Skessuhorn


Skessuhorn - 27.07.2016, Page 18

Skessuhorn - 27.07.2016, Page 18
MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 201618 „Þetta var bara gamalt lambahús fyrst þegar ég flutti hingað fyrir ellefu árum. Við breyttum þessu í skúr og hérna smíða ég,“ seg- ir Aðalsteinn Vilbergsson um það leyti sem blaðamaður gengur inn í vinnuaðstöðu Aðalsteins. Skúr- inn er ekki ýkja stór en snyrtileg- ur er hann og við blasir fín vinnu- aðstaða ásamt fallegu handverki úr tré sem Aðalsteinn hefur unnið. Aðalsteinn býr á bænum Hálsum í Skorradal ásamt eiginkonu sinni Ingibjörgu, eða Distu eins og hún er gjarnan kölluð. „Hér sæti ég öllum stundum ef ég hefði tíma. Það er afskap- lega gaman að smíða og búa til alls konar hluti úr við. Ég er alltaf að kanna hvað ég get og hvað mað- ur kann. Ég smíða bæði smærri hluti eins og litlar skálar og fleira en einnig geri ég töluvert af stærri hlutum; ég hef til að mynda smíð- að nokkur borð og lampa. Ég sér- hæfi mig ekki í neinu, ég geri bara það sem mér dettur í hug hverju sinni. Ég sæki mér viðinn bara úr nánasta umhverfi, ég hegg ekkert niður sjálfur heldur fæ ég að hirða hjá fólki, það hefur jafnvel kom- ið fyrir að fólk komi hingað með tré og spurt hvort ég geti ekki not- að það. Svarið við þeirri spurn- ingu er yfirleitt jákvætt enda þýðir ekkert annað en að nýta þetta eitt- hvað. Ég smíða úr flest öllum við sem ég kemst í; hvort sem það eru birkitré, lerki eða annað. Ég reyni bara að skapa eitthvað úr því sem ég hef. Ég hef það líka sem mottó að ef það klikkar þá hendi ég því bara og byrja upp á nýtt,“ segir Aðalsteinn. Aðalsteinn segir að hann eigi að mörgu leyti föður sínum að þakka smíðaáhuga sinn. „Pabbi nam mublusmíði um tíma. Lærifaðir hans dó þegar pabbi var hálfnað- ur með námið. Þegar pabbi leitaði til annara manna til þess að klára námið sitt vildu þeir allir að hann myndi byrja algjörlega frá grunni. Pabbi vildi það ekki svo það varð úr að hann kláraði ekki námið. Hann var fær kallinn og kenndi mér margt. Hann kenndi mér á rennibekk þegar ég var tólf ára gamall. Ætli það hafi ekki verið til þess að hann gæti beðið mig um að renna það sem karlarnir í sveit- inni báðu hann um, hann hefur ekki nennt því,“ segir Aðalsteinn og hlær. „Ég hef verið að smíða nánast alla tíð. Ég sé ekki fyrir mér að starfa við þetta, ég geri þetta bara út af áhuganum. Það er meiri tími á veturna til þess að sinna þessu, þá er minna að gera í þeim hefð- bundnu störfum sem maður er í. Ég hef verið að selja það sem ég smíða en ekkert auglýst mig og er ekki með facebook síðu fyrir það sem ég smíða. Ég er þó alltaf op- inn fyrir því ef fólk vill koma og skoða og kaupa af mér, eina sem þarf er bara að hringja á undan sér svo ég sé alveg örugglega heima,“ segir Aðalsteinn að endingu. bþb Smíðar handverk í skúrnum Aðalsteinn Vilbergsson í skúrnum sínum Aðalsteinn býr til ýmsa hluti. Hér eru lampar sem hann bjó til en hann gerði einnig borðið sem þeir standa á. Síðastliðinn laugardag lauk 10 ára fjallvegahlaupaverkefni Stefáns Gíslasonar í Borgarnesi með hlaupi yfir Arnarvatnsheiði úr Miðfirði suð- ur í Borgarfjörð. Þetta var fimmtug- asta hlaupið í verkefninu og jafnframt það langlengsta, en samtals mæld- ist vegalengdin 81,31 km. Hlaupinu luku Stefán og félagar hans á rúmum 12 klukkustundum og var vel fagnað af vinum og vandamönnum við vega- mótin ofan við Kalmanstungu þar sem hlaupinu lauk. Fjallvegahlaupaverkefni Stefáns var afmælisgjöf hans til sjálfs sín á fimmtugsafmæli hans í mars 2007. Þá einsetti Stefán sér að hlaupa yfir 50 fjallvegi fyrir sextugt, annað hvort einn eða í góðra vina hópi. Til að vera gjaldgengir í verkefnið skyldu fjallvegirnir vera a.m.k. 9 km að lengd, fara upp í a.m.k. 160 m hæð yfir sjó, tengja saman tvö byggðarlög eða áhugaverða staði og vera gjarn- an fornar göngu- eða reiðleiðir. Fá- farnir og torfærir bílvegir voru einnig gjaldgengir samkvæmt þeim skilmál- um sem fylgdu gjöfinni. Tilgangur Stefáns með fjallvega- hlaupaverkefninu var að halda sér í formi á sextugsaldrinum, kynnast landinu og vekja áhuga annarra á úti- vist og hreyfingu. Öll þessi markmið virðast hafa náðst, því að fjallvegirn- ir 50 dreifast á flesta landshluta og fjöldi þeirra sem slegist hefur í för með Stefáni er kominn í 107 að því er fram kemur á heimasíðu verkefnisins, http://fjallvegahlaup.is. Hlaupið yfir Arnarvatnsheiði hófst á vegamótum Miðfjarðarveg- ar og Arnarvatnsvegar neðan við Núpsdalstungu í Miðfirði kl. 5:21 að morgni laugardagsins, enda ráð fyr- ir því gert að hlaupið gæti tekið um 13 og hálfa klukkustund. Tíu manns hófu hlaupið og þeim til halds og trausts voru tveir aðstoðarmenn á trússbílnum Hrímni II. Hlaupið var á milli fyrirfram ákveðinna áningar- staða með u.þ.b. 10 km millibili og á þessum stöðum beið trússbíllinn með nesti og farangur eftir þörfum. Lengst var áð við Arnarvatn stóra þar sem aðstoðarmennirnir buðu upp á nýlagaða bláberjasúpu líkt og tíðkast í Vasa-skíðagöngunni í Svíþjóð. Hlaupaveðrið á laugardaginn var hagstætt lengst af, hægur vind- ur, þoka á fjöllum og hitinn 12-15 stig. Seinnipartinn gerði þó nokkrar snarpar skúrir. Hlaupið gekk áfalla- laust fyrir sig að öðru leyti en því að einn tímenninganna tognaði í læri og þurfti að draga sig í hlé áður en 30 km voru að baki. Hin 9 skiluðu sér þreytt og sæl á áfangastað ofan við Kalmanstungu um kl. 6 síðdeg- is, ásamt nokkrum öðrum hlaup- urum sem fylgdu með síðustu kíló- metrana. Enginn úr hópnum hafði áður hlaupið lengra en 60 km á ein- um degi, þannig að þarna bættist tals- vert af nýrri hlaupareynslu við þá sem fyrir var. Um kvöldið bauð fjölskylda Stef- áns til veislu á Hótel Húsafelli til að fagna fullkomnun fjallvegahlaupa- verkefnisins. Þar var ferðalag dags- ins rifjað upp, farið yfir það minn- isverðasta úr hinum hlaupunum 49 og sýndir allir þeir hlaupaskór sem Stefán hefur notað í verkefninu, auk ræðuhalda og almennrar gleði. Fjallvegahlaupum Stefáns verða gerð ítarleg skil í bók sem kemur út hjá Útgáfuhúsinu Verðandi í mars á næsta ári í tengslum við sextugsaf- mæli höfundar. Stefán Gíslason Hlupu yfir Arnarvatnsheiði á 12 tímum Hlauparar og aðstoðarmenn tilbúnir við Núpsdalstungu í Miðfirði kl. 5:19 að morgni. F.v.: Guðmundur K. Einarsson og Snorri Árnason (áhöfnin á Hrímni II sem sést í baksýn), Birkir Þór Stefánsson, Gunnar Viðar Gunnarsson, Haukur Þór Lúðvíksson, Sævar Skaptason, Bryndís Óladóttir, Gunnar Ólason, Tómas Orri Ragnarsson, Arnfríður Kjartansdóttir, Ragnar K. Bragason og Stefán Gíslason. Ljósm. Nanna Arnfríðardóttir Christensen. Tómas Orri Ragnarsson og Gunnar Viðar Gunnarsson á vegamótum við Skammá á Arnarvatnsheiði. Ekki svo ýkja langt eftir í Húsafell. Ljósm. Stefán Gíslason. Hjónin Bryndís Óladóttir og Sævar Skaptason á lokametrunum við Kalmanstungu eftir 81 km hlaup yfir Arnarvatnsheiði. Ljósm. Guðmundur K. Einarsson. Stefán á hlaupum upp úr Helluvaði á Norðlingafljóti. Ljósm. Guðmundur K. Einarsson. Arnarvatnsheiðarhlauparar og fylgdarlið við vegamótin ofan við Kalmanstungu eftir dagleið úr Miðfirði. Áhöfnina á Hrímni II vantar á myndina. Ljósm. Etienne Menétrey.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.