni.