Skessuhorn


Skessuhorn - 27.07.2016, Page 19

Skessuhorn - 27.07.2016, Page 19
MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 2016 19 Krossgáta Skessuhorns Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að leysa. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausnarorð/in á netfang- ið: krossgata@skessuhorn.is fyrir klukkan 15 á mánu- dögum. Athugið að fullt nafn og heimilisfang þarf að fylgja með lausninni. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvupósti sendi lausnir á: „Skessuhorn - krossgáta, Kirkjubraut 56, 300 Akranesi (athugið að póstleggja þarf lausnir í síðasta lagi á föstudegi). Dregið verður úr réttum innsendum lausnum og fær vinningshafinn bókargjöf frá Skessuhorni; „Pétrísk íslensk orðabók með alfræðiívafi,“ eftir sr. Pétur Þorsteinsson. Alls bárust 54 lausnir við krossgátunni í blaðinu í síðustu viku. Lausnin var: „Kyrrseta.“ Vinningshafi er: Þórunn Erla Sighvats, Dalsflöt 9, Akranesi. Máls- háttur Klöpp Óreiða Matar- hirsla Skafinn Yndi Úrugur Sérstök Grasey Vekja Efni Brask Aldur Huldu- verur Vilji Tónn Uggði Titill Átt Kvaka Flökta Teiti Rita Ágæti Kirkja 4 Skreyta Návist Þjapp- aði Blundur Hreyf- ing Átt Spyr Hjól Ögn Léði Rugl 1 Land Vagga Frá Grípa 6 Ná í Í hálsi Snjó Hólmi Suddi Skriðan Rasa Fiskar Skáli Venda Andi Loforð Viðmót Svertir Temja Öldur Elska Friður 2 Vafi Dreif Vald Á fæti Fúsk Muldr- ar Spurn Tvíhlj. Álítur Ójafna Hissa Kveikur Jurta- seyði Dýpi Tvíbaka Samhlj. Siðir Rispa Kopar Laga Afleit Kl. 15 Nóa Rödd Atóm 7 Álit Tónn Reið Svell Herma Hnýti Tölur 3 Dans Land- spilda Ílát Hlut- verk Dvel Titra Auður 5 Léttir Titill 8 Líka Elfur Óhóf Hlífa Vein Grjót Lít Ekki Greind 1 2 3 4 5 6 7 8 Sumarlesari vikunnar Áfram heldur sumarlesturinn á Bókasafni Akraness. Að þessu sinni er gestur okkar Daníel Guð- jónsson. Hvað heitir þú og hvað ertu gamall?Daníel Guðjónsson og ég er sex að verða sjö ára í ágúst. Í hvaða skóla ertu? Grundaskóla. Hvaða bók varstu að lesa? Músafjölskyldan og skíðakeppnin og Músafjölskyldan og litagleðin. Halló Kata könguló, Halló Frikki fiðrildi og Halló Ási ánamaðkur. Hver þeirra var skemmtilegust? Músafjölskyldan og skíðakeppnin var rosa fyndin. Hvernig bækur finnst þér skemmtilegastar?Ævintýra- og töfrabækur og líka bækur um vís- indi. Hvar er best að vera þegar mað- ur er að lesa?Það er best að lesa uppi í rúmi áður en ég fer að sofa. Áttu þér uppáhalds bók eða uppáhalds rithöfund?Harry Pot- ter bækurnar og vísinda Villi . Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór?Ég vil vinna hjá Neyðarlínunni. Svo virðist sem eins árs laxinn ætli að láta lítið á sér bera ennþá, í straumnum sem er stór þessa dag- ana. En það virðist ekki duga neitt, einn og einn fiskur er að skríða inná flóðinu þessa dagana. Laxveið- in mætti vera betri, það þarf nýja fiska. Þessir gömlu þekkja allt sem er í boði. ,,Síðasta holl í Haukadalsá gaf næstum því 90 laxa og það er fiskur víða um ána,“ sagði veiðimaður sem var að koma úr ánni en hún hefur gefið 244 laxa. Grímsá í Borgarfirði er kominn með 260 laxa. ,,Þetta er all í lagi hérna við Grímsá,“ sagði okkar maður. Það hefur verið tog í Flókadalsá í Borgarfirði og fiskurinn verið treg- ur að taka, en Flókadalsá hefur gef- ið 211 laxa. Góður gangur hefur verið í Miðá í Dölum og áin gef- ið 180 laxa og eitthvað af bleikjum. Hollið sem var þar fyrir skömmu veiddi vel af laxi og bleikjur. gb Laxveiðin mætti vera betri Viðbjóður í Grímsá. Svo sem ekki fallegt nafn en staðurinn er fallegur mjög. Silungsveiðin gengur víða ágæt- lega. Hraunsfjörðurinn hefur ver- ið að gefa, Vatnasvæði Lýsu og vötn á Snæfellsnesi. Og fiskurinn virðist vera vel haldinn. „Við vorum að koma úr Hlíða- vatni og veiðin var fín,“ sagði Guð- mundur Árni Hjartarson sem var við veiðar ásamt nokkrum vösk- um veiðimönnum. „Við fengum 24 fiska, mest urriða en líka bleikjur. Þetta var skemmtilegt,“ sagði Guð- mundur Árni eftir veiðina í vatninu. Veiðimenn sem voru í Langavatni fyrir skömmu veiddu nokkra fiska og allavega þrír fiskana voru vel vænir. Hraunsfjörðurinn hefur ver- ið að gefa bleikju og líka eitthvað af laxi. „Það er gaman að leika sér með fluguna í Hraunsfirðinum, bleikjan nætti vera aðeins gráðugri að taka hana samt,“ sagði veiðimaður sem mikið stundar Hraunsfjörðinn. gb Frábær veiði í Hlíðarvatni Flott veiði úr Hlíðarvatni fyrir skömmu, bæði urrriði og bleikja. Ljósm. Guðmundur Árni Hjartarson. Síðustu dagar hafa einkennst af svita í miklu magni ásamt snarauknu adr- enalínflæði sem orsakast að mikl- um hluta af verkefnalista sem hefur fengið að sitja á hakanum. Ég kláraði sem sagt sumarfríið mitt og upplifði þetta klassíska krass - spurningar á borð við; shit á ég að fara að vinna á morgun, hvað er ég búinn að gera í fríinu o.s.frv. lustu upp í höfuðið mitt og eyðilögðu nær shamanískan hugsanagang minn sem hafði feng- ið að blómstra þetta sumarið. Svona eins og þetta Binna sveppashaman sem er maður sem fær borgað fyrir að vera stónd með fólki og sammála því sem það segir, flettið því upp þið sjáið ekki eftir því, ég allavega um- breyttist og varð einn með sumar- sólinni eða eins og þeir segja á am- erísku „one with the sun“. Ég elska sumarfrí, í raun vildi ég vera alltaf í sumarfríi en þá gæti ég ekki horft á Sopranos í tímaflakkinu þegar ég hef ekkert að gera því ég ætti örugglega ekkert sjónvarp sökum tekjuskorts, en hvað um það. En hvað er annars að frétta, hóp- ur tónlistarmanna og Eyjamenn komust að þeirri niðurstöðu að þeir væru sammála og enginn hætti við að hætta. Aðrar hljómsveitir standa eft- ir ringlaðar. Umferðin um þjóðvegina er orðin extra special bitter svo mik- il er hún og túristavarpið blómstrar sem aldrei fyrr, finna má ýmsar hreið- urgerðir túrista frá hinum ýmsu lönd- um í kjarri eða jafnvel á víðavangi. Hvað meira? Einhverjir stjórnmála- menn rosa hissa þegar frétt barst þess efnis að einhverjir mögulega vafa- samir fjárfestar frá útlöndum ætli að koma og reisa eitthvað hátækni- sjúkrahús fyrir útlendinga og Íslend- inga í Mosfellsbæ. Reyndar ætla þeir að sækja um leyfi fyrir sjúkrahúsinu eftir að það er búið að reisa gímald- ið sem hljómar svolítið furðulega. Af- hverju fyllist ég alltaf tortyggni gagn- vart fólki með fulla vasa af peningum, er þetta mér blóð í borið vegna þess að ég er Íslendingur? Ég verð að viðurkenna að þegar ég heyrði þetta fyrst þá varð mér of- boðið, eitthvað monnýdæmi enn eina ferðina og var sammála stjórnmála- konunni sem sagði að með þessu væri verið að grafa undan sjálfu heilbrigð- iskerfinu sem við Íslendingar get- um verið svo stolt af. Ok, við höf- um einn besta barnaspítala sem fyrirfinnst og ótrú- lega hæfileikaríkt fólk á öðrum svið- um sem virðist vera gætt yfirnáttúru- legum hæfileikum. En svo fór ég að hugsa, grafa undan kerfinu? Er ekki búið að vera grafa undan kerfinu og skemma það innan frá með niður- skurði á niðurskurði ofan? Undirbúa jarðveginn fyrir einmitt svona einka- væðingarjólasveinum sem koma fær- andi hendi með milljarða standandi fram úr ermunum. Eyðileggja fyrst og spyrja svo virðist vera mantran þessa dagana. En aftur að sumarfríspælingunni. Mér finnst reyndar að hluti af fólki sé hreinlega alltaf í sumarfríi eða sé í anda að hluta til. Góðvinur minn er í forsvari fyrir félag hér í Borgafirði, félag þetta hefur áhuga á skotvopnum og skotfærum. Þeim langar í útisvæði til að leika sér og æfa sig á en hafa ver- ið fastir í einskonar Groundhog Day- skotinni tilveru í viðureign sinni við yfirvaldið á svæðinu síðustu misseri. Einhver lýsir þessu þannig að þetta sé líkt og að reyna að bera sofandi mann úr reykfylltu húsi slíkur er eldmóður- inn í fólkinu sem fer með framkvæmd- arvaldið. Eru þau hrædd við að kom- ast í sögubækurnar eða eitthvað slíkt maður bara spyr. Það virðist vera út- breiddur misskilningur að um leið og þetta svæði sé sett á laggirnar að það muni gereyða öllu fuglalífi, mann- fólki og tortíma jörðinni í leiðinni (Douglas Adams style) veit ekki með það en ég læt pilluskot mitt hér stað- ar numið því ég trúi því að hugsandi fólk komist að skynsamlegri og sann- gjarnri niðurstöðu fljótlega (eða er ég kannski að endurtaka það sem þau segja?). Mér verður hugsað til heima- bæjar míns sem er fallegur staður, þú kannski kannast við hann, Akranes. Þar hefur yfirburðaflott útiaðstaða þróast í gegnum árin fyrir ástundend- ur þessa skemmtilega sports og eiga hlutaðilar hrós skilið fyrir samvinnu og úrlausn vandamála sem kunna að koma upp. Meira svona. Góðar stundir Axel Freyr Eiríksson Sumarfrí PISTILL

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.